Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 12
12 B FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI ÖKUTÆKI OG TJÓNBÆTUR Fjallað er um íslenskar réttar- reglur um bótaúrræði vegna tjóns, sem hlýst af bifreiðum og öðrum skráningarskyldum vélknúnum ökutækjum. Lengsti þáttur bókarinnar er um skaðabótaskyldu, en aðrir þættir varða vátryggingar, aðallega ábyrgðartryggingu, slysatryggingu og húftryggingu (kaskótryggingu). Mikilvæg handbók tjónþola. Síðumúla 21 • Sími 588 9060 • Fax 588 9095 Heimasíða: www.hib.is H ön nu n: G un na r S te in þó rs so n /H ÍB /O kt ób er 20 03 I NNAN Evrópusambandsins hafa nýjar reglur um virð- isaukaskatt tekið gildi, sem gera það að verkum að öll fyrirtæki sem selja raf- ræna þjónustu til aðila sem búa á ESB-svæðinu gætu þurft að taka upp virðis- aukaskattsskráningu í einhverju að- ildarríkjanna og borga þar virðis- aukaskatt. Jafnvel þótt þau hafi þar enga fasta starfsstöð og enga aðra starfsemi en t.d. að bjóða upp á nið- urhal tónlistar af vefsíðu sinni gegn greiðslu ef aðili búsettur innan ESB kaupir þá þjónustu af síðunni. Að sögn Elínar Árnadóttur, hdl og skattasérfræðings hjá Price- waterhouseCoopers, er tilskipun Evrópusambandsins í samræmi við stefnu OECD um að álagning neysluskatta vegna rafrænnar þjón- ustu skuli fara fram í því landi sem neyslan á sér stað. „Hins vegar hafa verið áhöld um það hver ætti að greiða skattinn, neytandinn sjálfur, eins og staðan er á Íslandi í dag og er í raun ekki framfylgt, eða veitandi þjónustunn- ar. Niðurstaða ESB var sú að þessi kvöð yrði lögð á þann sem selur þjónustuna og var tilskipunin sett í tilefni af því. Reglur þessar tóku gildi hinn 1. júlí sl. og má víst telja að ekki hafi öll fyrirtæki áttað sig á þessu enn sem komið er. Eiga þess- ar reglur einnig við íslensk fyrirtæki þrátt fyrir að Ísland sé aðili að Evr- ópska efnahagssvæðinu,“ segir Elín. Afleiðingar þess að fylgja ekki reglunum gætu, að sögn Elínar, orð- ið mjög afdrifaríkar fyrir fyrirtækin ekki síður en viðskiptamenn þeirra. „Þó er fullyrt að til að byrja með verði fyrirtækjum gefinn einhver aðlögunartími, enda hafa ekki öll aðildarríkin ennþá uppfyllt kröfur til skráningar,“ segir Elín. Gildir ekki milli fyrirtækja Allir sem standa utan ESB og selja einhverja rafræna þjónustu til aðila sem ekki eru skráðir með virðis- kaukaskattsnúmer innan aðildar- ríkjanna. Þetta á við t.d. um sölu til einstaklinga og opinberra stofnana. Hins vegar fellur sala til virðisauka- skattsskyldra fyrirtækja utan ákvæðisins, þ.e. ef fyrirtæki selur eingöngu til virðisaukaskattsskyldra fyrirtækja. Skýrist það af því að þá er um innskatt að ræða hjá öðru en útskatt hjá hinu. Elín segir að meðal þess sem fell- ur undir nýju reglurnar sé til að mynda sala á hugbúnaði, tónlist, raf- bókum, leikjum og hvers konar áskrift að vefsíðu gegn gjaldi, þ.e. öll sala þjónustu sem er afhent með rafrænum hætti. Starfstöð ekki nauðsyn Að sögn Elínar þurfa fyrirtækin því að skrá sig í því aðildarríki Evrópu- sambandsins sem það telur að henti sér best. Einungis sé þó um virð- isaukaskattsskráningu að ræða og fyrirtækið eftir sem áður íslenskt. Ekki séu nein ákvæði um að fyr- irtæki þurfi að setja upp starfsstöð í viðkomandi landi. Nóg er að hafa samband við skattyfirvöld í viðkom- andi landi og skila síðan virðisauka- skattsskýrum ársfjórðungslega. „Af hálfu ESB er því haldið fram að framkvæmdin sé næsta einföld og boðið verði upp á alla skráningu og afgreiðslu virðisaukaskattskila með rafrænum hætti. Fyrirtæki hafi val um það í hvaða landi þau skrái sig og gildir sú skráning fyrir allt ESB-svæðið. Liggur þá nærri að spyrja hvort ekki sé hagkvæmast að skrá sig í því ríki sem lægsta virðisaukaskatts- prósentu hefur, t.d. í Lúxemborg þar sem vsk. er 15% fremur en í Danmörku þar sem vsk. er 25%? Nei, það er ekki alveg svo einfalt, miklu nær er að líta til þess hvernig stjórnsýslu og skilum í viðkomandi landi er háttað. Það er nefnilega mjög mismunandi milli landa hversu aðgengileg og skilvirk stjórnsýslan er. Sum ríki bjóða til að mynda ein- ungis upp á vefsíðu á sínu móður- máli meðan önnur bjóða upp á fleiri tungumál, s.s. ensku, og enn önnur hafa ekki tilbúna vefsíðu fyrir skráningu og skil. Einnig þarf að gæta að því að í sumum löndum eru mismunandi vsk. þrep, eftir því um hvaða sölu er að ræða, t.d. bækur á lægra þrepi en hugbúnaður eða tón- list,“ segir Elín. Misjafnar álögur Álagning vsk. ræðst ekki af því í hvaða landi skráningin er heldur því hvar neytandinn er búsettur. Þurfa seljendur því að hafa upplýsingar um það í hvaða landi hver einstakur kaupandi býr og leggja vsk. á sam- kvæmt því. „Skattyfirvöld í því landi sem seljandinn er skráður sjá síðan um að deila virðisaukaskattsgreiðsl- unum til viðkomandi ríkja,“ bendir Elín á. Hún segir ljóst að með þessum reglum séu gerðar verulegar kröfur til seljenda þjónustu um að afla upp- lýsinga um búsetu kaupenda. „Benda ráðgjafar ESB á að slíkar upplýsingar megi fá með greiðslu- upplýsingum, hvert er reikningur- inn sendur, hvert er aðsetur greið- andans, t.d. upplýsingar upp kreditkort. Einnig geti fyrirtækin notað hugbúnað sem gefi til kynna hvar notandinn er staðsettur.“ Hún segir að einhverjir hafi velt því fyrir sér hvort nokkur ástæða sé til að fara eftir þessum reglum þar sem ólíklegt sé að erlend skatta- yfirvöld eltast við að hafa upp á þeim sem eru í fremur litlum við- skiptum á þessum markaði. „Afleið- ingar þess að taka ekki upp skrán- ingu og skil á skattinum geta verið þungar sektir og álögur og fer það eftir virðisaukaskattsslögum hvers ríkis hvernig því er beitt og fram- fylgt. Nú má spyrja hvort líklegt sé að eftirfylgni með þessum reglum geti verið skilvirkt. Því er til að svara að auðvitað er það svo að ekki er væn- legur rekstur sem tekur slíka áhættu enda vilja flest fyrirtæki hafa skattskil með réttum hætti. Ríki hafa oft samið um gagnkvæma aðstoð í skattamálum, með tvískött- unarsamningum, og fylgja því eftir ef þörf krefur. Enda einfalt mál fyr- ir erlend skattayfirvöld að hafa sam- band við íslensk skattayfirvöld og fá upplýsingar um viðkomandi fyrir- tæki,“ segir Elín. Á vegum Pricewaterhouse- Coopers hefur verið gerð könnun á því hvar skráning innan Evrópu- sambandsins virðist vera vænlegust, að sögn Elínar. „Niðurstaðan er sú að Belgar og Bretar standa sig hvað best hvað varðar aðgengileika; síð- urnar eru a.m.k. á ensku, reglurnar eru útskýrðar, vísað er til lagatexta, boðið er upp á aðstoð símleiðis, greiðslumynt er evrur eða bresk pund. Er hægt að sækja um skrán- ingu og skila greiðslum með rafræn- um hætti.“ Virðisaukaskattssprósentan í Belgíu er 21% og hún er 17,5% í Bretlandi. Elín bendir á vefslóðir skattayfir- valda þessum tveimur löndum ef fyrirtæki hafa áhuga á að afla sér upplýsinga um málið. Í Belgíu https://193.178.200.58/ eservices_internet/index.jsp Í Bret- landi: http://www.hmce.gov.uk/ forms/budgetnotices/ bud-2003.htm#Notices Fyrirtæki sem selja þjónustu rafrænt til ríkja ESB þurfa nú að greiða virðisauka- skatt af sölunni þar. Elín Árnadóttir, skattasérfræðingur hjá Pricewaterhouse- Coopers, segir að ástæðan sé meðal annars sú að eðlilegt þyki að skatturinn sé greiddur í því landi þar sem þjónustan er keypt. Morgunblaðið/Ásdís Elín Árnadóttir, skattasérfræðingur hjá PricewaterhouseCoopers: „Afleiðingar þess að taka ekki upp skráningu og skil á skattinum geta verið þungar sektir og álögur.“ Virðisaukaskattur af netsölu innan ESB HLUTAFÉLÖG sem skráð eru á markaði eru yfirleitt í eigu margra að- ila, sérstaklega stærri fyrirtæki. Flest eiga þau það sammerkt að þau eru ekki rekin af eigendum sínum heldur eru einhverjir umboðsmenn eigenda sem sjá um rekstur þeirra. Sumir halda því fram að eigendurnir hafi í raun takmörkuð yfirráð yfir fyr- irtækjunum því umboðsmennirnir fari með raunveruleg völd í fyrirtæk- inu. Þetta á sérstaklega við í þeim fyr- irtækjum þar sem eignaraðild er mjög dreifð og enginn sterkur kjöl- festufjárfestir sem fer með meiri- hlutavald í fyrirtækinu. Hagsmunir þessara umboðsmanna eða stjórnenda fara ekki alltaf fullkomlega saman við hagsmuni eigenda fyrirtækjanna. Stjórnendur hafa ákveðna tilhneigingu til að bæta sína stöðu svo sem með því að vera með óhóflega útgjald- areikninga sem oft eru fyrst og fremst til að bæta lífsstíl þeirra sjálfra en ekki til að bæta hag hluthafanna. Stjórnendur eiga það líka til að sækjast eftir miklum völdum og stækka fyrirtækið óhóflega án þess endi- lega að auka arðsemi þess að sama skapi þannig að fjárfestingum hefði jafnvel betur verið varið sem arð- greiðslum til hluthafa. Þessar tilhneigingar stjórnenda hafa í för með sér kostnað fyrir hlut- hafa sem kallaður er umboðsmanna- kostnaður (agency cost). Til þess að minnka áhættu á því að umboðs- mannakostnaður verði mikill þurfa eigendur fyrirtækjanna, eða kjörnir fulltrúar eigenda í stjórn fyrirtækja, að innleiða með tilheyrandi kostnaði einhvers konar eftirlitskerfi til að koma í veg fyrir að stjórnendur mis- noti stöðu sína. Einnig eru ýmis dæmi þess að hluthafar greiði stjórnendum stóran hluta launa í formi hlutabréfa til þess að samræma hagsmuni stjórnenda og hluthafa. Sagan sýnir okkur hins vegar að jafnvel þó að báðar þessar leiðir séu farnar í því skyni að lágmarka líkur á að um- boðsmannakostnaður verði verulegur koma slík dæmi upp reglulega. Ef hlutafjáreign er mjög dreifð er hætta á að eig- endur nái ekki samstöðu um að taka á vanda- málinu. Ef sú er raunin virðist fátt annað í stöð- unni fyrir hinn venju- lega hluthafa en að selja bréfin og fjárfesta í öðrum fyrirtækj- um, eða hvað? Ef fyrirtæki er illa stjórnað eru töluverðar líkur á því að einhver sem þekkingu hefur á rekstrinum sjái möguleika til þess að bæta afkomu þess. Þar sem fyrirtækið er verðlagt á grundvelli núverandi stjórnunar í flestum tilfellum eru líkur á að við- komandi telji fyrirtækið undirverð- lagt. Það sem hann gerir þá er að gera kauptilboð í fyrirtækið á hærra verði en núverandi markaðsverð. Ef það tekst eignast hann ráðandi hlut í fyr- irtækinu, skiptir út gömlu stjórnend- unum og setur aðra hæfari í staðinn. Þeir sem hagnast mest á þessu ef allt gengur að óskum (fyrir utan nýja kjölfestufjárfestinn) eru hinir al- mennu hluthafar. Gengið hækkar yfirleitt í yfirtökuferlinu sem gerir þeim oftast kleift að selja ef þeir hafa ekki trú á nýju fjárfestunum eða þá að þeir telja breytingarnar til góðs og kjósa að eiga bréfin sín áfram. Þannig hefur markaður með hluta- bréf leitt til þess að hinum óhæfu stjórnendum er vikið frá og aðrir hæf- ari taka við, eitthvað sem eigendurnir sjálfir voru ekki færir um að fram- kvæma. Því getur verið ákaflega mik- ilvægt að til staðar séu fjárfestar sem hafi bolmagn til að framkvæma svona aðgerðir. Á Íslandi eru ekki margir slíkir fjárfestar og því ber að fagna því ef þeim fjölgar. Það ætti ef allt er eðli- legt að leiða til þess að íslenskur hlutabréfamarkaður verði skilvirkari en hann var sem er öllum til hagsbóta, sérstaklega litlum hluthöfum. Það hefur ekki verið mikið um yfirtökur af þessu tagi hérlendis en nýlega hafa sést nokkur dæmi um slíkar aðgerðir. Það er ekki ætlunin að leggja dóm á réttmæti þeirra aðgerða í þessari grein en það er óhætt að segja að það sé fagnaðarefni að yfirtökuógnin sé til staðar á íslenskum markaði, það veit- ir stjórnendum ákveðið aðhald sem er ákaflega mikilvægt, sérstaklega fyrir hina smærri hluthafa. Óvinveitt yfirtaka Ef fyrirtæki er illa stjórnað eru líkur á því að einhver sem þekk- ingu hefur á rekstrinum sjái möguleika til þess að bæta afkomu þess, skrifar Bernhard Þór Bernhardsson. Segir hann það fagnaðarefni að yfirtökuógnin sé til staðar hér. Höfundur er lektor við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Bernhard Þór Bernhardsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.