Vísir - 17.12.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 17.12.1980, Blaðsíða 12
12 VÍSLR Miðvikudagur 17. desember 1980 GUÐI SÉ LOF AÐ MÍN BÖRN NOTA EKKI EITURLYF. Ef þau drekka þá nota þau eiturlyf. A meðan 44.000 Is- lendingar ofnota áfengi ættum við að hætta aö láta eins og það sé ekki eiturlyf. ÞAÐ ER DÓNASKAPUR AÐ AFÞAKKA GLAS. Þvættingur. Það er dóna- skapur að þröngva drykkjum upp á þá sem vilja þá ekki eða mega ekki fá þá. — ÞAÐ ER ÓKURTEISI AÐ SEGJA VIÐ VIN SINN AÐ HANN DREKKI OF MIKIÐ. Kannski — ef við værum ekki svona „KURTEIS” væru ekki svona margir af vinum okkar háðir áfenginu. DRYKKJUSÝKI ER BARA HUGARASTAND Það er meira,það er mjög raunverulegur sjúkdómur og það er visindalega sannað að likamleg þörf er staðreynd. NOKKUR GLÖS HJALPA MANNI AÐ SLAPPA AF. Kannski. En ef þú notar áfengi sem meðal ættir þú að heim- sækja lækni þinn. FYRSTU GLÖSIN ÆTTU AD VERA „TVÖFÖLD” SVONA TIL ÞESS AÐ KOMAST í „GANG”. Að koma gestum sinum i „gang” er verkefni góðra gestgjafa — ekki flöskunnar. Þú hlýtur að hafa meira að bjóða gestum þinum en áfengi. AÐ DREKKA MARG- AR TEGUNDIR VELDUR TIMBIURMÖNNUM. Aðalor- sök timburnianna er of mikil drykkja. Punktur. ÞEIR SEM DREKKAOF MIKIÐSKAÐA AÐEINS SJALFA SIG. Og fjölskyldur sinar — og vini sina — og vinnuveitendur sina — og ókunnugt fólk á vegum. OG ÞIG. BÖRN LÆRA ÞAÐ SEM ÞÚ SEGIR ÞEIM UM DRYKKJU. Börnin þin læra það sem þú SÝNIR þeim um drykkju. Ef þú drekkur mikið — ef þú veröur útúrdrukkinn áttu það á hættu aö börnin feti i fótspor þin. TREYSTU ALDREI MANNI SEM EKKI DREKKUR Þú veist að þetta er kjánalegt. Samt sem áður erum við dálit- ið óstyrk innan um fólk sem ekki drekkur. PUNKTAENDIR Undanfariö höfum viö birt nokkra punkta um áfengi og lýkur þeim hér. Þessir punktar eru sóttir i litinn bækling, sem ber heitiö „Tröllasögur um drykkju- skap”. Hugleiöingar um goðsagnirnar þjóösögurnar duttlungana og tálið i drykkju- skap. Afengisvarnarnefnd Junior Chamber Reykjavik og Samtök áhugafólks um áfengisvandamáliö — SAA — stóöu aö útgáfu þessa bæklings. Matseðill heimilisins: Megrunarmatseðill Þá kemur hér seinni hluti megrunarmatseðilsins. Fyrri hlutinn var í mánudagsblaðinu (ef einhverjir hafa misstaf birtingu hans). Nokkrar uppskriftir fylgja með lika í dag og jafnframt listi yfir fæðutegundir sem ekki þarf aðtakmarka og þið megið neyta að vild. Svo fylgir einnig — BANNLISTI — yfir þær fæðutegundir sem ber algjörlega að forðast. Það er Anna Edda Ásgeirsdóttir dietsérfræðingur á Borgarspitalanum, sem samdi fyrir okkur þennan sérstaka megrunarmatseðil. —ÞG FIMMTUDAGUR MORGUNVERÐUR Appelsina 1/2 heilhveitibrauðsneið með harðsoðnu eggi og sneiðum Kaffi eða te tómat- 1 matskeið blandað grænmeti 1 kartafla Nýir brytjaðir ávextir (1/2 bolli) Kaffi eða te SIÐDEGISKAFFI HADEGISVERÐUR Steikt lifur (lifrin steikt i dagskammtinum af smjöri) með lauk (laukurinn soðinn i litlu vatni með kryddi) Soðið blómkál 1 msk. grænar baunir 1 kartafla Bakað epli með kanil Kaffi eða te 1 glas undanrenna 1 epli KVÖLDVERÐUR SÍÐDEGISKAFFI 1/2 sneið maltbrauð með osti og gúrkusneiðum 1 glas undanrenna KVÖLDVERÐUR 100 gr. skyr, hrært með undanrennu og vatni 1 glas undanrenna 1/2 sneið gróft braut 1/2 banani Bökuð ipli með kanil Afhýðið epli, takið kjarnahúsið úr og raðið þeim i eldfast mót. Stráið kanil yfir, hellið litlu vatni og sitrónusafa i botninn á mótinu, setjið lok á mótið og bakið í ofni i um það bil 25 min. við 225 gr. C. FÖSTUDAGUR MORGUNVERÐUR Soðiö egg 1/2 sneið maltbrauð 30 g saltsild (ath. að kryddlögurinn sé ekki of sætur) 1 glas undanrenna. HADEGISVERÐUR Ofnbakaðar lærisneiðar með lauk og gulrótum Rósakál Fisksalat, sett á salatblað, skreytt með tómötum, gúrku- sneiðum og sitrónubátum 1 heil heilhveitibrauðsneið Appelsina Uppskrift: Fisksalat (fyrir 2) 100 g soðinn fiskur 1/2 dós aspas (litil dós) 1-2 matskeiðar mayonnes 1 matskeið sýrðúr rjómi Safi úr 1 sitrónu Salt, pipar, steinselja Fiskurinn smátt saxaður, mayonnesi og sýröum rjóma biandað saman við ásamt smátt brytjuðum aspas. Bragðbætt með sitrónusafa, salti og pipar. Einnig má nota annað krydd að vild. LAUGARDAGUR MORGUNVERÐUR 100 g(5 matskeiðar) hafragrautur 1 glas undanrenna 1 epli eða 1/2 glas eplasafi HADEGISVERÐUR Soðinn nýr fiskur Soðnar rófur. Hrátt salat 1 kartafla 12 vinber StÐDEGlSKAFFI 1 heilhveitikex með osti og gúrkusneiðum 1 glas undanrenna Anna Edda Ásgeirsdóttir dietsérfræðingur á Borgarspitalanum. KVÖLDVERÐUR Tær grænmetissúpa 1 ristuð heilhveitibrauðsneið 30 g ostur. Harðsoðið egg Tómatbátar og gúrkusneiðar 1/2 banani Kaffi eða te SUNNUDAGUR: MORGUNVERÐUR 1/2 greipaldin 1/2 rúnstykki með osti og paprikusneiðum Kaffi eða te HÁDEGISVERÐUR 1 bolli tært soð Ofnbökuð lambasteik Blandað grænmeti 1 kartafla Sykurlaust ávaxtahlaup Kaffi eða te SÍÐDEGISKAFFI 1 rúghrökkbrauð með osti og gúrkusneiðum 1 glas undanrenna. KVÖLDVERÐUR Fiskhlaup með grænmeti Blaðsalat, tómatsneiðar, EFTIRTALDAR FÆBUTEGUNDIR RER Afl FORÐAST ALGJORLEGA Sykur (hvítan og brúnan) — þrúgusykur (glúkósa) — sorbitol — sælgæti — siróp — súkkulaði — hunang — hnetur — vinarbrauö — búðingsduft — jafnaðar súpur — pylsur — kjöt- deig — rjómais — ávexti — niöursoöna i sykri — Avexti — þurrkaða svo sem: —döðlur, — aprikósur — ávaxtahlaup — marmelaöi — sulta — möndlur — allar sætar kökur — kartöflu- mjöl — spaghetti — bjúgu — fiskdeig — jurtals — mjólkuris — feitt álegg — gular baunir — bjór — áfengi — sherrý — sæt- súrt grænmeti (Pickles) — olíu- sósa — feitar saiatsósur — gos- drykki — sæta ávaxtasafa — allan pönnusteiktan mat — sucron MEGRUNAR- OG SYKUR- SÝKISVÖRUR BER AÐ FORÐ- AST. ÞÆR INNIHALDA HITAEIN- INGAR EINS OG ALLUR MATUR. ATHUGIÐ: notið EKKI sykur i mat. SLEPPIÐ EKKI ÚR MALTÍÐ- UM , BORÐIÐ EKKI MILLI MALA. Vigtið ykkur aðeins einu sinni I viku og alltaf á sömu vigtinni. — Vigtið matinn til að byrja meö — . Eftirtaldar fæðutegundir barf ekki að takmarka og má bví neyta að vild AVEXTIR: Rabarbara, melónu, sitrónu, greipávöxt (1/2 stk) GRÆNMETI Hvitkál — blómkál — brokkál — rósakál — lauk — blaðlauk — graslauk — blaðselleri — snittubaunir — aspargus — spinat — tómata — agúrkur — blaðsalat — steinselja — hreðkur — gulrætur — gul- rófur — næpur — sveppir — rauðkál (sykurlaust). I ÝMISLEGT: Salt — pipar — sinnep (ósætt) | - edik — blaðkrydd — matar- | lim — sitrónusafi — tómatsafi — sódavatn — sykurlausir gosdrykkir — kjöt — græn- metissoð — te — kaffi. SYKURÍGILDI: Saccharin — sweetex — hermesetas — saxin gúrkusneiðar, sitrónubátar. 1 sneið maltbrauð eða annað gróft brauð. Ný pera 1 glas undanrenna Kaffi eða te. Uppskrift: Sykurlaust ávaxtahlaup (fyrir 3) 2 dl hreinn ávaxtasafi 1 dl vatn 1 banani 3 blöð matarlim Matarlimið er lagt i bleyti. Brætt. Sett út i appelsinusafann. Ofurlitillsafi er settur í mót. Þeg- ar það er hálfhlaupið er banana- sneiðum raðað i mótið, síðan af- ganginum af safanum. t staðinn fyrir banana má nota t.d. melónubita, vinber eða/og smátt brytjaðar perur. Einnig er gott að nota sykurlausa niður- soðna ávexti og nota þá safann af ávöxtunum i staðinn fyrir appel- sinusafann. Leiðréttlng Ekki eru öll börn miskunnar- laus, var fyrirsögn á viðtali við skólastjóra og kennara I Mýrar- húsaskóla i Visi i gær. Prentvillu- púkinn gerði okkur þar grikk sem við viljum leiðrétta. Höfð var setning eftir Páli Guðmundssyni skólastjóra i viðtalinu: — Okkar vandi er sá að reyna að sjá um, aö þaö skeri sig úr hópnum... — og það var hér sem prentvillupúkinn kom við sögu, setningin á rétt að hljóða svo: — „Okkar vandi er sá að reyna að sjá um aö BARNIÐ FINNI EKKI A NOKKURN HATT aö það skeri sig úr hópnum, og hefur þetta gengið mjög vel”. —ÞG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.