Morgunblaðið - 14.11.2003, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 14.11.2003, Qupperneq 14
14 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 14|11|2003 MORGUNBLAÐIÐ Hvað segja þeir?  „Á nokkrar með myndum. Í uppáhaldi eru banananærbuxurnar og teknimynd- anærbuxurnar, verst að þær eru í box- erstílnum. Klæðist þeim heima við þeg- ar ég er í íþróttagallanum. Eða bara einum og sér, sonum mínum til mikillar skelfingar!“  „Joe Boxer – víðum.“  „Litríkar eru í fínu lagi í bland við tein- óttar og fínköflóttar. Það sem helst ber að varast eru ljótir og óheppilegir litir. Svo fremi sem þeir eru fallegir, þá gildir allt eins að „more is better“!“  „Ég kaupi þær sjálfur, gjarnan í næsta stórmarkaði.“  „Konan mín kaupir þær í Ameríku.“  „Boxerinn er bestur.“  „Aðsniðnum boxer úr 100% bómull og ekkert annað.“  „Að minnsta kosti ekki boxer. Flækjast í buxunum þegar maður klæðir sig í og stundum of heitar. Kýs frekar það sem á ensku kallast briefs.“  „Kvenmanns G-streng? Ekki svona al- mennt, en einn og einn dagur ætti varla að skaða. Myndi t.d. ekki vilja fara í þeim í sund eða á álíka opinbera staði samt.“  „Einfaldar eru bestar, þó ekki hvítar.“  „Engin spurning. Þröngum boxers, flestar úr bómull, einar á ég úr satíni, ágætar líka.“  „Boxer, þröngum.“  „Efnið og sniðið skipta mig mestu.“  „Einfalt og stíhreint best. Fíla þó ekki hvítar, frekar dökkar (gráar, svartar). Mega þó vera til dæmis tví- litar.“  „Ég og konan kaupum þær jöfn- um höndum, myndi ég segja. Þar sem hún er flugfreyja gerast kaupin jafnan erlendis í verslunum eins og H&M og Gap. Þar er „verð/gæði“- hlutfallið sérstaklega hagstætt, fjórar á verði þriggja og þess háttar. Ef þær eru ekki úr 100% bómull er óþarfi að skoða þær frekar, nema um satínbuxur sé að ræða.“  „Ég fæst ekki til að nota annað en boxer shorts, eða boxers eins og þær eru líka kallaðar. Mér finnast svokallaðar kroppanærbuxur með Y-klauf dæmalaust búralegur nærfatnaður.“  „Að óreyndu finnst mér g-strengur ekki spennandi kostur. Bæði held ég að karlmaður í g-streng líti frekar perralega út (sbr. Steinn Ármann í Veggfóðri) og svo held ég að strengurinn myndi æra mig yfir daginn. Að því sögðu fagna ég því að konan noti „G“.“  „Ég verð að segja að mér finnst g- strengur alveg út úr myndinni – of kven- legt eitthvað! Ég á engan kall en mér finnst þeir fínastir í boxernærum, svona í víðari kantinum.“  „Einföldum boxernærbuxum, og nær- buxur verða að vera flottar, skiptir miklu máli!“  „Ég vil bara sjá karlmenn í boxernær- buxum.“  „Ég keypti það sem hann vildi helst, – heilar, klaufarlausar gamaldags bómull- arnærbuxur, – ekki boxers.“  „Einfaldar boxarabuxur sem eru hvorki útvíðar né munstraðar.“  „Ég kýs helst þröngar boxer-nærbuxur. Þessar víðu boxer-nærbuxur eru svo sem allt í lagi en þá verða þær að vera úr ein- hverju almennilegu efni, ekki köflóttu bóm- ullarefni og ekki svona þunnu joggingefni.“  „Mér finnst að strákar sem eru með flottan rass eigi að vera óhræddir við að ganga í g-streng. Það er bara kúl og myndi koma manni skemmtilega á óvart.“  „Ég kaupi alltaf nærbuxurnar fyrir minn mann – enda er honum mikið í mun að mér finnist þær sexý og flottar. Þægindin fyrir hann skipta minna máli. Oftast er þó reynt að kaupa flottar boxer en samt ekki með of víðum skálmum.“  „Boxer, boxer, boxer! Það er ekkert eins ósexý og þröngar, litlar karl- mannsnærur. G-strengur er hræðileg- ur!“  „Ég kýs þröngar, svartar skálm- anærbuxur! Frá einhverju almennilegu merki.“  „Mér finnst frekar mömmulegt að kaupa nærföt á manninn. Hef samt gert það.“  „Þoli reyndar ekki hvítar nærbuxur með breiðri teyju. Hlébarðaskýlur eða rauðar nærbuxur eru ekki heldur málið.“  „Ætli boxerbuxur séu ekki bara skást- ar, þær eru hlutlausastar. Efst af öllu er að þær séu hreinar, ekki teygðar yfir rassinn með gömlum blettum sem ekki nást úr.“  „Ég fila betur þröngar og aðskornar nær- buxur a körlum. Ég meina aðskornar í svona í boxerasniði, ekki svona eins og stelpur ganga í. Annars finnst mér karlar nú alltaf bestir þegar þeir eru farnir úr nær- buxunum!“  „Ekki g-strengi! Líklega tiltölulega fyr- irsjáanleg afstaða. Frekar boxera, samt ekki sem ná niður að hnjám og eru víðir eins og pils … Flottur rass má alveg sjást.“  „Þröngu boxerarnir tala alltaf sínu máli.“ Karlmannanærbuxur er hægt að finna í ekkert minna úrvali en kvenærbuxur. Það eru til boxernærbuxur, þröngar boxernærbuxur, litlar bikiníbuxur, gömlu og góðu hvítu buxurnar með klaufinni og g-strengir. Svo er auðvitað eftir spurningin hvort litagleðin og munstrin taki völdin eða einfeldnin. Til þess að komast að því hvað leynist undir síðbuxum karlmanna (en ég hef ekki aðgang að sundklefum borgarinnar þeim megin) gerði ég óformlega skoðanakönnun á því í hverju karlmenn vilja vera. Betri helmingurinn hefur líka skoðanir á því í hvers konar flík neðri helming- urinn er svo ég spurði líka konur hvað þeim þætti um undirföt karlmanna. Það fer þeim sögum af karlmönnum að þeir geti átt erfitt með velja föt á sig sjálfir og láti kon- urnar sínar um það. Ég á alltaf erfitt með að trúa því þar sem það er alls ekki persónuleg reynsla mín. Hvað nærfötin varðar þá heyrði ég á kon- unum í könnunni að það er algengt að þær kaupi nærbuxur á strákana þó að þeir séu margir með ákveðnar skoðanir á hverju þeir vilja klæðast. Strákar eru oft taldir rómantískir og hugulsamir ef þeir kaupa nærföt á ástina sína en ef stelpan kaupir nærföt á kallinn þá er hún mömmu- leg. Getur þetta staðist? Er þetta ekki bara úrelt viðhorf? Tískan kemur líka inn í hvað er vinsælast hverju sinni. Þröngu boxer-nærbuxurnar virtust vera algeng- asti kosturinn hjá bæði konum og karlmönnum. Það sem kemur á óvart er líka það að karlmennirnir eru heldur opnari fyrir því að prófa eitthvað nýtt heldur en konurnar telja. Mörgum finnst ekki óhugsandi að láta á það reyna að vera í g-streng þó að þeir hafi ekki enn prófað það. Þeir eru líka duglegir við kaupa nærbuxurnar sjálfir og versla í herrafatabúðum, herrafatadeildum, tískuverslunum og í útlöndum. Þegar litið er á þróunina í stuttbuxum fótboltamanna síðustu ár (en stuttbuxurnar eru nú hálfgerð undirföt) þá má sjá að núna eru þær mun víðari og síðari en þær voru til dæmis á áttunda áratugnum. Þá hlupu menn um með enn síðara hár en nú í ofurstuttum buxum. (Ath.: Tala við Viktoríu og biðja hana um að benda Beckham á þetta). Ef þetta breytist á ný er ekki ólíklegt að skálmarnar í karlmannanærbuxunum styttist á ný. Niðurstaðan úr at- hugunum mínum er sú að bæði karlar og konur hafa ákveðnar skoðanir á undirfatnaði. Nærföt eru ekkert feimnismál enda virðist það vera hluti af nútímalífsstíl að hugsa um útlitið og á það líka við um undirfötin. Flestir eru sammála um að þeim líði betur í fallegum og vel sniðnum nærbuxum. Nærbuxur eru persónu- legt val og kjörið tækifæri til að láta persónuleikann skína í gegn, þó að það sé bara fyrir sjálfan sig. |ingarun@mbl.is „STRÁKAR ERU OFT TALDIR RÓM- ANTÍSKIR OG HUGULSAMIR EF ÞEIR KAUPA NÆRFÖT Á ÁSTINA SÍNA “ Hollráð fyrir þá sem eru að leita að skemmtilegum nærbuxum er að líta á sölusíðuna WebUndies.com. Þar fást fjölmargar gerðir af litríkum boxer-nærbuxum og hinum sí- vinsælu þröngu boxerum. Hægt er að fá nærbuxur með ýmsustu teiknimyndapersónum á borð við Hómer Simpson, Kóngullóarmanninn, Ofurmennið og Tomma og Jenna. Ekki vitlaust fyrir menn, sem þurfa að vera jakkafataklæddir í vinnunni og þá helst í bláum eða gráum tónum, að lífga upp á daginn með skærlituðum teiknimyndabuxum. Það þarf enginn að komast að því! Lífgað upp á daginn Innlit í undirfataheima BRÚNIR OG SÆLLEG- IR KARLMENN Í NÆRBUXUM FRÁ CALVIN KLEIN. Hvað segja þær?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.