Vísir - 29.12.1980, Qupperneq 2

Vísir - 29.12.1980, Qupperneq 2
2 Mánudagur 29. desember 1980 Ætlarðu að strengja áramótaheit? Ásta Kristin Sýrusdóttir nemi: Nei, það ætla ég ekki að gera. Ég hef aldrei strengt áramótaheit og hef þar af leiðandi aldrei svikið áramótaheit. Geir Björnsson, húsasmiður: Ég veit ekki, nei, ætli það. Ég hef aldrei strengt áramótaheit. Það er svo sem ekki neitt sérstakt lof- orð sem ég gæti gefiö sjálfum mér. Ég er til dæmis hættur að reykja. Jóhann Lindal Gislason, skipasmiður: Já, ég hef lofað mér algerri reglusemi og ég ætla að reyna að standa við það. Ég hef aldrei strengt áramótaheit fyrr. Birgir Guðmundsson, nemi: Nei, það ætla ég ekki að gera. Ágústa Maria Jónsdóttir, nemi: Nei, það held ég ekki. Ég þekki engan sem strengir áramótaheit. VÍSIR Pálmi Hlððversson. deildarstlórl hjá Rauöa krossinum: HORMUNGAR- OG SULTARASTAND" ,,Ég varð hálf hryggur við að sjá þetta hörmungar- og sultar- ástand i landi, sem mér virtist geta verið paradis á jörðu”, sagði Pálmi Hlöðversson, deildarstjóri hjá Rauða krossi íslands, i sam- tali við blaöamann Visis, en Pálmi er nýkominn til landsins eftir þriggja mánaða dvöl i Uganda á vegum Rauða krossins. „Það hrundi allt til grunna i landinu á siðustu árum Idi Amins og i styrjöldinni sem varð þegar hann var rekinn frá völdum. Einna verst er ástandið varöandi neysluvatnið og sem dæmi get ég nefnt, að i þvi héraði þar sem ég var viö störf, voru um 90% af vatnsdælunum óvirkar.” Pálmi fæddist i Reykjavik 18. febrúar 1942, sonur hjónanna Hlöövers Bæringssonar og Guð- bjargar Sigvaldasóttur. Hann gekk i barna- og Gagnfræðaskóla i borginni, en siðan lá leiðin i Stýrimannaskólann. Að loknu námi hóf Pálmi störf hjá Land- helgisgæslunni og var þar óslitið i 21 ár, eða frá 1958 til 1979, en þá byrjaði hann hjá Rauða krossin- um. Pálmi upplifði sem sé þrjú þorskastrið sem skipsverji hjá Landhelgisgæslunni, og blaða- maður spuröi hann hvaöa minn- ingar væru skemmtilegastar frá þessum striðum. „Þaö sem var kannski skemmtilegast við þetta var radióstríðið, sem bresku togara- sjómennirnir voru á einu máli um að við hefðum unnið. Bresku her- skipin töku upp á þvi að tilkynna togurunum á tveggja tfma fresti hvar Islensku varðskipin væru niðurkomin og hvert þau stefndu. Okkur þótti þetta heldur slæmt fyrir okkar starf, þannig aö við tókum þessar aðvaranir upp á segulband og spiluðum þær seinna til þess að rugla togara- skipstjdrana. Herskipin fóru þá að tiltaka timann þegar aðvar- anir voru sendar til þess að hægt væri að átta sig á þvi hvort um falska aðvörun væri aö ræða. Við svöruðum þá með því að taka udp á band þessar timasetningar i heilan sólarhring og byrjuðum svo aftur að senda okkar „aðvar- anir”. Þá byrjuðu herskipin að tiltaka dagsetninguna lika og þar sem v ið töldum okkur ekki f ært að biða heilt ár, þá æfðum við okkur vel í þeirra framburði og héldum .svo áfram að senda tilkynningar. Herskipin kölluðu þá Ut og sögðu að siðasta tilkynning hefði verið fölsun frá varðskipi, og það tók- um við lika upp á band og sendum þegar okkur hentaði. Þannig gekk þetta koll af kolli þagnað til her- skipin voru farin að senda út 28 tölur þegar þau vöruðu við varð- skipunum og þá voru togaramir hættir að taka mark á þessu og lokuðu talstöðvunum.” P.M. Blysfðr tn Gunnars „Dr. Gunnar Thorodd- sen forsætisráðherra er sjötugur i dag eins og alþjöð er kunnugt. Sand- korn leyfir sér að færa honum hamingjusóskir i tilefni dagsins, enda er Gunnar húmoristi góður og gerir bara grin að þessu venjulega almanaki sem telur árin okkar hinna. Ég hef lúmskan grun um að Gunnar Thoroddsen eld- istbara um átta mánuði á einu ári enda greinilega einn af þeim lukkunnar pamfilum sem gefa elli keriingu langt nef. Vinir og stuðningsmenn Gunnars eru sagðir ætla að efna til blysfarar i dag klukkan 17 frá Stjórnar- ráðinu við Lækjargötu vesturá Víðimel að heim- ili afmælisbamsins. Hafa fáir stjörnmálamenn orð- ið sliks heiðurs aðnjót- andi. Ég ætla bara aö vona að þeir fari varlega með blysin þarna i Stjórnar- ráðinu. Ef illa tækist til yrði það eflaust lagt út á þann veg af seinni tima sagnfræðingum, að á af- m ælisdegi Gunnars Thoroddsen hafi stuðn- ingsmenn Geirs Hall- grimssonar lagt eld að Stjórnarf-áðinu. Efins um frlálshygglu Maður nokkur tjáði mér að vonandi yrði þess langt að biða að svonefnd frjálshyggjustefna næði lýðhylli hér á landi. Sagð- ist raunar ekki hafa gert sér grein fyrir megininn- taki þessarar stefnu fyrr en hann las bókina Valda- tafl i Valhöll. Þar væri komist svo að orði um Endurreisn I anda frjáls- hyggju: „Stefna þessi fékk góð- ar undirtektir meðal ungra sjálfstæðismanna, enda fólst hún einkum i baráttu gegn verðbólgu, aukinni verðmætasköpun, viðskiptajöfnuði við dt- lönd....” Kvaöst maðurinn ekki geta tekið undir með frjálshyggjumönnum þegar þeir beröust gegn aukinni verðmætasköp- um og viðskiptajöfnuði þó hann styddi hins vegar baráttu gegn verðbólg- unni. Svissbrauð á Akureyrl Þegar bakarar stræk- uðu á aö baka visitölu- brauðog selja á þvi verði sem verðlagskontórinn taldi hæfilegt, voru nokkrir bakarar á báðum áttum um hvort þeir ættu að hækka veröiö I trássi viö yfirvöld eöa ekki. Sumir hættu bara að baka visitölubrauö. Þannig er það til dæmis með þá i Brauðgerð Kr. Jónsson á Akureyri. Þar fæst ekki lengur fransk- brauð, enda var verð á þeim bundið visitölu. Þess I staö selur bakari- iðnú brauð sem Akureyr- ingarkalla „Svissbrauð”. Nafnið var fundið upp þar sem bakararnir svissuðu yfir og settu örlitið af sigtimjöli I brauöið svo það héti ekki lengur franskbrauð þótt það sé franskbrauð að útliti og bragði Grjðtkast úr gierhúsí Eggert er þó hreinskil- inn Margir hafa hneykslast á þvi að Eggert Haukdal hafi „selt” atkvæði sitt á Alþingi á dögunum þegar vörugjaldið var sam- þykkt. Meö þvi að fylgja gjaldinu fékk Eggert auk- ið fé IByggðasjóö. Ansi er ég hræddur um aö sumir þeirra sem hæst gala um atkvæðasölu Haukdalsins geri það án þess aö hafa efni á slikum upphrópun- um. Verslun með atkvæði er engin ný bóla á Alþingi eða i sveitarstjórnum, svo ekki sé minnst á nefndir og ráð. Hreinskilni bóndans á Bergþórshvoli kemur hins vegar flatt upp á menn og auðvitað er eng- in ástæða til að mæla með svona bralli. En grjótkast úr glerhúsi i þessu sam- bandi er alltof áberandi • 01 langt gengið Hafnfirðingur kom að máli viö mig og lýsti yfir óánægju sinni með Hafn- firðingabrandara sem stundum er Iátnir á þrykk ganga hér i dálkinum Sagði Hafnfirðinga vera bara ósköp venjulegt fólk en óprúttnir menn væru að semja lygasögur um Hafnfirðinga sér til dund- urs. Nefndi hann mér dæmi um eina af verri sortinni. Svo var mál með vexti að Kópavogsbúi fór að vinna á skattstofunni I Hafnarfiröi. Þöttu honum öll vinnubrögð i meira lagi undarleg og þar kom aðhann stóöst ekki mátið og bað um viðtal við skattstjórann. Taldi ekki vinnandi þarna fyrir óbrjálaðan mann. Skatt- stjori bað hann að nefna dæmi. Hinn sagði það vera auðvelt, opnaði dyrnar á skrifstofu skatt- stjóra og kallaði fram til samstarfsmanns: — Jón, Viltu fara heim og vita hvort ég er heima? Maöurinn jánkaði strax og stökk á dyr, en sá úr Kópavoginum sneri sér að skattstjóra og segir: — Nú skilur þú mig, er það ekki? — Jú, svaraði skatt- stjóri. Þetta nær ekki nokkurri átt. Ég hefði auðvitað bara hringt. • Gððar fréttir og siæmar Samkvæmt skoðana- könnun sem fram fór meöal námsmeyja í menntaskóla einum finnst þeim miðaldra karlmenn vera mest að- laðandi. Þvi miður verður að bæta þvi við, að það kom einnig I ljós að meyjarnar lita svo á, að þegar karl- menn eru orönir 27 ára þá séu þeir komnir á miðjan aldur í skólanum Það var i siðasta tím- anum fyrir jól að stúdent- inn spurði prófessorinn: — Viltu segja okkur eitthvað um heilann I dag? — Nei, ég skal gera þaö strax eftir jólafriiö. t dag er ég með allt annaö f kollinum. Sæmundur Guðvinsson blaöamaöur skrifar

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.