Vísir - 15.12.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 15.12.1980, Blaðsíða 5
Mánudagur 15. desember 1980. i þeim formúlum sé blekking, þá veiztu, að slikt er bull, það er ein- sýni og einhæfni, sem enginn tekur alvarlega. En það er alveg hliðstæð þrá- hyggja og vanhyggja, sem veldur þvi, hvað menn virðast oft eiga erfitt með að koma þvi inn i höfuð sitt, að trú og visindi túlka heim- inn og lifið, sama veruleik, með ó- sambærilegum hætti, og rekast þess vegna ekki á né stangast að neinu leyti, ef menn gera sér grein fyrir, hvað er hvað og blanda ekki saman alls óskyldum efnum. Kristin trú er tiltekið viðhorf til veruleikans, eins og við lifum hann, og lifskjarni þess viðhorfs er sú lifun eða reynsla, að maöur treystir Kristi, hann hefur vakið manni þá tiltrú, að hann birti þann hug, það vit, það hjarta, sem er að baki tilverunnar. Um réttmæti þessarar tiltrúar verða engin visindi vitnisbær, aldrei, hvorki til eða frá. í þessu ljósi lesa kristnir menn Bibliuna frá byrjun til enda. Við lesum enga náttúrufræði út úr henni, ekki fremur en þú ferð með vin eða ástvin á rannsóknarstofu til þess að komast að þvi sanna um hann undir smásjá. Þú finnur með þvi móti sitthvað merkilegt. En það skiptir engu um það, hver hann er. Sköpunarsagan i 1. Mósebók er engin saga eða annáll sköpunar- innar. Hún er boðun i formi ein- faldrar frásögu eða i stefjamáli,, sem gripur á kjarna, miðar i mark og hæfir i mark. Hún talar við manninn, ekki um hann. H£ín segir við mig og þig: Þú átt góðan skapara. Hans orð eða hugs- un er á bak við sól og stjörnur og jörð, og lifið á jörð, jurtir og dýr hafa þegið lifið sitt úr sömu hendi og þú, það er vakið af sama dufti af sama góða vilja. Þér er óhætt i þessum heimi, hann er ekki tilvilj- un, engin duttlungafull hend- ing. Og þú, maður, þú ert bæði karl og kona, þið eruð jöfn, þið er- uð eitt. Og meira: Þú, maður, ert ýmist hvitur eða svartur, gulur eða brúnn, vesæll eða voldugur, en maður samt, þar er enginn greinarmunur. Adam og Eva eru ekki nafn- greindir einstaklingar i grárri forneskjq. Það ættu allir að vita, sem kenna bibliusögur, og nátt-' úrufræði, að þau tákna mannkyn, mig og þig og kyn vort allt, eins og við erum hugsuð af höfundi heimsins og eins og við erum. A bak við lifið er hugsun, sem er góð, hún stefnir að samræmi, friði, sáttum milli alls, sem er. Það ber ekki að lita á Eden eða Paradis sem eitthvert skeið jarðneskrar sögu, heldur sem táknræna áréttingu þess endur- tekna viðkvæðis I þessum óði, að allt, sem Guð hugsar og fram- kvæpiir er gott. Heimurinn, eins og hann er nú, er ekki hinn rétti, hann ber ekki þá mynd, sem Guö hefur i huga, og missmiðin, sem á honum eru, þau eru til komin vtsm vegna þess að annarlegt afl er með I tafli. Það ástand, sem táknað er með Paradis, er ekki og verður ekki finnanlegt með þvi að rekja sig með aðferðum visinda aftur til upphafs hinnar mennsku sögu, ef það væri unnt. Sú tilverumynd til- heyrir blátt áfram ekki jarðnesku sögusviði, og þegar talað er um hana annars staðar i Bibliunni.þá er yfirleitt alltaf talað I framtið, þaö er framundan handan sög- unnar sem markmið sköpunar- innar. Það er barnslega tært likinga- mál sem notað er á fyrsta blaði Bilbiunnar. En sköpunartrú hennar er ekki þar að finna nema i broti. Guð Bibliunnar er ekki sá, sem hratt tilverunni af stað með oröi máttar sins. Hann er skaparinn i dag, hverja stund. Hans hugur og hönd er I hverjum andardrætti þinum, hverju æðaslagi, hverjum málsverði, i öllum kirtlum og frumum likama þIns.Annars værir þú á þessari stundu ekki til Og skaparinn er að verki i sög- unni, svo margræð sem hún er. Hún lýtur hans stjórn. En hann á i baráttu. Biblian öll er sagan um það, sköpunarsaga, heimsrásin er stórkostlegt drama og hvörfin í þvi drama er Jesús Kristur, vera hans hér, kross og upprisa. Og i ljósi hans er markmiðið i augsýn,' nýr himinn og nýjörö, umsköpun efnis og anda til þeirrar myndar, sem stendur fyrir augum skap- aráns, föðurins eilifa. Trúarbók kristinna manna, Biblian, er frá upphafi til enda já- kvæð gagnvart mannlegri þekk- ingarviðleitni og þekkingarþörf, einmitt vegna þess, að hún boðar þann skapara, sem er vitið I öll- um veruleik og vinur mannsins. En þekking vor er i molum, segir Biblian. Og aldrei hafa vis- indin verið henni eins sammála i þessu og einmitt nú. Og I annan stað vita menn betur nú en áöur, að þekking og tækni eru ekki ein- hlit. Hugsun mannsins, visindin meötalin og ekki sist þau, þarf að leita æðii miða, ef vel á að fara. Fyrir tveimur árum hlaut Arno Penzias Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir i stjarneölisfræði og stórmerkar niðurstööur um upp- runa efnisheimsins. Hann sagði i viötali, þegar hann hafði verið sæmdur þessum heiðri, að sá visindasigur, sem hann hafði unnið, væri fjarska litilvægur i samanburði við spurningar, sem visindin geta ekki svaraö: Hvað er lifið, hvað er dauöinn, hvað er rétt og hvað rangt, hvernig eiga menn að skipta hverir við aöra? Hann bætti við: „Það er barna- skapur aö halda, að viö þekkjum i rauninni öllu meira en sá ljósa- staur, sem ég stansa hjá á kvöld- göngu með hundinn minn, af þvi að hundurinn vill pissa.. Ég get i besta falli skilgreint radióbylgjur en kærleikann get ég ekki skilgreint. Það er lífiö sem er veruleikinn, afstaðan milli manna er mikilvægari en nokkur rannsóknarniöurstaöa.” Og loks sagði þessi yfirburða- maður I visindum, að sköpunar- sagan i 1. Mós. sé á sinn hátt miklu djúpvisari sannleikur um innstu rök þess heims, sem við lif- um I, heldur en visinda- niðurstöður hans og starfsbræðra hans. Þannig tala menn, sem hugsa, og vita, hvaö visindi eru, hvað þeim er ætlandi, hvert þau ná. Kristin trú flýr enga þekkingu, hræðist engin visindi. En hún veit hitt, að maðurinn er á flótta fyrir skapara sinum, á flótta inn i blekkinguna, lifslygina, það er gáta mannsins. . ,,Ég varhræddurog faldi mig”, segir Adam atómaldar eins og fyrr. En Guð hans heldur áfram að leita og spyrja: Hvar ertu? Og kristin trú er þess fullviss, að rödd hans, sannleikurinn sjálf- ur, geti vakiö andsvar i brjósti hvers manns, og að allsgáð skyn- semi, raunsætt mat á lifsaðstööu og þaö vit, sem heitir samviska, sé áskapáður hljómgrunnur fyrir eilifan, leitandi, skapandi hug, sem segir án afláts. Verði ljós! Hver sem er sannleikans megin heyrir mina rödd. Sigurbjörn Einarsson. Otvarpserindi biskups útvarpserindi biskups á fimmtudagskvöldið, sem bar yfirskriftina //Þekking og trú", vakti mikla athygli þeirra/ sem á hlýddu. Ýmsir þeirra/ sem misstu af þvú hafa óskaðeftirað fá tækifæri til þess að kynna sér það. Vísir fór þess á leit við biskup/ að fá erindið til birtingar, og veitti hann það leyfi góðfús- lega. Erindið er birt í heiid hér á síðunni. SKUGGSJÁ BÓKABÚD OUVERS STE/NS SE Nágranninnhennar Selía er ung og fögur sveitastúlka, trúlofuð Georg, ungum og traustum bónda. En svo kom Hróðmar og setti heldur betur strik í reikninginn! Sagan fjallar á æsispennandi hátt um baráttu Selíu fyrir hamingju sinni, næstum óyfirstíganlega baráttu gegn sterkum fjölskylduböndum og hatrömmu, hefnigjörnu baktjaldamakki. Þetta er dularfull og snjöll ástarsaga, saga Nellie, ungu stúlkunnar, sem þekkti ekki sjálfa sig þegar hún leit í spegilinn eftir að skurðlæknirinn hafði gert að andlitssárum hennar eftir slysið. Gat hún endurheimt ást Marks? Gat hún barizt til sigurs við rótgróið ættarhatrið? Seiðurhafsogástar Hún var sannfærð um, að ástin skipti engu meginmáli og vildi því giftast ríkum manni. Á þann hátt hugðist hún sjá sér og foreldralausum systkinum sínum farborða. En daginn sem hún sá Byrne varð afdrifarík breyting innra með henni! Ástin lætur ekki að sér hæða og ást og kaldir útreikningar fara ekki saman. Milli fveggja elda Hann var eiginmaður hennar, en hún þekkti hann ekki! Hvert var hið dularfulla afl, sem í senn dró þau hvort að öðru og hratt þeim frá hvoru öðru? Var það ást eða hatur? Hún áttaði sig ekki lengur á tilfinningum sínum. Elskaði hún bróður eiginmanns síns, eða var það eiginmaðurinn, sem hún elskaði? RAUÐU ÁSTARSÖGURNAR ELSE-MARIE l\IOHR BARNLAUS MÓÐK Maríanna hefur orðið fyrir mikilli sorg stuttu eftir erfiða fæðingu, fengið taugaáfall og dvalið sjö. löng ár á sjúkrahúsi. Þegar hún útskrifast þaðan er allt orðið breytt, eiginmaður hennar hafði krafizt skilnaðar og gifzt aftur og fengið forráðaréttinn yfir Bellu, sjö ára dóttur þeirra. Taugaálagið eykst á ný og hún er á barmi örvinglunar. En þá hittir hún Arvid, — og Bellu litlu dóttur sína, — og lífið fær tilgang á ný. SIGGE STARK ÖHLÖOIM STOMKA SMUN Jóhann í Kvarnarstofu var harður og óvæginn og átti marga óvildarmenn. Þegar elgsveiðarnar standa sem hæst finnst hann látinn á veiðistað, — stunginn til bana. Margir höfðu heyrt Valda á Haukabergi hóta Jóhanni misþyrmingum, jafnvel dauða. Og Valdi var duglegur veiðimaður og leiknastur allra í sveitinni að handleika hníf. En Valdi var líka unnusti Lísu, dóttur Jóhanns! Nú reyndi á ást þeirra, tryggð og trúnað! SIGNE BJÖRNBERG ÁSTIN ER ENGINN LEIKUK Hrólfur var kvennagull sveitarinnar og misjöfnum augum litinn af öðrum ungum mönnum. Nýjasta stúlkan hans var Regína í Nesi, og nú var Hrólfi alvara! En íris var ekki sama sinnis, hún hafði verið stúlka Hrólfs næst á undan Regínu, — og svo var það Ingibjörg á Svartalæk og veðmál skógarhöggsmannanna, félaga Hrólfs! Já, ástin er svo sannarlega enginn leikur! Amanda Burke var fátæk, en fögur sem vorið, þegar Ravenscar lávarður sá hana fyrst og ákvað að kvænast henni. Áhrif hans á Amöndu voru þveröfug, hún fylltist viðbjóði við tilhugsunina um atlot hans. En hún varð að játast honum til að bjarga manninum, sem hún unni. En hver var hann, þessi dularfulli maður, sem þessi saklausa stúlka hafði gefið hjarta sitt? ÞÆR ERU SPENNANDl í ÁR, ÁSTARSÖGURNAR OKKAR! Sárteraðunna

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.