Vísir - 15.12.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 15.12.1980, Blaðsíða 14
14 Mánudagur 15. desember 1980. VtSÍR lesendur hafa orðið „Astæðuiaust að kvarta Skúli Óskarsson. ÓLÖGLEG INNHEIMTA ELDRI AFNOTAGJALDA vegna flmleikasýninga Lovísa E inarsdóttir, iþróttakennari í Garðabæ, hringdi: „Mig langaöi bara til þess að gera athugasemd við það, sem Gunnar Gunnarsson skrifaði um hina árlegu fimleikasýningu á lesendasiðuna um daginn. Sjónvarpiö hefur sýnt 2—3 þætti frá þessari árlegu sýningu i Laugardalshöll undanfarin ár og ég skil ekki af hverju þarf að vera að fetta fingur út i það. Þessir krakkar hafa lagt mjög hart að sér við að æfa upp þessi atriði, sem mörg hver eru mjög erfið, þótt fólk kannski geri sér ekki grein fyrir þvi. Gunnar virðist vera unnandi boltaiþrótta og hef ég ekkert nema gott um það að segja. Hins vegar hefur verið mjög litið um fimleika i sjónvarpi og varla ástæða til þess að kvarta yfir þvi, þótt það sé sýnt frá þessari fim- leikahátiö einu sinni á ári. Þvi má svo bæta við, að iþrótta- fréttamenn hafa ekki sinnt fim- leikum sérstaklega vel. Til dæmis voru blaðamenn boðaðir á fund hjá Gerplu, þegar flokkur frá félaginu fór til útlanda ekki alls fyrir löngu, en aðeins einn þeirra sá ástæðu til þess að koma. Þetta varð svo til þess, að blöðin áttu enga mynd af flokknum, þegar fréttir bárust um glæsilegan sigur hans á mótinu”. vel að okkar! borgaryfirvöld i Reykjavik tekiö að sér að hjálpa Skúla, svo að hann geti iðkað iþrótt sina óskiptur? Það vitum við, að þeir gera, sem hann kemur til með að etja kappi við, og þeir allir, sem keppa að þvi að ná heimsmetinu frá honum. Fordæmi eru fyrir þvi, að iþróttamönnum hafi verið hjálpað á þennan hátt, og er skemmst að minnast Friðriks Ólafssonar og Guðmundur Sigur- jónssonar, skákmeistara. Bréfritara finnst óþarfi, að kvartað sé undan sýnigu þeirra fáu fim- ieikamynda, sem eru i sjónvarpi. Það á að hlúa heimsmelstara K. Grímsson skrifar. Eins og þeir vita, sem fylgjast með iþróttum, þá eigum við núna heimsmeistara i einni grein iþrótta, og hefur það, að ég held, ekki gerst áöur. Ég á við lyftingamanninn Skúla Óskarsson sem setti heimsmet i lyftingum i siðasta mánuði. Þetta var giæsilegt afrek hjá honum, sem mér finnst ekki hafa verið gefinn gaumur sem skyldi. Getur ekki rikisvaldið og ALLAR MYNDIR ERU MEÐ ÍSLEHSKUM TEKTA Grétar Hjartarson hringdi. Ég er forstjóri Laugarásbiós og settur formaður Félags kvik- myndahúseigenda. Ég var að lesa i Visi grein á lesendasiðu varð- andi upplýsingar um Islenska texta I auglýsingum, einhver Kristinn er að spyrja um það. Við i Félagi kvikmyndahúseig- enda höfum auglýst af og til, að myndir séu með islenskum texta, en við teljum ekki þörf á þvi lengur, þar sem allar myndir, sem við sýnum eru með íslensk- um texta. Borgarbió er hinsvegar ekki i okkar samtökunum, svo að við vitum ekkert um þeirra gjörð- ir. Gamla bió er heldur ekki i okk- ar samtökum, en þeir sýna held ég allar myndir með Islenskum texta. Við teljum þvi ekki, að það þurfi að auglýsa þetta, þvi að það vita allir, að við sýnum ein- göngumyndir með Islenskum texta. Besta DóKin um Liverpool Vegna ummæla Haralds Gunnarssonar I „Lesendur hafa oröiö”, I Visi I gær um bókina LIVERPOOL, sem nýlega er komin á jólamarkaðinn á Islensku. þar sem hann fullyrðir, aö þessi bók sé gömul bók, en auglýst sem ný. „Bók, sem kemur út I Englandi 1978, er ekki gömul bók I Islenskri útgáfu 1980. Ef athugaöur væri bókamarkaöurinn almennt nú fyrir þessi jól, kæmi i ljós, að fæstar af þeim þýddu bókum, sem á markaðnum eru, eru skrifaðar á þessu ári, flestar þeirra eru gefnar út erlendis fyrir mörgum árum. Þær eru engu að siöur aug- lýstar sem nýjar bækur, enda nýjar á islenskum bókamarkaði. Bókin um LIVERPOOL er með eftirmála, þar sem rakin er hin ótrúlega sigurganga félagsins, siðustu árin, eða til loka fyrstu deildarkeppninnar á Englandi sl. vor. Um þá fullyrðingu, að rétt hefði verið að skýra betur frá leikjum KR og LIVERPOOL i Evrópukeppninni 1964, getur hver og einn haft sina skoöun, en ekki veröur það talin nein sérstök söguleg heimild um sigurgöngu LIVERPOOL að vinna KR á Anfield Road 10:1. Höfundur LIVERPOOL DEREK HODGSON hefur skrifaö nokkrar bækur um þekktustu knattspyrnufélög Bretlandseyja og fengið lof fyrir. Þessi bók, sem nú kemur út eftir hann á islensku, LIVERPOOL, er talin besta bók, sem skrifuð hefur verið um það félag frá upphafi. Ég get hins vegar tekið undir það, að æskilegt væri að slikar bækur sem þessar kæmu út hér á landi um leið og þær koma út i Englandi, en þvi veröur þvi miöur ekki við komið.m.a. vegna þess, að bókaútgáfa hér á landi verður aö binda sig við jólamarkað. Virðingarfyllst, Pr.pr. Hagprent h.f. Eyjólfur Sigurðsson Kópavogsbúi hringdi: Einkennilegar þykir mér aö- ferðir innheimtudeildar Rikisút- varpsins við að ná inn eldri af- notagjöldum af útvarpi og sjón- varpi. Innheimtudeildin hefur falið einhverjum lögfræðingi að inn- heimta þessi gömlu gjöld, að minnsta kosti hér I Kópavogi. Sá sendir nú hin ósvifnustu hótunar- bréf og get ég ekki séð, að þessi lögfræöingur fari að lögum við þessa innheimtu. I fyrsta lagi er hann að krefja fólk um útvarpsgjöld sem eru fyrnd. 1 öðru lagi bætir hann við fullum dráttarvöxtum og siðan innheimtukostnaði samkvæmt taxta Lögfræðingafélagsins. Tekið er fram, að ekki megi borga þetta nema á skrifstofu lögfræðings á Klapparstlg. Auövitað á fólk ekki að ansa svona kolólöglegum rukkunar- bréfum, en fæstum virðist detta i hug að það þýði að mótmæla, þegar lögfræðingur á i hlut. Ég ráðlegg öllum að láta svona hót- unarbréf sem vind um eyru þjóta og hafa samband við lögfræðing, sem það treystir. Þessi innheimtudeild Rlkisút- varpsins er annars kapituli útaf fyrir sig. Þangað er nýbúiö aö ráða lögfræðing sem forstöðu- mann, en svo er hann að afhenda einhverjum lögfræðingum úti I bæ eldri skuldir til innheimtu, svo að sá geti hrætt peninga út úr fólki. Það hefur komiö fram i fréttum, að það kosti 300 milljónir á ári aö reka innheimtudeildina og finnst mér löngu timabært aö leggja hana niður og láta afnotagjöldin vera aðeins nefskatt. En allavega verður að fara að lögum, þegar eldri skuldir eru innheimtar. Hringið í sima 86611 miili ki. 2-4 eða skrifið tii lesenda- síðunnar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.