Vísir - 15.12.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 15.12.1980, Blaðsíða 23
vtsm Mánudagur 15. desember 1980. |i Vinsamlegast setjiö kross við þann reit<sem við á: Utanáskriftin er: VlSIR Siöumúla 8 105 Reykjavik, merkt |,, Af mælisgetraun". Það er engum blöðum um það að fletta, að af- mælisgetraun Visis, sem nú er i fullum gangi, er veglegasta blaðagetraun, sem nokkru sinni hefur verið haldin hér á landi. Get- raunin er haldin i tilefni 70 ára afmælis Visib á þessu ári. Getraunin er opin öllum áskrifendum Visis, bæði gömlum og einnig öllum þeim nýju áskrofendum, sem bæt- ast nú við daglega. Afmælisgetraun Vísis f fullum gangl Því er auðsvarað. Allir, sem eru áskrifendur Visis eða gerast áskrifendur Visis meðan á get- rauninni stendur, svo fremi að þeir vinna ekki á Visieða eru náin skyldmenni þeirra. Auðvitað er þaðskilyrði, að áskrifendur hirði um að senda getraunaseðlana inn. Þeir, sem senda inn alla seðl- ana, hafa mestar likur á að hreppa hnossið. Allir getrauna- seðlarnir fara i einn pott, sem dregið verður úr. Sá, sem sendir inn alla seðlana, hefur þvi sjö sinnum meiri likindi til þess að fá vinning.en sá, sem sendir aðeins inn einn seðil. Þeir, sem gerast á- skrifendur strax, hafa meiri iikur til að verða meðal hinna heppnu en sá, sem dregur að gerast á- skrifandi þar til seinna^ Fyrsti vinningurinn verður dreginn út 30. janúar, Mitsubishi Colt frá Heklu hf. Coltinn hefur reynst með vinsælustu bOum á markaðnum undanfarið. Rúm- góður, sparneytinn, þrælstöðug- ur, framhjóladrifinn 5 manna bill. Visis-Coltinn er 5 dyra og kostar tæpar 7 milljónir króna. Annar vinningurinn verður dreginn út 31. mars, sá nýjasti frá Japan, Suzuki SS 80F. Suzuki-bill- inn er sparneytnasti billinn frá Japan, en þó sagður hafa yfirdrif- inn kraft viö erfiöustu aðstæður. Eins og i Coltinum vekur athygli hve rúmgóður bill er og þægileg- ur. Hann er einnig framhjóladrif- inn og rásfastur. Visis-Suzukinn er spennandi 4 manna bill með 5 dyrum. Hann kostar rétt tæpar 5 milljónir króna. Vinningurinn 30. janúar, Mitsubishi Colt, er einn vinsælasti bniinn á markaðnum f dag, enda hefur hann sannað ágæti sitt, sem traustur, rúmgóður og vandaðurbill. Þriðji vinningurinn og jafn- framt sá veglegasti, sumarbú- staður frá Húsasmiðjunni, verður dreginn út 29. mai. Menn verða að hugsa til vorsins, sumarsins, til að meta þennan vinn Bústaðurinn er rúmgóöur og bjartur, 43fermetrar meðstofu, 2 herbergjum, eldhúsi, baðher- bergi og geymslu. Hann verður afhentur allur panelklæddur að innan með eldhúsinnréttingum og uppsettur hvar á landinu, sem óskað er. Þannig búinn kostar bústaður- inn um 15 milljónir króna. Þeir i Húsasmiðjunni segja, að hann sé mjög ódýr frá þeim. Verð hans ætti að vera um 20 milljónir frá- genginn eins og Visis-bústaðurinn verður. Þeir, sem eru duglegir að reikna út, eru sennilega þegar búnir að finna út úr þvi, að vinn- ingarnir i þessari veglegu af- mælisgetraun Visis, eru nálægt 30 milljónir króna að verðmæti. Við hvetjum þvi alla áskrifendur að senda inn getraunaseölana jafn- óðum og þeir birtast i blaðinu eða einn getraunaseöil á mánuði. Ekki þýðir að senda inn fleiri en einn seöil fyrir hvern mánuð. Við endurbirtum hvern seðil til þess að nýir áskrifendur geti getiö þátt i getrauninni og einnig til að þeir áskrifendur, sem gleyma sér, missi ekki af tækifærinu til að aka heim á nýjum bil i janúarlok eða marslok eöa að láta fara vel um fjölskylduna i nýja sumarbú- staðnum á fögrum stað næsta sumar. VITID ÞID RÉTTU SVÖRIN? Þegar þiöteljið ykkur vita réttu svörin viö þeim spurningum, sem viö vörpum hér fram, eigið þiö einfaldlega aö setja kross i þann reit, sem er framan við viökomandi svar undir hvorri myndinni fyrir sig. Þvi næst krossiö þið i þann áskriftarreit, sem viö á hér fyrir neðan og skrifið svo á seöilinn nafn þess á heimiiinu, sem skráður er fyrir áskriftinni að Visi. Þegar þessu er lokiö sendið þiö svo getraunaseöilinn til Vfsií Síðumúla 8, 105 Reykjavík, merkt „Afmælisgetraun” Sjö slikir getraunaseðlar munu birtast I Visi á meðan afmælis getraunin stendur yfir, einn í hverjum mánuöi fram i mai. Vinr ingarnir þrir veröa svo dregnir út úr réttum svarseölum 3( janúar. 31. mars og 29. mai. Verömæti þeirra er samtals um 2 milljónir króna. HVENÆR VAR FYRST FLOGIÐ YFIR HAFIÐ TIL ÍSLANDS? □ 1921 □ 1923 □ 1924 HVAÐA AR VAR ALÞINGISHATHJIN Á ÞINGVÖLLUM? 1926 1928 1930 rn Ég er þegar ■—I áskrifandi □ Ég óska aö gerast áskrifandi aö VIsi aö Visi Nafn Heimilisfang Byggöarlag Simi Nafnnúmer □ □ □ i 23

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.