Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR                                           !" # $               !   " Handbókin vinsæla frá ISO í íslenskri þýðingu ISO 9001 FYRIR LÍTIL FYRIRTÆKI - LEIÐSÖGN Pantaðu á www.stadlar.is BÆJARLIND Vandað nýlegt hús í traustri útleigu, ca 2000 fm. Verð 194 m. SKEIFAN 716 fm, traustur 8 ára samningur, tekjur 8,3 á ári, nýklætt og endurnýjað hús. SELJABRAUT Herbergjaútleiga, 6 herbergi í fullri útleigu, árstekjur 2,3 m. Verð 15,3 m. SELJABRAUT 17 herb. gistih/herb-útl., laust, mögul. á 6 í viðbót á sama stað. Verð 25 m. VÖLUTEIGUR Leigt til stofnunar, 576 fm. Verð 30 m. Gott lagerhúsnæði. KRÓKHÁLS 10 ÁRA SAMNINGUR Leigutekjur á ári 4,8 m. Verð 37 m. KRÓKHÁLS 508+120 fm loft, skrifstofa. SKEMMUVEGUR 150+90 fm innkeyrslubil. TIL SÖLU TÆKIFÆRI FJÁRFESTAR EIGNIR MEÐ LEIGUSAMNINGUM SÍÐUMÚLA 15 • SÍMI 588 5160 ATVINNUHÚSNÆÐI – SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ Sölustjóri Daníel - 868 6072 Skoðaðu alla söluskrána á heimasíðunni www.fyrirtaekjasala.is FYRIRTÆKJASALA ÍSLANDS Gunnar Jón Yngvason,löggiltur fasteignasali FRAKKASTÍGUR 370 fm innréttað veitingahús. SKÚTUVOGUR 540 fm verslun eða lager, 6 m lofth., allt á jarðh., góð aðkoma. HLÍÐASMÁRI 150 fm verslunarhúsnæði. SKÚTUVOGUR 140 fm flott skrifstofa á 2. hæð, lagnastokkar, góður staður. TUNGUHÁLS 90 fm flott skrifstofuhúsnæði. VANTAR f. verslun svæði 108 ca 150-200 fm. VANTAR húsnæði fyrir kaffihús í miðbæ. VANTAR eign sem má breyta í íbúðir. VANTAR f. verslun svæði 101 ca 150-250 fm. VANTAR f. fiskvinnslu ca 150-300 staðsetn. ? VANTAR EIGNIR TIL AÐ SELJA EÐA LEIGJA VANTAR STRAX TIL LEIGU ÁGÚST Einarsson, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, ritar grein í nýjasta tölublað Vísbendingar undir fyrirsögninni Álitaefni á íslenska hlutabréfamark- aðnum. Meðal þess sem þar er fjallað um er staða stjórnarmanna í Kaup- höll Íslands og eignarhaldið á Verð- bréfaskráningu Íslands og Kauphöll Íslands, en þessi tvö félög eru að fullu í eigu Eignarhaldsfélagsins Verð- bréfaþings. Í grein Ágústs kemur fram að eigendur Eignarhaldsfélags- ins séu félög í eigu skráðra fyrir- tækja, 29%, félög með aðild að Kaup- höllinni, 29%, Seðlabanki Íslands, 16%, Samtök fjárfesta, 13%, og lífeyr- issjóðir, 13%. Stjórn Kauphallarinnar skipi níu einstaklingar og aðrir níu til vara. Ágúst segir mjög marga aðal- stjórnarmenn tengjast mjög viðskipt- um í Kauphöllinni. „Formaður stjórn- ar er Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, og í stjórn eru m.a. Ingólfur Helgason, einn af fram- kvæmdastjórum Kaupþings Búnað- arbanka, Yngvi Örn Kristinsson, einn af framkvæmdastjórum Landsbank- ans, Þorgeir Eyjólfsson, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs VR, stærsta almenna lífeyrissjóðs lands- ins, og Þorkell Sigurlaugsson, einn af framkvæmdastjórum Eimskips. Það orkar mjög tvímælis að þessir menn sitji í stjórn vegna þeirra starfa sem þeir gegna. Þeir eru þar með yf- irmenn Þórðar Friðjónssonar, for- stjóra Kauphallarinnar, og annarra starfsmanna Kauphallarinnar. Eink- um er staða Bjarna Ármannssonar, yfirmanns eins stærsta banka lands- ins, gagnrýnisverð í þessu sambandi. Kauphöllin fer með ákveðið eftirlit á markaðinum, skv. lögum, og það hef- ur oft komið fyrir í stjórn Kauphall- arinnar að stjórnarmenn hafi verið vanhæfir og varamenn þurft að taka sæti á fundum en ýmsir af varamönn- unum eru einnig nátengdir venju- bundnum viðskiptum Kauphallarinn- ar. Kauphöllin hefur einnig heimild til að leggja á sektir þannig að óhlut- drægni verður að vera hafin yfir allan vafa,“ segir Ágúst. Sömu stjórnarmenn hjá báðum félögunum Hann segir einnig orka mjög tvímælis að Verðbréfaskráning Íslands sé rek- in af sömu aðilum og Kauphöllin, en sömu stjórnarmenn séu í báðum fé- lögunum. Eðlilegt væri að eigendur Kauphallarinnar, sem séu ekki að reka hana í ábataskyni þótt hluta- félagaformið sé notað, huguðu að því að skapa ekki tortryggni vegna stjórnarmanna. Ágúst segist ekki vera með þessu að halda því fram að núverandi stjórnarmenn hafi misnot- að aðstöðu sína en engin ástæða sé til að skapa óróleika um stjórnarmenn. „Danska kauphöllin er einnig hlutafélag en þar virðast stjórnar- menn vera fjarlægir daglegum við- skiptum. Í norsku kauphöllinni er stjórnin m.a. skipuð fyrrum fram- kvæmdastjórum stórfyrirtækja og fólki úr norska Seðlabankanum og há- skólanum. Mikilvægt er að allt verði gert til að fullkomið traust ríki í skipulögðum hlutabréfaviðskiptum, sérstaklega við núverandi aðstæður þar sem miklar hræringar hafa orðið síðustu misseri í viðskiptalífinu, m.a. fyrir forgöngu og með virkri þátttöku margra þeirra sem eiga sæti í stjórn Kauphallarinnar,“ segir Ágúst Ein- arsson. Viðurlög ekki á borði stjórnar Morgunblaðið bar skrif Ágústs undir Bjarna Ármannsson, forstjóra Ís- landsbanka og stjórnarformann Kauphallarinnar. Bjarni segir að Kauphöll Íslands sé fyrst og fremst þjónustustofnun sem hafi það hlut- verk að greiða fyrir viðskiptum með verðbréf. Það geri hún með því að skapa skipulegan verðbréfamarkað þar sem opinber skráning verðbréfa og viðskipti með þau fara fram. Starf- semi Kauphallar Íslands og kauphall- araðila lúti eftirliti Fjármálaeftirlits- ins en Kauphöllin hafi einungis úrskurðarvald í þeim reglum sem hún hafi sjálf sett. „Stjórn Kauphallarinnar starfar eftir starfsreglum sem eiga að koma í veg fyrir að upp komi hagsmuna- árekstrar. Auk þess tók stjórn Kaup- hallarinnar ákvörðun um það í júní í fyrra að fela forstjóra að taka ákvarð- anir í eftirlitsmálum. Forstjóri, ásamt starfsmönnum, tekur því ákvarðanir um beitingu viðurlaga vegna brota á reglum Kauphallarinnar, þar með tal- ið ákvarðanir um févíti og áminning- ar. Þessi mál eru því ekki á borðum stjórnar. Stærri eftirlitsmál falla hins vegar beint undir Fjármálaeftirlitið, þar með talið þau sem tengjast meintum innherjabrotum. Slíkum málum vísar Kauphöllin til Fjármálaeftirlitsins með þeim gögnum sem krefjast nán- ari skoðunar að mati Kauphallarinn- ar. Stjórn Kauphallarinnar hefur hins vegar ekkert um það að segja hvaða málum Kauphöllin vísar til Fjármála- eftirlitsins og hefur engar upplýsing- ar um þau umfram aðra á markaðn- um,“ segir Bjarni Ármannsson. Staða stjórnarmanna í Kauphöllinni gagnrýnd Formaður stjórnar Kauphallar Íslands, Bjarni Ármannsson, segir starfs- reglur eiga að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra Ágúst Einarsson Bjarni Ármannsson KAUPHÖLL Íslands vill fá lög- um breytt svo hægt sé að fram- fylgja samstarfssamningi milli Kauphallarinnar og Verð- bréfaskráningar Íslands. Fjármála- eftirlitið hefur lýst efasemdum um samstarfssamninginn, sem gerður var síðasta haust, og felur í sér samþættingu rekstrar, auk sam- þættingar á sviði upplýsingatækni og lögfræði hjá þessum fyr- irtækjum. Efasemdir Fjármálaeft- irlitsins lúta að því að samning- urinn kunni að brjóta í bága við lög um starfsemi þessara fyr- irtækja. Kauphöllin hefur sent er- indi til viðskiptaráðuneytisins vegna þessa og óskað eftir að það fari yfir málið með tilliti til þess hvort til greina komi að ráðuneytið hlutist til um að lögum verði breytt svo að samstarfssamning- urinn haldi. Samkvæmt upplýs- ingum frá viðskiptaráðuneytinu er málið í skoðun en niðurstaða liggur ekki fyrir. Upplýsingaleynd tryggð Kauphöll Íslands er skipulegur verðbréfamarkaður þar sem op- inber skráning verðbréfa fer fram, svo og viðskipti með þau. Hjá Verðbréfaskráningu Íslands eru geymdar upplýsingar um hverjir eru eigendur skráðra verðbréfa. Fyrirtækið er uppgjörshús og vörsluhús allra rafrænt skráðra verðbréfa, en verðmæti þeirra er yfir eitt þúsund milljarðar króna. Um þessa starfsemi gilda sérstök lög, sem hafa meðal annars þann tilgang að tryggja að trúnaður ríki um upplýsingarnar. Kauphöll Íslands og Verð- bréfaskráning Íslands eru í eigu sama félags, Eignarhaldsfélagsins Verðbréfaþings. Sömu menn sitja í stjórnum allra þessara félaga og er Bjarni Ármannsson, forstjóri Ís- landsbanka, stjórnarformaður þeirra. Bjarni segir að ástæða þess að áhugi sé á því að breyta lögum sé sú að talið sé að með því megi ná fram auknu rekstrarhagræði. Spurður að því hvort ekki sé hætta á að viðkvæmar trúnaðarupplýs- ingar leki milli fyrirtækjanna seg- ist hann ekki telja að svo sé. Hægt sé að tryggja upplýsingaleynd með verklagsreglum og aðskilnaði milli starfssviða, auk þess sem allir starfsmenn séu bundnir trúnaði. Hagkvæmni mikilvæg Þórður Friðjónsson er forstjóri Eignarhaldsfélags Verðbréfaþings og Kauphallar Íslands. Hann segir að samþætting rekstrarins, sem kveðið var á um í samstarfssamn- ingnum milli Verðbréfaskráningar og Kauphallarinnar, sé að fullu komin til framkvæmdar. Áformin um samþættingu á upplýsinga- tæknisviði og lögfræðisviði hafi hins vegar strandað á athugasemd- um Fjármálaeftirlitsins sem efist um að sú samþætting sé í sam- ræmi við lög. Þórður segir að lög um þetta at- riði séu í ákveðnum atriðum ólík milli landa og íslensk lög séu strangari en hjá sumum öðrum ríkjum. Sem dæmi sé svipað eign- arhald í Finnlandi og hér á landi, en í Danmörku sé aðskilnaður í eignarhaldi. Markmiðið með samþættingunni segir hann vera að ná fram sem mestri hagkvæmni, en mikilvægt sé að hagkvæmni verðbréfa- viðskipta sé sem mest. Þórður segir að í ljósi niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins komi tvær leiðir til greina, annars vegar að lögum verði breytt svo samstarfs- samningurinn haldi, en hins vegar að laga samninginn að túlkun Fjármálaeftirlitsins á núgildandi lögum. Kauphöllin vill lagabreytingu Samstarfssamningur milli Kauphallarinnar og Verðbréfaskráningar strandaði á efasemdum Fjármálaeftirlitsins um lögmæti hans Morgunblaðið/Sverrir ÍSLANDSBANKI hefur aukið við hlut sinn í Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna og á nú 21,5% hluta- fjár eða rúmlega 322 milljónir hluta, samkvæmt tilkynningu til Kauphall- ar. Fyrir átti bankinn 17,2% og nemur aukningin því 4,3%. Burðarás, dótturfélag Eimskipa- félagsins, er sem fyrr stærstur hlut- hafa í SH með 27,1% hlutafjár og Landsbanki Íslands er annar stærstur með 26% hlutafjár en Ís- landsbanki er þriðji stærsti hluthaf- inn. Þá á Fjárfestingarfélagið Straumur 10,3% í félaginu, Sjóvá- Almennar tryggingar eiga 5% og Framtak fjárfestingarbanki 2,3%. Aðrir hluthafar eiga minna. Samanlögð eign Íslandsbanka og Sjóvár-Almennra trygginga, sem bankinn á yfir 90% hlutafjár í, nem- ur því 26,5% af hlutfé SH sem gerir félögin sameiginlega að öðrum stærsta hluthafanum. Þá nemur sameiginlegur hlutur Straums og Framtaks, sem Straumur hefur tek- ið yfir, 12,5% en Íslandsbanki á um þriðjung hlutafjár í Straumi. Bank- inn hefur því yfir 39% hlutafjár í SH að ráða. Er þar samtals um að ræða rúmar 585 milljónir að nafn- verði. Íslandsbanki með yfirráð yfir 39% hlutafjár í SH Hlutur bankans sjálfs og Sjóvár-Almennra nú 26,5% auk þess sem hlutur Straums og Framtaks er 12,5%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.