Vísir - 15.12.1980, Blaðsíða 3
Mánudagur 15. desember 1980.
Ragnar S. Halldórsson forstjóri ÍSAL: „Þótt aörir fullvinni ál ann-
ars staðar, þá er ekki þar meö sagt, aö viö getum ekki vei unaö viö
þaö vinnsluviröi, sem viö höfum upp úr aö nýta okkar orkulindir”.
Takmarkaðir
möguleikar tll
pess að
vinna úr áli
hérlendis
segíp Ragnar S. Hallflórsson
forstjóri fslenska álféiagsins
„Möguleikar okkar Islend-
inga á að vinna úr áli eru tak-
markaðir”, telur Ragnar Hall-
dórsson, forstjóri Álversins i
Straumsvik. Hann sagði, að
fullunnar vörur úr áli væru
fyrirferðamiklar og d'ýrar i
flutningi og hvorki Norðmönn-
um né Kanadamönnum hefði
tekist að koma upp hjá sér ál-
iðnaði nema sem svaraði til
þarfa heimamarkaðar, en i
þeim löndum væri orkuverð til
áliðnaðarins svipað og hér.
„Þótt það hljóti að koma að
þvi, að við vinnum að einhverju
leyti úr áli, þá held ég, að það
verði ákaflega erfitt að brjótast
út úr þessum markaðsmála-
hring, enda ekki endilega nauð-
synlegt. Við erum alls ekki með
neina annars flokks fram-
leiðslu, þótt við flytjum út hráál,
sem kallað er.
Ef það ætti að vera einhver
allsherjarregla, að það væri
unnið úr hverju hráefni á þeim
stað, sem það er framleitt og
flutt út eins og neytendavörur,
þá væri enginn áliðnaður á ts-
landi, þvi að við fáum okkar
hráefni frá Ástraliu. Þótt aðrir
fullvinniál annars staðar, þá er
ekki þar með sagt, að við getum
ekki vel unað við það vinnslu-
virði, sem við höfum upp úr að
nýta orkulindir okkar. Ég vil
gjarnan láta koma fram, að
menn geta ekki búist við, að hér
verði farið að framleiða ál-
pappir, álplötur, prófila og hvað
það nú er, sem hægt er að fram-
leiða úr áli, og siðan verði þessu
dreift um allan heim. Það er
ekki svo einfalt, eins og okkar
aðalkeppinautar, Norðmenn og
Kanadamenn. hafa reynslu af.
Varðandi álsteypu. sem lengi
vel var haldið, að væri auðveld-
ast fyrir okkur að byrja á, hefur
komið i ljós, að það er hægar
sagt en gert, af tveim ástæðum.
1 fyrsta lagi er notað mest
brotaál, allt að 70%, i álsteypu.
Slikt ál höfum við ekki nema i
mjög litlum mæli, og þó viö vild-
um kaupa það, hefur sýnt sig, að
þess er ekki kostur, þvi að þau
lönd, sem mestál nota hafa sett
hömlur á útflutning þess.
Hin ástæðan er i sambandi við
hluti ibila, bilablokkir, bilahedd
eða annað. Það hefur sýnt sig,
að svo náin samvinna er á milli
þeirra, sem framleiða þetta og
hinna, sem nota þaö, að á milli
þeirra má ekki vera löng vega-
lengd, og það er talið vonlaust
að ætla sér að flytja slika hluti
yfir heimshöf. Milli þessara að-
ila eru að heita má dagleg sam-
skipti.
Frá þessu eru þó til undan-
tekningar, eins og bilafelgur,
sem eru framleiddar úr hrááli
og það standa vonir til, að það
geti orðið fyrsta skrefið hjá okk-
ur að steypa þær og koma þeim
á markað”.
Ragnar sagði að tveir aðilar
væru að velta fyrir sér mögu-
leikunum á álvinnslu, en hann
vissi ekki hvað hefði út úr þvi
komið enn sem komið væri.
—SV.
vtsm
Jafnan
fyrirliggjandi
í miklu úrvali
RAFMAGNSm HANDVERKFÆRI
1437 H
Heimilisborvél
Mótor: 320 wött
Patróna:10mm
Stiglaus hraöabreytir í rofa: 0-2600 sn./mín.
1417 H.
Heimilisborvél
Mótor: 420 wött
Patróna: 13mm
Stiglaus hraðcibreytir i rofa og tvær fastar
hraöastillingar: 0-900 eöa 0-2600 sn./mín.
Við SKIL heimilisborvélar fæst gott úrval hagnýtra fylgihluta
svo sem hjólsög, stingsög, smergel, pússikubbur og
limgerðisklippur. Alla þessa fylgihluti má tengja
við borvélina með einkar auðveldum hætti, svonefndri
SNAP/LOCK aðferð, sem er einkaleyfisvernduð
uppfinning SKIL verksmiðjanna. Auk ofan-
greindra fylgihluta eru á boðstólum
hjólsagarborð, láréttir og lóðréttir
borstandar, skrúfstykki, borar,
virburstar, skrúfjárn og
ýmislegt fleira sem eykur
stórlega á notagildi SKIL
heimilisborvéla. Eigum
einnig fyrirliggjandi
margar fleiri gerðir
og stærðiraf SKIL
rafmagnshandverkfærum.
ÞEIR, SEM VILJA VÖNDUÐ VERKFÆRI, VELJA SKIL
Einkaumboö á Islandi fyrir Skil rafmagnshandverkfæri.
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SIMI 84670
Komið og skoðið, hringið eða
skrifið eftir nánari
upplýsingum. Athugið hvort
SKIL heimilisborvél og
fylgihlutir eru ekki
hagnýt gjöf til heimilis ykkar
eða vina ykkar.
AORIR ÚTSÖLUSTAÐIR:
REYKJAVÍK:
SÍS Byggingavbrudeild.
Suðurlandsbraut 32.
Verslunin Brynja, Laugavegi 29.
HAFNARFJÖRÐUR:
Rafbúðin, Alfaskeiði 31..
KEFLAVIK:
Stapafell h/f.
ÞINGEYRI:
Kaupfélag Dýrfirðinga
ÍSAFJÖRÐUR:
Straumur h/f.
HÓLMAVÍK:
Kaupfelag Steingrimsfjarðar.
BLÖNDUOS:
Xaupfélag Húnvetninga
SIGLUFJÖRÐUR:
Rafbær h/f.
AKUREYRI:
Verslunin Raforka
Handverk, Strandgötu 23.
HÚSAVÍK:
Kaupfélag Þingeyinga
VOPNAFJÖRÐUR:
Kaupfélag Vopnflrðinga
EGILSTAÐIR:
Verslunin Skogar
SEYÐISFJÖRÐUR:
Stalbúðin
NESKAUPSSTAÐUR:
Eirikur Ásmundsson
HÖFN:
Kaupfélag Austur-Skaftfellinga
VÍK:
Kaupfélag Skaftfellinga
Fullkomið hjónaband
Nýja Philips myndsegulbandið, með átta
klukkustunda kassettunni, og Philips 26"
litsjónvarpið, eru aðdáunarvert parl Tærir litir
og skýr mynd gera sjónvarpsþættina þægi-
lega og ánægjulega fyrir áhorfandann.
Philips 2000 er eina kassettan á markaðnum,
sem býður upp á 8 klst. af skýrum og áferðar-
fallegum myndum, sem eru einkenni nýja
Philips kerfisins.
Philips kann tökin á tækninni!
heimilistæki hf
Hafnarstræti 3 — Sætúni 8.
PHIUPSJ