Vísir - 15.12.1980, Blaðsíða 15

Vísir - 15.12.1980, Blaðsíða 15
15 Mánudagur 15. desember 1980. vísir Ný ljdðabik: HEIÐMYRKUR Almenna bókafélagið hefur sent frá sér ljóðabókina Heið- myrkur eftir Steingrfm heitinn Baldvinsson i Nesi. Steingrimur Baldvinsson i Nesi i Aðaldal, d. 1968, var þjóðkunnur maður, ekki sist fyrir sinar snjöllu lausavisur. Hann lét eftir sig allmikið af skáldskap, sem Kristján Karlsson hefur valið úr I þessa bók. Heiðmyrkur er 117 bls. og prentuð og bundin I Prensmiðju Hafnarfjarðar. Richard A. Gardner Bók barnanna um skilnað Bók handa börnum og fráskildum foreldrum þeirra Bók barnanna um skilnað' Hjá Máliog Menninguer komin út bók sem fjallar um börn og skilnaði og er fyrst og fremst ætl- uð börnunum sjalfum svo og for- eldrum þeirra og nefnist hún BÓK BARNANNA UM SKILNAÐ. Bókina skrifar Ridhard A. Gardner m.a. til þess að leiðbeina börnum i umgengni við fráskilda foreldra og ræða við þau um al- gengustu vandamál barna sem eiga fráskilda foreldra. BÓK BARNANNA UM SKILN- AÐ er 181 bls., sett og prentuð i Hólum og bundin á sama staö. Fjöldi mynda er i bókinni. býð- inguna geröi Heba Júliusdóttir, en Sigrún Júliusdóttir ritar for- mála fyrir bókinni. Enn lifir Emil í Kattholti Emil I Kattholti kannast flestir við, bæöi ungir og gamlir, og nú er komin út hjá MALI OG MENN- INGU siðasta bókin um Emil eftir hinn siunga og frjóa höfunda barnabóka Astrid Lindgren. Þessi siöasta bók heitir Enn lifir Emil i Katthoiti og hefur Vilborg Dagbjartsdóttir islenskað hana ,eins og fyrri bækurnar. 1 bókinni Enn lifir Emil i Katt- holtimá lesa um skammarstrikin hans Emils, en lika um það þegar Emil drýgði dáð sem allir Hlyn- skógabúar glöddust yfir og létu skammarstrik hans gleymd og grafin. Bókin er 214 bls. prentuð i Prentsmiðjunni Hólum og bundin á sama stað. Myndirnar i bókinni gerir Björn Berg. Ólafur Haukur Stmonarson Galeiðan SkáLkwu Galeiðan Hjá MALI OG MENNINGU er komin út ný skáldsaga eftir Ólaf Hauk Simonarson, Galeiðan. A bókarkápu segir um efni bók- arinnar: „Galeiðan er nútimaskáldsaga og viðfangsefni hennar er i senn timabært og sjaldséð i Islenskum bókmenntum. Lesandi slæst i hóp nokkurra stúlkna sem vinna I dósaverksmiðju og lifir meö þeim súrt og sætt fáeina daga.” Galeiðan er 193 bls. Sigrid Valt- ingojer myndskreytti bókina og gerði kápumynd. Bókin er sett og prentuð i Prentsmiðjunni Odda. Sveinabókbandiö annaðist bók- band. Hlaut bókmennlswetðlaun Nóbeb 1978 Isaac Singer í föðurgarði Hjá forlagi Setbergs er komin út bókin t FöÐURGARÐI eftir Nóbelsverðlaunahöfundinn Isaac Bashevis Singer. Þessi bók er byggð á æskuminn- ingum höfundar og efnivið sinn sækir hann eins og oft endranær I lif og örlög gyðinga með menn- ingu þeirra, llfsviöhorf og lögmál i baksýn. Hvarvetna sér Singer og heyrir söguefni og lýsingar fólks og atvika eru dregnar skýrum dráttum og verða ljóslifandi. Isaac Bashevis Singer er að margra dómi eitt snjallasta sagnaskáld sem nú er uppi. Hann hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels 1978. í FÖÐURGARÐI er önnur bók Singers, sem Setberg gefur út á islensku. Sú fyrri var „Töfra- maðurinn frá Lúblin” sem kom út I fyrra. Hjörtur Pálsson hefur þýtt báðar bækurnar. öldin sextánda Út er komið hjá IÐUNNI nýtt bindi hinna svonefndu „alda- bóka”. Er það öidin sextánda, fyrri hluti, minnisverð tiðindi 1501-1550. Jón Heigason tók sam- an. Þetta er tiunda bókin I þess- um flokki. öldin sextánda.fyrri hluti, rek- ur ýmsa sögulega viöburöi á sið- skiptatimunum, deilur kirkju og leikmanna, langvinnar erjur út af jarðeignum, og svo hin miklu átök er hinn nýi siður ruddi sér til rúms. Lýk.ur frásögnum þessa bindis þegar mótspyrna lands- manna gegn lútherskunni og kon- ungsvaldinu sem við hana studd- ist er endanlega brotin á bak aft- ur með aftöku Jóns biskups Ara- sonar og sona hans, 7. nóvember 1550. öldin sextánda er likt og önnur bindi þessa bókaflokks prýdd myndum af ýmsu tagi, eftir þvi sem föng voru til og getur hér að lita margar myndir úr gömlum ritum sem fáséð eru. Bókin er 184 blaðslður að stærð. Oddi prentaði. Halldórskver, Sálmar og kvæði Þjóðsaga gefur út Ijóösbók Halldórs Kristjánssonar frá Kirkjubóli, er hann nefnir Hall- dórskver, sálmar og kvæði. Ljóðin i kveri þessu hafa mörg hver komið á prent áður, en hér er þeim safnað saman i eina heild. 1 eftirmála segir Halldór, að efni þessa kvers sé þáttur I umræðu samtimans. „Kverið er gert og gefið út I þeirri von, að það veröi nokkrum vinum minum til ánægju”, segir Halldor. Enginn kaupir rúm eða sófasett nema skoða vandlega það feikna úrval sem við bjóðum r>o r>ól hr> Bildshöfða 20, Reykjavlk Simar: 81410 og 81199 Allskyns hannyrðavörur: GobelinsaumurTvistsaumur Krosssaumur, Hálfur krosssaumur ofl. í pakkningum. • Mottur, myndir, púðar, teppi o.fl. 10% afs/áttur af hannyrðavörum fyrir elli- og örorkulífeyrisþega Fyrir jólin • Jólalöberar • Jóladúkar • Gardínuefni • Jólakerti og gjafavörur Verslunin Hof Ingólfsstræti 1 (gegnt Gamla blói) Simi 16764 I kjallaranum KJÖRGARÐI SNÚNINGSHRAÐAMÆLAR f. dieselvélar. Tengist við „altenator" eða rafal. ýgJilllllCCl S^bSCBÍ’LbbOH Lf. Suðurlandsbraut 16, Sími 35200.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.