Vísir - 29.12.1980, Qupperneq 6
vísm
Þótt menn hafi komið undir bila sina góðum dekkjum og telji sig örugga I ófærð og vetrarakstri láta
óhöppin ekki standa á sér. Um klukkan 14 í gær lentu þrir bilar saman á Réttarholtsveginum.allt auðvit-
að hálku að kenna, en þó mætti minna menn á lengra bil milli bifreiða, þegar hálkan er annars vegar,
og aukna aðgát. Það hefur reynst besta vörnin gegn árekstrum. Að þessu sinni var áreksturinn litilfjör-
legur, en hamlaði þó frekari akstri einnar bifreiðarinnar, nema gripið væri til róttækra aögerða.
(Visismynd GVA)
HAVAÐAROK
LÍTIB UM TJÖN
Viða heíur verið þungfært á Suðurlandi um þessi jól, sérstaklega i Árnes-
sýslu. Utan erfiðrar færðar hefur yéjrið mjög litið um óhöpp á Suðurlandi að
sögn lögreglu. Þó var mjög erfitt aðfá fréttir af ástandi málaallt frá Hvols-
velli austur með landinu og i Mývathssveit, vegna simabil&a! Visir hafði
samband við nokkra staði á Suðurlandi og spurðist frétta af óvéðrinu.
1 nágrenni Reykjavikur hefur
umferð gengið mjög erl'iðlega
vegna veðurs. Þannig hefur Hell-
isheiði verið nánast ófær á köfl-
um. Fært heíur veriö fyrir Hval-
fjörð og til Keflavikur en þó þarf
að gæta itrustu varkárni vegna
veðurs og hálku á vegum.
1 Kópavogi tóku rafmagnsloít-
linur að gefa sig i gær, og orsak-
aði rafmagnsleysi viða, auk þess
sem hitaveitudælur stöðvuðust af
sþþiu orsökum svo kuldinn sótti
'^pnig heimilin heim á tima i gær.
?;í Hafnaríirði urðu einhverjar
sjtemmdir af völdum veðursins er
j^rnplötur fuku af húsþökum og
viðbygging við Viðistaöaskóla
skemmdist.
Samskonar vandamál komu
upp i Keílavik, af völdum foks,
plötur lentu á bilum, sem
skemmdust nokkuð, en ekki urðu
menn íyrir óhöppum i veðrinu.
A Akranesi rauf veðurofsinn
skarð i grjótgarðinn i höíninni,
með þeim afleiöingum að stærri
skipin sem lágu þar við, slitnuöu
upp og hafast nú skipshaínirnar
við i skipunum. Menn úr Björg-
unarsveit Ingólfs íluttu nýjar
landfestar til skipanna, en i gær-
kvöldi gekk sjór enn i gegnum
garðinn, svo sjómenn voru við
öllu viðbúnir.
í fyrrinótt geisaði fárviðri i
Eyjum. Rúður brotnuðu af völd-
um veðurs og i gærdag frestaði
Herjólfur ferð sinni vegna mikils
sjógangs. Nóttina áður gerði þiðu
mikla og flæddi þá viða inn i' kjall-
ara, en tjón varð ekki verulegt.
bá fauk bill útaf Hamarsvegi við
veginn inn i Herjólfsdal, og er
mjög sjaldgæftað bill fjúki i Eyj-
um af völdum veðurs, þótt oft
blási þar hressilega. Billinn
skemmdist nnkkuð, en eins og
annars staöl^á Suðurlandi urðu
ekki slys á monnum i veðurofsan-
um. —AS
SÍMASAMBANDSLAUST UM STÚR-
AN HLUTA LANDSINS I GÆR
Eldingu laust niður i radiótæki
simstöövanna á Hvolsvelli óg
Iiraunhól á Reynisfjalli, sem or-
sakaði simsambandsleysi frá
Hvolsvelli og austur eftir landinu.
Einnig varð bilun á Húsavikur-
fjalli sem unnið var við i gær-
kvöldi, en af þeim sökum bilaði
örbylgjan norður um scm mun
vera aöalsambandið við Austur-
land.
Um klukkan fjögur i gær, var
þó lokið við viðgerð á Hvolsvelli
og var þvi greiðara samband um
austurhluta suðurlands i gær-
kvöldi.
Þrengsli eru þó i linum allt frá
Höfn i Hornaíirði og norður á
Raufarhöfn, svo erfitt er að ná
þangað beint. Samkvæmt upplýs-
ingum langlinumiðstöðvarinnar
gekk þó erfiðlega að ná austur i
gærkvöldi, en þá var aðallinan
austur, frá Húsavikurfjalli, enn
ekki komin i lag.
Samkvæmt upplýsingum við-
gerðarmanna á Landsimanum
var þó talið liklegt að simsam-
band kæmist f lag i dag.
—AS
A annað Dúsunú
manns bíður flugs
nnanlandsflug lá
veg niðri um helgina
á annað þúsund
ns biða flugs til og
% Reykjavik . Á ann-
m dag jóla tókst hins
jar að halda settri
p.
pað haia allir flugvellir lands-
íns, jafnt Reykjavikurflugvöllur
sem aðrir flugvellir verið lokaðir
vegna veðurs á laugardag og
sunnudag”, sagði Fetur Maack,
afgreiðslustjóri innanlandsflugs
Flugleiða.
,,Það eru hátt á fimmta hundr-
að farþegar sem biða hér i
Reykjavik eftir fari, aðallega til
Isafjarðar, Akureyrar og Egils-
staða. Þá biða um fjögur hundruð
manns eftir fari til Reykjavikur.
Það vill til að til muna færri
bókanir voru núna en endranær
milli jóla og nýárs”, sagði Pétur
Maack.
Svipaða sögu fengum við hjá
Arnarflugi. Ekkert var flogið á
laugardag og ekki heldur á
sunnudag. Er ástæðan bæði mikill
vindur og ising i lofti.
„Við urðum að fella niður fjór-
ar ferðir á laugardag og á sunnu-
dag voru einnig fjórar íeröir áætl-
aðar. Það er þvi töluverður hópur
manna sem biður flugs”, sagði
Þórarinn Hjálmarsson hjá Arn-
arflugi.
—ATA
Mánudagur 29. desember 1980
Rafmagnstrufianlr
á Snæfellsnesi
Viða um Snæfellsnes var fært
fyrir jeppabifreiðir i gær. Þá var
færtmilli Stykkishólms og Búðar-
dals, helst að veðurofsi hamlaði
akstri.
Rafmagnsleysi var tíðum á
Snæfellsnesi i fyrradag en skán-
aði þó nokkuð i gær. Engu að sið-
ur þurftu ibúar Snæfellsness að
hirast án rafmagns á þriðja tima
i gær, frá klukkan 13.30—16.00 og
búast mátti við rafmagnstruflun-
um fram eftir degi.
—AS
Veöurofsinn torveldar
mjðlkurfiutninga
„Þaö lentu nokkrir mjólkurbil-
stjórarnir I erfiöleikum á laugar-
daginn, en þetta gekk þó slysa-
laust fyrir sig og mestöll mjólkin
komst til okkar”, sagöi Grétar
Simonarson, mjólkurbússtjóri
Mjólkurbús Flóamanna, i' samtali
viö Visi.
„Ófæröin var mikil og litiö
hafði vérið hægt að moka, en þaö
sem geröi þetta eríiöast var
veöurhæöin, sem var rosaleg.
Erfiölegast gekk aö ná mjólkinni
austur I Mýrdal, og einnig i Fló-
anum. Þá er okkur ókunnugt um
þaö hvernig ganga muni með
mjólkurflutninga i dag, þar sem
simasambandslaust hefur veriö
um allt Suöurland um helgina”,
sagöi Grétar. —ATA
Hér sést hluti af virnum sem hélt
var í gærdag til að hægt væri að hefja
Langbylgfuloftnetið á
í ðve
Of hvasst
: GVA
siitnaði
ÚTVARPSLAUSTA STORU
SVÆÐI UM HELGINA
„Þaö má segja aö viö höfum
sloppiö með skrekkinn að þessu
sinni þvi heföi annaö hvort
mastrið fariö i staö loftnetsins
sem á milli þeirra er, þá heföi þaö
tekið tvö til þrjú ár aö koma upp
nýrri langbylgjustöð”, sagði
Haraldur Sigurðsson yfirverk-
fræðingur hjá Pósti og sima, en i
óveðrinp um helgina slitnaði loft-
net langbylgjustöðvarinnar á
Vatnséndahæð.
„Það liggja þvi niöri lang-
bylgjusendingar hljóövarpsins
nema á þvi svæöi, sem endur-
varpsstöðin á Eiðum þjónar. Ég
er til dæmis hræddur um aö Borg-
firöingar og Húnvetningar séu
heldur illa haldnir af útvarps-
leysi”.
Veöúr hamlaöi þvi um helgina
aö viögeröarflokkur gæti hafist
handa um viögerö, en fimmtán
menn voru i viöbragösstööu.
Taldi .Haraldur. Sigurðsson aö
viögérðin væri ekki nema nokk-
urra klukkustúnda verk. þegar
hægtjyæri aö hefjast handa vegna
veðutá.
—ATA
i r£
Sæmlleg færð innan
héraða fyrir norðan
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar á Akureyri hefur veriö
fært um Eyjafjöröinn siöustu
daga. A Akureyri er færö ágæt en
þó töldu menn vist aö ófært væri
til Dalvikur, ef taka mætti mark á
veröurofsanum sem geisaö heföi.
Sömu sögu var aö segja úr
Skagafiröi. Leiöin til Siglufjaröar
var ófær en þó sæmilega fært um
héraðiö, aö sögn lögreglunnar á
Sauðárkróki.
Ógjörningur reynist vera aö fá
upplýsingar um færðina austan
Mývatnssveitar, vegna simasam-
bandsleysis en samkvæmt upp-
lýsingum lögreglu var talið vist
að svipaða sögu væri að segja af
færðinni þar eins og annars stað-
ar, sæmilega fært um héraðið en
heiðar ógreiðfærar.
—AS
Víðast ófært fyrir
fólksbíla um Vestfirði
Ófært Var fyrir fólksbila um
Isafjaröarkaupstaö i gærdag.
Veðurofsinn var hinn sami þar og
um allt land, en um nóttina haföi
fennt enn frekar með fyrrgreind-
um afleiöingum. Aö sögn lögregl-
unnar á tsafiröi, var ófært milli
tsafjarðar og Bolungarvikur en
hugsanlegt var að vel búnar
jeppabifreiðar kæmust þar á
milli. Þá var ófært allt umhverfis
tsafjörö.
Sömu sögu var aö segja frá
Patreksfiröi. Vegna veöurs varö
aö hætta viö barnaskemmtunina,
sem þar skyldi halda i gær, eins
og svo viöa annars staöar. Þá var
svipaö ástand á Bildudal og
viöast hvar um Vestfirði. Þó var
hljóöið gott I þeim Vestfiröingum
er rætt var viö, þrátt fyrir ófærö,
og allir sögöust þeir hafa átt góö
jól og kvörtuöu ekki undan
óveðrjnu. —AS