Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.11.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2003 B 9 NTÆKNI  LÝSING Lýsing hf. Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík Sími 540 1500 www.lysing.is Við vitum hvað til þarf… Hjá Lýsingu vitum við að velgengni viðskiptavina okkar skiptir öllu máli. Þegar þeim gengur vel, gengur okkur líka vel. Við leggjum okkur fram um að þekkja og skilja hvað starfsemi fyrirtækjanna útheimtir og vera þannig í takt við þarfir þeirra á hverjum tíma. Guðríður Ólafsdóttir Fjármögnun atvinnutækja deildir. Innan samstæðunnar sé mikil þekking á þessu sviði og tæki- færin séu því til staðar. Margir kostir við stærri heild „Ég hef starfað í tölvugeiranum í 30 ár og hef því bæði séð góða og erfiða tíma. Kúnstin er að geta sýnt þraut- seigju og halda út á meðan á móti blæs. Sýn okkar hjá Opnum kerfum Group er að fyrirtækið verði öflugt norrænt upplýsingatæknifyrirtæki, fært um að geta þjónað stærstu og kröfuhörðustu fyrirtækjum á Norð- urlöndum í samstarfi við okkar sam- starfsaðila, og ég tel að það sé raun- verulegur möguleiki. Möguleikar félagsins til vaxtar eru að mestu erlendis. Til að mynda er sænski markaðurinn um 30–40 sinnum stærri en sá íslenski og sá danski er um 20 sinnum stærri. Með vexti fyrirtækisins erlendis munu viðskiptavinirnir hér á landi einnig hagnast. Við getum flutt þekkingu á milli landa. Fyrir starfsmennina verður þetta líka meira spennandi fyrirtæki að vinna hjá. Það eru margir augljósir kostir við að vera hluti af stærri heild,“ segir Frosti Bergsson. á uppleið aftur Morgunblaðið/Kristinn gretar@mbl.is TAP Opinna kerfa Group hf. á fyrstu níu mánuðum þessa árs nam tæpum 76 milljónum króna. Á sama tímabili á síðasta ári var hagnaður félagsins rúm- ar 158 milljónir. Rekstrartekjur samstæðunnar námu 7.887 milljónum króna á tímabilinu og jukust um rúm 5% frá árinu áður. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagns- gjöld og afskriftir (EBITDA) var 397 milljónir króna en var 601 milljón króna árið áður. Í tilkynningu frá félaginu seg- ir að ef ekki hefði verið tekið tillit til Vir- tus AB, sem kom inn í samstæðuna 1. júní síðastliðinn, hefði rekstrarhagn- aður verið 24 milljónum krónum hærri eða 421 milljón króna, sem er 17% samdráttur í rekstrarhagnaði miðað við sama tímabil í fyrra. Frosti Bergsson, stjórnarformaður Opinna kerfa Group hf., segir að af- koma félagsins sé undir væntingum en það hafi gengið í gegnum miklar breyt- ingar á árinu. Markaðurinn hafi verið erfiður en vonir standi til að bjartari tímar séu framundan í upplýsingageir- anum. „Félagið er vel í stakk búið til að takast á við vöxt, bæði hér á landi og erlendis,“ segir Frosti. Samstaða Opinna kerfa Group hf. samanstendur af móðurfélaginu, Opn- um kerfum ehf., Opnum kerfum Svíþjóð (eignarhaldsfélag Datapoint Svenska AB), Skýrr hf., Opnum kerfum Danmörk og Virtus AB frá 1. júní 2003. Betri afkoma Skýrr Rekstrarhagnaður Opinna kerfa ehf. fyrir skatta, fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) var 71 milljón króna á fyrstu níu mánuðum ársins, sem er um helm- ingur af rekstrarhagnaði á sama tíma- bil í fyrra, að teknu tilliti til kostnaðar vegna Opinna kerfa Group, sem Opin kerfi ehf. bar þá. Rekstrartekjur dróg- ust saman um 14% miðað sama tímabil í fyrra og voru nú 1.763 milljónir. Rekstrarhagnaður Skýrr hf. fyrir fjár- magnsliði og afskriftir (EBITDA) var 320 milljónir króna á tímabilinu en 212 milljónir á sama tímabili árið áður. Hagnaður félagsins á tímabilinu eftir skatta var 120 milljónir en árið áður var tap félagsins á sama tímabili 31 millj- ón. Rekstrarhagnaður Datapoint fyrir af- skriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) var um 103 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum þessa árs en um 227 milljónir á sama tímabili í fyrra. Velta félagsins var á tímabilinu 2.495 milljónir króna samanborið við 3.022 milljónir árið áður. Rekstrartap Virtus AB fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) var um 24 milljónir króna og velta félagsins á fjögurra mánaða tímabilinu frá 1. júni var um 1.223 milljónir króna. Verri afkoma en spáð var Uppgjör Opinna kerfa Group er undir væntingum greiningardeildar Kaup- þings Búnaðarbanka. Kemur fram í hálf fimm fréttum bankans að velta hafi lækkað um 3,5% frá síðasta ársfjórð- ungi og er minni en greiningardeild bankans hafði gert ráð fyrir. Jafnframt hafði greiningardeildin spáð því að hagnaður eftir skatta næmi 50 millj- ónum en félagið tapaði 75,7 milljónum króna. Eins er EBITDA framlegðin lægri en greiningardeild Kaupþings Bún- aðarbanka hafði gert ráð fyrir í spá sinni um afkomu félagsins fyrstu níu mánuði ársins. Afkoma Opinna kerfa Group undir væntingum                                         !" #$% #$% #& # #&! #%   "  &'%  % # #%& %() # $                           *         " ) & $ % "')  +        ,    *     +     % "$ #&'-%. '-(" &-'!  ( () %"( & ('  ") !(! /%$-&. '-%" &-&(  !"#"   !  $%     

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.