Vísir - 07.02.1981, Page 14
Laugardagur 7. febrúar 1981
14
VlSIR
verði það jafnframt i stjórnaraðstöðu”, segir Davfð Oddsson. (Mynd: E.Þ.S.)
Davíð Oddsson leiðtogi Sjálfstæðis-
flokksins i borgarstjórn:
„Þarf að hrista
fÆÍJ&'SIfá
nýja menn”
Davið Oddsson, leiðtogi Sjálf-
stæðisflokksins i borgarstjórn,
hefur verið nokkuö i fjölmiðlum
að undanförnu, ekki sist vegna
þeirra hverfa- og vinnustaða-
funda að undanförnu þar sem
hann hefur verið i aðalhlut-
verki, — sumir segja i borgar-
stjóraleik. Davið er i fréttaljós-
inu i dag og svarar spurningum
um borgarmálin, Sjálfstæðis-
flokkinn og sjálfan sig.
— Nú ertu oddviti Sjaifstæðis-
flokksins i borgarstjórn, — ertu
ekki þar með borgarstjóraefni
flokksins?
,,Ég er leiðtogi flokksins i
minnihluta i borgarstjórninni,
en það hefur út af fyrir sig ekki
verið tekin afstaða til þess hver
væri borgarstjóraefni, það hef-
ur komið sjálfkrafa.”
— Sjálfkrafa á þann hátt að
teiðtoginn hcfur orðið borgar-
stjóri?
,,Það hefur farið saman að
borgarstjórinn og formaður
borgarstjórnarflokksins hefur
verið sami maðurinn. Hins veg-
ar höfum viö aldrei lent i þeirri
stöðu sem við erum i núna, að
ganga til kosninga án þess að
hafa-borgarstjórann i okkar röð-
um.
út af fyrir sig er ekki óeðli-
legt að menn ætli aö sá sem er
kjörinn til þess að vera leiðtogi
flokksins i stjórnarandstööu
veröi jafnframt leiðtogi hans i
stjórnaraöstöðu. Formleg
ákvörðun um þetta er hins veg-
ar i höndum þess borgarstjórn-
arflokks Sjálfstæðisflokksins
sem kjörinn verður”.
— Ef til þess kæmi að þú yrðir
fyrir valinu, telurðu þig þá hæf-
an til þess að gegna embætti
borgarstjóra?
Ég á ekki aö dæma um það.
Minir félagar hafa talið mig
hæfan til þess að vera i forystu
fyrir stjórnarandstöðunni og ég
býst við þvi aö þeir hafi metið
það þannig, að það starf væri
ekki siður erfitt heldur en hitt,
og ég er mjög ánægður með það
traust sem mér hefur verið sýnt
með þeim hætti”.
— Hvaða eiginleika þarf
borgarstjóri að hafa til að bera,
og þá jafnframt þú ef svo ber
undir?
,,Ég vil ekki endilega lýsa
minum eiginleikum en ég tel i
fyrsta lagi, að sá sem gegnir
embætti borgarstjóra, þurfi
auðvitað að vera ákaflega vel að
sér varðandi öll borgarmálefni,
og hafa fylgst með þeim lengi
áður en hann kemur til starfa.
Þannig hefur það alla tið verið
hjá okkur sjálfstæðismönnum.
Birgir tsleifur hafði verið tiu ár
i borgarstjón áður en hann varð
borgarstjóri og sjálfur hef ég
verið sjö ár i borgarstjórn.
Borgarstjórar þurfa að hafa
vissa festu til að bera, en jafn-
framt lipurð. Hann þarf að hafa
góða yfirsýn yfir hina ýmsu
málaflokka, — vera tilbúinn til
þess að taka ákvarðanir og
standa við þær. Þetta eru helstu
eiginleikarnir sem mér koma i
huga svona i fljótu bragði”.
— En ertu ekki alltof ungur til
þess að takast þetta á hendur —
ertu nógu sjóaöur til þess aö
taka yfir yfirstjórn borgarinn-
ar?
„Við sjálfstæðismenn höfum
jafnan haft þaö þannig að menn
taka ungir við forystuhlutverki i
borgarstjórninni. Ég verð 34 ára
gamall þegar kosið verður, ég
hygg að Birgir tsleifur hafi ver-
ið á sama aldri þegar hann varð
borgarstjóri, sömuleiðis Geir
Hallgrimsson og Gunnar
Thoroddsen var 36 ára. Loks má
nefna að Bjarni Benediktsson
var 32 ára”.
— Nú voru nokkrir menn fyrir
ofan þig i prófkjöri fyrir siöustu
borgarstjórnarkosningar. Heföi
ekki verið eölilegra aö einhver
þeirra Itefði verið geröur að
oddvita flokksins?
,,Ég held aö Birgir tsleifur
hafi verið i fjóröa sæti i próf-
kjöri i þeim kosningum sem
voru áður en hann varö borgar-
stjóri. Ég varð i fjórða sæti i sið-
asta prófkjöri og haföi þá hækk-
að úr tiunda sæti, sem var
mesta breytingin i prófkjörinu,
— aðrir héldu svipuöum sætum.
Ég býst við að menn hafi tekið
mið af þessu þegar ég var val-
inn sem leiðtogi, og jafnframt
þvi, að það þarf unga menn til
að vera i forystu á þessu sviði.
Þetta er mjörg annasamt og
menn þurfa að vera friskir og
ferskir”.
— Ilelduröu áfram að vera
lciötogi flokksins i borgarstjórn
ef cinhver eða einhverjir verða
fyrir ol'an þig í pófkjöri fyrir
næstu kosningar?
,,Ég skal ekkert segja um það
hver viðbrögð manna verða við
þvi ef ég fer ekki vel út úr næsta
prófkjöri. Ég geri ráð fyrir þvi,
að ef ég færi mjög illa út úr próf-
kjörinu, þá myndu menn ekki
telja mjög gæfulegt að hafa slik-
an mann i forystu”.
— Þér finnst þá ekki liggja
hlutarins eðli að sá sem verður
efstur i prófkjöri verði leiötogi
borgarstjórnarflokksins?
„Reglunar eru ekki þær, held-
ur þannig að listinn ákveður
þann mann. En auðvitað hefur
þaö áhrif ef einhvern verður
langefstur i prófkjöri. Út af fyr-
ir sig má segja, að ef ég verð
neðarlega i prófkjöri þá bendir
það til þess að ég hafi ekki stað- ■
ið mig sem skyldi i stórnarand-
stöðunni og þá myndi ég og min-
ir félagar auðvitað hugleiða
okkar gang”.
— Nú hafa sumir haft það á
orði, aö Albert Guömundssyni
hafi þótt framhjá sér gengið
þegar þú varst gerður að odd-
vita flokksins, enda var hann
fyrir ofan þig i prófkjörinu. Má
ekki búast við þvi að hann hjóði
fram sérstaklega, eins og ýjað
hefur verið að, ef þú vcrður
borgarstjóraefni flokksins?
„Ég tel engar likur á þvi. Al-
bert var einn af þeim sem stóð
að þvi aö ég var kjörinn leiðtogi
borgarstjórnarflokksins og við
höfum átt gott samstarf i
borgarstjórninni. Ég tel engar
likur á þvi að hann færi aö kljúfa
flokkinn með þvi að vera með
sérstakt framboð”.
— Albert er sagður hafa verið
tregur til þess að inæta á
borgarmálafundi fiokksins, þar
sem lionum þætti sér misboðið
að leika eitthvert aukahlutverk
á meöan þú ert i borgarstjóra-
leik. Hvað segirðu um þetta?
„Ég hef ekki heyrt þetta.
Reyndar mæta borgarfulltrúar
misvel á þessa fundi, en hins
vegar hefur Albert mætt vel, og
betur en margir aðrir borgar-
fulltrúar flokksins”.
— Það er seni sé engin tog-
streita ykkar á milli?
„Nei, — ekki sem ég hef orðið
var við”.
— Til hvers eru þessir fundir
haldnir? Eru það ekki fyrst og
fremst dyggir flokksmenn sem
sækja þessa fundi og þeir hafa
því takmarkaö upplýsingagiidi
fyrir hinn almenna borgara?
„Fundirnir eru fyrst og
fremst haldnir til þess að kynna
fólki borgarmálin og gefa
mönnum tækifæri til þess að
spyrja okkur út úr um þau. Á
meðan borgarstjórinn var úr
okkar röðum hélt hann tvo fundi
á hverju kjörtimabili og gaf
borgarbúum kost á að koma á
slika fundi og kynnast borgar-
málefnum. Núverandi meiri-
hluti, sem lofaði að bæta sam-
skiptin við borgarbúa, hefur
ekkert slikt frumkvæði haft.
Þess vegna hefur komiö upp sú
sérstaka staða, að minnihlutinn
hefur þurft að skýra frá gangi
borgarmálefna, og jafnvel tekið
á sig skammir fyrir eitt og ann-
að sem ekki hefur verið gert á
kjörtimabilinu.
Það eru ekki bara sjálfstæðis-
menn sem koma á þessa fundi,
og til dæmis kom varaborgar-
fulltrúi Framsóknarflokksins á
fund hjá okkur i fyrrakvöld, og
það er ekkert einsdæmi að fólk
úr öðrum flokkum komi til okk-
ar og spyrji um hlutina. Hins
vegar mæta okkar stuönings-
menn miklu betur en aðrir, enda
ekki nema eðlilegt”.
— Nú viröist sem svo að
ineirihlutasamstarfiö i borgar-
stjórn hafi gengið snurðulitið
fyrir sig. Er ekki búið að af-
sanna glundroðakenningu ykk-
ar sjálfstæðismanna?
„Það er mikil fjarstæða.
Glundroðakenningin fólst i
tvennu, — annarsvegar að fjár-
málin færu úr böndum ef þessir
þrir flokkar kæmust að, og hins-
vegar þvi að framkvæmda-
þróttur og ákvarðanataka
myndi veröa fyrir bi vegna
glundroðans. Glundroðinn felst
ekki i þvi aö Sigurjón sé i blöð-
um að kalla Björgvin bjána og
Björgvin sé að segja að Kristján
sé kjáni og Kristján segi að
Sigurjón sé óþolandi. Glundroð-
inn felst i þvi að menn ná ekki
saman og við sjáum það i fjölda
mála, sem hafa stórkostlega
skaðað borgina, að þessir flokk-
ar ná ekki saman”.
— Hvaða mál eru það?
„Gleggsta dæmið eru skipu-
lagsmálin. Þar hefur ekkert
gerst i þrjú ár vegna þess að
flokkarnir ná ekki saman — tala
ekki sama mál. Þeir hins vegar
reyna að forðast að þessar deil-
ur komi upp á yfirborðið og það
verður til að málin dragast enn
lengur til stórkostlegs skaða
fyrir borgina”.
— Hvað nákvæmlega heföi
verið öðruvisi i stjórn borgar-
innar á þessu kjörtimabili ef
Sjálfstæðisflokkurinn heföi
haldið völdum?
„Við hefðum I fyrsta lagi ekki
aukið skattheimtuna eins og nú-
verandi meirihluti hefur gert. A
hverjtj einasta ári frá þvi að
þessi meirihluti tók við hafa
verið lagðir á nýir skattar, en
næstu tvö kjörtimabil þar á
undan höfðu engir tekjustofnar
verið hækkaðir. Fyrsta árið
voru fasteigna- og aðstöðugjöld
hækkuð og maður hélt að þeir
myndu láta þar viö sitja, en árið
eftir voru svo útsvörin hækkuð.
Nú á þriðja árinu eru svo gatna-
gerðagjöldin hækkuö um allt að
50% á verulegum fjölda eigna.
Ef þessir menn hefðu átt sð
stjórna með þeim fjármunum
sem fyrrverandi meirihluti
hafði til ráðstöfúnar væri hér
allt komið, rúst. Um leið og við
komumst tól valda á nýjan leik
munum við lækka þessi gjöld.
Ef við hefðum verið hér við
völd, þá hefði meðalfjölskyldan
átt 500 þúsund krónum meira i
vasanum á hverju ári, sem ekki
hefðu farið I opinber gjöld.
Þetta þýðir að meðalfjölskyldan
hefði eftir kjörtimabilið haft
tveimur milljónum króna meira
til ráðstöfunar ef við hefðum
verið við völd. Ég býst við að
hún hefði getað notað þessa
aura”.
— Er viðbúið að borgarstjórn-
arflokkur Sjálfstæðisflokksins
kiofni á sama hátt og gerst hef-
ur i iandsmálunum?
„Það eru engar likur til þess
og örlar ekkert á sliku”.
— Nú féllst þú fyrir Gunnari
Thoroddsen i siðasta varafor-
mannskjöri i Sjálfstæðisfiokkn-
um. Ætlarðu að rcyna aftur i
vor?
„Ég vil nú ekki orða það
þannig að ég hafi fallið fyrir
Gunnari Thoroddsen. Það voru
þrir menn i framboði Matthias
Bjarnason, Gunnar og ég, og ég
fékk nú fleiri atkvæði en ég átti
von á i keppni við svo ágæta og
sterka menn. Hins vegar mun
ég ekki fara i varaformanns-
framboð i bráö, — ég hef nú öðru
verkefni að sinna og mun láta
mér það nægja”.
— Þú ert þá ekkert á ieiöinni
út i landsmálapólitikina?
— Nú er næsta öruggt að Geir
Hallgrimsson býður sig aftur
fram til formanns flokksins, —
fær hann þitt atkvæði á lands-
fundi?
„Já”.
— Ef svo færi að kosið yrði á
milli Gunnars og Geirs, —
hvernig helduröu að það kjör
færi?
„Ég á ekki von á þvi að Gunn-
ar Thoroddsen bjóði sig fram
gegn formanninum, og það er
ekkert útséð um það hverjir
verða i framboði”.
— En ef það yrðu þessir tveir?
„Ég vil ekkert tjá mig um
slikt, það er ekki i minum
verkahring”.
— Myndi Sjálfstæðisflokkur-
inn klofna endaniega ef til slikt
uppgjörs kæmi?
„Ég tel engar likur á þvi að
Sjálfstæðisflokkurinn klofni
endanlega — hvaða staða sem
upp kann að koma”.
— Ef þú réðir feröinni. hvaða
leið yrði þá valin út úr þeim
vandræðum sem nú herja á
Sjálfstæðisflokkinn?
„Ég taldi á landsfundinum
1979 að það væri timabært fyrir
flokkinn að endurnýja sig og
skipta um forystu, og hafði ég
þá ekki sist miö af þvi að aðrir
flokkar voru að gera þaö. Ég
held að það væri kostur fyrir
flokkinn ef hann myndi endur-
nýja sig i efstu sætum á öllum
framboðslistum um land allt.
Ég held að slik uppstokkun hefði
meiri þýðingu en þótt skipt yrði
um menn i hinni bláfremstu
forystu”.
— Sem sé að losa sig viö þá
menn sem hingað til hafa ráðið
ferðinni i flokknum?
„Já — ég tel að það þurfi að
hrista upp i þingflokknum og fá
þar nýja menn”.
— Að lokum Daviö, vinnurðu
fyrir kaupinu þinu sem forstjóri
Sjúkrasamlags Reykjavikur
þegar þú ert alltaf að vasast i
pólitik?
„Ég tel mig skila þeirri vinnu
sem mér ber að skila en hins
vegar viðurkenni ég það, að það
verða oft árekstrar milli starfs-
ins og stjórnmálanna. Eins og
menn vita þá er seta i sveitar-
stjórnum þegnskylduvinna
samkvæmt lögum, og hana er
ekki hægt að vinna nema menn
geti jafnframt séð sér fyrir lifi-
brauði”. —P.M.