Vísir - 17.12.1980, Blaðsíða 28

Vísir - 17.12.1980, Blaðsíða 28
vísm Miðvikudagur 17. desember 1980 síminn eröóóll veðurspá dagsins Enn verður að gera ráö fyrir stormi á öllum miðum og djúpum. Skammt norðaustur af landinu er 960 mb lægð, sem hreyfist norðaustur, frá lægð- inni liggur lægðardrag undan Noröurlandi og til suðvesturs um utanvert Snæfellsnes. Veð- ur er kólnandi. Veðurhorfur næsta sólarhring: Suðurland og Faxaflói: Hæg breytileg átt og él i fyrstu, en gengur fljótlega i allhvassa norðanátt með snjókomu. Sumstaðar stormur á miðum, fer siöar að létta til og norðan- áttin að ganga niður. Breiðafjörður: Er að ganga i noröaustan hvassviðri og jafn- vel storm með snjókomu, fer aö ganga niður með kyöldinu. Vestfirðir: Noröaustan storm- ur og sumstaðar rok á miðum, en viðast heldur hægari til landsins. Snjókoma. Fer að ganga niður með nóttinni. Strandir og Norðurland vestra: Gengur i hvassa norðan- og norðaustanátt og sumstaðar storm með snjó- komu. Lægir i kvöld og nótt. Norðurland eystra og Austur- land að Glettingi: Hæg breyti- leg átt og úrkomulitiö fyrst, en gengur siðar i noröan hvass- viðri með snjókomu. Austfirðir: Allhvöss suðvest- anátt og vestan og viðast þurrt fram eftir degi, en gengur þá i norðan hvassviðri með éljum. Suðaus turland: Suðvestan stormur á miðum, en mun hægari til landsins og él, geng- ur siödegis i norðan og norð- vestan hvassviðri og fer að létta til. • •• veðriO hér og par Veður kl. 6 i morgun: Akureyri skýjeA -^3, Bergen rigning 3, Heisinki léttskýjað -7-11, Kaupmannahöfn létt- skýjað 1, Reykjavik snjóél 0, Stokkhólmur léttskýjað 4-8, Þórshöfn skýjað 5. Veður kl. 18 i gær: Aþena skýjað 12, Berlin létt- skýjað -í-4, Chicagosnjóél -t-4, Feneyjar rigning 5 Frankfurt hálfskýjað 1, Nuuk snjókoma -=-5, London hálfskýjað 4, Luxemborg heiðskirt 0, Las Palmas skýjað 18, Mallorka léttskýjaö 7, Montreal snjó- koma 7, Páris léttskýjað 3, Róm þokumóða 13, Malaga léttskýjað 12, Vin alskýjað 6, Winnipeg snjókoma -i-7. Loki segir „Kokkar og bilstjórar sömdu,” segir Mogginn i morgun. Ætíi þeir hafi samið um eina með öllu fyrir bilstjórana? Fagranesíú strandaði í blíðskaparveðri: ASTÆSUR STRANDSIHS ROHU FRUH ISJÖRÉTTI - segir Hjalti Hjaltason skipstjðri „Við vorum að koma inn til isafjarðar i finasta veðri.þegar skipið strandaði við Arnarnes. Um borð var sex manna áhöfn og sex farþegar og öllum gekk vel aö komast i land. Skipið náð- ist svo út á flóðinu i nótt, rétt í þann mund að óveður skall á” sagði Hjalti Hjaltason skipstjóri á djúpbátnum Fagranesi.i sam- tali við Visi i morgun. Það var laust uppúr klukkan hálf átta i gærkvöldi. sem Fagranesið strandaði við mynni Skutulsfjarðar, stutt frá tsa- fjarðarkaupstað. Hjalti sagði að ástæður strandsins væru ljósar, en hins vegar væri rétt að biða með að greina frá þeim þar til I sjórétti. Fagranesiö á siglingu. Menn úr björgunarsveit Slysavarnarfélagsins á tsafirði fóru strax á strandstað og frétt- ist um óhappið og sömuleiðis var lóðsbáturinn sendur á vett- vang. „Farþegarnir sex og þrir af skipshöfninni fóru strax i land. Siðan fórum við þrir i land i tvo tima til að ganga frá undirbún- ingi þess að draga bátinn út. Það gekk mjög vel, en það var Július Geirmundsson.sem kippti i hann og þetta tókst i fyrstu at- rennu. má segja,” sagði Hjalti skipstjóri ennfremur. Fagranesið liggur nú við bryggju á tsafirði og verða skemmdir kannaðar i dag. SG Bjarni Jakobsson formaður Iðju, félags verksmiðjufólks.afhendir formönnum fjárhags- og viöskipta- nefndar alþingis mótmæli 400 starfsmanna i sælgætis- og gosiðnaði, gegn framkomnu frumvarpi um vörugjald á þessar iðngreinar. Þeir Ilaildór Asgrimsson og ólafur Ragnar Grlmsson voru hvattir til þess að kynna öðrum alþingismönnum efni mótmælanna. Vlsismynd: GVA Víkingar fá 2 milliönir — Viðerum ánægðir með þessa samþykkt borgarráðs og þann skilning sem borgaryfirvöld hafa sýnt okkar málefni, sagði Ey- steinn Helgason formaður Hand- knattleiksdeildar Vikings. Borgarráð samþykkti á fundi sin- um i gær að veita handknattleiks- deild Vikings 2 milljón króna styrk vegna frammistöðu i Evrópukeppninni i handknattleik. Vikingar eru komnir i 8-liða úr- slit Evrópukeppni meistaraliða og verður dregið i keppninni i dag — i Basel i Sviss. SO.S Drengur fyrir bíl 12 ára drengur varð fyrir bfl á Hringbraut um hádegi i gær. Bif- reið hafði stansað til þess að hleypa drengnum yfir götuna nærri gangbraut,en hann hafði ekki notað gönguljósin. Bill kom aðvifandi á leið i gagnstæða átt og lenti á drengnum, sem meiddist illa á höfði. —AS Skuld Jökuls hf. viö Raufarhafnarhrepp: „Fara ekki út í lög- söknir aö gamni sínu” //Vissulega er það laga- regla að skili fyrirtæki ekki peningurri/ sem þau hafa tekið af fólki til að greiða gjöld þess, þá er það fjárdráttur"/ sagði Sigurður Gizurarson, sýslumaður á Húsavik, þegar Visir spurði hann, hvort sýslumannsem- bættið mundi taka upp mál Jökuls h.f. á Raufar- höfn. Aðdragandi spurningar- innar er, að Sveinn Eiðsson, sveitarstjóri á Raufarhöfn, sem nú hefur sagt starfi sinu lausu, vegna skuldar Jökuls h.f. við sveitarsjóð, hefur ságt i blaða- viðtölum, að þetta sé dálitið erfitt og „kriminelt” mál. „Ég hef ekki skoðað þetta til- felli og vil ekki leggja dóm á það að óathuguðu máli. Hitt er svo, að yfirvöld fara ekki út i svona lögsóknir að gamni sinu. Málið getur þó verið þannig vaxið, að það verði að gera það”. Sýslumaður var spurður, hvort fyrirtækið hefði staðið skil á gjöldum til rikissjóðs og svaraði hann, að þar hefði allt veriö gert upp. Hann var þá spurður, hvort málsókn horfði öðruvisi við, ef svo hefði ekki verið. „Þetta er alveg sjálfstætt mál milli fyrirtækisins og sveitar- sjóðsins, þannig að það á ekki að hafa nein áhrif”, sagöi sýslu- maður. Visir spurði Svein Eiðsson, hvort höfðað hefði verið saka- mál á hendur Jökli h.f. vegna vanskila á útsvari starfsfólks- ins, en hann kvað svo ekki vera, en beðið hefði verið um lögtak hjá fyrirtækinu. Þá var Sveinn spurður, hvort honum hefði verið hótað til að segja starfi sinu lausu og er þar visaö til svohljóðandi orða hans i viðtali: „Ábyrgir aðilar hafa lýst þvi yfir, að vilji ég halda heilsunni, skuli ég nú segja af mér sveitarstjórastarfinu”. „Ég veit nú ekki, hvort það flokkast undir hótun”, svaraði Sveinn, en vildi ekki ræða það nánar. SV

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.