Vísir - 17.12.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 17.12.1980, Blaðsíða 8
VlSIR 8 Miðvikudagur 17. desember 1980 utgeiandi: Reykjaprent h.t. Framkvæmdastjóri: DaviB Guflmundsson. Ritstjórar: Olafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttast|óri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaflamenn: Axel Ammendrup, Arnl Sig- fússon, Friða Astvaldsdóttlr, Gylfl Krlstjánsson, lllugl Jökulsson, Kristln Þor- steinsdóttir. Páll Magnússon, Svelnn Guðjónsson, Særr.undur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttlr. Biaflamaflur á Akureyri: Glsll Slgurgelrsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Elin Ell- .ertsdóttir, Gunnar V. Andrésson, Kristján Ari Elnarsson. útUtiteiknun: Gunnár Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurflur R. Pétursson. ' . Ritstjóm: Slðumúlí 14, slmiflóéll 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla 8. slmar 86611 og 82260. Afgreiflsla: Stakkholti 2—4, slmi 86611. Askriftargjald kr. 7.000 á mánuði innanlands og verð i lausasölu 350 krónur eintak-, ið. Vísir er prentaður i Blaðaprentihf.,Siðumúla 14. VINSTRI STJORN VAR ÞAÐ HEILUN f nefndaráliti fyrsta minnihluta fjárveitingarnefndar, sjálfstæðismannanna Lárusar Jónssonar, Friðriks Sófussonar og Guðmundar Karlssonar,er dregin saman sú vinstri stefna, sem núverandi rikisstjórn fylgir. Það er lærdómsrik lesning. i pólitík tala menn gjarnan um vinstri og hægri stefnur eins og þau hugtök hafi ákveðna merkingu, góða eða slæma, eftir því hvar menn standa í flokki. Slíkar skilgreiningar eru þó hæpnar nema sem mjög almenn- ar vísbendingar um viðhorf manna eða flokka til þjóðrriála. Sósialistar telja sig vera vinstri menn og því róttækari sem stjórnmálaf lokkar og rikis- stjórnir eru í framgangi sínum fyrir ríkisafskiptum, í andstöðu sinni gegn frjálsum atvinnu- rekstri og baráttu sinni fyrir aukinni skattheimtu því lengra til vinstri telja þær sig vera. Ríkisstjórn Ólafs Jóhannes- sonar 1971-1974 og ríkisstjórn sama manns 1978-1979 töldu sig báðar vera til vinstri. Hins vegar hafa menn deilt um það hvort nú- verandi ríkisstjórn flokkaðist sem vinstri stjórn, einkum vegna þess að nokkrir sjálfstæðismenn eiga aðild að stjórninni. I þessum efnum er óþarfi að deila um nafngiftir fyrirfram, heldur er einfaldast að láta stað- reyndir tala sínu máli. Fyrsti minni hluti fjárveiting- arnefndar, sjálfstæðismennirnir Lárus Jónsson, Friðrik Sófusson og Guðmundur Karlsson hafa sent f rá sér af ar f róðlegt og yf ir- gripsmikið nefndarálit. í þessu nefndaráliti er það fullyrt að nú- verandi ríkisstjórn fylgi ein- dregnari vinstri stefnu í ríkis- fjármálum og efnahagsmálum en þær ríkisstjórnir sem kenndar eru við Ólaf Jóhannesson. Þessari fullyrðingu er fundinn staður með ýmsum upplýsingum og upptalningu. I nefndarálitinu segir m.a.: „Skattheimta er aukin annað árið í röð og með útsvarshækkun- um í fyrra verða skattaálögur um 70 milljörðum króna þyngri á næsta ári en verið hefði ef sömu skattareglur giltu og 1978. Þetta jafngildir rúmlega 1,5 millj. króna á hverja 5 manna fjöl- skyldu í landinu. Skattar verða aldrei hærri af vergri þjóðarframleiðslu en áætluð skattheimta á næsta ári." „Allar vinstri stjórnir beita neðanjarðarhagkerfi sem fólgið er í sérstöku dálæti á verðlags- höftum, miðstýringu og hvers kyns efnahagslegum feluleik. Þær beita niðurgreiðslum, félagsmálapökkum og milli- færslum í ríkum mæli. Bannað er að selja vöru á sannanlegu kostnaðarverði, fyrirtæki eru látin safna skuldum, verðlags- höft blómstra, og falsað gengi krónunnar." „Þetta neðanjarðarhagkerfi" segir í nefndarálitinu, „veldur því, að enginn aðili í þjóðfélaginu veit hvar hann stendur f járhags- lega. Heimilin vita ekki hvenær stjórnvöld auka eða minnka nið- urgreiðslur. Fyrirtæki vita ekk- ert um leyft verð vöru þeirra eða þjónustu mánuð fram í tímann. Jafnvel opinber fyrirtæki og stofnanir eru ofurseld þessari sömu óvissu. Augljóst er, að öll á- ætlanagerð og heil efnahagsleg hugsun er útilokuð við slíkar að- stæður." „Niðurtalning eins og hún hef- ur verið framkvæmd er í reynd harðvítugustu verðlagshöft sem upp hafa verið tekin, a.m.k. síðasta áratug," segja þeir þremenningarnir. „Verðlagshöft hafa aldrei dugað í glimu við verðbólgu. Reynslan sannar þetta áþreifanlega nú. Niður- talningin hef ur svo kirf ilega mis- tekist að um algjör öfugmæli er að ræða". Eitt gleggsta dæmið sem þremenningarnir nefna um vinstri stefnu ríkisstjórnarinnar er sú kúvending í húsnæðis- málum sem er innsigluð með nú- verandi f járlagaf rumvarpi. Fjárframlög úr ríkissjóði til byggingar íbúða á vegum einstaklinga eru freklega skorin niður, samtímis því sem slík framlög til félagslegra íbúða- bygginga eru margfölduð. Mörg önnur athyglisverð dæmi eru rakin um vinstri stefnu ríkisstjórnarinnar. Það ættu sem flestir að verða sér úti um þetta nefndarálit,ekki síst þeir sjálf- stæðismenn, sem hafa verið í vafa um hver stjórnarstefnan væri í raun. Steinar J. Luðviksson: ÞRAUTGÓÐIR A RAUNA- STUND — 12. bindi Örn og Örlygur 1980. Þessi björgunar- og sjóslysa- saga íslands er orðinn mikill bálkur. I fyrri bindunum er sag- an frá árunum 1907-1958, og þdtt ekki væri þessi greip spennt lengra en til aldamótanna, vantar enn eitt bindi um árin 1900-1902, og siðan er eftir að prjóna við og segja þá sögu sem gerst hefur eftir 1958 á þessum vettvangi svo að þetta verk get- ur varla orðið minna en 20-30 bindi þegar öldin er öll. En slfk aldarsaga björgunar- og sjó- slysamála er ekki litil heimilda- kista og væntanlega lyki þessu aldarverki meö nafnaskrá ís- lendinga sem farist hafa i sjó við landið á öldinni. Steinar segir i formála fyrir þessu bindi: ,,A fyrstu árum aldarinnar var aö verða breyting á islenskum útgerðar- háttum, sem siðar varð svo að byltingu. Vélbátarnir voru að koma til sögunnar, en árið 1902 var sett vél i islenskan bát vest- ur á tsafiröi og þótti sú tilraun gefa svo góða raun, aö flestir þeir, sem fengust viö útgerö slikra báta fóru að hugsa sér til hreyfings. En um hrið gegndu þó skúturnar og opnu róörar- skipin veigamestu hlutverki, og var oft hart sótt og af kappi á þessum skipum. Sjóslys voru afar tið enda björgunarmál skammt á veg komin. Nokkur hreyfing varð á björgunarmál- um eftir hið hörmulega slys við Viöey I aprílmánuði 1906, en þá var hafin fjársöfnun til kaupa á björgunarbáti. Enn leið þó um hálfur þriðji áratugur uns Slysavarnarféiag Islands var stofnaö og starfiö komst i fast- mótaðar skorður”. Eftirminnilegasta sjóslysa- hrinaná árinu 1903 er vafalaust skattur sá, sem greiddur var aftakaveðrinu snemma i mars það ár, er tvö þilskip úr Eyja- firði fórust með 31 manni og af öðrum fleytum fórust 6 menn. 1 janúar þaö ár strandaði þýskur togari við Skeiðarársand og tólf manna áhöfn hans var ellefu daga aö hrekjast i ótrúlegum raunum i leit að mannabyggð, og fórust sumir i þeim hrakningum én aðrir hlutu kal- sár og mikil örkuml. Fjölmörg önnur sjóslys urðu á árinu, þótt ekki yrðu eins mannskæð og frá er greint i þessari bók. t annál ársins 1904 varð mesta sjóslysið i september, þegar 13 menn drukknuðu af þilskipinu Bergþóru i Patreksfjarðarhöfn er smábát á leiö til lands hvolfdi undir þeim. Þetta er eitthvert átakantegasta slys á öldinni, þar sem það varð uppi i land- steinum viðstórt þorp, meira að segja inni i höfn, þótt ekki væri vel skýld i þá daga. Þetta ár fórst einnig hákarlaskip með allri áhöfn frá Eyjafirði. bað ár varö lika heiilamikil björgun, er nær 40 manns af Kong Inge h.jkm.'imdi komust á land i Bakkafiröi. Arið 1905 lét ekki sitt eftir liggja og urðu janúarveðrin skáeðust eins og oft áður. Þá fór- ust þrir bátar frá tsafirði með allri áhöfn alls 15 manns og i márs fórst fjórði báturinn frá tsafirði meðsexmanns. Miklar mannfórnir frá litlum kaupstað á einu ári. 1 september drukknuðu ellefu manns af sexæringi við landsteina skammt frá Akranesi. Mörg er- lend strönd voru hér við land þaö ár, meöal annars breskur togari undir Krisuvikurbjargi og fórst öll áhöfn. En einnig björguðust margir úr sjávar- háska þessa veðrasama árs, og Sjóslvsahpyöjan mikla eítir aldamótin gekk oft kraftaverki næst. Hrikalegasta sjóslysið á árinu ‘ 1906 var vafalaust strand kúttersins Ingvars viö Viðey, þegar hundruð Reykvikinga urðu að horfa á það handvana að skipverja sleit einn af öðrum úr reiða eða af öðrum stöðum skipsins og drukknuðu. t þessu veðri fórust þrjústór þilskip frá Reykjavik rpeð allri áhöfn — og drukknuöu af þessum þrem skipum hartnær 70 manns. Þetta ár er eitt hiö mesta mann- skaðaár á sjó hér við land, en einnig björguðust margir úr bráðum háska. Ingvars-slysið og aðrir sjó- skaöar á þessu ári uröu til þess aö menn fóru að huga meira aö slysavömum hér á landi eins og segir i formálanum, og upphaf varð á hinni gifturiku varnar- sóknlandsmanna á siðari árum. Ýmsar frásagnir i þessari bók eru áhrifarikar og átakanlegar, en einstaka sigurglöð. Hæst ber vafalaust frásögnina af Ingvarsveðrinu 1906, enda til- tækastar heimildir um þann mannskaöa, bæði við Viðey og Mýrar. Frásagan af hrakning- um Þjóðverjanna 11 á Skeiðar- ársandi er lika átakanlegri en tárum taki, en um leið nokkur sigursaga. Að öllu er 12. bindi hin læsilegasta bók, þótt efninu mm wm wm wm mm wm mm wm wm sé nokkuð þjappað saman, og aögengilegra hefði verið að nota meira af lýsifyrirsögnum. Nokkrar myndir eru i bókinni. I heild er þetta safn orðið þrekvirki og þó hvergi nærri allt. Maöur hlýtur að dást að þeirriþolinmæði og elju, sem að baki þvi liggur og ávöxtur henn- ar er oröinn ómetanlegur. Frá- sögn Steinars er ætið skilagóð og blátt áfram og mjög læsileg. Yfir henni er hógværð og sjald- an reynt að ofhlaða eða spenna boga ofvænis og hughrifa. Það lætur að likum, að enginn leikur er aðdraga að efni i frásagnir af atburðum frá þessum árum, og getur varla hjá þvi farið að eitt- hvaö sé missagt, ofsagt eöa vansagt, enda heitir höfundur leiðréttingum siðar meir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.