Vísir - 31.10.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 31.10.1980, Blaðsíða 2
Vilt þú láta deyfa þig þegar þú ferð til tann- læknis? Guttormur Hafnkelsson krana- stjóri.' ,,Mér finnst þaö betra þvlég vil kveljast sem minnst hjá tann- lækninum.” Rafnkel). K. Guttormsson 10 ára: ,,Já þaö vil ég, þaö er miklu betra.” Slgnrtar Helgason ótvarpsvlrki: ,.Jó þaB eru sko hreinar llnur, dg hef nefnilega prófaB hitt.” Þorsteinn Arnason rafvéiavirki: „Nei þaB vil ég ekki þaö er ekki þaö vont aö fara til tannlæknis- Anton Angantýsson verslunar- stjóri: „Ég hef reynt hvorttveggja og það skiptir hreint engu máli”. VÍSIR Föstudagur 31. október 1980 Frioión Slgurðsson. „ÞAD VELJAST MENN A ÞING skrlfslofusllórl AlDlngls 135 ór:. EKKI SAMSKONAR NÚNA OG AÐUR” Einn þeirra manna sem oft heyrast nefndir á nafn, en koma sjaldnast fram opinberlega er Friðjón Sigurðsson, skrifstofu- stjóri alþingis. Þingmönnum finnst hann nánast ómissandi, enda má fuliyrða að enginn maður hafi haldbetri þekkingu á starfsháttum iöggjafarsamkund- unnar en einmitt Friðjón. Þess vegna er lika mjög algengt, að forsetar þingsins leiti ráða hjá honum um þaðhvernig skuli tekið á einstökum málum. Friöjón hefur starfað á skrif- stofu alþingis i rúmlega þrjátiu og fimm ár og við spurðum hann fyrst hvort eitthvað væri til i þvi, sem oft heyrist haldið fram, að þingmenn hér á árum áður hefðu verið meiri skörungar en nú tiðkast og að nú sé hlaupin meðal- mennska i þingheim. „Ég held nú að erfitt sé að full- yrða um það. Hitt má vel vera, að það veljast ekki samskonar menn á þing núna eins og þegar kosningarnar voru persónu- bundnar og kosið var i ein- menningskjördæmum. Þetta er breyting sem leitt hefur af eðli málsins, en það erfitt að dæma um hvort hún hafi verið til góðs eða ills”. Friðjón er fæddur i Vestmanna- eyjum 16. mars 1914 og foreldrar hans voru hjónin Sigurður Ingi- mundarson og Hólmfriður Jóns- dóttir. Friöjón er einn fimm systkina og hann átti lögheimili i Vestmannaeyjum fram að tvi- tugsaldri, þótt hann þyrfti að Friðjón Sigurðsson hefur verið „innanbúöar” I Alþingishúsinu f 35 ár. sækja skóla annars staðar, fyrst á Akureyri og siðan i Reykjavik. Hann tók stúdentspróf frá M.R. 1934 og siðan lá leiðin i lagadeild- ina, þar sem hann lauk prófi 1941. Jafnhliða náminu stundaði Frið- jón ýmsa vinnu, svo sem heyskap á sumrin og kennslu á veturna. „Haustið eftir að ég lauk prófi i lögfræðinni var ég settur sýslu- maður i Strandasýslu og þar starfaði ég i tvö ár. Siðan vann ég nokkurn tima á skömmtunar- skrifstofunni i Reykjavik en 1. mars 1945 var ég ráðinn sem full- trúi á skrifstofu alþingis. Skrif- stofustjóri varð ég svo árið eftir og hef verið það siðan”. Friðjón sagðist hafa lynt mjög vel viö þingmennina i áranna rás, en sagði að starf þeirra hefði breyst mjög á þessum þrjátiu og fimm árum. „Löggjafarstarfið sjálft hefur breyst töluvert og það er orðið erfiðara fyrir einstaka þingmenn að undirbúa mál”. Aðspurður um hver væri eftir- minnilegasti þingmaðurinn, sagði Friðjón að það væri erfitt að gera UPP á milli manna en sennilega yrði Pétur Ottesen sér minnis- stæðastur. Kona Friðjóns er Áslaug Sig- geirsdóttir, ættuð úr Fljótshlíð og eiga þau fimm syni. _p M Sæmnndur fciataniUtar A bak vlð lás og slá - sjálfviljugur Hllmar á Hraunið Hilmár Helgason var fyrir skömmu kosinn for- maður Verndar, en sá félagsskapur annast fangahjálp og hefur gert um iangt árabil. Eins og Hilmars er vandi gengur hann heiis hugar að hverju verki og byrjaði á þvi eftir formannskjörið aö óska eftir því við dómsmálaráðuneytið að veröa lokaður inni á Litla- Hrauni. Þetta þótti ráðuneytis- mönnum skritin bón en Hilmar kvaðst ekki geta hjálpaö föngum nema hafa kynnst þvi af eigin raun að vera lokaður inni meðal tiivonandi skjól- stæðinga, kynnst þeim o'g aðbúnaði þeirra. Fór svo að ráöuneytið 'samþykkti að senda Hilmar á Hraunið og láta hann ddsa þar I fjóra sólarhringa. HófSt fanga- vist formannsins i gær- dag. hrunadans Þá fer að styttast i að bókin Vaidatafi I Valhötl komi á markaðinn og framámenn ihaldsins biða bókarinnar með óttablandinni cftirvænt- ingu. Mikili fjöldi mynda frá ýmsum timum er i bók- inni og eru þar á meðal margar sem hafa aldrei birst opinberiega áður. Meöfylgjandi mynd var tekin á 45 ára afmæli Heimdallar árið 1972, þar sem þau Erna Finnsdótt- ir, eiginkona Geirs Hall- grimssonar og Gunnar Thoroddsen stiga róiegan dans, hugsi á svip. „Þetta er munur eða striösdansinn viö Geir” Selnlætl, Alhlngis Fijumvarp rikis- stjórnarinnar um máiefni Flugleiða er 'ná búið að þvæiast I efri deild Al- þingis I hálfan mánuð og hefur loks tekist að Ijúka fyrstu umræðu. Auðvitað ber þbig- mönnum að skoða hug sinn til þessa máls sem annarra er þeit fá til meöferöar. Hins vegar virðist ekkert tilllt tekiö tíl þess hve brýnt er aö frumvarpið verði afgreitt hið ailra fyrsta. Benda má á, að þegar þinglok nálgast eru stundum heilu lagabálkarnir keyrðir gegnum þingiö á örfáum dögum og það þótt lögin hafi víðtæk áhrif I för með sér. Núna tekst hins vegar að velta máli fram og til baka sem hefur þó öruggan þing- meirihluta undir yfir- skyni umhyggju fyrir skattborgurum. Hvað skyidu hafa fariö fram miklar umræöur um rikisábyrgðir til út- geröaraðila sem ekki hafa staðiö i skilum og skulda rikisábyrgðarsjóöi milijarða? Hvaða mat á eignum hefur tarið fram vegna þessara ábyrgöa? SjúKir I hlúkrun Akureyrarblaöiö Dagur greinir frá þvi að það vanti tilfinnanlega „hús- næði fyrir hjúkrunarsjúk- linga á Eyjafjaröar- svæðinu”. Ekki er ég alveg viss um hvernig bér aö skilja þetta orö en mér dettur heist i hug að hér sé átt við sjúkiinga sem þurfa á hjúkrun að halda og slik þjónusta sé ekki veltt á ;sjúkrahúsi bæjarins. Nema að átt sé við sjúkt hjúkrunarfóik eða þá menn sem sjúkir eru I hjúkrunarkonur? Mikiil eldur logaöi f gömlu ibúöarhúsi I Vesturbænum og lög- regiumenn reyndu að bægja forvitnum áhorf- endum frá en það gekk ekki vel. * — Hvers vegna ertu að reka okkur i burtu? spurði einn áhorfenda. — Þarna stendur einn rétt við báliö. Hefur hann kannski borgaö aögangs- eyri eöa hvað? — Það má segja það svaraöi iögreglumaður. — Þetta er nefnilega hús- eigandinn. Deilt um stækkun A fiokksþingi Alþýöu- fiokksins um helgina ætlar Jón Baldvin Hanni- balsson að krefjast þess að Alþýðublaðið veröi stækkaði átta siður dag- lega og upp i 12 siöur á iaugardögum. Fjármálamönnum flokksins Hst ekki meira en svo á þessa hugmynd og eru raunar sagðir henni mjög andsnúnir. Rekstur blaðsins standi undir sér meðan það er aðeins fjórar siður en stækkun heföi nýjan skuidahala i för með sér. Er sagt að Bjarni P. Magnússon hóti að hætta afskiptum af rekstrinum Viimundur Jón Baldvin ef stækkun verður sam- þykkt og elnnig mun Vii- mundur vera á móti kröfu Jóns Baldvins. Þá er orörómur á kreiki þess efnis að sóst sé eftir kaupum á Helgarpóstin- um en ekki ber mönnum saman um hver vill kaupa. Segja sumir að það sé Jóhann Páll Iðunnarstjóri .en aðrir vilja bendla Jóhann Briem stórútgefanda við málið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.