Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR MP Fjárfestingarbanki hf. Skipholti 50d Sími 540 3200 Fax 540 3201 mottaka@mp.is www.mp.is Hafðu samband við okkur í síma 540 3200 Fjölbreytt fjármálafljónusta 4     -    %   ))  )   ))  ) 3        ))  )    /        -  +  ,      ! "  #            # $  #    %    -  %   .  # & '  (     )# #  "  &  *      -  %   .  3  4  3  3,  3  3  3 , 3 + 3  +"   ,$ $    -" &     &   . /  & 0 )# &   & 1  3 / BÚLGARSKA ríkissímafyrirtækið er stærsti keppinauturinn á símamarkaðnum þar í landi með yfir helmingsmarkaðshlutdeild ef miðað er við tekjur. Verið er að einkavæða fyrirtækið og einn stærsti fjárfestirinn í þeim hópi sem líklega mun kaupa fyrirtækið er Björgólfur Thor Björgólfs- son. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær er Landssími Íslands einnig að skoða þann mögu- leika að fjárfesta í fyrirtækinu. Fyrirtækið hefur haft einkaleyfi til talsímaþjón- ustu og um síðustu áramót var einkaleyfið að hluta til framlengt um tvö ár. Samkeppni er nú heimil á ákveðnum sviðum, svo sem í þráðlausri þjónustu og helsti keppinautur símafyrirtækis ríkisins er farsímafyrirtækið Mobiltel. Farsíma- notendum hefur fjölgað mjög hratt að undanförnu og frá miðju ári 2001 fram á mitt ár 2002 fjölgaði til að mynda um nær eina milljón notenda. Í fyrra voru um 35% af átta milljón íbúum landsins orðnir farsímanotendur. Fastlínukerfið nær um allt landið en þykir ekki gott tæknilega og áform eru meðal annars uppi um að eyða umtalsverðum fjármunum í uppbygg- ingu þess, þar með talið að efla stafræna þjónustu. Velta búlgarska símans á síðasta ári var um 47 milljarðar króna og jókst um 9% milli ára. Hagn- aðurinn jókst um 6% og nam um 12 milljörðum króna. Heildareignir fyrirtækisins voru um síð- ustu áramót um 56 milljarðar króna. Á síðasta ári ákvað ríkið að bjóða til sölu 65% af hlut sínum í fyrirtækinu og af stað fór söluferli sem ekki sér enn fyrir endann á. Ríkið ætlar að eiga 35% áfram, en þess má geta að tvisvar áður, árin 1996 og 1999, hefur staðið til að einkavæða símafyrirtækið í Búlgaríu. Þrír buðu upphaflega í hlutinn, en tveir hafa aðallega keppt um að kaupa hann, annars vegar hópur fjárfesta undir forystu Viva Ventures, en Björgólfur Thor Björgólfsson er meðal stærstu þátttakenda í þeim hópi og hefur meðal annars átt í viðræðum við stjórnvöld í Búlg- aríu vegna sölunnar. Hins vegar er um að ræða búlgarska iðnfyrirtækið Koc Holding í samstarfi við tyrkneska símafyrirtækið Turk Telecom. Pólitísk andstaða Í byrjun október á þessu ári ógilti dómstóll í Búlg- aríu ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá því í maí um að selja Koc Holding 65% hlutinn. Dómstóllinn taldi stjórnina hafa farið út fyrir valdsvið sitt með því að semja við Koc Holding, en það fyrirtæki hafði átt lægra tilboð en Viva Ventures. Viva Ventures hafði boðið 208 milljónir dala, um 16 milljarða króna og upphaflega hafði einkavæðing- arnefnd Búlgaríu lýst því yfir að tilboðinu hefði verið tekið. Pólitísk andstaða kom hins vegar upp við að selja Viva Ventures hlutinn og áttu mót- mæli verkalýðsfélaga vegna fyrirhugaðra upp- sagna starfsmanna þátt í þeim óróa sem skap- aðist. Annað sem gagnrýnt var er verðið. Vegna þessa hafa báðir bjóðendur hækkað boð sín tölu- vert frá upphaflegu boði og boð Viva Ventures var hækkað í um 25 milljarða króna í ágúst síðast- liðnum. Ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að hún muni ekki áfrýja fyrrnefndum dómsúrskurði og í fram- haldi af því hefur verið haft eftir stjórnanda fjár- festingarfélagsins Advent International, stærsta eiganda Viva Ventures, að hann sé vongóður um að búið verði að undirrita samninga um kaupin fyrir áramót. Fleiri fjárfestingar í skoðun Í viðtali við Björgólf Thor Björgólfsson í búlg- örsku dagblaði fyrir nokkrum dögum segir hann meðal annars frá hugmyndum sínum um að búlg- arska símafyrirtækið geti orðið leiðandi fyrirtæki á sínu sviði á svæðinu, þ.e. bæði í Búlgaríu og í næstu ríkjum. Hann segist vera að skoða fleiri tækifæri til fjárfestinga í fjarskiptageiranum í Mið-Evrópu og sé nú að vinna að einu slíku í öðru Evrópulandi sem liggi ekki að Búlgaríu. Hann segir þá fjárfestingu vera stærri en í búlgarska símafyrirtækinu og að frá henni verði líklega gengið fyrir lok næsta árs. Í viðtalinu gagnrýnir Björgólfur einkavæðing- arferlið og segir það óljóst. Hann segir fjárfesta- hópinn sem hann er í óþreyjufullan að taka við stjórn fyrirtækisins, enda hefði það átt að gerast fyrir löngu miðað við ferlið sem gengið var út frá í upphafi. Hann segir að hópurinn hafi jafnvel hækkað tilboð sitt nýlega til að liðka fyrir að hægt væri að ljúka samningum. Yfir helmingsmarkaðs- hlutdeild í Búlgaríu Björgólfur Thor Björgólfsson vinnur að frekari fjárfestingum í fjarskiptafyrirtækjum í Mið-Evr- ópu og segir eina þeirra vera stærri en fjárfestinguna í búlgarska ríkissímafyrirtækinu Morgunblaðið/Kristinn Björgólfur Thor Björgólfsson BAUGUR hefur keypt um helm- ingshlut í blómafyrirtækinu Blóma- verkstæði Binna, en fyrirtækið rek- ur blómaverslanir undir heitinu Blómaverkstæði Binna við Skóla- vörðustíg, í Kringlunni og Smára- lind. Skarphéðinn Steinarsson, yf- irmaður innlendra fjárfestinga hjá Baugi, sagði í samtali við Morg- unblaðið að Baugur hefði keypt um helmingshlut í fyrirtækinu, en vildi ekki nefna aðra fjárfesta sem þátt taka í verkefninu. Hann sagði að kaupverð væri heldur ekki gefið upp, en um litla fjárfestingu væri að ræða fyrir Baug, eins og hann orðaði það. Skarphéðinn sagði að fyrrum eini eigandi félagins, Binni, eða Hendrik Berndsen eins og hann heitir fullu nafni, eigi áfram óveru- legan hlut í félaginu. „Við höfum áhuga á að taka þátt í því að útvíkka Blómaverkstæði Binna, sem hefur gengið vel, og færa það nafn á fleiri blómabúðir,“ sagði Skarphéðinn. Hann sagði að Binni myndi áfram vera við stjórnvölinn hjá félaginu. „Við ætlum að sjá hvernig þetta gengur. Við erum að veðja á þetta vörumerki, sem er þekkt á blóma- markaðnum.“ Spurður hvort Baugur ætti hlut í öðrum sambærilegum fyrirtækjum benti Skarphéðinn á að Baugur væri stór hluthafi í Húsasmiðjunni, sem aftur ætti fyrirtækið Blómaval. Spurður að því hvort til greina kæmi að sameina eða samnýta starfsemi þessara tveggja fyr- irtækja með einhverjum hætti sagði Skarphéðinn að tíminn yrði að leiða það í ljós. „En það er ekki í neinum undirbúningi ennþá.“ Um það hvernig rekstur félags- ins hefði gengið síðustu misseri svaraði Skarphéðinn því til að hagnaður hefði ekki verið mikill í blómaverslun á Íslandi. „En við höf- um áhuga á að sjá hvort megi snúa því við,“ sagði Skarphéðinn að lok- um. Baugur kaupir helm- ingshlut í Blóma- verkstæði Binna Morgunblaðið/Júlíus Blómaverkstæði Binna á Kringlutorgi í Kringlunni. HRAÐFRYSTIHÚSIÐ Gunnvör var rekið með 250 milljón króna hagnaði fyrstu níu mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra nam hagn- aðurinn 560 milljónum króna. Rekstrartekjur félagsins námu 2.039 milljónum króna samanborið við 2.586 milljónir króna árið áður. Rekstrargjöld félagsins námu 1.670 milljónum króna samanborið við 1.862 milljónir króna árið áður. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir nam 369 milljónum króna eða 18% af rekstrartekjum samanborið við 724 milljónir króna og 28% árið áður. Árhrif styrkingu krónunnar á framlegð félagsins hefur veruleg áhrif þar sem nær allar rekstrar- tekjur eru í erlendum myntum en rekstrargjöld eru að stærstum hluta í íslenskum krónum, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Eiginfjárhlutfallið er 28,% og veltufjárhlutfallið 0,95. Tap á þriðja ársfjórðungi nam 55 milljónum króna. Helsta ástæða þess er að hlutdeild í tapi hlutdeild- arfélaga var 26 milljónir króna, vinnsluskipið Júlíus Geirmundsson var frá veiðum í þrjár vikur og bol- fiskvinnsla var lokuð vegna sumar- leyfa í mánuð. Félagið seldi hlutabréfa sín í SH á tímabilinu fyrir 409 milljónir króna og er söluhagnaður vegna þessa 235 milljónir króna. Fjárfest var í Kötl- um ehf. fyrir 74 milljónir króna. Gunnvör með 250 milljónir í hagnað FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins mun úrskurða írska lággjaldaflugfélaginu Ryanair í óhag, að sögn forstjóra félagsins, í deilu sem snýst um niðurgreiðslur til félagsins vegna flugs þess til Charl- eroi-flugvallar í Belgíu. Félagið fékk undanþágu frá eigendum flugvallar- ins, sem er sunnan við Brussel, á gjöldum og sköttum en það segir framkvæmdastjórn ESB jafngilda ólögmætum ríkisstyrkjum. Michael O’Leary, forstjóri Ryan- air, segir að niðurstöðunni verði áfrýjað til Evrópudómstólsins en til bráðabirgða muni félagið hætta flugi til Charleroi. Fjórar flugvélar flug- félagsins hafa haft aðsetur á flugvell- inum en félagið flytur um tvær millj- ónir farþega um flugvöllinn til 12 áfangastaða. ÓLeary hefur áður sagt að neikvæð niðurstaða málsins mundi ekki hafa fjárhagsleg áhrif á félagið þar sem flugvélar þeirra yrðu einfaldlega fluttar á aðra flugvelli en félagið hefur þegar átt viðræður við tvo slíka í Evrópu. Úrskurður verður Ryan- air í óhag ◆

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.