Vísir - 31.10.1980, Blaðsíða 9
VÍSIR
Föstudagur 31. október 1980
■ Háskólaboka-
isafnifi 40 ára:
| HáskólabókasafniB er stofn-
un, sem almenningi i landinu er
litt kunn. Flestir telja sennilega
aö hér sé um aö ræöa safn, sem
eingöngu sé ætlaö háskólaborg-
I urum, en aö sögn Einars
■ Sigurössonar, háskólabóka-
varöar er þaö misskilningur.
I Almenningur getur leitaö til
| safnsins varöandi lán á bókum
og timaritum og liggja þar
I frammi mjög gagnlegar upplýs-
ingarum hvernig heppilegast sé
aö nota safniö auk þess sem
starfsmenn safnsins liösinna
safngestum eftir þörfum.
1 tilefni af 40 ára afmæli Há-
| skólabókasafnsins hefur Visir
fengiö hjá Einari Sigurössyni
háskólabókaveröi fjölbreyttar
upplýsingar um safniö, starf-
semi þess og tilgang og veröa
þær raktar i þessari grein.
| Formlegur stofndagur Há-
* skólabókasafns telst vera 1.
nóvember 1940. Þá opnaöi há-
■ skólarektor, Alexander
Jóhannesson safniö meö ræöu.
Flestum ritum háskólans haföi
þá veriö komiö fyrir i bóka-
safnsrými hinnar nýju háskóla-
byggingar og var þá mynduö ein
heild úr þeim bókakosti sem
hver háskóladeild um sig haföi
aflaö sér og aö nokkru átti rætur
aö rekja til þeirra embættis-
I mannaskóla, sem voru fyrir-
rennarar háskólans. Veröa nú
dregnar fram nokkrar staö-
I reyndir um vöxt og viögang
safnsins og framtiöarhorfur.
I Stærð og starfsmenn
Viö stofnun safnsins voru 1 þvi
um 35 þús. bindi, nú um 200 þús.
Aætla má aö allt aö fjóröungur
bókakostsins séu íslensk rit,
enda ákvaö löggjafinn viö stofn-
I un safnsins, aö þaö fengi endur-
gjaldslaust eitt eintak alls þess
sem prentaö er i landinu.
I Annars er mjög verulegur hluti
■ hins islenska bókakosts — og
raunar aö nokkru hins erlenda
| lika — tilkominn viö gjafir og
munar þar mest um bókasafn
Benedikts S. Þórarinssonar
kaupmanns, sem haldiö er sér i
safninu.
Erlend timarit sem berast
■ reglulega eru um 1.500 Aöföng
eriendra rita (bóka og tímarita)
I eru um 5 þús. á ári. Meira en
helming af 40 ára starfstíma
Háskólabókasafns var háskóla-
bókavörðurinn eini fastráöni
■ starfsmaöur safnsins. Annar
bókavöröur bættist viö 1964,1967
I ritari og á árunum 1970-75 f jölg-
■ aöi fastráönum starfsmönnum
upp i um tiu. Viö þaö situr,
nema hvaö komiö hafa til laus-
ráöningar i hlutastörf, svo að
heildarmannafli svarar til um
tólf stööugilda.
Fyrirkomulag bókakosts
Lengst af var bókasafnið
■ óskipt, þ.e. öllum bókakosti þess
I var komiö fyrir i þeim húsa-
_ kynnum sem safninu voru feng-
in f öndveröu i bakálmu háskól-
I ans. En á siöustu 15 árum hefur
veriö stofnaö til eigi færri en 15
I útibúa eöa safndeilda utan aðal-
| safnsins, i hinum ýmsu deildum
og stofnunum háskólans.
I Rekstrarlega eru útibúin öll
■ hluti Háskólabókasafns en ein-
ungis i fjórum þeirra hefur
bókavöröur fast aösetur, og er
■ þá um hálft starf aö ræöa. Þessi
útibú eru i Árnagarði Jarö-
I fræöahúsi, Lögbergi og húsi
Iverkfræöideildar viö Hjaröar-
haga.
■ Ritfjöldi I útibúum er mjög
mismikill, allt frá nokkur
hundruð bindum upp i um 10
þús. bindi i hverju þeirra. Sam-
tals eru i útibúum um 50 þús.
■ bindi.
Þá hefur safnið húsnæöi á
I leigu á tveimur stööum, þar
sem lítiö notuöum ritakosti er
komiö fyrir. 1 þessum geymsl-
I um eru um 25 þús. bindi, og eru
■ rit sótt i þær eftir þvi sem á
^ reynir.
1 aðalsafni og flestum útibú-
■ anna er bókakostinum komiö
þannig fyrir aö notendur hafa aö
honum beinan aögang. Leiöir aö
einstökum bókaflokkum eru
rækilega merktar, og meö aö-
(Jr salarkynnum Háskólabókasafns f aöalbyggingu Háskóla islands. Aukin kynning á safninu veröur liöur I að halda upp á fertugsafmæliö.
— Visismynd: GVA.
Hyggst auka fræðslu
I notkun bókasafna
stoö spjaldskrár á hver og einn
að geta fundiö þaö sem aö er
leitaö, sé þaö til i safninu.
Bókakaup og útlán.
Rýrandi verögildi bóka-
kaupafjár er erfiðasti þátturinn
I rekstri safnsins. Flestallar
keyptar bækur eru af erlendum
markaöi, og i helstu viöskipta-
löndum safnsins hefur verö
bóka hækkaö meira en nemur
meöalverðhækkun á annarri
vöru. Fjárveiting til ritakaupa
nemur 30 milljónum 1980, og er
þaö margfalt lægra en viö sam-
bærilegar stofnanir grannland-
anna.
Safniö lánaöi út um 20 þús.
bindi á siöasta ári, en notkunin
er þó miklu meiri, því aö mikiö
af ritum er notaö á staönum, á
þess aö um skráö lán sé aö ræöa.
Millisafnalán eru eins og
nafniö bendir til fógin i lánum
rita milli bókasafna. 1 okkar til-
viki er aö langmestu leyti um
slik viðskipti viö útlönd aö ræöa,
og eins og aö likum lætur fáum
viö miklu fleiri rit léö en viö lán-
um öörum. Vitanlega geta slfk
bókalán aldrei aö öllu leyti kom-
iö i staö bókaeignar, en þau eru
þó söfnum hér á landi sérstak-
lega mikilvæg, þar sem ekki
hefur fengist fé til aö koma upp
góöum stofni erlendra rita.
Raunar er þaö algengast, eink-
um þegar um efni úr timaritum
er aö ræöa, aö kaup á ljósritum
eöa örfilmum komi I staö lána á
ritunum sjálfum. Slik starfsemi
flokkast einnig undir milli-
safnalán.
Enginn einn þáttur i starfsemi
Háskólabókasafns hefur vaxiö
jafnört undanfarin ár og milli-
safnalán enda er safniö eins
konar miöstöö slikra viöskipta
hér á landi. Þannig var fjöldi
lána erlendis frá árinu 1974 alls
um 600, en samsvarandi tala
1979 er um 2.300. Er þvi um nær
fjórföldun aö ræöa á fimm ár-
um.
Hverjir nota Háskóla-
bókasafn?
1 opnunarræöu sinni fyrir 40
árum lét háskólarektor svo um
mælt, aö Háskólabókasafni væri
fyrst og fremst ætlaö aö sinna
þörfum háskólans, en „þá á
lika” sagöi hann ,,aö koma aö
liöi öörum, sem auka vilja þekk-
ingu sina i þeim vísindum, sem
viö hann eru kennd”.
í þessum anda hefur safniö
starfaö alla tíö, þótt þjónustu-
geta þess væri löngum tak-
mörkuö vegna starfsmannafæð-
ar og annarra þrenginga, — og
vitanlega sitja þarfir háskólans
sjálfs ávallt i fyrirrúmi. Þess er
hins vegar aö gæta, aö á siöustu
árum og áratugum hafa veriö
teknar upp fjölmargar nýjar
kennslugreinar viö háskólann,
og I allflestum greinum sem viö
skólann eru stundaöar veröur
Háskólabókasafn aö teljast
aöalsafn landsins. öflun rita til
safnsins er llka, þrátt fyrir allt,
miklu meiri en til nokkurs
annars safns hérlendis. Frá 1970
hefur Landsbókasafn gefiö út
Samskrá um aöföng erlendra
bóka til um tiu helstu rann-
sóknarbókasafna I landinu, og
viö athugun á henni kemur I
ljós, aö af þeim rúmiega 50 þús.
bókum sem bæst hafa þessum
söfnum siöast liöin tiu ár, er
rúmlega helmingur i Háskóla-
bókasafni.
Húsnæðismál.
Húsnæöisskortur helstu bóka-
safna hérlendis er alþekktur.
Svo sem kunnugt er á aö sam-
eina Háskólabókasafn og
Landsbókasafn i hinni nýju
þjóöbókasafnabyggingu, sem
verður aö fullu uppsteypt i lok
árs 1981. Húsnæöisvandi þess-
ara safna mun þvi væntanlega
leysast innan fárra ára. t hinni
nýju byggingu veröur ekki ein-
asta nægilegt rými fyrir bækur
og önnur safngögn, heldur verða
þar einnig lessæti fyrir a.m.k.
800 nemendur, en þaö sem bag-
ar safnstarfsemi háskólans ekki
hvaö síst nú er skortur á lesrými
i tengslum viö sjálft aöaisafniö.
Sem stendur eru lesstofur
stúdenta vlös vegar I húsum
hinna ýmsu deilda og stofnana,
en samtals eru lessæti á vegum
háskólans nú allt aö 800 talsins.
Eins og áöur er getiö hefur
miklu af ritum verið komiö fyrir
I útibúum og geymslum. Jafn-
framt hefur húsbúnaður veriö
endurnýjaöur I aöalsafni og
þeim bókakosti sem mest reynir
á I notkun komiö fyrir á aö-
gengilegan hátt. Meninatriöið
er, aö svo hefur veriö um hnút-
ana búiö aö hafa megi full not af
þeim safnkosti sem til er, þrátt
fyrir erfiöa húsnæöisafstööu.
Safnkynning.
Háskólabókasafn er þjónustu-
stofnun. Sllkum stofnunum er
nauösynlegt aö kynna notendum
þaö sem á boöstólum er. Safniö
hefur til þessa ekki kynnt starf-
semi sina mikiö á opinberum
vettvangi. Hins vegar hefur
talsverð fræösla I safnnotkun og
upplýsingaöflun fariö fram
meöal nemenda og kennara há-
skólans. Og Þaö má helst til nýj-
unga telja nú á afmæiisárinu, aö
þessi fræösia hefur veriö stór-
aukin.
1 þessu sambandi er vert að
hafa i huga, aö þekkingarforöi
og upplýsingaflæöi hefur marg-
faldast i heiminum á siöustu
áratugum. Þaö er því gifurlega
mikilvægt, hvort sem er I námi,
við rannsóknarstörf eöa störf úti
I atvinnulifinu, aö menn hafi til-
einkaö sér þá kunnáttu og tækni
sem nauösynleg er til aö finna
réttar upplýsingar, þegar á þarf
aö halda.
Flestir nemendur hafa litla
þjálfun fengiö I þessum þáttum,
þegar þeir koma I háskólann.
Safniö hefur þvl tekiö upp skipu-
lagöa fræöslu viö nýkomna stú-
denta i bókasafnsnotkun og upp-
lýsingaöflun. Hún er fólgin i
formlegri fræöslu i kennslu-
stund, en síöan er nemendum
sýnt safniö, og sérstaklega sá
hluti þess sem viökomandi nem-
endahópur þarf mest á aö halda.
Einnig hefur i nokkrum mæli
veriö hafin rækilegri fræösla I
heimildaleit og notkun bók-
fræöirita og handbóka. Þessi
fræösla er bæöi fólgin i form-
legri kennslu og lausn æfinga-
verkefna og er ætluö þeim sem
komnir eru þaö áleiðis i námi aö
fariö sé aö reyna á sjálfstæöi i
vinnubrögðum viö ritgeröasmiö
og önnur úrlausnarefni.
Safniö hefur útbúiö ýmis gögn
til aö nota viö safnfræösluna.
Þessi eru hin helstu:
1. Leiöarvisir, smárit i hentugu
formi, þar sem eru stottorðar
leiöbeiningar um safniö.
2. Háskólabókasafn — til hvers?
Bæklingur þar sem gerö er
grein lyrir helstu þekkingar-
miölum, svo sem bókum, tlma-
ritum, örgögnum (mikró-efni),
upplýsingabönkum i tölvutæku
formi o.s.frv., einnig er lýst
þeirri kunnáttu eöa tækni sem
menn þurfa aö tileinka sér til aö
notfæra sér þessa þekkingar-
miöla.
3. Bókaskrár og leiöbeiningar i
formi smárita, þar sem gerö er
grein fyrir ritakosti og safn-
þjónustu viö einstakar fræöi-
greinar.
4. Talskyggnur (tape-slide
programs). Hér er um aö ræöa
litskyggnur meö tali sem leikiö
er af snældu jafnóöum og mynd-
irnar eru sýndar. Er bæöi um aö
ræöa myndir, sem teknar eru i
safninu sjálfu og erlendar
myndir meö texta sem hefur
veriö þýddur og staöfæröur aö
nokkru.
Markmiðiö meö safnfræösl-
unni er aö tryggja eftir föngum
aö hver háskólaþegn nái valdi á
þeirri tækni og þeim aöferöum,
sem nauösynlegar eru til aö
vinna aö fræöilegum verkefnum
á sjálfstæðan hátt og til aö viö-
halda þekkingu sinni og auka
hana, ekki slst eftir aö formlegu
skólanámi lýkur.