Vísir - 04.12.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 04.12.1980, Blaðsíða 2
VÍSIR Fimmtudagur 4. desember 1980 Hvað finnst þér um mót- mælaaðgerðirnar i Dómsmálaráðuneytinu? Fríöa Magnúsdóttir húsmðöir: ,,Mér finnst þetta alveg ófært og er á móti þvi eindregið”. Þorsteinn Einarsson, á e 11 i- launum: ,,Ég er á móti þessu, það er ekki hægt að hafa Gervasoni hér nema Guðrún vilii taka hann”. Helgi Ágústsson, form. Varnar- máladeildar: „Samkvæmt alþjóðasamningum sem tsland er aðili að þá uppfyllir Gervasoni ekki skilyrði til að fá hér hæli sem pólitiskur flótta- maður og aðgerðir þessar eru ekki að minu skapi”. Sigurður Margeirsson sjómaöur: „Þetta er gott, ef allir menn væru eins og Gervasoni væru engar. styrjaldir því engir væru til að berjast”. Sigurjón Halldórsson ve'lstjóri „Ég hef enga skoðun á þvi máli” „Þeir eru farnír að hafa áfíyggjur al útvarpinu” segir Baldur Pálmason. varadagskrárstjóri Ríklsútvarpslns Baldur Pálmason vara- dagskrárst jóri Rikisút- varpsins lætur af störfum hjá stofnuninni — nú um áramótin. Rödd Baldurs þekkja flestir íslendingan því hann hefur komiö víöa við i umfjöllun ríkisút- varpsins um lista- og menningarmál. í tilefni þessa áfanga í lífi hans, er hann lætur nú af störfum eftir 35 ára starf, náöum viö tali af Baldri, ræddum við hann um störf og áhugamál. ,,Valinn maöur i hverju rúmi" „Ég minnist sérstaklega góðra félaga hérna hjá útvarpinu. Að minu áliti hefur verið hér valinn maður i hverju rúmi og útvarpið hefur átt mannaláni að fagna á liðnum árum. Ég bind nú miklar vonir við það að senn rætist úr húsnæðismálum útvarpsins, þar sem fyrirmenn i þjóðfélaginu eru nú farnir að hafa áhyggjur af út- varpinu og áhuga á að greiða götu þess,” sagði Baldur er við inntum hann eftir þvi hvað honum væri efst i huga eftir öll þessi ár hjá út- varpinu. ,, Húnvetningur" Baldur Pálmason er fæddur 17. desember 1919. Foreldrar hans voru Pálmi Jónsson bóndi á Alf- geirsvöllum, i Skagafirði, og Margrét Kristófersdóttir frá Köldukinn á Ásum, en þar fæddist Baldur „Svo liklega er ég meiri Húnvetningur en Skagfirðingur þvi þeim megin ólst ég nú upp” segir Baldur. Fimmtán ára gamall fór Bald- ur til náms i Verslunarskólanum i Reykjavik, og 1938 útskrifaðist hann þaðan. Ari siðar réðist Bald- ur til Helgason og Melsteð. Fyrstu mánuðina starfaði hann við útibú þeirra félaga i Færeyj- um og þar var hann þegar heim- styrjöldin skall á. Sama ár kom Baldur heim og var næstu 6 ár aöalbókari fyrirtækisins hér á landi. Þá tók við þjónusta fyrir Verslunarmannafélag Reykja- vikur en Baldur var meðal annars ritstjóri Frjálsrar versl- unar i 4 ár. 1947 var Baldur ráðinn fastur maður hjá útvarpinu, en hafði starfað i lausavinnu þar i rúm tvö ár, þannig að Baldur hef- ur þvi uppfyllt„95 ára regluna”. Eftir fulltrúastörf i dagskrárdeild Baldur Pálmason, varadagskrár- stjóri Rikisútvarpsins. Visism :EUa var Baldur gerður að varadag- skrárstjóra, og þvi starfi hefur hann gegnt seinustu árin. Baldur er giftur Guðnýju óskarsdóttur frá Reykjavik. Fimmfaldur innanhús- meistari. Við vissum fyrir að erfitt yrði að ræða um áhugamál Baldurs i fáeinum linum, en þar sem við höfum heyrt um skákáhuga hans, og störf i stjórn Skáksambands Islands, tókst okkur að fá fram hjá Baldri að hann er margfaldur innanhúsmeistari i skákkeppni útvarpsmanna. „Ég fékk reyndar. bikar til eignar i ár eftir að hafa sigrað fimm ár i röð” sagði Bald- ur. Tónlist hefur verið stórt áhuga- mál Baldurs. Hann hefur starfað i kirkjukór Hallgrimskirkju frá stofnun, og var áður i Tónlistar- félagskórnum nokkur ár. Tvær ljóðabækur hefur Baldur gefið út, hann er hestamaður og auk ljóð- anna eru bókmenntirnar stórt áhugasvið hans. „Það verður nóg að starfa, og það getur vel verið að maður taki að sér einhver verkefni fyrir út- varpið’,’ sagði Baldur Pálmason að siðustu. —AS sÉlllllI Markús Örn Antonsson Fiugpóstur Flugieiða Út er komiö fyrsta hefti af nýju starfsmannablaði Fluglciöa og ncfnist það Flugpósturinn. Abyrgöarmaöur blaðsins er Erling Aspelund, en það er gefið út i samvinnu viö Frjálst framtak. Það fyrirtæki liefur i auknum mæli tekið að sér alhliða ky nningarstarf- semi, meðal annars fyrir Flugleiðir. Af hálfu Frjáls fraintaks cr það Markús Örn Antonsson sem stjórnar þessum þætti i rekstrinum cn auk Flugpóstsins scr Frjálst framtak cinnig um útgáfu á timaritinu Við sem fljúgum. Þessi útgáfa er til við- bótar hinu alinenna kynn- ingar- og upplýsinga- starfi sem Flugleiðir ann- ast varðandi fyrirtækið og allan rekstur þess. Stjórnar Sveinn . Sæ- mundsson blaðafulltrúi félagsins þeirri deild og má segja að Flugleiðir séu ekki á flæöiskeri staddará þessum sviðum þegar menn eins og Markús Örn og Sveinn Sveinn Sæmundsson Sæmundsson eru þar fyrirrúmi. Safna gðmlum gieraugum Víkurblaöið á Ilúsavik greinir frá nokkuð óvenjulegri söfnun sem Kiwanisklúbburinn Skjálfandi gengst fyrir uin þessar mundir. Er þar um að ræða söfnun á gömlum, notuðum gler- augum. Ekki er ástæða þessa framtaks sú að þeir Kiwanismenn ætli sér að opna verslun með notuð sjóngler, heldur er hér angi af alþjóðlegri söfnun Kiwanismanna á gler- augum. Notuðum gleraugum er safnaö viða um heim og siðan send til fátækra landa þarsem flestir hafa engin tök á augnlæknis- þjónustu, né efni á aö kaupa gleraugu, eins og segir i Vikurblaöinu. V'issulega er ástæða til að fagna þvi að þessi samtök vilja lijálpa fólki í fátækum löndum, en svona i fljótu bragði sýn- ist lijálp af þessu tagi geta verið tvíbent. Mér er ekki kunnugt um að fólk i þessum löndum hafi ein- hverja staðlaða truflan á sjón sem gleraugu af öll- um gerðum geta lagað. Þvert á móti hefur því verið haldiö fram að gler- augu af rangri gerð geti skaöað sjón manna. En vonandi er eitthvað eftir- lit með þessu svo gömul glcraugu Húsvikinga komi að réttum notum. Mlkll er dýrtlðln Þcssi er stolinn úr timaritinu Samúel: Viðskiptavinurinn var ekki með nema rétt rúm- lega hálfan poka af mat- vörum, en samt tilkynnti stúlkan við kassann, að herlegheitin kostuðu hann 19.400 krónur. Ilonum ofbauð, en rétti fram tuttugu þúsund krónur og fór. — Heyrðu þú átt að fá «00 krónur til baka, hrópaði stúlkan á eftir honum. — Það er allt i lagi. Ég steig ofan á vinber hérna inni i búðinni. Röflað Vlð slmsvarann í Vestfirska fréttablað- ínu er fjallaö um það ófremdarásland að á isa- firði skuli ekki vera nein næturvakt á lögreglustöð bæjarins og það þótt lög- reglan annist lika alla sjúkraflutninga. i samtali lögreglunnar við blaðið kom frani að sjálfvirkur simsvari er á stöðinni og gefur hann upp simanúmer sem hægt er að hringja i ef uin neyðartilfelli er að ræða. Lögreglumenn sögðu hins vegar að það kæmi fyrir að simsvarinn væri upp- tckinn um lengri tima „þvi drukknir menn hringja gjarnan á lög- reglustöðina og „röfla” við simsvarann, þegar þá vantar félagsskap”. En þaö er greinilegt að hér verður að gera úr- bætur strax. i Vestfirska fréttablaðinu kemur fram, að hjartaáfall var sett á svið eitt föstudags- kvöld og liðu þá 15 minútur þar til sjúkrabill var komiiin á staðinn. Lögreglufélag Vestfjarða hefur óskað eftir þvi að lögrcglumönnum á svæð- inu veröi fjölgað um helming en samkvæmt fjárlögum mun ætlunin að fækka um einn mann. Skllyrði bankastjóra Helgi Sveinsson var bankastjóri á isafirði fyrir nokkrum áratugum. liann var eindreginn bindindismaður og hélt uppi forystu i þeim mál- um i kaupstaönum, með stúkustarfsemi. Eitt sinn kom á fund llelga einn af góðborgur- um isafjarðar. Hann þótti nokkuð ölkær. Var erindi Sæmundur Guðvinsson blaðamaður skrifar hans að biðja bankastjór- ann um lán. Helgi tók þvi vel. — Það er aðeins eitt formsatriði, vinur minn, sem ég set sem skilyrði fyrirláninu, þú verður að ganga i stúkuna. Hinn færðist undan og taldi á þvi mikii vand- kvæði. — Ég get það ekki Helgi, ég get það ekki. — Nú hvers vegna maður, spyr Helgi. — Þú sérð svo fljótt á mér, Helgi minn. Spurt um verðlð Maður nokkur hringdi á Hótel Holt og spurði hvað dýrasta máltið kostaði. Þjónninn svaraði að bragði: — Ef þér þurfið að spyrja um verðið, hafið þér ekki efni á að borða hér.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.