Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.11.2003, Blaðsíða 14
14 ∼ Morgunblaðið í 90 ár 1913 ∼ 2003 Nýtt premtsmiðjuhús Morgunblaðsins rís við Hádegismóa hjá Rauða torgi. Ö rn Jóhannsson hóf störf á Morgunblaðinu 1. maí 1951 sem kvöldsendill á rit- stjórn. Hann segist svo hafa unnið á öllum deildum blaðsins með námi heima og erlendis en orðið fastur starfsmaður í maí 1957. Í apríl 1959 var hann ráðinn aðal- gjaldkeri; tvítugur og ófjárráða sam- kvæmt þágildandi lögum. Sjálfur fékk hann því ekki ávísanahefti það árið, en skrifaði engu að síður undir allar ávísanir Morgunblaðsins átölulaust! Í ágúst 1966 var hann ráðinn skrif- stofustjóri Morgunblaðsins. Örn segir að undirbúningur að nýju prentsmiðjuhúsi hafi hafizt fyrir alvöru 1999 og eftir sérstaka könnun hafi verið ákveðið að ganga til samninga við þýzkt arkitekta- og hönnunarfyrirtæki, Euro- grafica í Augsburg, um fullnaðarhönnun á prentsmiðjuhúsi. Þetta fyrirtæki hefur sérhæft sig í hönnun og útfærslu á dag- blaðaprentsmiðjum víða um heim. Þýzka fyrirtækið skilaði fulln- aðarteikningum í vor. Íslenzkur ráðgjaf- ararkitekt var Garðar Halldórsson og ís- lenzka verkfræðiráðgjöf veitti VSÓ ráðgjöf ehf. sem gegnir jafnframt eft- irlitshlutverki með byggingunni. „Prentsmiðjuhúsið var svo boðið út eftir forval og varð niðurstaðan sú, að ÞG verktakar ehf. voru lægstbjóðandi með 1,2 milljarða. Þetta var alútboð. Tilboð voru opnuð 3. júlí og staðfesting send ÞG verktökum 11. júlí. Þeir hófu framkvæmdir fljótlega upp úr því en í maí höfðu Árvakur og Reykjavíkurborg gert með sér samning um jarðvinnu á byggingasvæðinu.“ „Húsið er byggt samkvæmt ýtrustu kröfum um umhverfis- og öryggismál og í samræmi við umhverfisstefnu Árvakurs hf.“ Í ársbyrjun 2000 fór Árvakur hf. að leita hófanna hjá prentvélaframleið- endum og lauk þeirri leit með samn- ingum við Koenig und Bauer / Albert í Würzburg um kaup á prentvél af gerð- inni Commander. Nýja prentvélin afkastar 128 síðum í fjórlit og prentar 35 þúsund eintök á klukkustund. „Í þessari nýju prentvél verður hægt að hefta og líma blöðin og einnig verður hægt að framleiða blöð í tímaritabroti. Þá hafa orðið gífurlegar framfarir í allri sjálfvirkni síðan Árvakur hf. keypti prentvélina hérna í Kringlunni 1984 og verður nýja vélin því hagkvæmari í rekstri og nýtingu hráefna.“ Nýja húsið verður 7.500 fermetrar og felst aðalstækkunin frá núverandi hús- næði í pappírsgeymslu og pökkunarsal. Örn segir auknar kröfur í papp- írsmálum, meðal annars um mismunandi pappír, kalla á stærri geymslu, en mark- Morgunblaðið við Rauða torg Árvakur hf. byggir nú nýja prentsmiðju í Hádegismóum 2. Örn Jóhannsson skrifstofu- stjóri fellst á að heimilisfangið sé ekki fullkomið fyrir morg- unblað en segir nafnið á að- liggjandi torgi; Rauða torgið, skemmtilega tilviljun!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.