Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 7
Gæðamatsráð Lagnafélags Íslands. F.v., efri röð, Sverrir Kristjánsson frá Félagi fasteignasala, Kristján Ottósson, fram- kvæmdastjóri Lagnafélags Íslands, Björn Arnar Magnússon, félagsmálaráðuneytinu, Smári Þorvaldsson, umhverf- ismálaráðuneytinu. Sitjandi f.v. dr. Valdimar K. Jónsson, Neytendasamtökunum, og Egill Skúli Ingibergsson, Lagnafélagi Íslands, formaður ráðsins. Lagnafélag Íslands (LAFÍ) Gæðamatsráð leysir ágreiningsmál SÍÐASTLIÐIN 10 ár hafa neytend- ur getað leitað til gæðamatsráðs Lagnafélags Íslands vegna ágrein- ingsmála um lagnakerfi Gæðamatsráðið hefur tekið að sér að leysa ágreiningsmál, sem upp hafa komið er varða tæknileg og fagleg vinnubrögð í tengslum við loftræstikerfi, hitakerfi og lagnir fyrir heitt og kalt vatn og frárennsli. Öll mál eru skoðuð af fagmönnum frá hönnunarforsendum til lokaút- tektar og taka flestar lausnir stutt- an tíma. Gæðamatsráð er skipað fulltrúum frá félagsmálaráðuneyti, umhverfis- ráðuneyti, Félagi fasteignasala og Neytendasamtökunum auk fulltrúa frá Lagnafélaginu. Ráðið hefur sér til aðstoðar full- trúa úr þeim iðngreinum (fagfólki) sem best þekkja til lagnakerfa. Á hverju ári hafa komið til um- fjöllunar 6–10 mál. Fjöldi mála leys- ist með samtölum, en þó hefur það komið fyrir að mál fari fyrir dóm- stóla. Tortryggni ýmissa aðila í upphafi, breyttist fljótlega þegar fagleg vinnubrögð og rökstuðningur fag- fólks sem að baki ráðinu standa fóru að leiða til bættra verka og sátta milli hinna ýmsu ágreiningsaðila. Gæðamatsráð fjallar ekki um kostnað verka, slíkum deilumálum er vísað til viðkomandi fagfélaga, kærunefndar fjöleignarhúsa og lög- manna Húseigendafélagsins. Gæðamatsráð fjallar um hina fag- legu hlið verklausna. Til þess að ná sambandi við Gæðamatsráðið er best að hringja í síma Lagnafélags Íslands og Lagnakerfamiðstöðvar Íslands 567 7551. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2003 C 7 Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030. Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar.  564 1500 25 ára EIGNABORG FASTEIGNASALA Digranesvegur 121 fm á jarðhæð með sérinngangi, baðherb. nýlega endur- nýjað, 4 svefnherb. Parket á gólfum, suð- ur garður með sólpalli. V. 16,8 m. Birkihvammur 160 fm einbýli á tveimur hæðum, mikið endurnýjað, 4 svefnherb., 56 fm tvöfaldur bílskúr og einnig er 56 fm rými með gluggum undir bílskúrnum . Birkigrund 196 fm raðhús á tveim hæðum, 5 svefnherb., suðursvalir og garður. Í kjallara er tveggja herbergja, ósamþykkt íbúð. 25 fm bílskúr. Hvannhólmi 205 fm einb. á tveimur hæðum, vandaðar innréttingar, hægt er að hafa séríbúð á neðri hæð. 25 fm bílskúr. V. 26,8 m. 4RA HERBERGJA ÍBÚÐIR Furugrund Glæsileg, 86 fm íbúð á 3. hæð, góð innrétting í eldhúsi, parket á gólfum, suðursvalir. V. 13,8 m. Engihjalli 97 fm á 10. hæð, 3 rúmgóð svefnherb., tvennar svalir, mikið útsýni. 2JA HERBERGJA ÍBÚÐIR Reynihvammur 60 fm sérhæð í ný- byggðu húsi, íbúðin er tilbúin til innréttinga og afhendingar strax. Njálsgata 46 fm í kjallara í þríbýli. V 6,8 m. ATVINNUHÚSNÆÐI. Smiðjuvegur Nýtt atvinnuhúsnæði í byggingu. Um er að ræða tvær hæðir sem báðar eru með innkeyrsludyrum samtals 2,519 fm. Hægt er að skipta húsnæðinu í marga eignahluta, allt niður í 162 fm. Teikningar og allar nánari upplýsingar á skrifstofunni. SUMARHÚSALÓÐIR Hafravatn Tvær skógivaxnar sumar- húsalóðir alls 8400 fm ásamt litlu húsi, miklir möguleikar. Vegna mikillar sölu síðustu daga vantar okkur allar stærðir eigna á skrá í Kópavogi FASTEIGNIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.