Vísir - 29.12.1980, Síða 4
seldir á skrifstofu
Reykjavikur, Haga-
yj Verslunarmannafélag
Reykjavíkur
Jólatrésskemmtun
Jólatrésskemmtun verður haldin að Hótel
Sögu, Súlnasal, laugardaginn 3. janúar 1981 og
hefst kl. 15.00 síðdegis.
Aðgöngumiðar verða
Verslunarmannafélags
mel 4.
Miðaverð:
Börn. G.kr. 3000.
nýkr. 30.
Fullorðnir Gkr. 1000.
nýkr. 10.
Tekið verður á móti pöntunum í símum 26344
og 26850
Verslunarmannafélag Reykjavíkur.
Auglýsingadeild
verður opin um
áramótin sem hér segir:
Mánudaginn 29. des. kl. 9—22
Þriðjudaginn 30. des. kl. 9—18
Miðvikudaginn 31. des. Lokað
Fimmtudaginn 1. jan. Lokað
Föstudaginn 2. jan. kl. 9—22
Gleðilegt nýár
Þökkum viðskiptin
á liðnum árum
HÓTEL YARDDORG
AKUREYRI
SÍMI (96)22600
Góð gistiherbergi
Morgunverður
Kvöldverður
Næg bilastæði
Er í hjarta bæjarins.
JÚLIN VORII SKÖMMT-
UÐ PÚLVERJUM
Ef einhvers staðar annars stað-
ar en i Póllandi hefði verið tekin
upp skömmtun á kjöti og smjöri
fyrir jólin, er hætt við, að komið
hefði upp illur kurr. Pólverjar
tóku þvi hins vegar eins og guðs-
gjöf, svona til að byrja með,
meðan enn fékkst kjöt i búðum.
Menn kunnu sér ekki læti, þeg-
ar ljóst var, að unnt væri að gleðj-
ast yfir jólasteik, þvi að það hafði
ekki horft til þess, að svoleiðis
„munaður” yrði á borðum þessar
hátiðarnar. Tilkynning þess opin-
bera um skömmtunina féll þvi i
svipaðan jarðveg og frétt á jóla-
trésskemmtun um að jólasveinn-
inn væri kominn.
„Skömmtunarseðillinn þýðir i
það minnsta, að við fáum þó alla
vega eitthvað. Ég hef ekki séð
smjör i marga mánúði”, sagði
pólsk húsfreyja i spjalli við Brian
Mooney, fréttamann Reuters i
Varsjá fyrir jólin. Það var i bið-
röð utan við eina af þessum 300
verslunum Varsjár, sem afgreiða
skammtað kjöt og smjör.
Skömmtun á borð við þessa hef-
ur ekki sést i Póllandi frá þvi á
styrjaldarárunum, þegar skortur
var á öllu. Fyrirsjáanlega verður
skömmtunarkerfinu ekki aflétt i
náinni framtið. Þessi skömmtun
núna fyrir jól var eins og
„generalprufa” fyrir allsherjar-
skömmtunina, sem taka á upp 1.
febrúar næsta.
Matvælaskortur er krónisk-
ur” sjúkdómur i Póllandi og er
pólitiskthitamál. Verkfallsólgan i
sumar á rætur að rekja til þess.
Dreifingarkerfið þykir vera i
algjörri rúst, og matvörur ýmsar
svo niðurgreiddar, að verðið er út
i hött miðað við framleiðslukostn-
að. Hamstur og svartamarkaðs-
brask er óhjákvæmilegur fylgi-
kvilli sliks ástands. Menn segja,
að þessu mætti kippa i liðinn á ör-
skömmum tima með þvi að taka
upp frjálst markaðskerfi, en það
mundi kalla fram hrikalegar
verðhækkanir, sem i ljósi verk-
falla i' sumar og haust myndu
jafngilda pölitisku sjálfsmoröi.
Stefnan i framtiöinni er þvi að
skipta matvörum milli fólks eins
sanngjarnlega og unnt er, meðan
verðið hækkar i áföngum.
Skömmtunin fyrir jólin var um
1,3 kg af kjöti á einstakling og
pund af smjöri. Það voru öll
ósköpin, enda vörðu fagnaðarlæt-
in ekki ýkja lengi. Fyrsta daginn
var brjáluð ös i verslunum i
Varsjá, sem afgreiddu þann dag-
inn 234 þúsund kjötskömmtunar-
seðla og 183 þúsund smjör-
skömmtunarseðla. Þeir heppn-
ustu sluppu með klukkustundar
biðröð, en aðrir biðu kannski i
þrjár og fjórar stundir og komu
þá að tæmdum hillum.
Ef húsbyggingar eru sameigin-
leg þjóðartómstundaiðja hér á ts-
landi, þá eru biðraðir sameigin-
leg tómstundaiðja pólsku þjóöar-
innar. 111 nauðsyn rekur til þess,
en allir eru sammála um, að tim-
anum er sóað hræðilega.
Þótt blöðin hömruöu á því á-
kaft, að nóg kjöt væri til og á leið-
inni, kom upp urgur i þeim, sem
misstu af lestinni fyrsta daginn.
Þrátt fyrir fullyrðingar þess opin-
bera lagaðist ástandið litið i Var-
sjá siðustu dagana fyrir jól, en
mjög var þetta misjafnt annars
stáöar i landinu. A stöku stað var
hótað verkföllum, ef ekki væri úr
bætt.
1 Lublin var t.d. nóg kjöt og
engin skömmtun. I Krakow var
heldur engin skömmtun, en af
öðrum ástæðum, þvi að ekkert
var til.
Matvöruskömmtun var ein af
kröfum verkfallsmanna i sumar,
og lætur sig þó enginn dreyma
um, að hún fái leyst allan vand-
ann. Vöruskorturinn er á svo
mörgum sviðum. Þar sviður Pól-
verjum, sem þykja likir Finnum
og Islendingum i þvi að vera
sólgnir i brjóstbirtuna, hvað mest
skorturinn á áfenginu. Var talið,
að það mundi meiru valda um
minni áfengisneyslu þessa hvild-
ardaga, heldur en áskoranir
kaþólsku kirkjunnar, áhrifamikil
þótt hún sé.
Varsjárbúar segja, að þetta ár-
ið hafi biðraðir verið með allra
lengsta móti, þótt litið sé allar
götur aftur til þess, þegar komm-
únistar komu til valda fyrir 36 ár-
um. í jólaösinni voru verslanir
opnar bæði laugardaginn og
sunnudaginn fyrir jól, og komu
menn sér fyrir i biðröðum strax
um miðnættin áður.
Nokkrar áhyggjur höfðu menn
af þvi lika, að gengið hafði mjög á
kolabirgðir, en úr rættist, þegar
horft var fram á einhver hlýjustu
jól i manna minnum. Auð jörð og
raunar nánast til vandræða á vin-
sælum skiðastöðum.
Alla vega sættu Pólverjar sig
sæmilega við sinn hag, þegar
nægileg sild var fáanleg, en það
er hefðbundinn jólamatur á að-
fangadagskvöld.
Maria Peron
losnar úr
siofufangelsi
Fyrrum forseti Argentinu,
Maria Estela Peron — ekkja Juan
Perons — á að losna úr stofufang-
elsi i márs næsta, eftir þvi sem
dagblaðið La Nacion liermir. Seg-
ir blaðið, að þá verði fallið frá ö 11-
um ákærum á hendur henni.
Ein alvarlegasta ákæran, sem
herforingjastjórnin hélt fram
gegn henni, var sú, að Maria hefði
gefið út einnar milljón dollara
ávisun til ólöglegra nota.
Ilerinn bylti Mariu Perón úr
forsetastóli 1976, og er sagt, að
henni verði sennilega leyft að
flytja til Panama eða Spánar.
ilún hefur að undanförnu verið
undir læknishendi, hjartaveil orð-
in.
Demantavlnnsla
Angöia
Demantaframleiðsla Angóla
mun fara langleiðina upp i 1,5
milljón karöt þetta árið, sem er
mesta framleiðsla frá þvi 1975 og
nær þvi tvöfaldur afrakstur mið-
að við i fyrra.
En áður en Portúgalar veittu
Angóla sjálfstæði var afrakstur-
inn miklu meiri. 1973 var hann
t.d. 2,12 milljón karöt, og nær 8%
af demantaframleiðslu heimsins
þá. Aætlanir fyrir árið 1975 spáðu
metframleiðslu eða 3,5 milljónum
karata, en borgarastriðið, flótti
tæknimenntaðra námamanna,
þjófnaðir og ólögleg demanta-
vinnsla spillti þeim áætlunum.
Aukið smygl
í Klna
Kinversk tollayfirvöld hyggjast
bretta upp ermar og taka ræki-
lega til hendi gegn smyglurum,
eftir að tollverðir tóku skip frá
Hong Kong undan strönd Suð-
ur-Kina. Um borð fannst 60000
smyglarmbandsúr, 24000 sólgler-
augu og fleira góss.
Ilagblað alþýðunnar segir, að
smygl hafi mjög færst i aukana,
en um tuttugu smygiskútur hafa
verið tcknar i kinverskri land-
helgi frá þvi i miðjum október.