Vísir - 04.11.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 04.11.1980, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 4. nóvember 1980 VISIR 9 Ronalú Reagan: tvalll van- metlnn Þegar litið er yfir stjórnmálaferíl Ronalds Reagans, reka menn augun I þá staðreynd, að ávallt hafa mótherjar hans vanmetið hann. Þeim óx ekki i augum að glima við þennan „annars flokks leikara frá Hollywood”, eins og andstæðingar Ronnies kalla hann oft, en Reagan kenndi þeim öllum aðra lexiu. Þannig vaknaði Edmund G. Brown, fyrrum rikisstjóri Kalifornlu, upp vi'ð vondan draum, þegar hann tapaði í rikisstjórakosningunum I Kalifornlu 1966. Jerry Ford, sitjandi I forsetastóli, hélt sig öruggan um útnefningu Repúblikanaflokksins sumarið 1976, en ekki munaði þó nema örfáum atkvæð- um, að Reagan skákaði honum. Gekk sú hildi svo nærri framboði Fords, að hann sjálfur taldi það hafa staðið sér fyrir þrifum I kosningabaráttunni gegn Cart- er. Og aftur spáðu margir þvl, að meira vatni yrði ekki veitt á myllu Carters en einmitt að fá ihaldsmanninn Reagan I mótframboð, sem yrði annað Goldwat- er-afhroð. En þegar gengið er til kjörs I dag, má ekki á milli sjá, hvor meira fylgið hefur. Svo naumt hefur veriö á mununum I skoðanakönnunum slðustu vikna. A ð þessu sinni hefur Reagan fært sér I nyt lexiuna af uppáhaldsskritlum sln- um. Um frambióðandann á kiósanda- veiðum, sem hitti eitt atkvæðið sitjandi á bekk i almenningsgarði og tók hann tali. Sá á bekknum spurði frambjóðand- ann, hvað hann ygðist láta gera við endurnar, á tjörninni, ef hann næöi kjöri. Frambjóðandinn sagðist mundu beita sér fyrir þvi, að þær yrðu friðaðar. Kjosandinn bað frambjóðandann aldrei þrifast, þvi að endurnar úbiuðu um- hverfið og spilltu kyrrðinni. Pólitikusinn hitti þá annan kjósanda inni i garðinum og spurði sá þess sama. Nú sagðist frambjóðandinn mundu sjá til þess, að þeim yrði stuggað burt, en það féll ekki I góðan jarðveg. Hinn sagðist ekki styðja þann, sem þannig liti á höfuðprýði skrúögarðsins, blessaðar endurnar. Þegar frambjóðandinn hitti slðan þriöja kjósandann i garðinum og sá spurði enn um endurnar, var pólitikusinn viðbúinn. Hann lagði handlegginn um öxlina á at- kvæðinu og svaraði: „Bróðir kær. Varð- andi spurninguna um endurnar, þá er ég 100% sammála þér I þvi máli.” Ihaldsmaðurinn, Ronald Reagan, sem þótti svo hægrisinnaður, að jafnað var til Barry Goldwater, hefur haft lag á þvi að haga sinum framboðsseglum þannig, að ekki fældi frá honum fylgi hins al- menna kjósenda, sem vill foröast öfgar. — Meðal annarra orða, þá var það ein- mitt i kosningabaráttu Barry Goldwat- ers 1964, sem stjarna stjórnmálamanns- ins Reagans fór að skína. Reagan vakti mikla athygli fyrir sjónvarpsræðu, sem hann flutti til stuðnings framboöi Gold- waters, og þótti hún standa upp úr. „Við stöndum hér á þessari einu eyju frelsis- ins, sem eftir er I heiminum”, sagði Reagan. „Það er enginn staður að flýja til, ekkert athvarf annað. Við verjum frelsið hér, eða það er horfiö.” —Innan tveggja ára var þessi áður litt þekkti stjórnmálamaöur, en betur kunni leik- ari, orðinn kjörinn ríkisstjóri Kali- forniu. Forsetaframbjóöandi Republikana- flokksins 1980 var allar götur fram til 1962 flokksbundinn demókrati og hafði oftsinnis komiö fram til stuönings fram- Ronnie og Nancy Reagan. bjóðendum á hans vegum. En það var raunar upp úr 1950, sem hann hallaðist að repúblikönum og greiddi t.d. Dwight Eisenhower atkvæði 1952 og svo aftur og aftur. 1960 flutti Reagan 200 ræður til stuðnings Nixon. I sókn sinni til forsetaembættis hefur Reagan mjög státað af velgengni sinni I rikisstjórastarfi Kaliforniu. Hánn er fyrir löngu hættur þó að kippa sér upp viö alla gagnrýni varðandi þau störf, en hitt er honum miklu sárara. Það er þeg- ar hann er kallaður „B-klassa leikari”, þvi að hann litur enn i dag á leiklistina sem grundvallarstarfsbraut sina, þótt hann hafi ekki leikið i kvikmyndum slð- an 1957. Siðasta kvikmynd hans var „Hellcats of the Navy” en I henni kynnt- isthann einmitt Nancy, siðari eiginkonu sinni, sem sagði skiliö við leiklistina til að helga sig heimili þeirra og er hans helsta stoð og sytta i stjórnmálabarátt- unni um leið, eins og rækilega hefur reyndar verið tiundað. Jlmmy Carter: Leltar Jimmy og Rosalynn Carter Það getur ekki öllu hreinskilnari stjdrnmálaleiðtoga en Jimmy Carter, eða sjálfsgagnrýnni, eins og minnast má af opinskáum játningum hans úr viötölum i kosningabaráttunni við Ford. Þótt Carter hafi af gagnrýnendum sinum veriö kallaöur duglítill forseti og tvistigandi, getur hann samt státaö af ýmsum verkum, eins og mótun heildar- stefnu I orkumálum, aöhaldi I Utgjöldum þess opinbera,bót á sambúöinni viö Tyrkland, nýjum samningi um Pan- amaskuröinn, milligöngu sinni I friöar- samningum ísraels og Egyptalands, nýjum SALT-viöræöum viö Sovétrlkin og nýjum innblæstri i NATO. En i tiu daga einangrar Carter sig I fjallakofa forsetans I Camp David I júlí I fyrra, og þegar hann stigur niöur af fjallinu, gerir hann þá rafmögnuöu játn- ingu, aö hann hafi ekki alltaf veriö sterkur leiötogi? Enginn dregur i efa einlægni Carters I vilja sinum til aö gera vel, eöa ágæti hugsjóna hans eins og á sviöi mannrétt- inda. Mistökin, sem rýrt hafa álit Carters, eru flest I ætt viö þennan einlæga ákafa. Reynslulaus ætlaöi hann af eldmóði að demba öllum stenumálum slnum I gegnum Bandarikjaþing, um leið og var kominn inn I Hvlta húsiö. Hann gáöi ekki að þvi, að Víetnamsstriöiö og Wat- ergatemáliö haföi komiö þingmönnum til þess aö brjótast undan flokksaga fyrri ára, og þótt meirihlutinn væri flokksbræður hans, voru þeir ekki reiöu búnirtilþess aö afgreiöa mál hans meö jái og amen. — Carter hélt, aö hann gæti hrifið Rússa meö eldmóði slnum til enn djarfari afvopnunarsamninga, en 'þeir stungu viðfótum. — Hvarvetna fór hann of geyst i sakirnar. Honum varö einnig þaö á i kappi sinu til aö koma meö nýtt blóö meö sér til Washington, aö ráöherrar hans og starfslið Hvita hússins var valið of reynslulitlum mönnum og allt aö ung- gæöingslegum, sem styggöu þingmenn og komu forsetanum I vanda út á viö meö hegöan sinni. Eins og sá drengur, sem Carter er, vildi hann þó standa meö sinum vinum og nánustu samherjum og svars þá helst til of lengi. Kannski rembist hann of mikiö. Kannski brennur honum enn I muna at- burður, sem Cartersegir sjálfur, aö hafi haft mikil áhrif á sig. Það var þegar hann ungur sjóliösforingi sótti um aö komast á kjarnorkukafbát, og mætti til viötals hjá hinum fræga flotaforingja, Hyman Rickover: „Þetta var I fyrsta sinn, sem ég hitti aömirálinn, og viö sát- um einir I stóru herbergi I tvær stundir og röbbuöum saman. Hann leyföi mér aö velja um hvaö rætt væri,” skrifaöi Carter eitt sinn. „Ég valdi þaö, sem ég taldi mig best heima i. Hann fór aö spyrja mig út úr og þyngdi stööugt spumingamar, enda sýndi hann fljót- lega fram á, aö ég vissi tiltölulega lltiö um þessi mál, sem ég haföi þó valiö sjálfur. Loks gafst mér færi á að auka hróður minn, þvi að hann spuröi, hvern- ig mér hefði vegnaö i sjóliösforingja- skólanum. Ég þandi út brjóstkassann og sagöi: „Ég var númer 59 I 820 manna bekk!” — og hallaöi mér slöan aftur I stólnum og beið eftir hrósinu. 1 staðinn spuröi hann: „Geröurðu þitt besta?” — Ég var nær búinn aðsvara játandi, þeg- ar ég mundi eftir þvi, viö hvern ég var að tala, og minntnt þess, aö ég haföi veriörétt eins og aðrir i skóla, mannleg- ur, og heföi vel getaö lagt mig sumstaö- ar betur fram. — „Nei, herra. Ég geröi ekki alltaf mitt besta,” svaraöi ég og kyngdi munnvatninu. Hann horföi á mig lengi, uns hann sneri sér frá, en spuröi um leiö aö endingu spurningar sem ég hef aldrei gleymt og aldrei getað svar- aö: „Hvers vegna ekki?” — Ég yfirgaf herbergiö þegjandi.” Þaö er alkunna, aö Carter komst I kjarnorkubátaáhafnir Rickovers, en at- vikin höguöu þvl til, aö hann varö þar ekki lengi. Faðir hans, James Earl, hnetubóndiIGeorgiu, féll frá, og Jimmy valdi að brautskrá sig úr flotanum og taka viö fööurleiföinni. En alltaf slöan viröist hann hafa reynt aö gæta þess að þurfa ekki oftar að svara spumingunni neitandi, sem að- mirállinn bar upp viö hann. í dag eru það hinsvegar bandariskir kjósendur, sem meta, hvernig svarið sé. John B. Anderson: Predik- arinn ðháði Þeir haf kallaö hann „Reiðiraust Guðs”. — „Hann er ayatollahRepúbllk- anaflokksins og ekki alltaf mildur við þá, sem eru honum ósammála,” sagði einn flokksbræöra John B. Andersons, frambjóðandans, sem bauö sig fram ut- anflokka, þegar forkosningarnar brugö- ust honum til aö ná útnefningu. Þaöer útlitið, fasiöog talandiþessa 58 ára gamla fulltniadeildarþingmanns frá Illinois, sem veldur uppnefnunum. Hávaxinn, skarpholda, hvlthæröur, en þó meö ungsmanns yfirbragöi hug- sjónamannsins. Hann litur út eins og kennari, sem hann eitt sinn var, eöa predikari, sem hann er ekki, þótt trúin sé jafnvel enn sterkari þáttur I llfi hans en Jimmy Carters. Röddin er djúp og nánast eins og hún knýi alla innan heyrnmáls til aöleggja viöhlustir. Hann þykir slyngastur ræöumaður frambjóö- endanna, sem kosið er um I dag. Einn fárra þingmanna I fulltrúadeildinni, s?m hinir þingmennirnir hlyöa meö óskiptri athygli á, þegar hann stígur I pontuna. Enda var þaö meö einni slikri ræðu um lagafrumvarp varöandi leiö- réttingu á misrétti kynþáttanna 1968, sem þessi óþekkti þingmaöur skaut sér inn I fremstu raðir, svo aö árið eftir var hann kosinn formaöur þingflokksins. — Jafnvel gagnrýnendur hans segja hann fluggáfaöan, hæfan og hugdjarfan. Samt er Anderson af þeim þrem, sem hér er fjallað um á siöunni, sá, sem lít- inn eöa engan möguleika á til sigurs i kosningunum i dag. 1 öllu skriftarflóöinu um frambjóö- endurna hefur Anderson einna minnst verið kynntur og ferill hans, sem stiklað skal hér því á. Hann er sænskættaöra foreldra, eins og nafniö bendir til. Þeir voru strangtrúaöir, og af þvi dregur Anderson sjálfur dám. Faöir hans, sem rak nýlenduvöruverslun I Rockford I Illinois, er nú 94 ára aö aldri. Hann kenndi syni sínum snemma aö menn veröa aö vinna fyrir sér. Enda meðan John B. var i lagaskóla, stundaöi hann jafnframt vinnumeö. Sagterum hann I dag, aö vinnan sé honum ástriða, eini munaöurinn, sem hann veiti sér. Aö loknu laganámi starfaöi Anderson i tvö ár hjá lögfræðifyrirtæki, en fannst þaö starf ekki veita sér næga fullnægju og lagöi út á stjórnmálabrautina, þar sem honum hefur vegnaö svo, aö hann var talinn öruggur um aö ná kosningu I öldungadeildarþingsæti Adlai Stevens- son. Metnaðurinn leiddi hann til aö seil- ast lengra. Upp I Hvita húsiö. Raunar ber mönnum ekki saman um, hvort þaö er frekar metnaöur Ander- sons eöa konu hans, Keke, sem af eigin- konum frambjóöendanna þriggja, hefur einna m innst borið á i fréttum. Hún er 48 ára, af grískum ættum, og sögö vera ekki aöeins mikilvægur þáttur i stjórn- málaferli manns sins, heldur beinlínis lykillinn að honum. Hún er sögö metn- aöarmeiri þeirra tveggja, og þá fyrst og fremst fyrir hönd hans. Hefur hún á sumum kosningafundum variö hann af sllkri grimmd og hörku, aö hún hefur kallaö andstæðinga hans ýmsum illum nöfnum. — Þeir, sem séö hafa, segja undraveröa breytingu veröa á Ander- son, þegarKekeer nærri. Alla jafna er hann alvarlegur og nær þvl þurr I fasi, en lifnar allur og léttist á honum brúnin I John B. og Keke Anderson nánd viö Keke, sem striöir honum góö- látlega, kemur honum til aö hlæja og segir honum, hvaö hann sé „marve- lous”. Anderson hefur veriö Ihaldssamur I efnahagsmálum og varnarmálum, svona y fir heildina séö, og reyndar veriö móti ýmsum málum, sem kallast af * frjálslyndara taginu. Þó veröur naum- ast sagt, aö hann fylgi neinum einum rauöum þræöi i afstööu sinni til mála, þvi aö svo oft hefur hann greitt atkvæöi öfugt viö hina hægrisinnaóri og Ihalds- samari. Hann varö t.d. fyrsíur repúblik- ana til aö krefjast þess, aö Nixon segöi af sér eftir Watergatemáliö. Hann studdi nýja samninginn um Panama- skuröinn, er fylgjandi frjálsari fóstur- eyöingarlögum, jafnréttisbaráttunni og meö þvl aö byssueign veröi háö leyfum og eftirliti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.