Vísir - 02.01.1981, Blaðsíða 18
18
Föstudagur 2. janúar 1981
VÍSÍR
mrmnlíf
Leyndarmál
rokks tjörn unnar
— Þad var einkum þrennt sem
Elvis óttadist mest
Siðan rokkkóngurinn Elvis Presley lést hafa ýmsir fundið hvöt hjá sér til
að skrifa bækur um lif hans og hafa þær þótt ærið misjafnar, bæði hvað
snertir gæði og áreiðanleika. Ed Parker, sá sem annaðist þjálfun söngvar-
ans i karate og vinur hans góður, hefur nú sent frá sér bók um Elvis og ber
hún heitið,,Inside Elvis”. Parker ber söngvaranum vel söguna þótt ýmis-
iegt komi þar fram, sem varpar ljósi á erfiðleika hans i einkalifinu, einkum
seinustu árin.
naö var þrennt, aö sögn Park-
ers, sem Elvis óttaöist mest og sá
ótti hvildi á honum eins og mara.
Hann var hræddur viö að fljúga i
litlum einkaflugvélum, hann ótt-
aðist það að missa röddina og
HRISTINGUR
Ekkert slúdur
Aldrei þessu vanter engin kjaftasaga tengd birtingu
meöfylgjandi mynda en á þeim má glöggt þekkja tvær
sjónvarpsstjörnur sem höfðu ofan af fyrir okkur mör-
landanum á sióasta ári. A annari er Richard Mulligan,
sem leikur Burt í Löðri, ásamt konu sinni Lenore
Stevens, en myndin er tekin skömmu eftir að þau
gengu i hjónaband á fyrra ári. Hin myndin er af Ron
Leibman, sem lék lögfræðinginn Kaz i„Sýkn eða sek-
ur" og með honum á myndinni er kona hans Linda
Lavin en hún er ennig þekkt leikkona í heimalandi
sinu. Þau hjón slitu samvistum um tíma en myndin er
tekin á fyrra ári, skömmu eftir að þau tóku saman á
ný...
hann var sjúklega hræddur um
dóttur sinni yröi rænt.
1 bók sinni segir Parker, að á
timabili hafi Elvis hugleitt það að
koma Mike Stone fyrir kattarnef,
en Elvis sakaði Stone um að hafa
tekið konu sina, Pricillu, frá sér.
Þegar til kom neitaði hann þó
boði tveggja áhrifamanna úr und-
irheimum Bandarikjanna, að
drepa Stone, sem þeir kváðust
vilja gera af persónulegri greiða-
semi við söngvarann.
Elvis var dáður af milljónum
aðdáenda en sjálfur dáöi hann tvo
menn, — leikarann John Wayne
og milljónamæringinn Howard
Hughes.
Hræðsiu Presleys við aö fljúga i
litlum flugvélum má rekja til
tveggja nauölendinga hér á árum
áður, en i báðum tilfellunum
slapp Elvis litt meiddur. Parker
minnist þess, að einhverju sinni,
varð Elvis að fljúga með litilli vél
til Hawaii, en honum tókst að
hafa hemil á hræðslu sinni með
þvi að imynda sér alla leiðina að
hann væri á skipi, að sögn Park-
ers. Hins vegar kunni söngvarinn
ágætlega við sig i stórum þotum
og sjálfur átti hann sex einkaþot-
ur er yíir lauk.
Eivis þjáðist af stöðugum ótta
við að missa röddina og Parker
segir að eitt sinn hafi hann sagt
við sig: ,,Ed, ef ég missi röddina
er ég búinn að vera. Ég dey ef ég
get ekki sungiö...” — Afleiðingin
af þessu varð sú, að Elvis fór að
misnota alls konar hálstöflur og
lyf sem áttu að vernda röddina.
Hræðslan viö að mannræningj-
ar rændu dóttur hans Lisu, var þó
öllu öðru yfirsterkari. Og eítir þvi
sem mannrán urðu tiðari jókst
þessi hræsla hans svo stappaði
nærri móðursýki. Hann hafði
einnig stöðugar áhyggjur af
heilsu hennar og velferö. ,,Hún er
eina barnið mitt og hún er mér
meira virði en mitt eigið lif”, —
sagði hann.
Parker minnist þess, að Elvis
var svo niðurbrotinn vegna skiln-
aðar þeirra Priscillu að hann grét
þear hann ræddi við Parker um
þau mál. ,,Ég reyndi að hugga
hann, en það var ekki hægt. Hann
hafði misst t'jölskyldu sina og
hafði á orði að fyrirfara sér”,
segir Parker. „Hann hefur veriö
sakaður um aö vilja drepa Mike
Stoltur faöir ásamt konu sinni og nýfæddri dóttur. Seinna varö hann
haldinn sjúklegum ótta um að henni yrði rænt.
Elvis sakaði Mike Stone um að hafa stolið konu sinni frá sér en hann
hafnaði boði undirheimamanna um aðkomahonum fyrir kattarnef.
tveggja „kaupsýslumanna”. Þeir
voru úr undirheimunum og sögö-
ust vera æfir út i Stone fyrir hönd
rokkkóngsins. Þeir sögöu Elvis,
að það eina sem hann þyrl'ti að
gera væri að gefa grænt ljós og
þeirra væri heiðurinn aö koma
Stone fyrir kattarnef”.
Parker segir i bókinni að ef til
vill hafi þetta verið það sem Elvis
þurfti. Vitandi það, að hann haföi
lif mannsins sem hann hataði i
hendi sér, læknaði hann af hatr-
inu og hann hafnaði boði undir-
heimamannanna og minntist
aldrei framar á að láta Stone
hverfa.
Af bók Parkers má ráða, að sið-
ustu árin hafi Elvis verið óham-
ingjusamur og lif hans einkennd-
ist af stöðugum ótta um að eitt-
hvað kæmi fyrir, einkum óttaðist
hann þetta þrennt sem áður er
getið. En það voru aöeins örfáir
menn, sem hann trúði fyrir
vandamálum sinum og hann lagði
rika áherslu á, að halda þeim
leyndum fyrir almenningi og aö-
dáendum sinum.
Stone, manninn sem tók konu
hans frá honum, og þessar ásak-
anir eru réttar. Ég heyrði hann
sjálfan tala um þetta oft og mörg-
um sinnum. En einmitt um svipað
leyti fékk hann óvænta heimsókn
Elvis i karate ásanit Ed Parker sem hefur skrifaö bók um samskipti
sin og söngvarans.