Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 9
blaðsins, þau vopn, sem hafi dugað í þeim átökum. Þegar Morgunblaðið birti grein um Jónas Jónsson frá Hriflu þegar 100 ár voru liðin frá fæðingu hans, var Leifi nóg boðið og hann skrifaði grein af því tilefni um Jónas frá Hriflu frá sjónarhóli sjálf- stæðismanns. Hann rifjar einnig upp rit- deilu þeirra Páls Kolka og segir að þá hafi hann átt erfitt með að sitja á strák sínum. Leifur segir, að fjárhagsstaða Morg- unblaðsins hafi verið erfið, þegar faðir hans kom að útgáfu blaðsins. Hvorki hafi verið til peningar fyrir launum né öðrum útgjöldum. Þá hafi það orðið að sam- komulagi, að Sigfús Jónsson, sem þá var framkvæmdastjóri blaðsins, kæmi með allt sem inn hafði komið þann daginn til Sveins í Völundi í lok vinnudags, sem síð- an tók ákvörðun um ráðstöfun þeirra fjármuna. Þegar lítið kom inn var þungt yfir Sveini en hann var léttari, þegar meira var, segir Leifur. Á þessum tíma sagði Sveinn M. Sveinsson við Sigfús: Það er eitt að í rekstri Morgunblaðsins, Sigfús. Hvað er það, spurði Sigfús. Þér hafið alltof lágt kaup, sagði Sveinn. Þessum orðaskiptum gleymdi Sigfús aldrei, að sögn Leifs. Samskipti við helztu forystumenn í stjórnmálum á undanförnum áratugum í tengslum við Morgunblaðið eru Leifi minnisstæð. Geir Hallgrímsson fór við- urkenningarorðum um greinar hans en Leifur blandaði sér í átök forystumanna Sjálfstæðisflokksins á þeim árum til stuðnings Geir en þeir höfðu þekkzt frá barnæsku. Bjarni Benediktsson sagði við Leif, einhverju sinni, þegar honum þótti hann of fyrirferðarmikill í umræðum: Þú ert góður og greindur maður, Leif- ur, en láttu okkur um að stjórna, sem er- um vanir því. Morgunblaðið í 90 ár 1913 ∼ 2003 ∼ 9 É g fór að fara á fund Sigfúsar Jónssonar, framkvæmda- stjóra Morgunblaðsins, árið 1940, en þá um vorið fór faðir minn til Bandaríkj- anna og ég tók við hans málum hér heima,“ segir Bergur G. Gíslason. Faðir Bergs, Garðar Gíslason, var einn af stofnendum Árvakurs hf. 4. sept- ember 1919 og var þá kjörinn endur- skoðandi félagsins. Á framhalds- aðalfundi 1922 var hann kosinn aðalmaður í stjórn og stjórnarformaður var hann 1928 - 34. Það fylgdi því að taka við málum Garðars, að Bergur sótti aðalfund Ár- vakurs hf. og sat hann þá 57 talsins. „Ég sat fyrst aðalfund 1941 og sótti þá alla þar til ég hætti í stjórninni,“ segir Bergur. „Um það leyti sem ég settist í stjórn- ina fór ég Kaupmannahafnar og þá bankaði ég þar upp á hjá stóru blöðunum og fékk að skoða prentverkið hjá þeim. Þeir voru þá komnir með nýja tækni; þá sömu og við fluttum inn í Morg- unblaðshúsið við Aðalstræti1956.“ Í stjórnartíð Bergs byggði Morg- unblaðið tvisvar yfir starfsemi sína; í Að- alstræti 6 og Kringlunni 1. Bergur segir að miklum tíma hafi verið varið í véla- kaup og húsnæðismál. „Ég var náttúrlega gamall vélakarl og hafði áhuga á þeim hlutum en ég vann líka í húsnæðismálunum; tók virkan þátt í hvoru tveggja.“ Bergur segir margt annað hafa drifið á daga stjórnarinnar en vill þar hvorki greina frá mönnum né málefnum - utan eins atviks. Skrifaði einn undir Þótt um flest hafi náðst góð samstaða með mönnum, gátu komið upp misjafnar aðstæður í stjórninni. „Ég get nefnt til dæmis, að ég var sá eini sem setti nafnið mitt á fyrsta samn- inginn þegar við tókum að okkur prent- un DV. Menn voru í sjálfu sér ekki á móti málinu en áttu misauðvelt með að leggja nafn sitt við hlutina. En við mátt- um til að fá þessa peninga upp í véla- kaupin. Þetta var svo mikið maskínerí sem við settum upp. Þetta fyrirkomulag um prentun DV, hefur svo haldizt fram á þennan dag.“ En það kemur fleira upp í huga Bergs en vélar og hús þegar Morgunblaðið er annars vegar. „Ég var harður talsmaður þess að tryggja sjálfstæði blaðsins sem bezt og berjast gegn því að pólitíkin fengi að leika um það lausum hala. Ég vildi að sem flestir hefðu ástæðu til að kaupa blaðið og lesa það. Ég var líka sísuðandi um það að blaðið þyrfti að koma út snemma á morgnana og sem mest út á land. Ég var alveg gall- harður á þessu. Það er ekki nóg að prenta blað ef eng- inn fær það í hendur fyrr en eftir dúk og disk.“ Hlutabréfin til fyrirtækjanna Bergur segist líta ákaflega sáttur um öxl og telur vel hafa tekizt til um Morg- unblaðið. „Þetta var afskaplega skemmtilegur tími. Það var í svo mörgu að snúast. En mest met ég nú að hafa haft samband við allt þetta góða fólk, samstarfsmenn mína í stjórn Árvakurs, ritstjóra og aðra starfsmenn Morgunblaðsins. Haraldur Sveinsson, stjórnarformað- ur Árvakurs hf., segir að Bergur Gísla- son hafi auk alls annars gert eigendum Morgunblaðsins ákaflega mikinn greiða með einni tillögu á stjórnarfundi. „Hann flutti um það tillögu að menn seldu fyr- irtækjum sínum hlutabréfin í Morg- unblaðinu en þau voru þá prívateign. Það varð ofan á og þetta fyrirkomulag skapaði festu í félaginu, en stundum hafði verið hætta á að það splundraðist.“ Morgunblaðið hefur haldið áfram að breytast eftir að Bergur hvarf úr stjórn Árvakurs. En hann fylgist með eftir föngum og er einn af dyggustu lesendum blaðsins. „Ég er afskaplega ánægður með mánudagsútgáfuna, það er dásamlegt að fá Morgunblaðið alla daga. En ég er ekki búinn að sætta mig við blönduðu forsíðuna!“ Vildi að sem flestir keyptu og læsu blaðið Bergur G. Gíslason sat alla að- alfundi Árvakurs hf. frá 1941 til 1998. Hann tók sæti í vara- stjórn félagsins í ársbyrjun 1953 og átti sæti í aðalstjórn 1963 til 1998.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.