Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 16
fijónustuver Símans 800 4000 >> Me› ISDN-tengdum posa getur flú afgreitt 6 á sama tíma og 1 me› venjulegum posa. 3-5 sekúndna bi›tími eftir heimild, í sta› 20-30 sekúndna. Hver heimild á 1 kr. í sta› 4 kr. Vi› bjó›um ni›urfellingu á stofngjaldi posatengingar og tveggja mána›a afnotagjöld fylgja frítt me›.TILBO‹ Ti lb o› i› g ild ir til 20 . n óv em be r 2 00 3. Hra›virkari tenging – styttri bi›ra›ir Fritz símstö› POSAR Á ISDNBú›u flig undir jólaösina Fyrir verslanir er tilvali› a› vera me› ISDN-tengingu og Fritz símstö› og eiga flannig kost á a› tala í tvær línur samtímis og nota posana um lei›. Vi› bjó›um gó›an afslátt af Fritz símstö›: 14.980 kr. í sta› 17.980 kr.   :77"B2 2?CD 7CDEF4 :347G72:74F H74I&:74F B&&C2 , +;+   + ; + +; +   ;  + ;/  ;   ,;   , ;,  ;  %  .$)".") )  )&"" 344 356 758 349 356 ;F/&FD D072/7J? 35: 35; 3<= 756 &7/0;2KF + /;+ + 75= HCH;FGF2 L&H74I&:74F 274IF Styr hefur staðið um tölvu-fyrirtækið ATV á undan-förnum mánuðum semrekja má til samruna fyr- irtækjanna Aco og Tæknivals árið 2001 svo að úr varð Aco- Tæknival, sem nú heitir ATV. Núverandi eigendur ATV gerðu snemma á haustdögum at- hugasemdir við opinbera upplýs- ingagjöf Aco og Tæknivals til Kauphallar Íslands á þeim tíma sem samruninn átti sér stað, en Tæknival var þá, líkt og nú, skráð í Kauphöllinni. Stjórn ATV fullyrðir að Aco hafi verið ofmetið um a.m.k. 100 milljónir króna við samruna fyrirtækj- anna og að reikningar Aco, sem skiptahlutföll voru meðal annars byggð á, hafi ekki gefið rétta mynd af stöðu fyrirtækisins. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Aco hefur mótmælt þessu og segir reikningana hafa verið rétta og áritun endurskoðanda staðfesti það. Ennfremur hafi vel verið staðið að öllum tilkynn- ingum til Kauphallarinnar. Hallaði undan fæti Á því leikur enginn vafi að um mitt ár 2001, þegar samruni Aco og Tæknivals á sér stað, hafði hallað mjög undan fæti í rekstri beggja fyrirtækjanna enda hafði sala dregist verulega saman á upplýsingatæknimarkaði al- mennt. Stærstu hluthafar fyrir- tækjanna brugðu þá á það ráð að sameina þau og freista þess að ná þannig fram einhvers kon- ar samlegðaráhrifum. Í sjálfu sér ekki galin hugmynd. Skiptahlutföll voru ákveðin, hluthafar Aco fengu ríflega þriðjung í sameinuðu félagi og hluthafar í Tæknivali tæpa tvo þriðju. Innherji var svo sem einn þeirra sem hváðu þegar þær fregnir bárust en sátt var sögð meðal hluthafa um þessa skipt- ingu og talsvert þurfti að hreinsa til beggja vegna borðs- ins. Fyrsta sameiginlega uppgjör fyrirtækjanna við lok júlí sýndi 664 milljóna króna tap og slaka eiginfjárstöðu. Endurskoðendur AcoTæknivals sáu jafnvel ástæðu til að geta þess í áritun sinni að forsendur fyrir áfram- haldandi rekstri væru að það tækist að bæta afkomuna og afla aukins eigin fjár. Beinar af- skriftir á kröfum og eignarhlut- um í öðrum félögum námu 119 milljónum í þessu uppgjöri. Þá- verandi forstjóri talaði um grimmar afskriftir og vænti þess að sameinað fyrirtæki skilaði hagnaði á síðari helmingi ársins. Annað kom á daginn og tap árs- ins 2001 nam alls 1.082 millj- ónum króna. Hægt og sígandi hefur tekist að snúa rekstrinum til betri vegar þrátt fyrir að ATV hafi meðal annars misst frá sér ýmis vöruumboð og gengið í gegnum örar mannabreytingar. Samrunaferlið í ólagi Ytri aðstæður voru vissulega erfiðar AcoTæknivali á þessum tíma en þegar litið er til baka er nokkuð borðleggjandi að fram- kvæmd samrunans misheppnað- ist hrapallega. Samrunasam- komulagið og pappírsvinnan þar um kring kann eða kann ekki að hafa verið í lagi. Um það deila núverandi og þáverandi eigend- ur. En það mikilvæga ferli sem tekur við af pappírsvinnunni, sú vinna sem m.a. varðar aðlögun og aðhlynningu starfsfólks, styrka stjórnun og uppbyggingu svokallaðrar fyrirtækjamenning- ar virðist hafa vikið fyrir und- irliggjandi valdabaráttu innan fyrirtækisins og björgunarað- gerðum sem einkenndu rekstur- inn á þessum tímum samdráttar á markaðnum. Innan stjórnunarfræðinnar er jafnan talað um að allt að 80% samruna mistakist og ljóst er orðið að það hefur orðið raunin í þessu tilviki. Innherja sýnist sem menn geti áfram bitist um hvaða tölur voru réttar og hverj- ar ekki við skiptingu kökunnar. Eða snýst ekki allt um krónur og aura? Misheppnaður samruni Innherji skrifar Innherji@mbl.is SAMKEPPNISRÁÐ hefur mælt fyrir um fjárhagslegan aðskilnað milli áburðardeildar Sláturfélags Suðurlands og annarrar starfsemi félagsins. Ráðið telur SS hafa ráð- andi stöðu á tilteknum landfræði- legum markaði, en telur ekki að fé- lagið hafi misnotað þá stöðu sína. Í ákvörðunarorðum ráðsins segir að stofna skuli sérstaka einingu um rekstur áburðardeildarinnar og að reikningshald deildarinnar skuli vera sjálfstætt. Þá segir að gera skuli sérstakan stofnefnahags- reikning og að með skuldum áburð- ardeildarinnar skuli eingöngu telj- ast þær skuldbindingar sem tengist áburðardeildinni einni. Loks er kveðið á um að ef áburðardeildin nýti sér yfirstjórn, stoðdeildir, fast- eignir, tölvuvinnslu eða annað sam- eiginlegt með annarri starfsemi Sláturfélagsins skuli greiða fyrir það eins og um viðskipti milli óskyldra aðila væri að ræða. Fjórþættar kröfur Forsaga málsins er sú að í fyrra- haust barst Samkeppnisstofnun er- indi frá Áburðarverksmiðjunni þar sem kvartað var yfir tilteknum við- skiptaháttum Sláturfélags Suður- lands. Meginástæða kvörtunarinn- ar var að á áburðarpöntunarblaði SS væri einn af fjórum greiðslu- möguleikum sá, að áburðarkaup væru reikningsfærð þannig að greitt væri með inneign á afurða- reikningi eða innleggi afurða. Kvartandi taldi að með þessu bland- aði SS saman áburðarpöntun og sláturpöntun og misnotaði þannig ráðandi stöðu sína á markaði fyrir slátrun á búfé til stuðnings áburð- arsölu félagsins. Þessu sjónarmiði hafnaði samkeppnisráð og taldi ekkert í málinu gefa tilefni til að álykta að SS hafi með pöntunar- blaði fyrir áburðarkaup eða á annan hátt misbeitt ráðandi stöðu sinni. Áburðarverksmiðjan nefndi einn- ig í kvörtun sinni að SS nyti op- inberrar verndar vegna slátrunar og afurðarsölu. Kröfur Áburðarverksmiðjunnar voru fjórþættar og fólust í fyrsta lagi í því að lagt yrði bann við því að SS léti það hafa áhrif á fyrirgreiðslu sína við bændur með tilliti til slátr- unar hvaðan þeir sömu bændur keyptu áburð og að SS yrði bannað að gefa í skyn að áburðarkaup hefðu áhrif á slátrun. Í öðru lagi krafðist Áburðarverk- smiðjan þess að lagt yrði bann við sameiginlegri markaðssetningu SS á áburði og slátrun, í þriðja lagi var þess krafist að SS greiddi stjórn- valdssekt og í fjórða lagi að SS yrði gert, að lýsa því yfir opinberlega að ákvarðanir bænda um áburðarkaup myndu engin áhrif hafa á hagsmuni þeirra með tilliti til slátrunar, en það væri hagsmunamál bænda að lenda ekki aftarlega í röðinni við slátrun. Mikil opinber afskipti SS vísaði því á bug að félagið beitti bændur þvingunum eða mismunun og sagði að áburðarkaup einstakra bænda hefðu engin áhrif haft á slátrun gripa þeirra. Þá sagði félag- ið að áburðarsala þess væri ekki niðurgreidd af opinberu fé, auk þess sem verðmyndun á slátur- markaði væri frjáls, hún réðist af lögmálum markaðarins þar sem virk samkeppni ríkti. Ennfremur væri fylgt lagaákvæði þar sem segir að aðili sem rekur afurðastöð og hefur jafnframt með höndum annan rekstur skuli halda bókhaldi og fjárreiðum afurðarstöðvarinnar að- skildum frá öðrum rekstri. Sam- keppnisráð telur að þó að deildir séu rekstrarlega aðskildar hjá SS sé fjárhagslegur aðskilnaður ekki nægilegur og fer því eins og að framan greinir fram á frekari að- skilnað. Stjórnunarlegur aðskilnað- ur er hins vegar fullnægjandni að áliti samkeppnisráðs. SS sagði að félagið hefði ekki yf- irburðastöðu á markaði, en Áburð- arverksmiðjan hélt því fram að á staðbundnum hlutum markaðarins væri staða SS ráðandi. Samkeppn- isráð fellst á það sjónarmið kær- anda að ekki sé hægt að líta á allt landið sem eitt markaðssvæði hvað varðar slátrun á búfé og segir markaðssvæðið sem um ræðir ná frá Dalasýslu í vestri að Jökulsá á Breiðamerkursandi í austri. Yfirgripsmikil afskipti opinberra aðila hafa að mati samkeppnisráðs áhrif á skilgreiningu landfræðilega markaðarins og rekstrarforsendur fyrirtækja á markaðnum. Slátur- leyfishafar njóti ríkisaðstoðar í þeim skilningi að beingreiðslur rík- isins til sauðfjárbænda skili sér í lægra hráefnisverði til sláturleyfis- hafa. Auk þess hafi fyrirtæki í greininni notið ýmissa styrkja og fyrirgreiðslu af hálfu hins opinbera til hagræðingar og vöruþróunar. Krafist fjárhagslegs aðskilnaðar hjá SS Samkeppnisráð tekur ekki undir kvörtun Áburðarverksmiðjunnar um misnotkun Sláturfélags Suðurlands á markaðsráðandi stöðu SLÁTURFÉLAG Suður- lands hyggst áfrýja úrskurði samkeppnisráðs um fjárhags- legan aðskilnað áburð- ardeildar frá öðrum deildum félagsins. „Okkur finnst þetta vægast sagt furðulegur úr- skurður,“ segir Steinþór Skúlason forstjóri Slát- urfélagsins. Hann segir sam- keppnisráð samþykkja að SS misbeiti ekki á nokkurn hátt stöðu sinni, en af því að félagið slátri sauðfé og bændur fái beingreiðslur þá líti sam- keppnisráð þannig á að félag- ið njóti þar með ríkisstyrks. Þetta sé forsenda kröfunnar um fjárhagslega aðskilnaðinn, en allir viti að stórtap hafi ver- ið á sauðfjárslátrun, þannig að hún hafi ekki greitt niður ann- að. SS áfrýjar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.