Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 10
10 C MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Dvergholt - 2ja herb. 51,2 m2 ósamþykkt íbúð á neðri hæð í þríbýlishúsi með fallegu útsýni. Íbúðin skiptist í góða stofu með fal- legu útsýni, eldhúskrók, borðkrók, svefnherbergi og baðherbergi m. sturtu. Stutt í þjónustu, skóla og hesthúsahverfið. Verð kr. 6,2 m - áhv. 3,4 m. Hjallahlíð - 2ja herb. *NÝTT Á SKRÁ* Rúmgóð 64 m2, 2ja herbergja íbúð á jarð- hæð í 2ja hæða fjölbýli með sérinngangi og sér- garði. Íbúðin skiptist í forstofu, stórt svefnherbergi með góðum skáp, baðherbergi m. sturtu, sér þvottahús og góða geymslu, nú notuð sem barna- herb, stofu og eldhús með fallegri innréttingu og borðkrók. Góð afgirt og hellulögð verönd í suður. Verð kr. 10,4 m - áhv. 4,2 m Hulduhlíð - 2ja herb. *NÝTT Á SKRÁ* Rúmgóð 66 m2, 2ja herbergja íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli með sérinngangi. Stórt svefn- herbergi, baðherbergi m. kari, sér þvottahús, geymsla sem nú er notuð sem svefnherbergi, ágæt stofa og eldhús með borðkrók og fallegri innréttingu. Góð staðsetning, stutt í skóla og leik- skóla. Íbúðin er í leigu og afhendist í maí 2004. Verð kr. 10,5 m. Súluhöfði - neðri hæð í tvíbýli Erum með 115 m2 íbúð á jarðhæð í tvíbýlishúsi innst í botnlanga við golfvöllinn í Mosfellsbæ. Íbúðin skiptist í stofu, eldhús, 2 góð svefnher- bergi, baðherbergi m. hornbaðkari og sauna, þvottahús og geymslu. Íbúðin er í byggingu í dag, en miðað er við að afhenda húsið fullbúið án gólf- efna og lóð verður grófjöfnuð. Verð kr. 14,9 m. Urðarholt - 3ja herb. 91 m2 íbúð á jarðhæð í 3ja hæða fjölbýli á mjög góðum stað í Mosfellsbæ. Íbúðin skiptist í stóra stofu, eldhús með borðkrók, stórt hjónaherbergi og gott barna- herbergi, baðherbergi með baðkari og sturtuklefa. Sér geymsla og sameiginlegt þvottahús á sömu hæð. Stór timburverönd með skjólgirðingu er við íbúðina. Mjög stutt í alla þjónustu og verslanir. Verð kr. 12,9 - áhv. 7,5 m. Þverholt - 3ja herb. Erum með fal- lega 114 m2, 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í miðbæ Mosfellsbæjar. Eldhús með góðum borðkrók, stór stofa, baðherb. m. kari og sturtu. Ágætt barna- herbergi og stórt hjónaherbergi með fataherbergi. Úr eldhúsi eru svalir í suðvestur með útsýni yfir óbyggt svæði. Eikarparket er á allri íbúðinni, en marmari á baði og forstofuholi. Verð kr. 12,1 m. - áhv. 6,3 í Bygg.sj. 4,9% vextir SÉRBÝLI Arnarhöfði - raðhús *NÝTT Á SKRÁ* Erum með í einkasölu 190 m2 raðhús á 2 hæðum með bílskúr á fallegum stað. Á jarðhæð er stór stofa og borðstofa, eldhús með fallegri innréttingu, unglingaherbergi, gestasalerni, hol og forstofa. Á 2. hæðinni eru 3 stór svefnherbergi, baðherbergi með sturtu og hornbaðkari, þvottahús og sjón- varpshol. Húsið er byggt 2001 og er ýmis lokafrá- gangur eftir. Verð kr. 22,3 m. - áhv. 11,0 m. Dalatangi - stórt einbýli m. aukaíb. 361 m2 einbýlishús á 2 hæðum ásamt 52,5 m2 bílskúr, með möguleika á auka- íbúð. Aðalhæðin er 155 m2 auk bílskúrs og skiptist í eldhús, stofu, sjónvarphol, 4-5 svefnherb., bað- herb., gestasalerni og þvottahús. Kjallarinn er 207 m2 með sérinngangi og 4 herbergjum, baðher- bergi m. sturtu, stofu og stórri geymslu. Steypt bíl- aplan og verönd með heitum potti. Verð kr. 33,5m. Grenibyggð - parhús m. bíl- skúr - MOS. *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá 112,4 m2 parhús á einni hæð ásamt 28 m2 bíl- skúr innst í botnlanga í gróinni götu í Mosfellsbæ. Íbúðin skiptist í 2 góð svefnherbergi, vinnuher- bergi, flísalagt baðherbergi m. baðkari og sturtu, eldhús m. góðum borðkrók og stóra og bjarta stofu/sólstofu. Rúmgóður bílskúr og hellulagt bílaplan m. snjóbræðslu. Verð kr. 19,0 m. Hlíðarás - einbýli/tvíbýli Stórt og mikið 407 fm einbýlishús á tveimur hæðum með tvöföldum bílskúr. Fallegt einbýli í botnlanga við óbyggt svæði með gríðarmiklu útsýni yfir Mos- fellsbæ. Hugmyndir eru um að skipta húsinu í tvær 150 m2 íbúðir auk 44 m2 bílskúrs og kjallara undir bílskúr. Verð 29,5 m - áhv. 16,0 m. KÓPAVOGUR Svöluhöfði - endaraðhús m. bílsk. *NÝTT Á SKRÁ* Mjög fallegt 170 m2 endaraðhús m. bílskúr innst í botnlanga. 4 góð svefnherbergi, glæsilegt eldhús með eikarinn- réttingu, stofa, sjónvarpshol, baðherbergi m. sturtu og kari, gestasalerni og þvottahús. Inni- hurðar og innréttingar eru allar í eik, halógen- ljós í loftum og dimmer á öllum ljósum. Rúm- góður 33,5 m2 bílskúr. Ath. eignin afhendist í júní 2004. Verð kr. 23,5 m - áhv. 11,0 m. Brekkuhjalli - sérhæð m. bíl- skúr - KÓP. *NÝTT Á SKRÁ* Sérlega glæsileg 130,2 m2 efri sérhæð ásamt 30,6 m2 bílskúr, með glæsilegu útsýni við Brekkuhjalla í Kópavogi. 3 góð svefnherbergi, stór stofa, borðstofa og glæsilegt eldhús, baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, m. sturtu og baðkari. Gegnheilt merbau-parket er á íbúðinni og inn- felld halógen-ljós í loftum. Glæsilegt útsýni er úr íbúðinni til suðvesturs yfir Kópavoginn. Verð kr. 24,4 m. Súluhöfði - efri hæð í tvíbýli m. bílskúr Erum með 181,7 m2 íbúð á 2 hæðum ásamt 41 m2 bílskúr innst í botnlanga við golfvöllinn í Mosfellsbæ. Á aðalhæð er gert ráð fyrir stofu, eldhúsi, borðstofu, 2 svefnherbergjum, baðherbergi, þvottahúsi og geymslu og á neðri hæð eru tvö svefnherbergi og sjónvarpshol. Hús- ið er í byggingu í dag, en miðað er við að afhenda húsið fullbúið án gólfefna, lóð verður grófjöfnuð. Verð kr. 24,9 m. Jörfagrund - endaraðh. m. bílskúr 145 m2 endaraðhús ásamt 31 m2 innbyggðum bílskúr á stórri hornlóð með miklu útsýni á Kjalarnesi. Í íbúðinni eru 3 mjög stór svefnherbergi, baðherbergi m. kari, sér þvotta- hús, stór og björt stofa og gott eldhús með borð- krók. Stór og mikil lóð er afgirt með góðri girð- ingu, timburverönd er við stofu og eldhús. Verð kr. 16,9 m - áhv. 8,5 m. í húsbr. ATVINNUHÚSNÆÐI Flugumýri - atvinnuhúsnæði Erum með í sölu snyrtil. iðnaðarhúsn. við Flugum- ýri í Mosfellsbæ. Húsið er samtals 545 m2, þar af 301 m2 vinnslusalur með 5-7 m. lofthæð, 3 innk.- dyr, (4m x 4,5m). Mögulegt er að stækka vinnslusalinn um ca 300 m2. Samtengt vinnslus- alnum er 244 m2 skrifstofu- og starfsm.bygging á 2 hæðum. Mjög gott útipláss er við húsið. Húsið afhendist tilbúið að utan, vinnslusalur er fullbúinn en skrifstofuálma er tilbúin undir tréverk. Verð kr. 33.400.00. undir tréverk. Verð kr. 33.400.00. VANTAR EIGNIR Í MOSFELLSBÆ • Erum með ákveðinn kaupanda að einbýlis- eða tví- býlishúsi í Tanga- eða Holtahverfinu, með 5-6 svefn- herbergjum og 35-50 m2 bílskúr. • Erum einnig með kaupanda að 120-140 m2 einbýlis- húsi ásamt bílskúr í Holta- eða Tangahverfinu. • Vantar 4ra herbergja Permaform íbúð á jarðhæð í Hjallahlíð, Hulduhlíð, Skeljatanga eða Björtuhlíð fyrir konu sem búin er að selja sína íbúð. • Óskum eftir 3ja herbergja íbúð á jarðhæð, með bíl- skúr í Fálkahöfða, Blikahöfða eða Björtuhlíð fyrir hjón á besta aldri. • Höfum ákveðinn kaupanda að litlu raðhúsi í Mosfells- bæ, helst í Víðiteig, Dalatanga, Bugðutanga eða Grundartanga. Nýjar íbúðir fyrir 50 ára og eldri Vorum að fá í sölu 4 hæða lyftuhús með 20 íbúðum fyrir 50 ára og eldri í Klapparhlíð í Mosfellsbæ. Sérinngangur er í hverja íbúð af svalagangi með glerskermun. Innan- gengt er í bílageymslu með 16 bílastæð- um. Húsið er einangrað að utan og klætt með bárumálmklæðningu og harðvið. 2ja herbergja íbúðir eru 90 m2, verð frá kr. 13,3 m. 3ja herbergja íbúðirnar eru 107- 120 m2, verð frá kr. 15,4 m. Íbúðirnar verða afhentar í september 2004. Fjöleignarhús skiptast lög-um samkvæmt í séreignir,sameign allra og sameignsumra. Í lögum um fjöl- eignarhús er kveðið á um rétt eig- enda til hagnýtingar á sameign. Nýlega féll dómur í Hæstarétti þar sem fallist var á kröfu eins eig- anda í fjöleignarhúsi um að þvotta- vél, tengingar og ýmis búnaður með- eiganda hans yrði borinn út úr sameign viðkomandi húss. Í grein þessari verður gerð grein fyrir helstu reglum sem gilda um hagnýt- ingu sameignar og dómur Hæsta- réttar reifaður stuttlega. Hagnýting sameignar Eigandi séreignar í fjöleignarhúsi hefur ásamt og í félagi við aðra eig- endur rétt til hagnýtingar þess hluta hússins sem er sameiginlegur. Þetta tekur einnig til sameiginlegrar lóðar og sameiginlegs búnaðar. Rétturinn nær til sameignarinnar í heild og takmarkast eingöngu af hagsmunum og jafnríkum rétti ann- arra eigenda. Lögin fjalla annars sérstaklega um þær takmarkanir og gert er ráð fyrir að slíkar takmark- anir sé hugsanlega einnig að finna í samþykktum og reglum húsfélaga. Sú mikilvæga regla kemur fram í lögunum að allir hafa jafnríkan hag- nýtingarrétt þótt hlutfallstölur séu misháar en sá misskilningur er út- breiddur að sá sem eigi stærri eign- arhlut í húsi eigi ríkari og meiri rétt til hagnýtingar. Eins og áður segir mæla lögin sérstaklega fyrir um þær takmark- anir sem gera verður á hagnýting- arrétti einstakra eigenda. Sér- hverjum eiganda og afnotahafa ber skylda til að taka sanngjarnt og eðli- legt tillit til annarra eigenda og af- notahafa við hagnýtinguna og fara í hvívetna eftir reglum og ákvörð- unum húsfélags við afnot hennar. Óheimilt er að nýta sameiginlegt húsrými eða lóð til annars en það er ætlað, t.d. er óheimilt að nota hluta lóðar sem bílastæði nema sá lóð- arhluti sé sérstaklega ætlaður til slíks. Eigendum og afnotahöfum er skylt að ganga vel og þrifalega um sameiginlegt húsrými og lóð en þetta á einnig við um sameiginlegan búnað hússins. Þær skyldur eru lagðar á eigendur að gæta þess sér- staklega í umgengni sinni að valda ekki öðrum í húsinu ónæði eða óþægindum. Aukinn eða sérstakur réttur til hagnýtingar sameignar verður ekki veittur einstökum eigendum eða af- notahöfum nema allir eigendur hússins veiti samþykki sitt fyrir því. Dómur Hæstaréttar Í málinu var deilt um heimild eig- enda í tvíbýli, hér eftir nefndur gerðarþoli, til að nýta miðstöðv- arherbergi í sameign hússins undir eigin þvottavél. Sameigandi þeirra, hér eftir nefndur gerðarbeiðandi, vildi ekki samþykkja þetta og krafð- ist þess fyrir dómi að þvottavélin ásamt tilheyrandi tengingum o.fl. sem henni fylgdi yrði borin út úr sameigninni með beinni aðfar- argerð. Af hálfu gerðarbeiðanda var á því byggt að gerðarþolar hafi tekið mið- stöðvarherbergi hússins til einka- nota sem þvottahús og geymslu, m.a. um tíma fyrir gaskút, en her- bergið hafi undanfarin ár verið nýtt sem sameiginleg geymsla undir reiðhjól o.fl. ásamt því að hýsa hita- veitumæla. Ekkert samráð hafi ver- ið haft við hann um þessar breyt- ingar en að gerðarþolum hafi verið óheimilt á eigin spýtur að fram- kvæma nokkrar breytingar á sam- eigninni eða helga sér til einkanota hluta sameignarinnar án samþykkis hans. Gerðarþoli upplýsti að við afhend- ingu hans á eigninni hafi komið í ljós að henni fylgdi ekki þvottahús og því hafi hann brugðið á það ráð að nýta sameign hússins sem slíkt. Hann byggði á að samkomulag hafi verið við gerðarbeiðanda um að breyta umræddu miðstöðv- arherbergi þannig að það mætti nýt- ast sem sameiginlegt þvottahús fyr- ir hann og gerðarbeiðanda. Þannig hafi þau ekki takmarkað rétt gerð- arbeiðanda til að nýta herbergið með sanngjörnum og eðlilegum hætti. Héraðsdómur féllst á kröfur gerð- arbeiðanda um útburð og vísaði til þess að gegn andmælum gerð- arbeiðanda hafi ekki legið fyrir að samkomulag hafi komist á um nýt- ingu rýmisins sem þvottahús. Jafn- framt segir í dóminum að ekki geti talist eðlileg og sanngjörn hagnýt- ing á miðstöðvarherbergi í óskiptri sameign í fjöleignarhúsi að eigendur og aðrir afnotahafar noti það til ann- ars en því er ætlað, auk þess sem einstökum eigendum verði ekki fenginn aukinn og sérstakur réttur til hagnýtingar sameignar umfram aðra eigendur nema allir eigendur ljái því samþykki með formlegum og sannanlegum hætti. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms með vísan til þess að eiganda sé á eigin spýtur óheimilt að framkvæma nokkrar breytingar á sameign eða tileinka sér til einka- nota tiltekinn hluta hennar. Einnig vísaði dómurinn til þess að ein- stökum eigendum í fjöleignarhúsi verði ekki fenginn aukinn og sér- stakur afnotaréttur af sameign nema með samþykki allra eigenda. Þá benti dómurinn á að ekkert hafi komið fram í málinu sem benti til þess að gerðarbeiðandi hafi sam- þykkt nýtingu á miðstöðvarherberg- inu sem þvottahús. Útburður úr sameign fjöleignarhúss Hús og lög eftir Hrund Kristinsdóttur, lögfræðing hjá Húseigenda- félaginu/huso2@islandia.is Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.