Vísir - 05.12.1980, Page 9

Vísir - 05.12.1980, Page 9
Föstudagur 5. desember 1980 vísir 0 foókmenntir - ÆVI ATVINNUKNATTSPYRNUMANNSINS Sigmundur ó. Steinarsson: Ásgeir Sigurvinsson. Knatt- spyrnuævintýri Evjapeyjans. Ljósmyndir: Guöjón Róbert Ágústsson. Reykjavik, örn og örlygur, 1980. Knattspyrna er mjög erfið iþrótt og aðeins brot af öllum þeimfjölda sem íþróttina stund- ar um allan heim nær að komast i fremstu röð á alþjóðavett- vangi. En til að ná þangað þurfa menn að leggja á sig langar og strangar æfingar þannig að flestu fólki þætti nóg um. A ts- landi takmarkast möguleikar knattspyrnumanna mjög af þeirri staðreynd að ekki er hægt að stunda iþróttina með góðu móti nema fjóra mánuði á ári. En þrátt fyrir kulda, myrkur og erfiða velli æfa flestir íslenskir knattspyrnumenn sem hug hafa á að komast i fremstu röð a.m.k. niu mánuði ársins utan- húss. Með slíkum æfingum hafa nokkrir tslendingar komist í hóp þeirra bestu og hafa lifsviður- væri af knattspyrnuiðkunum, einkum þó mi á allra síðustu ár- um. Enginn held ég samt að efist um sannleiksgildi þeirrar full- yrðingar minnar að sá hæfi- leikarikasti i þeim hópi sé sá, er bókin um ævintýri Eyjapeyjans, Ásgeirs Sigurvinssonar, fjallar um. Það er ekki algengt að menn hafi séð ástæðu til aö skrifa heilar bækur um afrek einstakra islenskra iþrótta- manna. Þó eru þeir án efa margir sem verðskulda með ágætum afrekum sinum að nafni þeirra sé haldið á lofti um aldurogævi. Ég minnist einnar bókar sem fjallar um einn is- lenskan iþróttamann, en þar á ég við bók Jónasar Jónssonar frá Hriflu um Albert Guð- mundsson, sem gerði garðinn frægan sem knattspyrnumað- ur m.a. i Frakklandi og á Italiu á árunum kringum 1950. Sa sem bók sú er hér er til um- ræðu fjallar um, Ásgeir Sigur- vinsson» fæddist i' Vestmanna- eyjum árið 1955. Snemma kom i ljós mikill áhugi hans á iþrótt- um og hann var fremstur meðal jafnaldra sinna i Eyjum á sviði iþrótta. Hann var aðeins 16 ára gamalhþegar hann lék i fyrsta sinn i meistaraflokki IBV og vakti hann þá strax mikla at- hygli fyrir mikla hæfni. En það voru fleiri en islenskir knatt- spyrnuáhugamenn sem komust á snoðir um hæfileika hans og ekki leið á löngu áður en erlend félög tókuaðgera tilraunir til að fá hann til starfa á sinum veg- um. Árið 1973 lék Asgeir með unglingalandsliði Islands i úr- slitakeppni Evrópumeistara- móts unglinga i knattspyrnu, sem fram fór á Italiu. Þar komu útsendarar frá belgiska félag- inu Standard Liege auga á hæfi- leika hans og i júli það ár undir- ritaði hann atvinnusamning við það félag. Bókin lýsir ferli Ásgeirs og er húnaðallega byggð upp á blaða- fregnum og einnig á viðtölum sem hann átti við höfund á heimili Asgeirs i Belgiu. Heimi atvinnumennskunnar er lýst i bókinni, bæði ljósu hliðunum og þeim dökku. Það er min skoðun að atvinnuknattspyrnumenn séu „nútima þrælar” en þeir fara hins vegar út i þrældóminn með fúsum og frjálsum vilja. Vinnan er erfið, henni fylgja löng og ströng ferðalög og auk þess andlegt álag, sem er kannski erfiðasta raunin. En ánægjustundirnar eru einnig margar.einkum ef vel gengur og menn losna við meiðsli, sem gert hafa mörgum atvinnu- knattspymumönnum lifið leitt. Það er skemmtilegt að fá lýs- ingu á li'fi þessa ágæta knatt- spyrnumanns. Þrátt fyrir ungan aldur er hann i hópi bestu knatt- spyrnumanna Evrópu. Hæfi- leikar hans eru ekki eingöngu fólgnir i likamlegri hæfni, held- ur ekki siður i skarpri dóm- greind sem nýtur sin i hita leiks- ins. Ogekki nýturhún sin si'ður i viðhorfum hans til starfsins oe tilverunnar almennt. Það gleo- ur áreiðanlega alla Islendinga aðsjá að hann erog veröur fyrst og fremst Islendingur og er Sigurður Helgason skrifar giæsúegurfulltrúi sinnar þjóðar meðal bestu knattspyrnumanna iEvrópu. Skemmtilegt er einnig að sjá hver viðhorf hans eru gagnvart þvi að leika fyrir hönd þjóðar sinnar i landsleikjum. Það væri betur ef allir sem til greina koma i landslið i ýmsum greinum i'þrótta hefðu sömu við- horf og væru jafn lausir við hroka og Asgeir. Að minu mati eru nokkrir gallar á þessari bök. Þó em þeir ekki stórir. Fyrst vil ég nefna, að mér finnst hún vera alltof sundurlaus og mér finnst vanta samband á milli hinna ýmsu kafla. Þá vil ég og nefna, að ég hefði álitið það auka á gildi Asgeir Sigurvinsson atvinnuknattspyrnumaður. bókarinnar ef nánar hefði verið lýst hinu daglega lífi atvinnu- knattspyrnumannsins og þá þvi hvernig æfingum er háttað hjá slikum félögum. Reyndar er að- eins minnst á það, en þvi eru ekki gerð nógu góð skil að minu mati. Ég hef séð margar erlendar iþróttabækur sem byggðar eru uppá svipaðan iiátt og þessi bók Sigmundar. Viðleitni hans er mjog lofsverð og árangur hvorki betri né verri en'búast mátti við. Ahugi á iþróttum er mikill á Islandi og vist er að áhugamenn um iþróttir fagna þessari bók. Myndirnar i bókinni eru eins og verða vill með iþróttamynd- ir, fullar af lifi og fjöri og setja skemmtilegan svip á bókina. Að lokum vil ég segja þetta. Margirungir piltará tslandi ala með sér þann draum að feta i fótspor Asgeirs Sigurvinssonar. En til þess þurfa þeir að leggja mikið á sig og vinna vel með réttu hugarfari. Og hvort þeim tekst að ná markinu eða ekki — þá hafa þeir ekki nema gott af öllu saman. FRÁ YSTU SAGA OG Gils Guðinundsson: FRA YSTU NESJUM — fyrsta bindi önnur útgáfa aukin. Skuggsjá 198«. A árunum 1942-53 komu út i litlum heftum, einum sex að tölu, sagnaþættir ættaðir af Vestfjörðum. Þessir þættir vöktu á sinum tima nokkra at- hygli sakir málsþokka og lið- legrar frásagnar. Þeir nefndust Frá ystu nesjum og báru nafn með rentu, þvi að þeir sögðu frá mannlifi i djúpum dölum og á fjallaskögum norðan frá ísa- fjarðardjúpi suður að Arnar- firði (eða segja ísfirðingar vest- Japanskur Kambibis. Ein af teikningum Cecile Newbold Curtis I ”£jörö?J^_JJöfundur^ bókinni. Dyrin í Eínskisúal Dalur dýranna Útgefandi Iðunn, 1980 llöfundar: Cécile Curtis, Imme Ilros, Harry Geelen, Michael Jupp. Þýðendur: Þrándur Thorodd- sen, Örnólfur Thorlacius. I bókinni um „Dal dýranna” eru kynntar ýmsar dýrategund- ir, sem eiga á hættu að verða út- rýmt, og fáeinar, sem þegar hefur verið útrúmt, t.d. Dúdú- fuglinn. Hann var stór ófleygur fugl, sem lifði á eyjunni Mári- tius i Indlandshafi. Tilgangur með bókinni er sagður vera verndun fágætra dýra jarðar og mun hluti af ágóða, er inn kem- ur fyrir bókina i hinum ýmsu löndum, renna til Alþjóða-nátt- úruverndarstofnunarinnar. 1 byrjun bókarinnar eru allar sögupersónur kynntar, en þær eru 20 að tölu. Sá, sem fer með aðalhlutverk i sögunni, er eld- fiðrildið mikla, Villi Vængstyrk- ur. Hann er minnstur af dýrun- um, en þó sá klókasti. Einlægur vinur Villa er Hvitingur nas- hyrningur, sem er stór og klunnalegur. Bókin „Dalur dýranna” er eiginlega tvöföld bók, ef svo má segja, 1 henni er ævintýri um dýrin og einnig, nær þvi á hverri opnu, fræðileg frásögn um þau dýr, sem kynnt eru i sögunni. Efnisþráður ævintýrisins i bókinni olli mér nokkrum von- brigðum. Hann er rýr, miðað við það tækifæri, sem höfundum hefur þarna boðizt. Mér finnst aðalgalli sögunnar sá, að þáttur flestra dýranna er of lítill, við kynnumst ekki þessum sögu- persónum nógu vel. Hin klók- indalega barátta Villa Væng- styrks við að plata hin dýrin og ná undir sig eignum þeirra við Einskisvatn er heldur leiðinleg- ur efnisþráður. 1 hinni fræðilegu frásögn bók- arinnar er aðalgildi hennar. Með hverri frásögn eru lika undur fallega teiknaðar myndir af hverri dýrategund, enda seg- ir á kápusiðu, að Cécile New- bold Curtis, listamaðurinn, sem þær myndir gerði, sé meðal fremstu dýramyndateiknara i veröldinni nú. Blaðsíðurnar, sem þessi fræðHega frásögn um dýrin er á, eru grænar að lit. A þann hátt veldur skiptingin á opnunum siður ruglingi hjá börnum, þeg- ar þau lesa bókina. Á grænu blaðsiðunum er mikill fróðleik- ur um þau dýr, sem koma fram i bókinni, og við lesturinn koma i hugann ýmsar spurningar, t.d. hver verða örlög islenzku arn- anna? Fara þeir sömu leið og geirfuglarnir? Mér finnst ævintýrið um dýrin ekki skilja mikið eftir i minum huga, en fræðslan um dýrin vek- ur sannarlega til umhugsunar, og þvi á bókin verulegt erindi til barna Anna Brynjúlfsdóttir NESJUM - SÓLBAKKA- HOLTSP RESTABALKUR Andrés Kristjánsson skrifar um bækur. þessara þátta — eða safnandi og klæðskeri — var ungur maður, Gils Guðmundsson, kennari, ættaður Ur önundarfirði, nú kunnur rithöfundur og alþingis- maður. Þessi vestfirsku sagnakver eru nú löngu upp urin, og þvi er viðhæfi að hafin er endurútgafa þeirra i samfelldari efnisröðun og betri pappirsbúningi. Nú er ráðgert að safn þetta komi út i þremur bindum, eitthvað aukn- um að efni, viðbötum, sem frá- liðinn timi hefur skolað á fjöru, og ritgerð Ólafs Þ. Kristjáns- sonar skólastjóra um 'bændur i önundarfirði árið 1801, sem klippt var sundur i miðju, þegar útgáfa heftanna varð bráðkvödd á sinum tima, mun nú birtast öll i þriðja bindi, að þvi er segir i formála. Þetta fyrsta bindi hefst á all- löngum þætti um hvalveiðistöð- in á Sólbakka i önundarfirði og Ellefsen hinn norska. Er þar brugðið upp mörgum minnileg- um og lýsandi myndum af þess- um tilþrifamikla athafnamanni og atvinnurekstri hans, sem breytti lygnum fjarðarbotni i sjóðandi hver. Þegar á eftir fylgir frásögn, er nefnist Óspektasumarið 1897, og segir þar frá hörðum bardögum á Sól- bakka, enda voru þar þá 40 sænskir hvalskurðarmenn, og skyldi engan undra, þótt til tið- inda drægi. Siðan koma ýmsir þættir af gerðarmönnum og sviptingasömum viðburðum, skipum og skaðaveðrum. I þess- um bálki er drjúgur og for- vitnilegur þáttur, sem kallast A sprökuveiðum og er sóttur i endurminningar Þorvalds Þor- valdssonar. Siðari hluti bindisins fer að mestu undir frásagnir af prests- setrinu Holti i' önundarfirði og Holtsprestum. Er þar getið fullra tuttugu vigðra þjóna allt frá Steinþóri Steinþórssyni, er sat þar á Sturlungaöld, til Lár- usar Guðmundssonar, sem þar þjónar nú á Verðbólguöld. Þetta er greinargóð samantekt, lifguð með lýsisögnum af mörgu tagi. Þá er stutt frásögn af mann- skaðanum mikla i önundarfirði 1812. Siðast i' bindinu eru nokkr- ir stuttir þættir undir höfundar- nafni annarra. Ólafur Þ. Krist- jánsson á þar þátt um niðja Jóns Indiafara, og séra Eirik Vigfús- son á Stað i Súgandafirði og ætt hans. Guðjón Jónsson leggur til frásögn af Jóni Halldórssyni bónda á Laugabóli og Ólafi hreppstjóra Eggertssyni. Siðast er ofurlitill samti'ningur smá- muna, sem Gils hefur heyjað sér hér og hvar, þar á meðal broslegar glettusögur. Andrés Kristjánsson. Gils Guömundsson

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.