Morgunblaðið - 17.10.2003, Page 18

Morgunblaðið - 17.10.2003, Page 18
 http://arti.nord.is/ „Ég hef alltaf vitað mitt sanna nafn, þó svo að foreldrar mínir viti það ekki enn. En ég gerði mér aldrei fyllilega grein fyrir þýðingu þess fyrr enn nú. Jarðneskar tungur geta ekki borið það fram né getur heili þinn meðtekið merkingu þess. en það mun koma sá tími þar sem nöfn allra í fjölskyldu minni, allir mínir bræður og allar systra minna sem búa hér á jörðinni eða í ná- grenni hennar, munu heyrast yfir allt sólkerfið í kór og mynda Orðið sem á eftir skapa nýtt jafnvægi í heiminum.“ 6. október 14.14  http://www.katrin.is/ „ég fékk afmælisgjöfina frá mömmu og pabba í dag ég fékk 2 boli, ekkva lykt- ardót rosa sætt og 20gíga ipod.. hann er svooooo fallegur! ég elska mömmu mína og pabba svo mikið þau eru best! nú á mér sko ekki eftir að leiðast meira í lestunum (verst ég á bara 2gíg af mp3:P)“ 15. október 0.44  http://www.gummijoh.net/ „Á föstudaginn eftir Idol fór ég á Kleppsveginn þar sem Arnar og Toggi mættu hressir í nokkra bjóra og Xbox spilerí. Toggi reyndar drakk ekki þar sem blessaður drengurinn hefur alveg staðið við áfengisbindindi sitt til nokkra mánaða. Gott hjá honum þar sem engin átti von á þessu.“ 13. októ- ber 17.25 Kæri blogger.com… William Shatner, sem lék Kirk kaftein í Star Trek-þáttunum „fyrr á árum“, er mergjaður persónuleiki. Það vita þeir, sem fylgst hafa með ferli þessa heillandi manns og hlýtt á hljómplötuna Transformed Man frá 1968. Þar fer hann á kostum í tilfinningaþrungnum flutningi á lögum á borð við „Mr. Tambourine Man“ og „Lucy In The Sky With Diamonds“. Því miður er platan uppseld á amazon.com eins og er. Shatner fer líka á kostum á heima- síðu sinni, http://www.william- shatner.com. Hann skrifar ógleym- anlega pistla fyrir aðdáendur sína, sem hafa að sjálfsögðu myndað klúbb. Dótt- ir hans, hin fagra Lisabeth, ritar einnig pistla um hitt og þetta. Þá er sérstök „Shatner-búð“ á síðunni, en þar er hægt að panta ýmsan varning tengdan goðinu. VEFS ÍÐAN Shatnerinn klikkar ekki PIERLUIGI COLLINA – THE RULES OF THE GAME Ítalski fjármálaráð- gjafinn Pierluigi Collina er án efa frægasti fót- boltadómari í heimi og um leið almennt talinn sá besti. Til hans er jafnan leitað ef dæma þarf leiki þegar mikið liggur við, sjá til að mynda nýafstaðinn leik Tyrkja og Englendinga þar sem hann hélt mönnum á mottunni inni á vellinum þó til áfloga hafi komið utan vallar. Í bókinni The Rules of the Game segir Coll- ina frá dómaralífinu, samskiptum við leikmenn og þjálfara og umdeildum ákvörðunum, auk- inheldur sem hann segir frá minnisstæðum leikjum. THE TIMES COMPREHENSIVE ATLAS OF THE WORLD Besta landabréfa- bók heims segja marg- ir þegar Times-atlasinn er annars vegar, en hann kemur nú út í nýrri útgáfu. Fyrsti Tim- es-atlasinn kom út 1967 og að sögn hafa útgáfur hans selst í ríf- lega milljón eintökum. Nýja útgáfan er 11. útgáfa atlasins og mjög aukin. Í ljósi umbrota síðustu áratuga eru sérstakar skýringarmyndir sem greina frá því hvernig heimurinn hefur breyst en alls eru í bókinni 250 kortasíður og 224 síðna uppflettihluti með yfir 200.000 staðanöfnum og landfræðilegum sérkennum. SVO FÖGUR BEIN - ALICE SEBOLD Fáar bækur hafa verið eins umtal- aðar síðustu ár og metsölubókin The Lovely Bones eftir bandarísku skáld- konuna Alice Se- bold. Bókin, sem heitir Svo fögur bein í íslenskri þýð- ingu Helgu Þór- arinsdóttur, hefst þar sem sögumað- ur hennar, Susie Salmon, fjórtán ára stúlka, er myrt. Susie fylgist síðan með ættingjum sínum að handan og sér hvernig voðaatburðurinn reynir svo á fjölskylduböndin að þau nánast slitna en styrkjast síðan aftur. The Lovely Bones / Svo fögur bein þykir af- skaplega vel skrifuð og þess sérstaklega getið að Sebold skuli ekki missa svo viðkvæmt efni niður í væmni, heldur sé frásögnin hlýlega kím- in. Þetta er önnur bók Sebold en fyrsta bók hennar var frásögn af því er henni var nauðgað hrottalega og því er hún bar kennsl á árás- armann sinn á götu nokkru síðar sem varð til þess að hann fékk langan fangelsisdóm. BANG GANG – SOMETHING WRONG Nokkuð er um liðið síðan heyrðist frá Bang Gang, fimm ár síðan plat- an You kom út. Hljómsveitin, sem er bara einn mað- ur, Barði Jóhanns- son, hefur þó verið starfandi af kappi allan þann tíma, aðallega í Frakklandi, og Barði hefur nýtt tímann til að ganga frá útgáfu- og höfundarréttarsamningum. Barði tók reyndar upp Bang Gang-plötu fyrir tveimur árum en henti henni og notaði svo sumarið til að vinna við þrjár skífur, plötu söng- konunnar Keren Ann, plötu sem þau gerðu saman undir nafninu Lady & Bird, og svo þessa nýju plötu, Something Wrong. Það ber meðal annars við á plötunni að Barði syngur mörg lag- anna sjálfur, en hefur annars jafnan treyst á ýmsar söngkonur. DURAN DURAN – GREATEST Fáar hljómsveitir hafa komið af stað öðru eins æði og Dur- an Duran á öndverðum níunda áratug síðustu aldar. Vitanlega réð tónlistin miklu um vin- sældir sveitarinnar en útlitið hafði líka sitt að segja og það hve sveit- in var fljót að átta sig á möguleikum tónlistar- myndbanda, ekki síst í MTV-tónlistarsjónvarpsstöðinni sem var þá að hefja göngu sína. Mikið var lagt í myndbönd sveitarinnar, þau voru ekki bara drengirnir að engjast í stúdíói heldur voru búningar, leik- munir og sviðsmynd nýtt til hins ýtrasta. Á Duran Duran – Greatest er að finna öll myndbönd sem sveitin gerði á árunum 1981– 1994, en 1994 sneri sveitin einmitt óvænt í sviðsljósið aftur með lagið Ordinary World. Mörg myndbandanna þóttu svo djörf, helst Girls On Film og Come Undone, að ekki þótti stætt á því að sýna þau í sjónvarpi. Þau eru aft- ur á móti óritskoðuð í safninu. SINEAD O’CONNOR – SHE WHO DWELLS IN THE SECRET PLACE OF THE MOST HIGH SHALL ABIDE UNDER THE SHADOW OF THE ALMIGHTY Þegar Sinead O’Connor sendi frá sér plötuna Sean- Nós Nua á síðasta ári lýsti hún því yfir að hún væri hætt að syngja, ætti bara eftir að gefa út plötu með uppsópi, tón- leikaupptökum og lögum sem hún hafði unnið með hinum og þessum tónlistarmönnum. Plat- an með langa nafninu er einmitt sú plata, tvö- föld kveðjuplata, sem hefur fengið framúrskar- andi dóma. Á fyrri disknum eru nítján hljóðverslög sem hún hefur unnið með tónlist- armönnum eins og Massive Attack, Adrian Sherwood, Asian Dub Foundation og Roger Eno og einnig írsk þjóðlög og lög eftir aðra sem hún hefur tekið upp á ferlinum eins og Do Right Woman, Love Hurts og Emma’s Song. Á seinni disknum er svo upptaka af tónleikum þar sem hún lítur um öxl og syngur öll sín helstu lög með góðum árangri. JAK II: RENEGADE Fyrsta gerð af Jak var almennt talin með bestu leikjum sinnar tegundar, borðaleikur þar sem leikandi fær- ist frá vinstri til hægri, með smá útúrdúrum. Enn eru Jak og Daxter í aðalhlutverki, en ólíkt fyrri leiknum, sem var bjartur og skemmtilegur, er meiri spenna í þeim nýja og meiri harka. Það er líka meira hægt að gera í leiknum, hægt að nota öll farartæki, auk þess sem Jak er sífellt með svifbretti með sér, sem hægt er að nota til að fara hraðar. Sögu- þráðurinn gengur út á það að illi baróninn Prax- is rænir Jak og gerir á honum tilraunir í tvö ár. Eftir það er Jak orðin lausari höndin, auk þess sem hann getur nú breytt sér í vöðvatröllið Jak sem þykir fátt skemmtilegar en að skjóta og skemma. ÚTGÁFAN - BÆKUR - GEISLAPLÖTUR - TÖLVULEIKIR Símaframleiðendur hafa lengi glímt við að gera farsíma að fjölnotatækjum, ekki bara síma, heldur líka dagskinnu, vafra, póstvél og svo framvegis. Þónokkrir hafa bætt MP3-spilara við í síma sína og aðrir steypt saman lófatölvu og síma. Enginn hefur þó gengið eins langt og Nokia sem kynnti í vikunni N-Gage – leikjatölvu með síma eða síma með leikjatölvu. Nokia N-Gage er eins og leikjatölva við fyrstu sýn, hönnuð fyrir tvær hendur með skjáinn í miðjunni, um þrettán sentimetrar á breidd, sjö á hæð og tveir á þykkt. Skjárinn er fyrirtak, skýr og bjartur litaskjár, og stjórnborðið er líka ágætt, takkarnir liggja vel við fyrir fingurna. Leikir í tölvuna eru annars á MMC-minn- iskortum og eitt slíkt kort, 32 MB, fylgir einmitt með vélinni. Það er ákveðinn galli að þurfa að taka rafhlöðu tölvunnar úr til að skipta um leik og eflaust eiga menn eftir að breyta því í næstu gerðum N-Gage. N-Gage er þó ekki bara leikjatölva, heldur líka sími og það fyrirtaks sími, nýtt stýrikerfi og mikið af nýjum möguleikjum sem gefa vænt- anlega nasasjón af því hvernig viðmótið verður í næstu gerðum af Nokia-símum. Hægt er að sækja og senda tölvupóst í símanum, vafra um netið og svo má telja. Mjög góður sími en óneit- anlega eru umbúðirnar sérstakar ef nota á N-Gage sem síma því maður talar í hliðina á vélinni ef svo má segja; vissulega svolítið sér- kennilegt að vera á gangi í Kringlunni að tala í leikjatölvu. Það er einnig óþægilegt að tala lengi í símann, þannig að segja má að síminn sé aukageta, leikjatölvan aðalmálið. Innbyggður í vélina er líka MP3-spilari sem virkar býsna vel sem slíkur, kostur að geta sett í hann minniskort og með 128 MB-kort í spil- aranum er maður vel staddur. Sú ákvörðun Nokia að nota MMC-kort í símann frekar en SD er umdeild en eins og síminn er hannaður er það væntanlega vegna þess að síðarnefndu kortin eru þykkari. Í símann er innbyggt FM-útvarp en til þess að nota það þarf að vera með heyrnartólin á eyr- unum. Hægt er að hlusta á músík í MP3- spilaranum í hátalara símans og það er líka hægt að nota hann þegar rætt er við fólk, þ.e. að hafa símann á borðinu fyrir framan sig og síma út um borg og bý. Auk þessa er í honum allt það sem almennilegir símar státa af í dag: Blátönn, MMS, þriggja banda GSM (900/ 1800/1900), GPRS, stuðningur við Java og tengi við tölvu, að þessu sinni USB. Rafhlaðan er sögð endast í 150–200 tíma bið, en spæn- ast upp í tölvuleikjum, fara þá niður í þrjá til fjóra tíma. Hún dugir að sögn í allt að átta tíma við MP3-spilun og allt að tuttugu tíma við út- varpsspilun. Miðað við markaðsetningu N-Gage er hún helst ætluð notendum sem eru rétt skriðnir á þrítugsaldurinn eða eiga skammt í hann, en til þess þarf að bæta leikjaúrvalið, setja inn leiki sem reyna á hugann ekki síður en viðbragðsflýti. Nokkuð úrval er þegar til af leikjum, nefni sem dæmi Pandemonium, gam- all og góður stökkleikur sem er víst hægt að spila á tveim vélum samtímis um blátann- artengi, SonicN, sérútgáfa af sígildum snilld- arleik, MotoGP kappakstursleikur á mót- orhjólum, Red Faction, sem er skotleikur og Tomb Raider sem varla þarf að kynna. Góður og ítarlegur leiðarvísir á íslensku fylgir og mikill kostur að stýrikerfið er líka á íslensku. Verð á N-Gage er nokkuð misjafnt, en yfirleitt um 35.000 kr. Kostir: Sími í leikjatölvu! Gallar: Leikjatölva í síma! |arnim@mbl.is Leikjasími frá Nokia GRÆJURNAR 18 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 17|10|2003 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.