Vísir - 29.12.1980, Side 23

Vísir - 29.12.1980, Side 23
Mánudagur 29. desember 1980 vtsm 27 1 á sinum tima, og þekkti þá ekki af öðru en góðu. Hér á ég lika skólabræður , sem ég var tilbú- inn að starfa með”. — Hvað með áhugamálin? „Ahugamálin eru nú mörg og mikil, sennilega allt of mörg”, svaraði ólafur. ,,Ég get nefnt iþróttir, tónlist og ýmiskonar fé- lagslif, ekki sist á sviði mannúð- armála. Til dæmis hef ég mik- inn áhuga fyrir starfsemi Rauða krossins og björgunarsveit- anna, sem vinna mikið og þarft starf". — Er mikið félagslif á Þórs- höfn? ,,Já, ég held að það sé óhætt að segja það, en áhugamálin eru margvisleg og það sem helst há- irslikri starfsemi er aö forystu- menn eru ekki nógu margir. Eins og ég gat um i upphafi, þá gerist ekkert með þvi aö sitja heima og biða eftir þvl að ein- hverjir aðrir geri eitthvaö. Það er miklu ánægjulegra aö vinna sjálfur að hlutunum og skapa sinn eiginn grundvöll. Þaö er helst að okkur vanti fleira drif- andi fólk, sem vill taka af skar- ið, þá er áhuginn fyrir hendi”, svaraði Ólafur. — Hvað með framkvæmdir? „Það hafa verið talsvert miklar framkvæmdir hér á Þórshöfn að undanförnu, sem ýmist er lokið eða vel á veg komið”, svaraði Ólafur. „Við höfum nýlega lokið við bygg- ingu þriggja sölu- og leiguibúða ogþegarer hafinn undirbúning- ur að byggingu verkamannabú- staða samkvæmt nýja kerfinu. Verður.Þórshöfn fyrsta sveitar- félagið sem byggir samkvæmt þvi kerfi. Það er mikið atriði fyrir staðinn, að f jölga ibúðum á félagslegum grunni. Hér er hvert húspláss nýtt og skortur á leiguibúðum hefur staðið i vegi fyrir þvi að fólk flytji hingað. Ég held að við eigum möguleika á 1 haust var tekin í notkun viöbygging viö grunnskólann. Þar sátu þessir félagar aö tafli. nýju fólki, en til að auðvelda það verðum við að bjóða upp á leiguhúsnæði. Fólk er ekki tilbú- ið að kaupa eða byggja strax i upphafi. Þess vegna held ég að nýju lögin um verkamannabú- staöina komi sér mjög vel fyrir smærri sveitarfélög. 1 sumar var tekinn grunnur að dagheimili, sem við vonumst til að verði fokhelt á næsta ári. Eins og er rekum við dagheimili i leiguhúsnæði og er staðið m jög myndarlega að þeim rekstri af þeim sem þar starfa. Þá erum við langt komnir með byggingu dvalarheimilis fyrir aldraða, sem er tilbúiö undir tréverk, það vantar ekki nema herslumuninn til að klára það. En framkvæmdir liggja niðri vegna fjármagnsskorts. Fer það illa saman við málefna- samning rikisstjórnarinnar i þessum efnum, þar sem kveðið er á um aukið fjármagn til slikra bygginga. Það bólar ekki á þvi hér a.m.k. Einnig höfum viö lokið við- byggingu grunnskólans, sem var tekin i notkun i haust og er mikil lyftistöng fyrir skólastarf- ið. Ekki má gleyma höfninni, en þar voru talsverðar fram- kvæmdir i sumar. Þvi miður fóru þær framkvæmdir fram úr kostnaðaráætlun, en það er þvi miður allt of algengt að sam- bærilegar framkvæmdir setji fjárhag litilla sveitarfélaga eins og Þórshafnar á annan end- ann”, sagði Ólafur Rafn i lok samtalsins. G.S./Ah. Ólafur Rafn Jónsson „Ég held aö hægt sé aö vera sjálfum sér nógur, jafnvel þótt búsetan sé i fámennu byggðar- lagi, ef menn á annaö borð hafa viljann til þess. En þaö gerist ekki með þvi að sitja heima og bíða þess að aðrir geri eitthvaö, hér verða menn að bjarga sér sjálfir, enda ólikt ánægju- legra”, sagði Ólafur Rafn Jóns- son, sveitarstjóri á Þórshöfn, i samtali við Visi. Ólafur Rafn tók við sveitar- stjórastarfinu á Þórshöfn vorið 1979. Ólafur er aðeins 24 ára Jóna Þorsteinsdóttir starfar á skrifstofu sveitarstjórans. gamall og er eflaust meö yngstu sveitarstjórum á land- inu, ef ekki sá yngsti. Hann er frá Kirkjubæ i Hróarstungu og telur sig þvi „héraðsmann”. Ólafur hefur fengist við ýmis störf I landbúnaði, iðnaði, sjáv- arútvegi og verslun á vegum Kaupfélaganna. Siðan lá leiðin i Samvinnuskólann og áður en Ólafur réði sig til Þórshafnar starfaði hann hjá Norðurstjörn- unni I Hafnarfirði. Eiginkona Ólafs er Elin Jakobsdóttir. — En hver er ástæðan fyrir þvi að hann sótti um að verða sveitarstjóri á Þórshöfn? „Þetta var spennandi verk- efni, sem mig langaði til að tak- ast á við, taldi starfið krefjandi um leið og það væri þroskandi”, svaraði Ólafur. „Ég kynntist Þórshöfn og Þórshafnarbúum þegar ég var skipsverji á Fonti „Hép verða menn að bjarga sér sjálfir” - segir ólafur Rafn Jönsson. svellarsijörí á Þórshöfn svo mœlir SvarthíMöi „Hann á afmæli í dag” 1 dag er einn af framámönn- um þjóðarinnar sjötugur. Annaö eins hefur nú skeð. Nema að þessu sinni hefur veriö ákveðið að þvi er manni skilst af blaöa- fréttum, að efna til blysfarar heim til afmælisbarnsins. Þaö er út af fyrir sig vel til fundið hjá pólitiskum stuðningsmönn- um þess og vinum. Hér er um að ræða dr. Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra og sjálfstæðis- mann. Einhvers staðar stendur að honum muni hafa dottið I hug að ganga I Alþýðuflokkinn á unga aldri. Svo fór þó ekki. Hann hefur unnið Sjálfstæðis- flokknum vel þangað til á allra siðustu timum. Samt viröist fyrra starf hans ætla að verða þungt á metunum á þeim bæ, sem réttmætt er. Það sést á Morgunblaðinu, sem varla má vatni halda. Sjálfstæöisflokkur- inn heldur flokka best afmæli. Einn af listamönnum, tengdur flokknum, og góðborgari i Reykjavik, átti afmæli i viku. Það mun vera metiö. Dr. Gunnar Thoroddsen for- sætisráöherra, er alls góðs maklegur. Hann er án efa vitrastur og reyndastur þeirra stjórnmálamanna, sem nú standa fremstir i Sjálfstæðis- flokknum. Upp á eindæmi, næstum þvi, myndaði hann rikisstjórn meö kommúnistum og Framsókn fyrir tæpu árbhét þvi þá aö verða eins gamall og Adenauer, gott ef ekki Metúsalem. Hann hefur staöiö við þetta loforð þaö sem af er stjórnarsamstarfinu. Honum lætur iétt að stjórna. Tök hans eru hvergi stif og hvergi er látiö skerast i odda. Þannig mæð- umst við áfram undir stjórn hans og undir oki verðbólgunn- ar, sem erfitt er að hnika. Vegna gæöa dr. Gunnars og hjartalags verður fariö i fjöl- menna blysför til heimilis hans i dag. Ekkert nema aftakaverður getur komið I veg fyrir þaö. Blysfarir eru ekki almennar á isiandi á þessari öld. Siðasta umtalsveröa blysförin sem spurnir hafa farið af, er sú sem menntaskólafólk á Akureyri fór heim til Daviös Stefánssonar frá Fagraskógi þegar hann varð fimmtugur um likt leyti árs og nú. Auðvitað þarf ekki að binda blysfarir við skáldin ein. Stjórn- máiamenn eru skáld lika svona að vissu marki, og auk þess var afi dr. Gunnars þaö skáld islenskt, sem hóf fyrstur manna að rita sögur (rómana) eins og gert er i dag. Hann var i raun faöir nútímasögunnar á islandi. Ekki skaöar þótt eitthvað af blysför- inni verði farið með það i huga. Um stjórnarsamstarfið er hins vegár það að segja, að dr. Gunnar, eins og aörir stjórn- málamenn, geta lent i mismun- andi mikilli pólitiskri ógæfu. Hún er ekki neinum sérstökum að kenna. i heiminum takast nú á tvö öfl, frjálslyndi og rautt ihald, og hver sá sem stigur yfir þessi mörk, eða ætlar að láta þetta tvennt vinna saman, lend- ir i ógöngum. Ógöngur landsins iefnahagsmálum eru ekki nýjar af nálinni. Þær eru alls ekki dr. Gunnari Thoroddsen að kenna. Þær eru afrakstur þeirrar pólitisku biindni, sem ráðið hef- ur samstarfi við rautt ihald öðru hverju allt frá striðslokum. Þetta er svona ámóta og ef Maria Antoniette hefði byrjað á þvi að dansa við bööul sinn áður en hún var iögð undir fallöxina. Fæstir eru i sliku banastuði nema islenskir stjórnmála- menn. Svarthöfði vonar að dr. Gunn- ar njóti viröingar I aldurdómi sinum. Hann hefur bæði höfuð og likamsburði til þess. Efna- hagsmálin eru skæð og hafa veriö það lengi. Við þau virðist ekki ráðið, og þá er að taka þvi. Ný króna kemur um áramót án þess að við hana verði ráðiö heldur. Þannig koma margvis- legir örlagavaldar til sögunnar, sem minna frekar á veöurfar og náttúruhamfarir en stjórn af mannavöldum. A þeim timum er gott að snúa sér aö afmælum. Svarthöfði

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.