Vísir - 17.12.1980, Blaðsíða 18

Vísir - 17.12.1980, Blaðsíða 18
Hvernig kvikmyndadisir vilja hafa karlmenn: Kímnigáfan er mesti kosturinn Texti: Sveinn Guðjónsson. tegundum karlmanna sem einnig komust á blaö í könnun þessari má nefna þá sem kunna að fara með völd og áhrif/ menn sem eru tilfinninganæmir, kurteisa menn og menn sem eru vel á sig komnir líkamlega. En kímnigáfan var í yfirgnæfandi meiri- hluta talin sá eiginleiki, sem æskilegastur er í fari karlmanna, að dómi kvik- myndadísanna. Súsanne Somers var ein þeirra sem nefnd var til vitnis i blaðinu og taldi hún kimnigáfuna koma númer eitt, en bætti siðan við: „Ég hef alltaf laðast að karl- mönnum sem eru valdsmanns- legir. Það kemur sennilega til af þvi, að menn sem fara með völd eru yfirleitt mjög öruggir með sjálfa sig, sem er mikill kostur”, — segir Suzanne. — ,,En þetta er samt tvieggjað þvi að ég met það mikils ef karlmenn, sem eru i fullkomnu jafnvægi * eru ekki hræddir við að verða börn endr- um og eins. Þeir eiga að geta grátið þegar það á við og þá er það mikill kostur að geta leitað huggunar án þess að skammast sin fyrir það. Maðurinn minn er einmitt svona...” Tilfinningarikir menn og kurteisir eru þeir bestu að dómi leikkonunnar Shirley Jones. „Ég vil eiga mann sem getur grátiö og beðið afsökunar ef hann gerir eitthvað rangt. Ég vil einnig að menn opni dyrnar fyrir mig, biði eftir mér og komi fram við mig eins og dömu. Hann á að biða eftir mér á flugvellinum, hangandi yfir handriðið, veifandi/hann á að bera töskurnar minar og hann á Suzanne Sommers með manni sinum Alan Hamel: „Klmnigáfan núm- er eitt, en menn verða einnig að vera vaidsmannslegir”. að nudda á mér bakið þegar ég get ekki sofið. Hann á að láta sér annt um mig og vera afbrýðisam- ur þegar ég daðra við aðra karl- menn”, — segir Shirley. Heldur þykir okkur þetta litilfjörleg manngerð sem leikkonan lýsir en hún segir að einmitt þetta hafi orðið til þess, að hún féll fyrir manni sinum, grinleikaranum Marty Ingels. Joyce DeWitt sem leikur með Susanne Sommers i sjónvarps- myndaf lokknum „Three’s Company”, segist kunna best við menn sem hafa til að bera sjálfsöryggi án þess að vera montnir. Ég þoli ekki þessa vöðvastæltu baðstrandartýpu”, — segir hún. Á hinn bóginn þykir Dinah Shore slíkir menn eftir- sóknarverðir og lýsing hennar á draumakarlmanninum minnir mjög á fyrrverandi kærasta hennar, Burt Reynolds. „Likam- legt atgervi er mjög þýðingar- mikið en karlmenn verða lika að vera góðhjartaðir og umhyggju- samir”, — segir hún. Grinleikkonan Phyllis Diller segir að kimnigáfa sé númer eitt, tvö og þrjú. Að auki sé heilbrigð skynsemi ómissandi þáttur og þvi greindari sem menn séu þeim mun betra. I sama streng taka fjölmargar aðrar sem spurðar voru og þá einkum þetta með kimnigáfuna. Þar á meðal er leikkonan Adrienne Barbeau, sem á sinum tima var fræg fyrir leik sinn i sjónvarpsþáttunum „Maude”. Adrienne bætti þvi við að bliðlyndi væri afar þýðingar- mikill eiginleiki og að karl- mannahroka þyldi hún ekki undir nokkrum kringumstæðum. „Likamlegt atgervi skiptir minna máli en hið andlega”, — segir Adrienne sem sjálf hefur þó komist býsna langt á útliti sinu fremur en einhverju öðru. Shirley Jones og eíginmaðurinn Marty Ingels. Hún vill að maður- inn strjúki sér um bakiö á nóttun- um, að honum þyki vænt um sig og sé afbrýöisamur. Ellimörk Britt Ekíand hefur sýnt þess nokkur merki að undanförnu að hún er að þroskast. Nýlega afþakkaði hún boð frá hinum 19 ára gamla Christopher Atkins um samfylgd á diskótek á þeirri forsendu að hún væri þreytt. „Ég er búin að fá hálfgerðan leiða á þessum ungu strákum", — sagði hin 38 ára gamla leikkona sem fram tii þessa hefur valið sér leikfélaga úr hópi unglinga um og innan við tvítugt... Adrienne Barbeau: „Likamlegt atgervi skiptir minna máli en hiö andlega”. Þeir eiginleikar sem kvenstjörnurnar í Holly- wood meta mest í fari karlmanna, eru kimnigáfa og mátulegt sjálfsöryggi, samkvæmt skoðanakönnun sem blað eitt þar vestra gerði nýlega. Af öðrum Jólasveinarnir komnir i bæinn Engum blöðum er nú um það að fletta að jóla- sveinarnir eru komnir til byggða. Askasleikir og nokkrir bræður hans sáust á ferli i miðbæn- um á sunnudaginn og meðal annars brugðu þeir á leik á þaki Köku- hússins eftir að búið var að kveikja á norska jólatrénu á Austurvelli. Krakkarnir i bænum þustu á vettvang til að bjóða þá velkomna og þeir bræður léku við hvern sinn fingur eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Harmonikkan er oröin ómissandi þáttur I uppákomum jólasveinann enda var mikiö sungiö undir dillandi tónum nikkunnar. Bæjarbúar fögnuöu jólasveinunum er þeir komu fram á þaki Köku- hússins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.