Vísir


Vísir - 05.12.1980, Qupperneq 2

Vísir - 05.12.1980, Qupperneq 2
2 Föstudagur 5. desember 1980 Hvernig list þér á mynt- breytinguna sem tekur gildi um áramótin? Björn Magnússon, skrifstofu- inaöur: „Mér list bara vel á hana, ég held ekki að það verði neinir erf- iðleikar með hana”. Asta ólafsdóttir, skrifstofu- stúlka: ,,Mér list bara ágætlega á hana, ef fólk kynnir sér vel fyrirfram hvað um er að vera”. Jósef Hólmjárn, rannsóknar- maður: „Ætli það veiti nokkuð ai' þvi að þessir aurar verði einhvers viröi, en það verður að fylgja þessum aðgerðum eftir með öðrum”. Agnar ólafsson, fasteignasali: „Þetta leggst engan veginn i mig, mér finnst sem sumir haldi aö þaö eigi aö lækka alla hluti, þaö veröur erfitt að framfylgja þessu”. Jón Einarsson, verslunarmaður: „Bara vel, þá verður maður að nota sellurnar”. VtSIR JER ALLTAF SVO- LfTID KVlÐIN" Segir Kristín Arngríms- dóttir leikkona ,,Mér var ekki sérlega minnisstætt, þegar ég lék á sviði i fyrsta sinn. Hins vegar leið mér afskaplega vel, þegar ég lék i fyrsta sjónvarpsleikritinu minu sem var „Romm handa Rósalind”. Þar vann ég með reyndu og góðu fólki, og það er ljúf og góð til- finning tengd þvi hlutverki”. Þetta er Anna Kristin Arn- grimsdóttir leikkona sem þetta mælir, en hún er áhugafólki um leiklist, kunn fyrir leik «inn á fjöl- um Þjóðleikhússins, Iðnó, svo og i útvarpi og sjónvarpi. Þeir eru vafalaust margir, sem muna eftir henni i Iönó i hlutverki Óskar i „Leynimel 13”, Astu i „Skugga-Sveini” og Láru i „Kertalogi” og Kathyar i „Hita- bylgju”. 1 Þjóðleikhúsinu hefur hún m.a. leikið Lóu i „Silfurtungl- inu”, Jessicu i „Kaupmanninum i Feneyjum”, konu i „Kirsublóm- um á Norðurfjalli” og Júliu i „Sumargestum”. Anna Krsitin hóf leiklistarnám hjá Leiklistarskóla Reykjavikur 1965, og útskrifaðist þaðan 1968. Skömmu áður en hún lauk námi lék hún i sinu fyrsta sjónvarps- leikriti, sem einnig var hið fyrsta sem skrifað er beinlinis fyrir is- lenska sjónvarpið. Þar fór hún með hlutverk Rósalindar i „Romm handa Rósalind”. Sama ár og hún útskrifaðist, hóf hún starf hjá Leikfélagi Reykjavikur, og var þar til 1972. Haustið 1973 fór hún yfir til Þjóð- leikhússins og hefur verið þar sið- an, nú siðast i hlutverki Rutar i „Nótt og degi”. „Það má segja, aö ég sé i báð- um þessum hópum sem þú nefn- ir”, svaraði Anna Kristin spurn- ingu blaðamanns um hvort hún væri ein þeirra sem alltaf kviðu leiksýningum, eða i hópi hinna, sem fyndu ekki fyrir neinu sh~ku. „Þetta fer nokkuð eftir þvi hversu vandasöm hlutverkin eru. En maður er ef til vill alltaf svolitið kviðinn, bara misjafnlega mik- ið”. „Hvað með óskahlutverk?” „Ég á ekkert óskahlutverk. Hins vegar óska ég þess æving- lega, aö ég geti skilað þvi hlut- verki sem ég er að fást við hverju sinni, þannig að fólk njóti þess að horfa á það”. „Hvernig fer þetta starf saman við daglegt amstur ef svo mætti segja?” ..Þetta er ekki ósvipað vakta- vinnutima, eins og hann gerist i þjóðfélaginu. Æfingatimabilið er frá kl.10-4. Yfirleitt er þó æft kl.10-2, vegna sýninga á kvöldin. Það er svo mismunandi hjá hverjum hversu mikið hann hefur að gera á hverjum tima. Ef maður er með erfið hlut- verk, þá krefjast þau meiri tima og einbeitni, en ella. En þetta starf kemur ekki niður á heimili, sé það fyrir hendi, ef fólk er sam- hent”. Anna Kristin er gift Gisla M. Garðarsyni og eiga þau tvö börn: Garðar Svavar og Brynju Valdisi. — JSS sandkorn Sæmundur Guðvinsson blaðamaður skrifar Ragnar getur ekki misst tekjurnar Bðnkunum ekkl lokað Það eru aldeilis óþarfa dhyggjur sem menn hafa út af fyrirhuguðu banka- verkfalli þvf það verður ekkert verkfall. Astæðan er kannski ekki sist sú, að Rfkið hefur ekki efni á að bönkum verði lokað. i útsölum Rfkisins er ekki tekið við ávfsunum en vart við þvf aðbúast að almenningur liggi með miklar fúlgur heima við á þessum glæpatfmum. Verði bankaverkfall munu þvf viðskipti við áfengisútsölurnar leggj- ast niður og rikiö veröa af stórum tekjum. Brennivlnstekjurnar skipta brðið svo miklu máli fyrir rfkiskassann aö þeir Ragnar Arnalds og Tómas Arnason munu sjá til þess að samningar takist I bankadeilunni. valdbeitlng niðurstaðan? Svavar Gestsson for- maður Alþýðubandalags- ins segir í viötali við 1 Moggann I gær að hann bfði endanlegrar niður- stöðu I Gervasoni-málinu. Nú hélt maður aö Frið- jón dómsmálaráðherra væri búinn að gefa sitt lokasvar f þvf máli. En ef litiö er í leiðara Þjóðvilj- ans slðan I fyrradag má sjá að þar skrifar Kjartan Ólafsson um málið og segir meðal annars: „Ilarðræöi kallar á harð- ræði, valdbeiting á vald- beitingu”. Kannski að endanleg niðurstaða fáist ekki f málinu fyrr en ljóst er hver hefur bctur ef til valdbeitingar þarf að koma: setuliðiö burtflúna eða löggæslan f landinu? Bföur Svavar eftir slags- málum? Albert neitaði að taka viö skjölunum Ekkert leynimakk í borgarráði var á dög- unum lagt fram bréf for- stjóra Innkaupastofnunar varðandi samninga við skipafélögin um flutninga fyrir Reykjavikurborg. Stjórn Innkaupastofnun- ar óskaði eftir að farið verði með málið sem trúnaðarmál. Þessi ósk var borin undir atkvæði borgar- ráðsmanna og samþykkt með þremur atkvæðum gegn einu. Sá sem var á móti er Albert Guö- mundsson og óskaði hann bókað, að hann tæki ekki við umræddum máls- skjölum þar sem þau væru trúnaðarmál. • Viija víst kaupa aiit Halldór Sigurðsson hjá Arnarflugi hafði sam- band við Sandkorn út af korni þess efnis að starfs- fólk Arnarflugs vildi aö- eins kaupa 10% af hluta- fjáreign Flugleiða I fyrir- tækinu. Halldór neitaði þvf aö þetta væri rétt. Hins vegar væri greini- legt að Flugleiðir vildu ekki selja hlut sinn f Arn- arflugi. Starfsfólk þess vildi kaupa allan hlut Flugleiða en ef það feng- ist ekki þá alla vega eitt- hvað af honum. Ennfremur sagði Hall- dór Sigurðsson að það væri skynsamlegt fyrir tvö flugfélög af þessari stærð að eiga samstarf, til dæmis hvað varðar af- greiðslu og viðhald, þó ágreiningur væri um markaðsöflun. Athugasemd Halldórs er hér með komið á fram- færi en hún gefur Sand- korni ekki tilefni til að draga þá frétt til baka að Arnarflugsfólk vilji kaupa 10% af eignarhlut Flugleiða. Halldór segir hins vegar að vilji sé fyrir hendi að kaupa allan hlut- inn, en hann sé greinilega ekki falur. Aleinn á dekkl Skipstjórinn var mikill dugnaðarforkur en nokk- uð fljótfær. Þeir voru að enda við að draga netin og skipstjórinn fór siðan niður og fylgdi öll skips- höfnin honum undir þilj- ur. Varð þá skipstjóranum að orði: — Hvað er að sjá þetta strákar. Þið fariö allir niður og skiljið bátinn eft- ir aleinan upp á dekki. Pústurrör á Dlnoi Þingmaður einn frá Tromsö var þekktur I Stórþinginu fyrir hvað hann var frumlegur I orö- um. i ræðu á þinginu komst hann eitt sinn svo að orði: — Hér stend ég eins og útblástursrör fyrir það sem er að brjótast um í kjósendum minum: sjó- mönnunum þarna norður frá. A Björgvin er meðal þeirra sem koma fram Jðiakonsert á sunnudag Jólakonsertinn verður haldinn f Háskólabló á sunnudagskvöldið og þar skemmta margir þjóð- kunnir listamenn að venju. í þetta skipti renn- ur ágóðinn til styrktar starfsemi fangahjálpar- innar, Verndar. Friðjón Þóröarson dómsmálaráðherra vakti athygli á þvf I sjónvarps- viðtali á dögunuin að fáir skipta sér af málefnum innlendra fanga eða réttu þeim hjálparhönd. Þetta er rétt hjá ráðherranum og fyllsta ástæða til að hvetja fólk til að sækja jólakonsertinn og styðja gott málefni um leið og hlýtt erá listafólkið sem þar kemur fram, en það gefur alla vinnu sfna á j konsertinum.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.