Vísir - 15.12.1980, Side 16

Vísir - 15.12.1980, Side 16
VERSLUNIN Jurtin Lækjargötu 2 hefur á boðstólum allt sem tilheyrir baðinu, allt vörur unnar úr jurt- um. Nefna má baðilmsápu, jurtashampoo, ilmböð, og ilmsölt og einnig náttúrulega svampa. Þá fást einnig í Jurtinni allskyns kryddvörur sem eru ekki á boðstólum í öðrum verslunum og skemmtilegar kryddkvarnir. Þú ættir að líta við í Jurtinni, þegar þú ferð í jólagjafainn- kaupin. í versluninni Jurtin Lækjargötu 2 fást ilmjurt- ir, ilmpúðar og ilmsápur í mjög miklu úrvali. Þetta er ákaflega skemmtileg gjafavara til jólagjafa,sem fólk ætti að skoða, en ilmjurt- irnar t.d. eru á sérlega góðu verði eða frá að- eins 3.400 krónum í gjafakössum. LAUS STAÐA Tryggingalæknis við Tryggingastofnun ríkisins Laus er til umsóknar staða tryggingalæknis við Tryggingastofnun ríkisins. Staðan veitist frá og með 15. janúar 1981. Umsóknir ásamt upplýsingum um læknis- menntun og störf sendist ráðuneytinu fyrir 9. janúar 1981. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 11. desember 1980. LAUS STAÐA heilbrigðisráðunauts (dýralæknis) við Heilbrigðiseftirlit ríkisins Laus er til umsóknar staða heilbrigðisráðu- nauts við Heilbrigðiseftirlit ríkisins. Umsækj- endur skulu hafa dýralæknamenntun. Staðan veitist frá og með 1. apríl 1981. Umsóknir ásamt upplýsingum um dýra- læknismenntun og störf sendist ráðuneytinu fyrir 10. janúar 1981. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. 11. desember 1980. VÍSIR Mánudagur 15. desember 1980. jún Þórðarson Það mál sem hefur verið mik- ið til umfjöllunar i dagblöðum undanfarnar vikur, er mál Frakkans Patrick Gervasoni sem kom ólöglega inn i landið á fölsuðu vegabréfi og baðst hælis sem pólitiskur flóttamaður. Mál þetta hefur verið blásið mikið upp, sérstaklega af vinstri hreyfingunni sem krefst þess að Gervasoni verði veitt land- vistarleyfi. Margir forystumenn verkalýðshreyfingarinnar hafa krafist þess að honum verði veitt hæli, og nú upp á siðkastið hafa þingmenn Alþýðubanda- lagsins og ráðherrar þess sett þessa kröfu fram. En fæstir hafa litið raunsæjum augum á málið heldur svifið i loftinu eins og oft vill verða þegar vissir vinstri menn innan Alþýðu- bandalagsins og fylgifiskar þeirra þeirra eiga i hlut. Það er staðreynd sem menn verða að sætta sig við hvar i flokki sem þeir eru, að Gervasoni er ekki „pólitiskur flóttmaður” eins og stuðningsmenn hans hafa haldið fram, heldur er Gervasoni lið- hlaupi úr franska hernum og hefur þvi gerst brotlegur frönskum lögum. Reynsla Kanada- manna Það hefur oft verið erfitt fyrir vissamenn innan Alþýðubanda- lagsins og aðra meðlimi i vinstri hreyfingunni að skilja stað- reyndir, heldur er reynt að ,,heilaþvo"almenning á sögum, sem eiga ekki við nein rök að styðjast. Þaðer staðreynd aö ef Gervasoni verður veitt land- vistarleyfi mun það hafa slæmt fordæmi eins og sumar nágrannaþjóðir okkar ráku sig illilega á er þær fengu yfir sig liðhlaupa úr ýmsum herjum, Tökum t.d. Kanadamenn sem neyddust til að loka landamær- um sinum fyrir ungum piltum úr bandariska hernum sem komu i stórum hópum yfir landamærin þegar Vietnam-striðið stóð sem hæst. Og ekki hafa Sviar betur farið út úr sinum málum þegar þeir hafa hleypt inn fólki ,bæði afbrotamönnum og flóttamönn- um og hefur þeim gengið illa að ráða við þann fjölda fólks sem streymir inn i landið. Þetta get- ur orðið hlutskipti okkar, þvi nú strax hafa 450 ungmenni frá Frakklandi beðið um hæli hér sem pólitiskir flóttamenn. Og getum við neitað þeim ef viö leyfum Gervasoni að dveljast hér. Fáum við ekki yfir okkur fullt af fólki sem komist hefur i kast við lögin i sinu heimalandi. Hvaða tryggingu höfum við fyrir þvi að eftir nokkur ár verði hér ekki allt fullt af mönnum sem virða hvorki lög og rétt heimalanda sinna. Þrýstihópar æpa Þetta eru staðreyndir, en stuðningsmenn og vinstri hreyf- ingin loka bara augunum fyrir þeim, og ætlast til að ibúar þessa lands eigi að trúa þvilikum þvættingi. Svo þegar Friðjón Þórðarson, dómsmála- ráðherra, einn af fáum þeim skynsömu mönnum er virðást gera sér fullkomlega grein fyrir hversu alvarlegt mál þetta er og gæti orðið fyrir þjóðina á ókomandi árum, hyggst senda hann til Danmerkur, þar sem honum verður tryggð land- vist, þá ætlar allt vitlaust að verða. Þrýstihópar kommúnista koma hrópandi og æpandi og neöanmóls ,,Þaö hefur oft verið erfitt fyrir vissa menn innan Alþýðubandalags- ins og aðra meðlimi i vinstri hreyfingunni að skilja staöreyndir heldu' er reynt að ,,heilaþvo" a, menning á sögum sem eiga ekki við nein rök að styðjast" segir Haraldur Hermannsson. krefjast þess að ráðherra breyti ákvörðun sinni. Þrýstihópar i þessu þjóðfélagi eru oft öfgakenndir, sérstaklega ef þeir eru innan Alþýðubandalagsins og meðal fylgifiska þeirra. Almenningur ekki spurður Stuðningsmenn Gervasoni hafa lýst þvi yfir,. að verði hann sendur úr landi verði það mikil hneisa fyrir ísland og segjast ekki bera ábyrgð á mótmælum sem gætu fylgt i kjölfarið. Þvi er til að svara að aðeins fámennur þrýstihópur styöur Gervasoni, en almenningur i landinu er ekki spurður álits á þessu máli. Alþýðubandalagið hefur aldrei þurft að spyrja þjóðina um eitt eða neitt, heldur gera þeir verkin eins og þeim sýnist og spyrja svo þjóðina eftir á. Það er furðulegt að þessi fámenni hópur ætlar sér að vaða uppi með einhverjar hótanir gegn þjóðinni og enn er furðulegt að vissir þingmenn og ráðherrar styðja þessar aðgerðir þrátt fyrir blákaldar staðreyndir sem blasa við fólki. En Alþýðubandalagið hefur aldrei þurft að viðurkenna staðreynd- ir, það yrði eitthvað nýtt ef þeir tækju upp á þvi. Og þegar menn eru komnir i Alþýðubandalagið og vinstri hreyfinguna þá þurfa menn ekki að virða lög og rétt annarra þjóða, lög sem þar rikja.heldur hafa þeir sin lög, sem eiga að gilda yfir allar þjóðir. Vantar nýjan forystu mann Fyrsta mótmælaaldan hófst með þvi að nokkrir unglingar 40—50 manns, réðust inn i dóms- málaráðuneytið og lögðu ganga þess undir sig. Fyrir þessum hópi fór Þorlákur Kristinsson sem barist hefur mikið fyrir kjörum farandverkafólks. Hon- um hefur litið orðið ágengt i þeim efnum, enda er það skiljanlegt að atvinnurekendur hlusti ekki á slika menn ef bar- áttuvopn þeirra eru hótanir, yfirgangur, skemmdarverk og ofbeldi. Það er skiljanlegt að maðurinn þurfi að ná sér niðri á einhverjum þegar enginn vill hlusta á hann. Atvinnurek- endur, verkalýðshreyfingin og nú siðast ASI-þingið hafa lokað öllum dyrum á Þorlák Kristins- son. Nema kannski Þjóðviljinn, sem hefur birt einstaka greinar um aðbúnað farandverkafólks og þá yfirleitt skýrt frá hinum verri hliðum málsins. Það væri þörf á þvi fyrir farandverkafólk að finna sér annan forystumann ef það ætlar sér að fá réttlætis- málum sinum framgengt, sem vissulega er þörf á, en að hafna slikum manni sem með sinu at- hæfi er hneisa fyrir þjóðfélagið. Þjóðin að baki Friðjóni íslensk lög og islenskt réttar- kerfi verða fyrir miklu áfalli ef þessir öfgafullu þrýstihópar fá sinu framgengt. Það yrði mikil „hneisa” fyrir land og þjóð, en það má fullvist telja að Alþýðu- bandalagið og vinstri hreyfingin með Guðrunu Helgadottur, Guðmund J. Guðmundsson og Svavar Gestsson i fararbroddi muni brosa sinu bliðasta ef Gervasoni fengi landvistarleyfi, þvert gegn vilja þjóðarinnar. Þvi það er synd að meirihluti þjóðarinnar skuli þegja þunnu hljóði yfir yfirgangi þrýstihópa. Stattu þig Friðjón Þórðarson, þú hefur þjóðina á bak við þig, — hugsandi fólk sem horfir til framtiðarinnar. Láttu ekki fá- menna öfga- og þrýstihópa þjóð- félagsins neyða þig til að breyta ákvörðun þinni. Haraldur Hermannsson Stuöningsmenn Gervasonis í dómsmálaráöuneytinu á dögunum. Stattu Þlg Frið-

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.