Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 14
14 B FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFÓLK                        !  " !        !    ! # $%      !   ' !  ! (   !)      !     ## !  S igurður Óli tók nýverið við starfi fram- kvæmdastjóra á nýstofn- aðri skrifstofu Pharmaco í Connecticut í Banda- ríkjunum. Hver verða meginverkefni þín í hinu nýja starfi? „Starfið felst einkum í að byggja og rækta viðskiptasambönd Pharmaco í Bandaríkjunum. Pharmaco er nú þegar með sam- starfssamning um lyfjaþróun við fyrirtæki í Bandaríkjunum og fyr- irhugað er að ná fleiri svipuðum samningum. Við stefnum á að fyrsta lyfið á Bandaríkjamarkaði fari að skila tekjum árið 2005. Ég mun jafnframt leiða uppbyggingu þessa nýja félags sem vonandi mun stækka og dafna á næstu árum.“ Hvernig leggst starfið í þig? „Þetta er virkilega spennandi starf, enda um uppbyggingu á starf- semi Pharmaco á stærsta lyfja- markaði í heimi að ræða. Í Banda- ríkjunum eru mörg tækifæri sem við erum að skoða. Samheitalyfja- iðnaðurinn stendur mjög vel í dag og búast má við enn frekari vexti á næstu 5–10 árum vegna lyfja sem eru að missa einkaleyfisvernd. Pharmaco er komið í hóp stærstu samheitalyfjafyrirtækja Evrópu og er þekkt hjá lyfjafyrirtækjum hér í Bandaríkjunum fyrir mikið og gott þróunarstarf.“ Hvernig er það að starfa í Banda- ríkjunum? „Það er töluvert öðruvísi að starfa í Bandaríkjunum en t.d. á Ís- landi eða Englandi. Stofnun þessa dótturfélags Pharmaco tók t.a.m. mikinn tíma og krafðist marg- víslegra pappíra en við fengum m.a. stuðning frá viðskiptaskrifstofu ut- anríkisráðuneytisins í New York til að afla nauðsynlegra leyfa. Sem dæmi um mismuninn á starfsumhverfinu er að það er nær algilt í Bandaríkjunum að starfs- menn þurfi að fara í lyfjapróf áður en þeir hefja störf og yfirmenn í mörgum fyrirtækjum eru skyldugir til að taka alls kyns námskeið, m.a. um hvernig eig að koma í veg fyrir kynferðislega áreitni á vinnustöð- um. Það eru því oft meiri form- legheit en maður vandist í Evrópu þótt það sé síður en svo af hinu illa.“ Hvernig lýst þér á möguleika Pharmaco í Bandaríkjunum? „Pharmaco hefur mikla mögu- leika. Markaðurinn fyrir sam- heitalyf hefur vaxið um u.þ.b. 20% á ári og það er mikill meðvindur með samheitalyfjum þessa stundina. Við tökum auðvitað eitt skref í einu en stefnum að því að fá lyf samþykkt á næstu 24 mánuðum. Í dag er Pharmaco með u.þ.b. 30 lyf í þróun og á flestum þeirra mun einkaleyfi renna út á næstu 7 árum. Nýja fé- lagið mun byggja upp sérþekkingu á bandarískum lyfjastöðlum og markaði sem hjálpar okkur enn frekar að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til samheitalyfja og gerir okkur sterkari á alþjóðavísu þegar einkaleyfi frumlyfsins rennur út.“ Hvað með áhugamálin? „Ég kom mér upp einu áhugamáli eftir að ég flutti til Bandaríkjanna árið 2001. Það var búið að vara mig mikið við að ég myndi bæta á mig nokkrum kílóum í landi allsnægt- anna. Þegar stórsteik kostar þriðj- ung af því sem maður á að venjast á Íslandi og skammturinn sem er framreiddur á veitingastöðum ætti að duga fyrir fjögurra manna fjöl- skyldu er auðvelt að láta freistast. Því fór ég að hlaupa. Ég hef tekið þátt í nokkrum götuhlaupum hér í Connecticut og stefni á að hlaupa hálfmaraþon á næsta ári. Það er sagt að maður eigi að gefa út yfirlýsingar um svona hluti fyrirfram, svo ekki verði aftur snúið. Þá gáfum við hjónin hvort öðru golfkennslu í afmælisgjöf á síðasta ári og stefnum að því að stunda þá íþrótt áfram.“ Hvernig lýst fjölskyldunni á að vera í Connecticut? „Við höfum sem betur fer ekki þurft að flytja vegna nýja starfsins hjá Pharmaco. Við búum í litlum bæ við ströndina sem heitir East Lyme, mitt á milli Boston og New York. Þetta gefur okkur tækifæri til að heimsækja þessar frábæru borgir án mikillar fyrirhafnar. Sumrin eru heit en veturnir frekar kaldir. Til að mynda var 10 gráðu frost hér í gær- morgun á sama tíma og það var 10 stiga hiti á Íslandi. Það er þó mun minna rok hér en maður á að venj- ast heima. Okkur líður mjög vel. Við höfum búið erlendis í fimm af und- anförnum sex árum, fyrst í Bretlandi í rúm tvö ár og núna í Bandaríkjunum í tæp þrjú ár. Það tekur ákveðinn tíma að komast inn í kerfið hér. Maður þarf t.d. að taka bílprófið aftur, ekki bara skriflega hlutann heldur líka akstursprófið sem er hálfskrítið. Bandaríkjamenn þrjóskast líka enn við að nota pund, tommur og gallon sem eftir þessa dvöl eru að verða okkur töm. En einnig skiptir miklu máli að það er mikið félagslíf í boði fyrir krakkana í bænum þar sem við búum. Eftir skóla er mikið um að vera, sund, dans, leiklist og tónlistatímar, svo fátt eitt sé nefnt. Hér er því gott að vera.“ Hleypur í landi allsnægtanna Sigurður Óli Ólafsson fæddist í Reykjavík árið 1968. Hann lauk stúdentsprófi frá MS 1988 og útskrifaðist sem lyfjafræðingur frá HÍ 1993. Eftir útskrift starfaði hann í eitt ár hjá Sig- mundi Guðbjarnarsyni prófessor við rannsóknir á áhrifum lýsis á magasár í rottum en hóf störf hjá Omega Farma 1994 og starfaði þar til 1998 er hann réðst til starfa hjá lyfjafyrirtæk- inu Pfizer í Bretlandi. Árið 2000 starfaði hann hjá Delta en varð framkvæmdastjóri í þróun- ardeild Pfizer í Connecticut í Bandaríkjunum árið 2001. Sigurður Óli er kvæntur Björgu Harðardóttur, BA í íslensku, og eiga þau tvö börn, Odd 13 ára og Elísabetu 9 ára. ● MEDCARE Flaga hf., sem fram- leiðir tæki og hugbúnað til svefn- rannsókna, birti í gær útboðs- og skráningarlýsingu sína en fyrirtækið undirbýr skráningu hlutabréfa félags- ins í Kauphöll Íslands. Nýtt hlutafé í fyrirtækinu verður boðið til sölu á næstu dögum. Í boði eru á bilinu 128,6 milljónir til 163,6 milljónir hluta í félaginu en útboðs- gengi bréfanna verður á bilinu 5,5 til 7 krónur á hlut. Stjórn félagsins er þó heimilt að auka nafnverð útboðs- ins í 218,2 milljónir króna enda lýsi fjárfestar yfir verulegum áhuga á þátttöku í hlutafjárútboðinu á söfnunartímabili. Endanlegt útboðsgengi verður ákveðið þriðjudaginn 18. nóvember 2003 að loknu söfnunartímabili en það stendur frá 11. til 18. nóvember. Ákvörðun stjórnar verður byggð á nið- urstöðu söfnunarinnar. Í útboðslýsingu segir að útgefanda sé mikilvægt að fá í hlutahafahópinn aðila með burði og vilja til að styðja við félagið í framtíðinni. Útboðinu er þess vegna beint til stofnana- og fag- fjárfesta en ekki verður um almennt útboð að ræða. Tilgangur útboðsins er sagður vera að styrkja fjárhagsstöðu Med- care Flögu og er það m.a. liður í að ljúka fjármögnun kaupa á starfsemi Medcare Diagnostics í september 2002. Einnig verður hluta andvirð- isins varið til greiðslu skamm- tímalána. Stefnt er að skráningu hlutafjár Medcare Flögu í Kauphöll Íslands í vikunni eftir að útboði lýkur. Útboðsgengi Medcare á bilinu 5,5 til 7 ● GREIÐSLUKORTAFYRIRTÆKIÐ Visa fékk í ár World Travel Awards verðlaunin, sjötta árið í röð, og þar með nafnbótina „fremsta krítarkort í heimi“, að því er segir í fréttatilkynn- ingu frá Visa. World Travel Awards verðlaunin eru samkvæmt tilkynningunni virt- ustu verðlaun sem veitt eru innan ferðaþjónustunnar, en það eru ferða- skrifstofur og ferðaþjónustufulltrúar um allan heim sem standa að verð- laununum. „Við erum í sjöunda himni að Visa hafi hlotið þann heiður að vera tilnefnt fremsta krítarkort í heimi af World Travel Awards,“ er haft eftir Tom Shephard, fram- kvæmdastjóri alþjóðamarkaðssviðs Visa International í fréttatilkynning- unni. Þar er einnig haft eftir honum að Visa korthafar njóti þæginda og trausts, ekki síst þar sem fyrirtækið nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar og tengist fjölda ferða- og afþreying- artilboða um víða veröld. World Travel Awards voru stofnuð árið 1993 og voru verðlaunin núveitt í tíunda sinn. Visa fær ferða- þjónustuverðlaun ● HAGNAÐUR flugfélagsins SAS var 564 milljónir sænskra króna á þriðja ársfjórðungi, eða 5,5 milljarðar ís- lenskra króna. Þetta er umtalsvert lakari afkoma en sérfræðingar á fjár- málamarkaði höfðu búist við. Á sama tíma á síðasta ári var hagnaðurinn meiri, eða 640 milljónir sænskra króna. Fyrir árið í heild er búist við tapi upp á tvo milljarða sænskra króna, eða tæpa tuttugu milljarða íslenskra króna. Samkvæmt frétt FT.com eru lægri tekjur meginástæða minnkandi hagn- aðar á þriðja ársfjórðungi. Tekjur á fjórðungnum voru 14,9 milljarðar sænskra króna miðað við 16,6 millj- arða á sama tímabili síðasta árs. „Eft- ir ýmsa erfiðleika á fyrri helmingi árs- ins sýnir þriðji ársfjórðungur aukið jafnvægi,“ segir forstjóri félagsins Jorgen Lindegaard í frétt FT.com. „Á sama tíma og eftirspurn er tiltölulega lítil á markaðnum, er krafan um meiri lækkun á verði flugmiða áfram sterk,“ bætti Lindegard við. Afkoma SAS versnar ll STUTT ◆ ◆

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.