Vísir - 29.12.1980, Page 24
vssm
Mánudagur 29. desember 1980
síminner 86611
Veðurspá
úagsins
Gert er ráð fyrir stormi á
suðvesturmiðum, Faxaflóa-
m iðu m, Bre iða f ja rða rm iðu m
og Vestfjarðamiðum og Suð-
austurdjúpi, Suðurdjúpi og
Suðvesturdjúpi.
Milli Vestfjarða og Græn-
lands er 970 mb lægð sem þok-
ast suðaustur og frá henni
lægðardrag noröaustur um
Jan Mayen. Um 300 km suö-
austur af Hornafirði er 985 mb
smálægð, sem hreyfist hratt
norðaustur. Frost verður
áfram um allt land.
Veðurhorfur næsta sólar-
hring:
Suöurland til Vestfjarða,
suðvestur mið til Vestfjarða-
miða.allhvass eöa hvass vest-
an til landsins sums staöar
stormur i miðum, él. Lægir
nokkuð þegar liður á daginn.
Strandir, Norðurland vestra
og Norðurland eystra, norð-
vesturmiö og norðausturmið:
Suðvestan og vestan kaldi en
stinningskaldi á miöum, viða
él, einkum þegar liður á dag-
inn.
Austurland að Glettingi og
Austfirðir, Austurmið og
Austfjarðamið: Vestan kaldi
eða stinningskaldi, sums
staðar léttskýjað.
Suðausturland og suð-
austurmið: Vestan stinnings-
kaldi eða allhvass, viða él
einkum vestan til.
Veöríö hér
os har
Veður kl. (i i morgun.
Akureyri skýjað -h5, Kaup-
mannahöfn þokumóöa 3, Osló
skýjað 2, Iteykjavik hagl 4-4,
Stokkhólmur él 1, Þórshöfn
rigning 5.
Veður kl. 18 í gær.
Aþena léttskýjaö 10, Berlin
skýjað 2, C'hicago skyjaö 1,
Feneyjarhálfskýjað 4, Frank-
furt þoka 4-3, Nuuksnjóél á
siðustu klukkustund -=-12,
l.ondon alskýjað 7, Las Pal-
mas skýjaö 18, Mallorka úr-
koma i grennd 10, Montreal
mistur-=-ll, New Yorksúld 3,
Parisþoka 0, Kómheiöskirt
7, Malaga heiöskirt 10, Vín
skýjað 0, YVinnipeg alskýjað
4-7.
Lokl
seglr
Frést hefur að Geir Hall-
grimsson muni mæta i dag I
afmæli Gunnars Thoroddsens
með afmælisgreinina, sem
hann birti ekki I Morgun-
blaðinu I gær.
BRAOABIRGÐALOG
IIM VAXTAMALIN
Kikisst jórnin hefur tekið
ákvörðun um að fresta með
bráöabirgðalögum þeirri vaxta-
hækkun, sem samkvæmt Ólafs-
lögum átti að koma til fram-
kvæmda um áramótin. Hækk-
unin hefði orðið um 10% og þar
með hefðu vextir af þriggja
mánaða innlánum orðið sam-
stiga verðbólgunni.
Tiðir fundir voru i efnahags-
málanefnd rikisstjórnarinnar
um helgina, og hefur nefndin nú
lagt fram hugmyndir sinar um
aðgerðir i efnahagsmálum, sem
voru til umræðu á sameigin-
legum fundi hennar og rikis-
stjórnarinnar siðdegis í gær.
Samkvæmt heimildum Visis
verða þessar hugmyndir að
öllum likindum lagðar fyrir
þingflokka stjórnarflokkanna i
dag.
Að sögn heimildarmanns
blaðsins er enn ekki hægt að tala
um aö fyrir liggi ákveðnar til-
lögur um aögerðir, „þvi það á
eftir að hafa samráð við það
marga aðila, að þetta getur allt
umturnast”.
Humyndir efnahagsmála-
nefndarinnar taka til allflestra
þátta efnahagsmálanna, en
enginn veit semsé ennþá
hverjar þeirra koma til með að
standa af sér þann hreinsunar-
eld sem nú tekur við. Sem dæmi
má nefna, að samkomulag tókst
i nefndinni um ákveðnar breyt-
ingar i verðbóta- og visitölu-
málum, en það er með fyrirvara
um undirtektir verkalýðshreyf-
ingarinnar, þannig að enn er
allsendis óvist hvaö verður ofan
á i þeim efnum.
Stjórnarliðar vonast til þess
áö málin gangi hratt fyrir sig nú
fvikunni, þannig að hægt verði
að taka ákvaröanir um aðgeröir
um eða strax eftir áramótin.
Akvörðunin um frestun vaxta-
hækkana verður þó tilkynnt i
siðasta lagi á gamlársdag.
—P.M.
vegir víða
ruúúir í dag
Vegna skarðs sem myndaðist f grjótvegginn utan bryggjunnar, gengu stórsjóar yfir og köstuðu með sér
I—200 kilóa þungum steinum.Vikingur er bundinn við bryggjuna með margföldum landfestum, en
nokkrir steinhnullungar liggja á bryggjunni. (Vísismynd BP)
Færðin á landinu er vfða erfið
eftir býsna hart vetrarveður síð-
ustu daga. Þó var í morgun sæmi-
lega greiðfært fyrir Hvalfjörð og
áfram allt norður að Vatnsskarði,
en þar var skafrenningur og ekki
talið fært litlum bilum og svipað
var á öxnadalsheiði.
Viöa var verið að ryðja snjó af
vegum, Hellisheiðin var mokuð i
morgun, fjallvegir á Snæfellsnesi
sömuleiðis og einnig voru snjó-
ruðningstæki á ferðinni á Norð-
austurhorninu og voru að opna
veginn úr Keiduhverfi fyrir Sléttu
að Raufarhöfn.
Engar fréttir voru komnar af
Austfjörðum.
A Vestfjörðum voru allir fjall-
vegir ófærir og ekki var talað um
að opna þá.
1 Vik var hið versta veður og
gátu vegagerðarmenn ekkert að-
hafst þar um slóðir.
A Austfjörðum er hins vegar
ágætis veður, frá Egilsstöðum er
veriðað opna til Seyðisfjarðar og
út i sveitirnar og verður fært vi:ð-
ast hvar i dag. Fagridalur er fær.
-SV.
umhleyplngasamt
NEVUARASTAND I AKRANESHOFN
Foráttubrim fylgdi óveðrinu á
seinnihluta laugardags. Af þess-
um sökum var mikil ókyrrð i
Akraneshöfn, en öll skip voru i
höfn, og þrengsli þvi mikil. Skips-
hafnir gengu I að tryggja festing-
ar skipanna. Undir flóðtima á
laugardagskvöldið tóku skipin að
slita festingar, og hjálpuðust þá
menn viö að tryggja landfestar
enn frekar, við hinar verstu að-
stæöur. Skarð tók að myndast i
grjótvegg utan við hafnargarð-
inn, og gengu stórsjóar þar yfir og
köstuðu 1-200 kilóa steinum yfir
vegginn og á bryggjuna. Loðnu-
löndunarrör sildarverksmiðjunn-
ar slitnuðu úr festingum og fór
hluti þeirra útaf bryggjunni, en
skipsverjum á Vikingi tókst að ná
þeim upp á bryggjuna aftur.
A morgunflóðinu á sunnudag
var heldur minna brim og land-
festar margfaldar, svo ekki var
talið að hætta stafaði af.
BP/ AS
Útlit er fyrir, að veðráttan fram
að áramótum verði ókyrr og um-
hleypingasöm, ekki ósvipuð þvi
sem verið hefur um hátiðarnar.
Ný lægð er nú komin i sjónmál.
Hún kemur frá Noröur-Kanada
um Suður-Grænland og tii
Islands. A morgun fer áhrifa
hennar að gæta þannig að þá
hvessir trúlega aítur.
Eldíngu laust niður í símstöðina á Hvolsvelli:
„LOGARNIR STÖDU UT
ÚR SKIPTIBORBINU"
„Þaö var eins og flugeldasýn-
ing niður úr möstrunum fyrir ut-
an gluggann hjá mér, og bláir
logarnir stóöu út úr skiptiborð-
inu”, sagöi Guöbjörg Beck, en
hún var á vakt í slmstööinni á
Hvolsvelli, er eldingum laust þar
niður á laugardagskvöldiö.
„Mér varð óneitanlega mjög
bylt við, henti af mér heyrnartól-
inu og hljóp frá borðinu og slapp
þar af leiðandi við meiðsl. Ég
held fólk geri sér ekki grein fyrir,
hvað það er hættulegt að hringja i
þrumuveðri, sérstaklega I
sveitarsima”.
Meðan Guðbjörg ræddi við
blaðamann Visis, fór rafmagnið
af Hvolsvelli og sagði hún, að það
væri tilbreyting að sitja svona i
myrkrinu eftir þá óþægilegu
reynslu að fá þrjár eldingar i
skiptiborðið.
Viðgerð stendur enn yfir á
Hvolsvelli, en skemmdir á tækj-
um urðu þar all-verulegar.
— ATA