Morgunblaðið - 30.10.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 30.10.2003, Qupperneq 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B Bankaútibú í þínu fyrirtæki Fyrirtækjabanki Landsbankans Þú stundar öll bankaviðskipti fyrirtækisins á einfaldan og þægilegan hátt á Netinu – hvenær sem þér hentar. Í Fyrirtækjabanka Landsbankans býðst þér m.a. að: • Framkvæma allar almennar bankaaðgerðir (millifæra, sækja yfirlit, greiða reikninga o.s.frv.). • Safna greiðslum saman í greiðslubunka sem hægt er að greiða strax eða geyma til úrvinnslu síðar. • Framkvæma greiðslur með því að senda inn greiðsluskrár úr t.d. bókhaldsforritum. • Stofna og fella niður innheimtukröfur. • Greiða erlenda reikninga (SWIFT). Nánari upplýsingar um Fyrirtækjabankann getur þú fengið í næsta útibúi Landsbankans, í Þjónustuveri bankans í síma 560 6000 eða á vefsetri bankans, www.landsbanki.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 20 51 08 /2 00 3 ALÞJÓÐAVÆÐING reikningsskila með tilkomu nýrra alþjóðlegra reikningsskila- staðla á EES-svæðinu er afar mikilvæg ís- lenskum fyrirtækjum, að mati Þórðar Frið- jónssonar forstjóra Kauphallar Íslands. „Þetta er nokkuð sem við þurfum að gera og eigum að gera vel. Við eigum að vera framsækin í hugsun, gera þetta fljótt og vel og vera í hópi þeirra þjóða sem gera þetta best, sem er kannski helmingur þjóðanna á Evrópska efnahagssvæðinu. Einhverjar þjóðir verða með seinni skipunum með sam- hæfingu og aðlögun. Við eigum ekki að vera í þeirra hópi,“ segir Þórður. Fyrirtækjasamstæðum sem eru með hlutabréf sín skráð í kauphöllum innan EES-svæðisins verður skylt, samkvæmt til- skipun Evrópusambandsins, að birta samstæðureikningsskil sín samkvæmt al- þjóðlegum reikningsskilastöðlum frá 1. jan- úar 2005. Þórður segir þó vera síðustu for- vöð að koma saman efnahagsreikningi 1. janúar 2004 til samræmis við alþjóðlegu reikningsskilastaðlana til að fjárhæðir í reikningsskilum 2005 verði samanburðar- hæfar við árið 2004. Eftirspurnin mun aukast Hann telur tvímælalaust að alþjóðlegu reikningsskilin verði til mikilla bóta. „Ástæðan er einföld. Það er verið að gera mælikvarða á afkomu fyrirtækja á öllu Evr- ópska efnahagssvæðinu sambærilega. Þann- ig geta fjárfestar á öllu þessu svæði skoðað og metið fyrirtæki á grundvelli samskonar upplýsinga og á grundvelli samskonar mæl- inga og í trausti þess að um sambærilega meðferð talna sé að ræða. Fyrir fyrirtækin á íslenskum markaði er þetta afar brýnt og mun væntanlega leiða til þess að eftirspurn eftir hlutabréfum í umræddum fyrirtækjum mun aukast, þar sem verður mun breiðari aðgangur og áhugi á slíkum fyrirtækjum.“ Þórður sér enga galla á hinum nýju reikn- ingsskilaaðferðum sem staðlarnir boða. „Það eru engin rök sem mæla gegn þessu. Ef við skoðum þetta í sögulegu ljósi þá vorum við framan af síðustu öld með grunnreiknings- skil sem höfðu það að markmiði að fullnægja skattyfirvöldum. Síðar var tekin upp flóknari aðferð til að ná betur utan um raunverulega afkomu og stöðu fyrirtækis með svoköll- uðum verðbólgureikningsskilum. Núna erum við einfaldlega byrjuð á næsta ferli í þróun- inni sem er alþjóðavæðing reikningsskila.“ Hann segir enga ástæðu að óttast það að fyrirtæki grípi til þess að afskrá hlutabréf sín af markaði til þess að komast hjá upp- töku staðlanna. „Það er auðvitað ekki búið að ganga nákvæmlega frá því hvort þetta muni ná til minnstu fyrirtækjanna líka, sem ekki eru með samstæðureikningsskil. Þetta ætti því ekki að breyta ýkja miklu fyrir þau. Reyndar eru mjög fá fyrirtæki í Kauphöll- inni sem ekki gera samstæðureikningsskil. Stóru félögin sem eru þungamiðjan í mark- aðnum þurfa hvort sem er að fullnægja þess- um kröfum. Fyrirtæki sem vilja láta taka sig alvarlega á markaði hér heima og á alþjóð- legum markaði þurfa að uppfylla staðlana.“ Frumvarp í undirbúningi Sigurður Þórðarson, formaður Reiknings- skilaráðs, segir stefnt að því að frumvarp til laga um innleiðingu alþjóðlegu reiknings- skilastaðlanna hér á landi verði lagt fyrir Al- þingi ekki síðar en næsta haust. „Auðvitað væri ákjósanlegast ef hægt væri að afgreiða þessi lög á vorþingi næstkomandi til þess að gefa mönnum tækifæri á að undirbúa sig.“ Hann segir að vinna við þýðingu alþjóð- legu staðlanna sé hafin. Í kjölfarið sé gert ráð fyrir að endurskoðunarskrifstofur taki að sér að yfirfara drögin til að tryggja sam- ræmi hins faglega þáttar málsins. „Það mun því nokkuð stór hópur vinna að því að koma þessu í gegn.“ Gildissvið laganna segir Sigurður annan lið í þessu verkefni. Það er hvort alþjóða- reikningsskilastaðlarnir skuli ná til annarra fyrirtækja en skylt er og hverju þurfi að breyta í núgildandi lögum um ársreikninga vegna þessa máls. „Bæði Norðmenn og Svíar hafa unnið mik- ið í þessu og fara ekki sömu leiðina. Í Sví- þjóð geta fyrirtækin valið hvort þau nota al- þjóðastaðlana eða viðkomandi ársreikn- ingalög, en það verður að vera annað hvort. En í Noregi eiga einungis þau fyrirtæki sem eru skyldug til að taka upp staðlana að gera það. Hin fara eftir ársreikningalögum þar í landi. Það má ætla að með þessu vilji þeir vernda smærri fyrirtækin gagnvart íþyngj- andi vinnu við gerð reikningsskilanna,“ segir Sigurður og telur samræmingu reiknings- skilanna nauðsynlega. „Eigum að vera í hópi þeirra þjóða sem gera þetta best“ Forstjóri Kauphallarinnar segir alþjóðavæðingu reikningsskila afar mikilvæga og muni auka eftirspurn eftir hlutabréfum í íslenskum fyrirtækjum. Lagafrumvarp um innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla hér á landi er í undirbúningi. Morgunblaðið/Sverrir Þórður Friðjónsson  Nýjar/B8 Sigurður Þórðarson VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Ársfundur FME Aukið gegnsæi Fjármálaeftirlitsins 6 Kínamúrar fyrirtækja Virka kínamúrar fjármálafyrirtækjanna? 10 NÝJAR UPPGJÖRSAÐFERÐIR HJÁ SKRÁÐUM FÉLÖGUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.