Vísir - 31.10.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 31.10.1980, Blaðsíða 16
16 vísm Föstudagur 31. október 1980 ABC\ Vcrdlaunakrossgáta - Láki ieynitogga Ánægður með barnablaðið Lesandi hringdi: Mig langar til að lýsa yfir ánægju minni meö barnablaðið ABC ég held að þarna sé loksins komið fram barnablaö sem höfð- ar til krakkanna en er ekki eins og þessi barnablöð sem hér hafa verið gefin út sem hafa höfðað eingöngu til safnara og fullorða fölksins. Blaðið sem er nýkomið út er mjög vandað og gott blað. Þeir krakkar sem ég þekki til eru m jög ánægð með það. Mér finnst full ástæða til að hrósa þessu blaði þvi það hefur verið rakkað niðu'r og tætt i sundur t.d. i Helgarpóstin- um af einhverjum kommúnistisk- um gagnrýnanda sem vildi hafa meira af sálarlifskomplexum og einhverju fleiru svoleiðis fyrir krakkana. Ég vil jafnframt lýsa yfir furðu minni á vinnubrögöum Auglýs- ingastofunnar ABC sem er að reyna að koma lögbanni á blaðið. Þaö kann að vera aö þessi auglýs- ingastofa hafi einkarétt á firma- nafninu ABC en hinsvegar er ekki um neitt firma að ræða, heldur barnablað með nafninu ABC. VANDARHOGG EBA VINDHÖGG Helgi skrifar: Vandarhögg eða vindhögg er spurningin? Nýtt „islenskt” sjón- varpsleikrit sást á skjánum á sunnudagskvöldið var. Ég set islenskt innan gæsalappa þvi þetta virðist óneitanlega vera enn ein eftirherman, sullið og bullið frá útlöndum. Þetta framlag, hefur eflaust kostað skattgreiðendur nokkrar milljónir, maður hefur heyrt yfir 40, enda „hefur Sjónvarpið nóg af peningum”. Þetta vindhögg hefur sama gæðastimpilinn og aörar fylli- raftaþvælur sem sjónvarpið hefur látiö gera fyrir offjár almenn- ings. Það er eins og að þeir sem standa að þessu á almennings kostnað séu að reyna að herma sem nóg eftir þvi lægsta erlendis, sem þeim finnst þófint, til þess að gera það að seljanlegri vöru erlendis. Það virðist vera auðvelt að breyta málinu á erlenda tungu i þessu leikriti, og svo langt er gengið að fólkiö er látið greiða hótelreikninginn sinn i leikritinu með dollurum. Siðast en ekki sist, þá finnst mér lágkúrulegt að fyrst verið er að gera islenskar myndir fyrir fé almennings þá þurfi endilega að gera néikvæö verk sem maður þarf að skammast sin fyrir og að unglingum, börnum þjóðarinnar, er ekki ætlað að njóta islensks framtaks sem er „þvi miður” of sjaldgæft, eftir allt er þetta yngra fólk jafnvel stærsti hópur sjón- varpsáhorfenda. Ég vona bara að þeir sem eru með hugarfarið sem skapar ann- aö eins bull og Vindhöggið komi ekki nálægt myndagerð um Islendingasögurnar eða um önnur verk fyrir almannafé. Ég vil taka undir orð Indriða G. Þorsteins- sonar að Sjónvarpið eigi eingöngu að einbeita sér að gerð frétta og heimildarmynda. Þar hefur þvi tekist allsæmilega og verk þess á þvi sviði gætu verið komandi kynélóðum til ómetanlegs gagns og okkur til gleði upplýsingar og sóma. Þeir sem vilja siðan suila og bulla I þvi sem þeir flokka undir list og fáir aðrir skilja en þeir eiga þá að gera það á sinn kostn- að. Það á alls ekki að styrkja með Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri „Vandarhöggs”. almannafé það sem ekki er skap- að almenningi til ánægju og sóma. Labbakútar sem halda aö þeir séu listamenn eiga aö lifa á list sinni eða fá sér heiðarlega vinnu. SKAUTAHOLL NO ÞEGAR Helgi Geirsson skrifar. Vorið lýsir sér best þegar við sjáum börnin okkar byrja að leika sér i boltaleikjum á leik- völlum og opnum svæðum borgarinnar. Þá safiiast saman oftast 5-6 og fara i fótbolta. Iþróttaáhuginn vex með sumrinu og endar með ágætum kappleikjum á ágætum knatt- spyrnuvöllum borgarinnar. Þegar vetur kemur og fyrsta frostið lætur bera á sér þá má sjá falleg og frisk börnin okkar i hundraða tali á skautum sinum á óteljandi pollum og á hrimi sem myndast á götum og gang- stéttum. Ahuginn leynir sér ekki, en aðstaða barnanna er hættuleg þar sem götur eru notaðar og bilar eiga erfitt meö að stöðva á sleipum götunum, og oft i skammdegi. Fyrir utan að vera hættuleg þá er þessi aöstaöa þess valdandi að skautaeggin eyðist brátt og þá þarf að skerpa en það kostar peninga og eyðir skautunum. Siðan liður á veturinn. Tjörnin og Reyðarvatn frjósa og starfs- menn borgarinnar byrja að dæla vatni i gljúpan Melavöllinn sem frýs siðan og dugar svo langt sem það nær. Malbikaður skauta- völlur á Melavellinum er hér mikil bót i máli en með frostinu koma gjarnan fárviðri og þess á milli þýðvirði. Auösjáanlegir annmarkar opins skautasvæðis hér i Reykja- vik sem er algjörlega háð verðri og hitastigi náttúrunnar verður þess valdandi að fólk gefst upp og setur skautana á hilluna þangað til angrinu og svekkelsinu er gleymt og það leitar sér að pollum á næsta ári. Eina lausnin til að koma þessu i lag og gefa ungum sem öldnum tækifæri til aö njóta þessarar hollu og skemmtilegu iþróttar sem skautaiþróttin er, er að byggð verði SKAUTAHÖLL nú þegar. Kampavlninu sprautað. Þannig villbréfritari ekki að railökumenn fagni sigri. ðslður hjá rallmðnnum Ökumaður hringdi. Þá er nýlokið enn einni rallöku- keppninni og hefur verið fjallað um hana i fjölmiðlum eins og venja er við þessi tækifæri. Við þvi er ekkert að segja, en það sem ég vildi gera að úmræðu- efni er að rallökumenn sem sigruðu i þessari siðustu keppni höfðu i frammi ósið aö keppninni lokinni sem ég veit reyndar að fleiri hafa gert á undan þeim, og mun þessi siður eða ósiður vera kominn erlendis frá. Hér er um það að ræöa að rall- kapparnir setjast upp á bil sinn og spreuta kampavini yfir sig og aðra og keppninautar þeirra sem hafa beðið ósigur strauta jafnvel yfir þá lika og svo sprauta allir upp i sig. Þetta sjá unglingarnir og piltarnir sem eru ef til vill að fara að taka bilpróf eða nýbúnir að þvi. Þeir sjá að þetta gera þessir góðu ökumenn sem bera sigur úr býtum i rallkepnum og er þarna komiö fordæmi til eftirbreytni. Rallökumenn vita sjálfsagt jafnvel og aðrir að áfengi og akstur eiga enga samleið, en hvers vegna eru þeir þá með þennan ósið. Ég veit reyndar að þetta gera margir iþróttamenn eftir unninn sigur, en þeir gera það þá venjulega i búningsklefum sinum þar sem forvitnir ung- lingar og börn eru ekki að horfa á goðin sin. Mér finnst þetta ljótur blettur á hinum stórgóöu rallökumönnum okkar sem eru margir hverjir mjög snjallir ökumenn, og viö þá vil ég aöeins segja þetta: Látið kampavinið vera piltar þegar þið látiðmynda ykkur i sambandi við akstursiþróttir. Síldarsðltun á Fáskrúðsfirði: Allur aðbúnaður Detrí en áður Ég get ekki stillt mig um að skrifa og átelja þetta moldviðri, sem hefur verið þyrlað upp um sildarsaltendur hér á Austurlandi Það er sagt að stöðvarnar séu illa búnar og skemmi jafnvel sildina áður en hún kemst i tunnurnar. Ég get ekki sagt hvernig þetta er á öðrum stöðum, en hér á Fáskrúðsfirði er allur aðbúnaöur betri nú en hann hefur nokkurn- tima verið áður i þau rúm tuttugu ár, sem ég hef unnið að sildarsölt- un hér. Ég vil lika segja frá og þakka fyrir það að þegar saltað hafði verið i 20.000 tunnur hér, það var á föstudaginn var, þá bauð stöðin öllu starfsfólkinu i öl og sælgæti. Sildarstúlka á Fáskrúðsfirði Allt á fullri ferð I slldarsöltun á Fáskrúðsfirði á dögunum. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.