Vísir - 15.12.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 15.12.1980, Blaðsíða 4
vtsm Ég sá kettling i sumar koma út úr kviönum á mömmu sinni. Hvernig hann komst þangaö inn, eöa visir aö honum, 9 vikum fyrr, þaö er svo sem ekkert leyndar- mál eöa leyndardómur. En nú birtist þetta litla, gula kvikindi, blint og ófélegt, og er strax komiö á spena, veit upp á hár, hvar þaö á aö leita næringar. Og mamman sem er ekki lærö á bók, veit lika allt um sitt hlutverk. Og þaö sem nýfæddur vesalingur þarf til þess lífs, sem honum er ætl- aö, er á sinum staö, veiöihár, þófar, klær, eyru og augu, sem bráöum fara aö sjá. Meöal ann- arra orða: Hefuröu horfti augum á dýri? Hefuröu hugsaö út i, hvað þetta eina hversdagslega fyrir- bæri, auga i ketti eöa hundi eöa fugli, er flókiö, margbrotið og furöulegt? Segöu mér ekki, að þetta sé ekkert undur, það megi lesa i bókum allt um auga hvers kvikindis. Ég veit þetta. En það sem i bókunum stendur eöa þaö sem sérfræðingar vita, segir mér ekki neitt sem fletti þannig sundur þessu furöuverki, aö uridriö hverfi. Hitt er heldur, að sundurliöuö, visindaleg vitneskja um þaö, hvernig augað er úr garöi gert.hvernig öllu er fyrir komið I kattarenni eöa hundshaus eða jafnvel þorskhaus, slik vitn- eskja, þótt tæmandi væri, gerir ekki undriö minna, heldur stórum meira. Og sá maöur, sem hefur hlaðið aö sér úr bókum eöa með rannsóknartækjum ^ þekkingu, sem verkar þannig a hann, að hann finnur ekki lengur til undr- unar, lotningar, aödáunar, hann hefur svipt sig mennskri skynjun og viðbrögöum og gert sig að dauöum tölvuheila. Ef visindin færu þannig meö manninn, yröu þau banabiti lifandi hugsunar. Þvi undrunin er móöir hugsunar- innar, það vissu Grikkirnir gömlu og Hebrearnir lika. Gef gaum aö dásemdum drottins, sagöi Hebrei forn. Og undrunin á þvi stigi, á því þroskaða, mennska stigi sem er tilbeiðsla, er hið jarðneska móðurskaut trúarinnar. Sú af- staöa þaggar engar raunhæfar spurningar á mannlegu reynslu- sviöi, heftir ekki spurulan anda. Þvert á móti. Og þvi meira sem visindi leiða i ljós af staöreynd- um, þvi undursamlegri veröur sá veruleiki, sem þau birta, hvort sem um er að ræöa þróun lifsins, sem vér köllum svo, eöa alheim efnisins, feril hans og skipan, aö þvi leyti, sem hugur manns og skilningur fær náð einhverju taki á þeim fimindum. Þvi meira sem kristnum trúmanni auönast aö vita um raunstaöreyndir náttúr- unnar, þvf dýpri veröur lotning hans fyrir þeim skapara, sem hann skynjar aö baki alls, sem er. Um þetta mætti kveðja tíl vitnis marga trúaöa yfirburöa- menn i vi'sindum, bæöi fyrr og siöar. Þvi er stundum haldiö fram aö kristin trú sé leifar af frumstæðri hugsun, bamalegum skýringar- tilraunum manna, sem ekkert vissu og skildu fátt. Þetta er ekki nýtt. Trúin er blekking, sem þekkingin afhjúpar eftir þvi sem ijós hennar hækkar og breiöist út. Sigmund Freud skrifaöi bók, sem heitir „Framtiö blekkingar”. Þaö er kristin trú, sem hann á viö. Hann var tlmamótamaöur I sál- fræöi og vildi afhjúpa blekking- una meö sinum aöferöum. Hann þykir nú ekki sérlega djúpsær i þessu riti sinu. Og sjálfur taldi hann, aö viöleitni hans myndi koma fyrir ekki aö sinni, trúin myndi hjara, alltjent fyrst um sinn, af þvi aö manneskjan er nú einu sinni ekki merkilegri en hún er. Ýmsir höfðu veriö bjartsýnni 1 þessu en Freud. Friörik konungur mikli skrifaöi I bréfi til Voltaires áriö 1767, aö nú gæti ekkert nema kraftaverk bjargaö kirkjunni. Svo viss var hann, að skynsemin, sem haföi eignast slika höfuö- kempu sem Voltaire myndi ganga meö skjótan sigur af hólmi I við- ureigninni viö trúna. Ekkert skal ég um þaö segja, hvort hann myndi, ef hann liti upp úr gröf sinni eftir þessi 200 ár, telja, aö kraftaverk heföi gerst i raun og veru, en hinu gæti hann ekki neit- aö, að kristin kirkja lifir, og hafa þó margir „miklir”, bæöi ein- staklingar og stefnur, greitt henni þung högg siöan, konunglega úti látin. Það yröi löng upptalning, ef Mánudagur 15. desember 1980. Dr. Siguröjörn Einarsson, biskup: Þekklng og trú nefna ætti alla þá, sem hafa spáö þvi, aö dagar kristinnar trúar væru taldir, aö Biblian og þar meö kirkjan væri komin I gröfina, husluö af hetjum skynseminnar og þekkingarinnar eöa um þaö bil aö veröa þaö. Þannig hugsaöi Feuerbach og þannig hugsaöi Auguste Comte, svo nefndir séu 2 áhrifamenn frá siöustu öld, annar þýzkur, hinn franskur, báðir full- trúar ákveöinna viöhorfa, sem hafa orkað mjög á samtimann, ekki sist um farveg marxismar.s. Hvorugur þessara manna var visindamaöur, báöir flokkast með þeirri marglitu hjörð, sem kennd er við' heimspeki. Comte var meira að segja svo spakur, að hann gat fyrir fram nefnt ártaliö, þegar höfuökirkja Par- isarborgar, Notre Dame, yrði helguö kenningum hans, ekki Krists. Hann spáöi þvi árið 1851, aö þessi sigur yröi aö fullu unninn áriö 1860. Þaö má nefna þaö líka, aö Comte fullyrti þaö, aö varanlegur heimsfriöur myndi renna upp innan skamms af sjálfu sér, af innri nauösyn vegna þess, aö iðnaðarþjóöfélag væri i eöli sinu mannfélag friöar- ins. Þessar framtiöarspár reynd- ust ekki alveg nákvæmar. Þannig kemur þaö fyrir, aö menn, sem af miklum móöi veitast aö þvi, sem þeir telja blekkingar, eru sjálfir hrapallega blekktir. Nú, þaö er alltaf auðvelt aö vpra vitur eftir á og aldrei er það stórmannlegt aö gera sig merkilegan yfir missýn- ingum annarra, slst þegar þeir eru löngu dauöir. En vilji menn eitthvaö læra af sögunni veröa þeirlika aö muna eftir misstigum og missýningum og ihuga slikar staöreyndir einnig. Og skoöa þær ekki alveg einhliöa. 1 aldagöml- um átökum um kristna trú, hefur gengiö á ýmsu og þar standa fleiri hallir en málssvarar kristin- dómsins, þó aö þeirra áföll, raun- veruleg og imynduö, viröist þykja skemmtilegri til frásagnar, ef dæma má eftir ýmsum bókum, jafnvel kennslubókum. Ég nefndi dæmi úr sögunni. Enn skal ég nefna dæmi og þá úr eigin reynslu. Fyrir 50 árum skrifaöi einn skólafélagi minn, gáfaöur piltur, grein i Skólablaö Menntaskólans um Ernst Haeckel og heimspeki hans. Haeckel má ekki rugla saman viö Friedrich Hegel, sem var allt annar maöur og stórum merkari. Frægasta bók Haeckel hét Die Weltratzel, Heimsgátan. Hún kom út árið 1899 og fór mikla sigurför. Grein vinar mins og fé- laga var soöin upp úr aögengi- legri og nokkuö áróöurskenndri timaritsgrein. Bók Haeckels var oröin 30 ára gömul þá og allar þær forsendur i efnisvisindum, sem hún skirskotaöi til, gjörfallnar f. löngu, þar stóö ekki steinn yfir steini. 1 visindum var Haeckel raunar aldrei neinn bógur og ekki i heimspeki heldur. En hann var á sinni tlö magnaöur áróöursmaö- ur. Og bókin, sem ég nefndi og ég kynntist af orðspori 1930 fyrir meöalgöngu jafnaldra mins, en hann var I bili næsta gagntekinn af hugmyndum hennar, hún hét hvorki meira né minna en Heims- gátan, hún átti aö vera allsherj- arlausn á þeirri gátu út frá nibur- stööum visinda, og lausnin var einsæ um þaö — til þess var leik- urinn geröur — aö hún kvað niður kristindóminn aö fullu. Þessu trúöu ýmsir enn, þegar ég var ungur, ekki aðeins menntaskóla- nemar, heldur einhverjir kennar- ar til og frá um hnöttinn, jafnvel háskólakennarar. Haeckel var einn af mörgum i allstórri fylk- ingu aldamótamanna, sem töldu sér og öörum trú um, aö eðlis- fræöi og liffræöi þeirra tima væri nánast búin aö leysa heimsgát- una, og aö þær spurningar, sem efnisvisindin leystu ekki úr, ef einhverjar væru, þær væru ekki þess viröi aö spyrja þeirra. Þetta viöhorf sáöi sér nokkuö djúpt og eimir eftir af þvi enn, enda er þaö nært i andrúmslofti hálfmenntun- ar og áróöurs. Þaö er öllum, sem eitthvaö vita, ljóst, að þessi gömlu viðhorf voru blekking, ályktanir þeirra manna, sem þá sungu liksöngva yfir kristinni trú, voru fjærri þvi aö vera nein vis- indi, þær voru hugarburðir, og þau visindi, sem þeir báru fyrir sig, eru ekki skóbótar virði, nema i augum þeirra, sem vita ekki, aö Einstein var til eöa Max Planck eða Niels Bohr, svo að þeir einir séu nefndir. Ég vil meö þessu hafa sagt það, aö margnefnd og rangnefnd barátta þekkingar og trúar, vísinda og kristindóms, var ekki og er ekki barátta raun- hyggju gegn hleypidómum, það sem kirkjan hefur átt viö aö etja, er áróöur fyrir lifsskoöun, aldrei annaö. Ef menn halda þvi fram, að Darwin hafi sett skaparann af, þá er þaö trú, hvorki annað né meira. Og þó aö til hafi verið kristnir menn sem töldu sig þurfa að kveöa niður visindalegar til- gátur eöa niðurstöður um þróun tru”. til þess að bjarga skaparanum, þá er þaö misskilningur á' mála- vöxtum og i andstööu viö Bibli- una. En hitinn sefm hljóp i umræð- ur um kenningar Darwins á sin- um tima og enn getur brunnið á stöku staö, stafar af þvi, aö Dar- win er teflt fram sem úrslitavitni i trúboði. Hann á sjálfur ekki sök á þvi og rökin eru engin fyrir þvi, ef um allsgáöa hugsun er aö ræöa. Svo er annaö, sem helst ætti ekki aö gleymast, aö-visindaleg- um nýjungum var ekki alltaf vel tekiö af visindamönnum. Darwin átti andstööu aö mæta úr þeirri átt. Ég man eftir grein, sem Baldur Hermannsson skrifaði I blað fyrir nokkrum árum, þar sem hann benti á þetta. Og siðan ræddi hann um Einstein. Meðal annarra orða: Var Einstein nokkru minni timamótamaður I visindum en Darwin? Og hver getur bent á kirkjulega eða guðfræðilega and- stöðu við kenningar hans? En vis- indamenn stóðu fast gegn honum. Baldur Hermannsson segir orð- rétt, eftir að hann hefur vikið að andstöðu visindamanna gegn Darwin: „Hinum byltingakenndu hug- myndum (Einsteins) um tima og rúm var ekki betur tekið og sat hann lengi undir harðri gagnrýni. Samkvæmt afstæðiskenningu hans gerast ýmis furðuleg fyrir- bæri. ....Þvi verður ekki neitað, að þetta brýtur i bága við heilbrigða skynsemi en er þó engu að siður satt”. Tilvitnun lýkur. Ég leyfi mér aö benda á það i leiðinni, að visindamenn leiða i liós óyggj- andi staðreyndir, sem brjóta i bága við heilbrigða skynsemi. Veitið þessu athygli. Það er hverjum barnaskap algengara, aö gera það að m ælikvarða á guð- fræðikenningar, hvort þær sam- rýmast þvi, sem kallað er heil- brigö skynsemi, sem raunar er nú ekki alttjent mjög heilbrigð, þeg- ar stór og djúp lifssannindi eru annars vegar, heldur tiðum af- vegaleidd og pervisin gelgju- speki, hlaðin fordómum. Reyndar sagöi nú Einstein sjálfur: „Heilbrigð skynsemi er i raun- inni ekki annað en botnfallnir hleypidómar, sem minni vort og sálarlif hafa innbyrt fyrir 18 ára aldur. Hver ný hugmynd, sem fyrir manni verður siðar i lifinu verður aö striða við þetta hrúgald af skoðupum, sem menn telja sjálfsagöar”. Þegar verið erriý, undir lok 20. aldar að vitna i fyrstu málsgrein- ar Biblipnnar i þá veru, að þar sé að firtqá hina kristnu samsvörun ákveðinna visindakenninga i náttúrufræði, þá er það, með leyfi að segja, botnfallinn hleypidóm- ur. Ég býst þó varla viö, að þaö liði sá dagur, að þessari bíekkingu sé ekki haldið að börnum og ung- lingum i skólum landsins. Ég segi blekkingu, þvi blekking er það, þótt hún sé sjaldnar visvitandi en hugsunarlaus fordómur. Það er fjærri öllum sanni og viti, að listaverkið forna, sem á sinum tima fékk sæti fremst i Bibliunni, sé eins konar samsvörun raunvis- indalegrar tilgátu eða niðurstöðu á sviði liffræði eða jarðfræði. Að ætla sér að gera sköpunarsöguna s.n. að markleysu og þar með Bibliuna alla og kristindóminn, með þvi að leggja á hana raunvis- indalegan mælikvarða, það er á- móta djúpsætt og haldgott eins og aðhalda þvi fram, að Kjarval eða Asgrimur hafi logið einhverju upp um jarðfræði Islands, eða að Jónas hafi storkað allri grasa- fræði og gerst fáviti þegar hann yrkir: Smávinir fagrir, foldar- skart, fifill i haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Við hefðum verið og værum heldur fátækir, ef ekki mætti tala um heiminn, lifið og náttúruna nema samkvæmt visindalegum formúlum. Viðyrðum þá að hætta að lifaveruleikann og túlka þá lif- un i skáldskap og annarri list, að ég ekki nefni trú. Efnafræðingur veit allt, sem vitað verður um liti og samsetn- ingu þeirra. Reyndar veithann nú lika, að i heimi visindanna eru engir litir til, það sem við köllum liti, er aðeins orð yfir ákveðna skynjun, tiltekin óskýrð og óskýr- anleg viðbrögð augans og heilans. En þegar efnafræðingur skoðar málverk eftir meistara, þá veit hann, ef hann er ekki listblindur, að hann getur eignast hlutdeild i innblæstri, sem á ekkert skylt við efnafræði eða önnur visindi, en túlkar veruleik allt um það eða reynslu af veruleikanum, sem er fullgild á sinu sviði. Það eru til viðhorf til veruleik- ams og veruleikatúlkun, sem á ekkert skylt við raunþekkingu, en er fullmæt samt og ómissanleg. Trúin er ekki að fullu sambærileg við neitt slikt horf eða túlkun, en trú er að lifa veruleikann á sinn hátt, á mjög rikan og gagntækan hátt, og sú lifun er jafnfjarlæg visindalegri greiningu sama veruleiks eins og innblástur mál- arans og áhrif málverks eiga litið skylt við efnafræði, svo góð og gild sem hún er til sinna nota. Við lifum veruleikann með ýmsu móti, réttara sagt: Við lifum hann fyrst og fremst, þann heim, sem við byggjum, þá náttúru, sem umhverfis er og við erum hluti af, lifum þau atvik, sem að steöja, þú lifir persónu þina i von- um og draumum, gleði og sorg. ást og óvild. Sú greining náttúrunnar, sem visindin hafa með höndum, er mjög sérstök og afmörkuð með- höndlun á umhverfi mannsins og manninum sjálfum. Þú, ungi vinur, sem hlustar á mig, þú gætir tekið kærustuna þina eða kærasta til visindalegr- ar meöferðar, sem fyrirbæri, mælt og vigtað, rannsakað blóð og hjartslátt, gegnlýst og rönt- genmyndað i hólf og gólf, skorið sundur og saman og skrifað vis- indalega greinargerð um fyrir- bærið og orðiðdoktor út á afrekið. En þetta er ekki alveg það nær- tækasta, ef þú ert ástfanginn. Að segja það er hreint ekki aö gera lítið úr visindum og þeirra tækjum og niðurstöðum, en ég er hræddur um, aö þér þætti ég hafa undarlegar hugmyndir um ást, ef ég teldi þig úreltan i viðhorfum, úr þvi þú getur hugsað þr önnur viðskipti við elskuna þina en að komast aö raunvisindalegum niö- urstöðum um hana. Ef þér er sagt, að það sé tæmandi, sem raunvisindi hafa að segja um elskuna þina, náttúruvisindin með sinum aöferöum og i sinum mikilvæga en afmarkaða til- gangi, og aö allt, sem ekki rúmast Sigurbjörn Einarsson, biskup: „Viö heföum veriö og værum heldur fá- tækir, ef ekki mætti tala um heiminn, lifiö og náttúruna nema sam- kvæmt visindalegum formúium. Viö yröum þá aö hætta aö lifa veru- leikann og túlka þá lifun i skáidskap og annarri list, aö ég ekki nefni

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.