Vísir - 04.12.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 04.12.1980, Blaðsíða 6
6 VÍSIR Fimmtudagur 4. desember 1980 liiliil Þeir leikmenn i liði Hauka, sem mesta athygli vöktu iieiknum við Nettelstedt I gærkvöldi, voru þeir Gunnar Einarsson, markvörður og liinn ungi og lipri linumaður Haukanna, Lárus Kari Ingason. „Það var gaman að vera með i þessu” sagði Lárus Karl eftir leikinn. „Sérstaklega fyrst i leik- num, þegar þeir léku flata vörn og ég fékk að hreyfa mig. En svo breyttu þeir henni, og settu einn risa til að halda mér og hann sá alveg um að jarða mig.” „Ég réð ekkert við skotin frá Júgóslavanum Miljak, hann var svo snöggur að þessuað ég sá ekk- ert fyrr en boltinn var að koma i netið” sagði Gunnar markvörður. „Annars bjóst ég við þeim öllum sneggri en þeirvoru.En við héldum nú lika vel i þá. Annars vorum við allt of æstir i lokin á báðum hálfleikunum og bókstaf- lega allir komnir niður á hælana þá”.... -k'P-- „Þetta forskot nægir okkur” - sagði Walke hiá Nettelstedt .,Við vorum lélegir i þessum j leik”sagði þjálfari TUS Nettel- J sted, Martin Karcher, eftir J leikinn við Hauka i gærkvöldi. j „Það var allt of inikið óðagot og l^lætiá minum mönnum og mis- I tökin eftir þvf hjá þeim. I Haukaiiðið kom mér ekkert á | óvart. Ég átti von á þeim svona I eins og þeir voru. Þeir böröust j vel eins og öll íslensk lið gera a j heimavelli”. j „Þetta var sanngjarn* sigur | hjá okkur” sagði fyrir liöi Nett- | elstedt, Dieter Waltke- sá sami I sem kom inn á i úrslitaleiknum i • siðustu heimsmeistarakeppni • og skoraði 3 mörk fyrir Vestur- J Þýskaland, sem gerðu út um leikinn. „Það voru margir i liðinu hjá okkur, sem iéku nú sinn fyrsta Evrópuleik, og þeir voru tauga- spenntir vegna þess. Haukaliðið baröist vel og þaö hafði góða áhorfendur með sér. Það var enginn, sem bar af öðrum i lið inu nema markvörðurinn, Gunnar Einarsson; hann varði vel. Ég held, aö þessi þriggja marka sigur okkar nægi til að komast áfram. Þaö má eitthvað meira en lftið fara úr skorðum hjá okkur á heimavelli, ef við eigum að tapa þvi forskoti niður”. -klp-. 0 LARUS KARL INGASON... sést hér skora eitt af mörkum sinum. (Vlsismynd Friðþjófur). • JÓN GUNNLAUGSSON Jón meö Vöisung Eins og hefur komið fram i VIsi, þá verður Jón Gunn- laugsson, landsliðsmaöur i knatlspyrnu frá Akranesi — leikmaður og þjálfari 2. deild- arliðs Völsungs frá Húsavik næsta keppnistimabil. Jón skrifaði undir samning við Völsung um helgina. — SOS. Góður sigur v-Þjóðveria Evrópumcistarar V-Þjóð- verjar unnu sigur 3:1 yfir Búlg örum i HM-keppninni, þegar þeir mættust í Sofiu i' gær- kvöldi. Menfred Kaltz — bak- vörðurinn sterki hjá Ham- burger SV skoraði tvö mörk, ein Karl-Heinz Rummenigge bætti þvi þriðja við. Yonchev minnkaði muninn fyrir Búlg- ara, sem áttu tvöstangarskot i leiknu m. V-Þjóöverjar fcafa ekki tap- að 22 landsleikjum i röð, undir stjórn Jupp Derwall, þjálfara. ÍS mætir vai Stúdcntar og Valur mætast í „úrvalsdeildinni” I körfu- knattleik i kvöld kl. 20 i iþróttahúsi Kennara háskól- Netteistedt lagði Hauka að velli 21:18: Úparfi hjá okkur að tapa bessum leik” ,,Það var alveg óþarfi hjá okk- ur að vera að tapa þessum leik. Við hefðum átt að geta unnið þetta þýska lið, og til þess þurfti ekki neina sérstaka heppni”, sagði fyrirliði Hauka, Arni Sverrisson, eftir lcikinn við TuS Nettelstedt i Evrópukeppni bikarmeistara i Hafnarfirði i gærkvöldi. ,,Það tokst flest það, sem við ætluðum okkur að gera — eins og til dæmis að stöðva hraðaupp- hlaupin þeirra. En við vorum óheppnir á mikilvægum augna- blikum með skotin — eins og á lokaminútunum, þegar munurinn var ekki nema eitt mark — og eins i byrjun siöari hálfleiks, þeg- ar þrjú dauöafæri — þar af tvö vitaköst, fóru forgörðum hjá okk- ur”, bætti Arni við. Já, Haukarnir stóðu sig vel i leiknum viö hina frægu þýsku kappa, og flest það, sem þeir ætl- uðu að gera stóðst, alveg nema það mikilvægsta, en það var að sigra i leiknum. Slikt hefði verið gott vegarnesti i siðari leikinn i Þýskalandi. t staðinn fara Haukarnir þang- að með þrjú mörk i undirballans, og það veröur án efa þungur poki - sagði Arni sverrissön fyrlrllðl Hauka Þróttarar gegn Fyiki Þróttur og Fylkir mætast i 1. deildarkeppninni f handknattlcik i Laugardalshöllinni kl. 20.00 i kvöld. þar. Þjóðverjamir léku langt undir getu i þessum leik, aö sögn þeirra sjálfra. Þeir þurftu að vfsu ekki að segja það neinum — það sáu allir viöstaddir, að liðið getur mun meir en það sýndi i þessum leik. Haukarnir börðust mjög vel i leiknum, og með baráttu eins og þeirsýndu i honum, geta þeir náð langt. En báðir hálfleikimir voru fimm minútum of langir fyrir þá. Þeirstóðu sigsem sé vel, þar til 5 minútur voru eftir af þeim, en þa hrundi allt. Þeir voru yfir 9:8 i fyrri hálf- leik, þegar 5 min. voru i leikhléð, ogá þeim 5minútumskoruöu þeir aðeins 1 mark á móti 6 mörkum Nettelstedt, svo að staðan í hálf- leik var 14:10. I byrjun siðari hálfleiks áttu Haukarnir gullin tækifæri á að brúa það bil, en tókst ekki — jafn- vel þótt þeir stæðu einir á linunni, og fengju svo 2 vitaskot i kaup- bæti. En þeir náðu að minnka muninn niður i eitt mark siðar i leiknum,og var staðan til dæmis 18:17fyrir Þjóðverjana þegar rétt 5 minútur voru til leiksloka. En þá kom einn kaflinn enn, þar sem allt fór úr skorðum og þeir þýsku skoruðu 3 mörk á móti 1 frá Haukum, svo aö lokatölurnar urðu 21:18 Nettelstedt i' vil. Þjóðverjarnir byrjuðu á að leika ,,flata vörn” en þegar minnsti maðurinn á vellinum, Lárus Karl Ingason fór að hoppa á milli þeirra og skora 3 fyrstu mörkin, var breytt yfir i „pýra- midavörn” og tröllið i liðinu, Pet- er Pickel, settur til að þjarma að þeim litla og þar með var það bú- ið. Enginn bar neitt af öðrum af útileikmönnum Hauka. Menn gerðu misjafnlega mörg mistök bæði i vöm og sókn. En baráttu- gleðin var mikil i öllum, en það hefurverið heldur sjaldgæf sjón i leikjum Hauka i 1. deildinni i' vet- ur. Sá leikmaður Hauka, sem eitthvað bar af i þetta sinn, var ekki útileikmaður, heldur mark- vöröurinn, Gunnar Einarsson, sem varði 12 skot i leiknum og flest þeirra mjög glæsilega. En hann átti i erfiðleikum með skotin frá sumum leikmönnum þýska liðsins og þá fyrst og fremst Júgóslavanum Miljak, sem skoraði 8 mörk hjá honum, og næstur þar á blaði var Dieter Waltke með 6 mörk. Fyrir Hauka skomðu Viðar Si- monarson 5 (3 viti), Lárus Karl 4, Hörður Harðarson 2 (bæði vi'ti), Árni Sverrisson 2, Július Pálsson 2, Sigurður Sigurðsson 2 og Stefán Jónsson 1 mark. Dómarar voru danskir og dæmdu leikinn vel... klp — Tékkar unnu Tékkar unnu sigur 2:0 yfir Tyrkjum i HM-keppninni i knatt- spyrnu, þegar þeir mættust i Prag i gærkvöldi. 8 þús. áhorf- endur sáu Nehoda skora mörk Tékka — á 13. og 14. min Gaf Elnari „vink” í miðlum leik Það vakti undrun margra áhorfenda i leik Hauka og Nettelstedt i Hafnarfirði i gær, þegar einn hinna þýsku leik- ntanna stoppaði i miðju upp- hlaupi liðsins og byrjaðiað veifa kunnuglega upp í áhorfenda- palla. Þegar farið var að athuga ntálið betur, kont i ljós, að leik- maðurinn Peter Pickel var að veifa Einari Magnússyni, íýrr- um leikmanni Víkings, sem nú leikur með Aftureldingu, Þekkti hann Einar i hópi áhorfenda, og mátti til með að gefahonum „vink”, en þeirléku saman hjá Hamburg SV þegar Einar var þar leikmaður fyrir nokkrum ámm... -klp-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.