Vísir - 29.12.1980, Side 7

Vísir - 29.12.1980, Side 7
Mánudagur 29. desember 1980 Dr. Gunnar Thoroddsen sjölugur I dag: Blysför að helmill forsætlsráðherra Stuðningsmenn forsætisráð- herra og nokkrir aimennir borg- arar gangast fyrir blysför til heimilis dr. Gunnars Thoroddsen i dag i tiiefni sjötugs afmæiis hans. Safnast verður saman á Lækjartorgi klukkan 17. 'Lúðra- sveit Kópavogs leikur. Gengið verður með blys að heimili for- sætisráðherra að Viðimel 27 og þarhefur úlfar Þórðarson, læknir. orð fyrir göngumönnum, og Magnús Jónsson óperusöngvari, stjórnar fjöldasöng. Þá verður flugeldasýning, sem skátar stjórna. Göngustjóri er Sveinn Björns- son, forseti Iþróttasambands Islands. Takmðrkun á mannaráðn- íngum á vellinum aflétt Takmörkun á mannaráðning- gildi 1. mars sl. og samkvæmt um til varnarliðsins á Keflavikur- henni var aðeins heimilt að ráða flugvelti hefur nú verið aflétt. einn starfsmann fyrir hverja tvo Var umrædd takmörkun sett i sem létu af störfum. Engín sjálfvirkni lengur í Byggðasióöí Útlán úr Byggðasjóði munu verða verulega skertá árinu 1981, og er þá miðað við það sem verið hefur. Minnkandi fjárráðum sjóðsins er kennt um. Einnig hef- ur stjórn stofnunarinnar samþykkt að herða útlánakjör og skilmála. Stjórn Byggðasjóðs mun sem fyrr meta mikilvægi hvers máls út af fyrir sig og engin sjálfvirkni komi til greina í sambandi við lánveitingar. sv 1 frétt frá utanrikisráðuneytinu segir að um hafi verið að ræða lið i sparnaðarráðstöfun Banda- rikjastjórnar i opinberum rekstri. Ræddi Ólafur Jóhannesson utan- rikisráðherra þetta mál við bandarisk stjórnvöld fyrir nokkru, þar eð þessi ráðstöfun hefur valdið miklu álagi hjá islensku starfsfólki varnarliðsins. Samkvæmt þessu, er varnarlið- inu nú heimild að ráða í þær stöð- ur sem losnað hafa vegna þessar- ar takmörkunar á ráðningu starfsfólks. —JSS 1 kvöld kl. 20.30 heldur nýstofn- uð strengjasveit sina fyrstu tón- leika i Bústaðakirkju. Sveitin er skipuð ungu fólki sem er ýmist starfandi hér á landi eða við nám og störf erlendis. Stjórnandi á þessum tonleikum er Guömundur Emilsson en hann er við nám i hljómsveitarstjórn i Bandarikj- unum. Sigriður Vilhjálmsdóttir leikur einleik á óbó i konsert eft- ir Handel. Hún hefur verið búsett i Berlin undanfarin ár. A efnisskránni verða auk óbó- konsertsins, sinfónia eftir C.P.E. Bach, adagio eítir Samuel Barber og serenada eftir Tsjækovksi. Að- göngumiðar veröa seldir við inn- ganginn. Haustonn Flensborgarskóla var slitið laugardaginn 20. desember s.l. og þá brautskráðir 3 nemendur meö aimennt verslunarbréf og 30 stú- dentar. Bestum árangri á studentsprófi náði Ingibjörg Harðardóttir, nátt- urufræðibraut hún fékk 38sinnum A og 12sinnum B á námsferlinum, en skólinn starfar eftir áfangakerfi og einkunnir eru gefnar i bókstöfum. Studentarnir skiptast þannig á brautir að 11 eru af viöskiptabraut, 8 af náttúrufræðibraut, 6 af eðlisfræðibraut, 3 af félagsfræöabraut, og 2 af uppeldisbraut. Skólameistari Flensborgarskóla er Kristjan Bersi ólafsson. A myndinni má sjá hinn friða hóp nýstúdenta frá Flensborgarskóla. (Mynd Troels Berndtsen). Gamli þristurinn stöövaðistá þessum kofa.eftir aöhafa farið yfir giröingu. Visismynd: GVA Þristurlnn á Reykjavíkurflugvelli lauk á hús: LEMGSTA FLUGID I ROMT AR - Flaug stötiu metra aftur á hak Flugvél fauk yfir girðingu og á hús á Reykjavíkurflugvelli i óveðrinu á laugardag. Vængendi og stél munu hafa skemmst nokk- uö Flugvélin er af gerðinni DC-3, og er þetta lengsta flug hennar i rúmt ár, þvi hún hefur ekkert verið hreyfð frá þvi eigandi henn- ar, Kanadamaður, skildi flugvél- ina eftir bilaða. Flugvélin var fest niður með lóðum en þau fylgdu vélinni eftir i þessu 70 metra flugi, sem reyndar var aft- urábak. —ATA Nýstofnuö strengjasveit meO tönleika f kvðld Margir fylltu bensintanka bila sinna á laugardaginn til að vera undir það búnir að þrauka langt verkfall. Visismynd: GVA verkfall benslnafgreiðslumanna: ENGINN SATTAFUNDUR B0DAÐUR ,,Það er enginn sáttafundur boðaður en ég mun að öllum lik- indum hafa samband við deiluaö- ila i dag og ræða við þá”, sagði Guðlaugur Þorvaldsson rikis- sáttasemjari, en verkfall bensin- afgreiðsíumanna i Reykjavik, Hafnarfirði og Keflavik skall á á miðnætti aðfaranótt sunnudags- ins. Samkvæmt heimildum er blað- ið hefur aflað sér, er hlaupin nokkur stifni i málið. Ekki ber mikið á milli en samningar stranda á vissu „prinsippatriði”. Það er sem sé spurning um nám- skeið fyrir þá bensinafgreiðslu- menn, sem verið hafa fimm ár i starfi, og kauphækkun i framhaldi af námskeiðinu. Vegna verkfallsins eru bensin- afgreiðslustöðvar i Reykjavik, Hafnarfirði og i Keflavik lokaðar. —ATA úrvalið aldrei f jölbreyttara aaaaaaa QjstuiaiaQQaa a? Ánanaustum, Grandagarði, simar 28855 — 13605

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.