Vísir - 07.02.1981, Síða 18
18
vtsm
Laugar'dagur 7. febrúar 1981 ’
„Þaö er
„Kristnihaldinu” og svo hef ég
íika leikið hundleiðinleg hlut-
verk”.
— Hvers vegna er LA alltaf á
hausnum?
„Er ekki öll menningarstarf-
semi á hausnum? Ég veit ekki
um neitt leikhús, hvergi i heim-
inum, sem ber sig. Það er
kannski til.
Leikfélagi Akureyrar var eitt
sinn boðið á leiklistarhátið i Svi-
þjöð, sem atvinnuleikhús utan
höfuðborga á Norðurlöndum
héldu. Þegar við lýstum okkar
starfsskilyrðum, þá áttu kolleg-
ar okkar ekki orð yfir hvernig
búið væri að leikhúsum á Is-
landi. Þeir trúðu þvi ekki, að
hægt væri að reka leikhús við
slik skilyrði. Leikhús i Sviþjóð
fá I styrk 95% af rekstrarfé, en
hér vantar mikið á til að ná þvi
marki.
Peningaleysid
hefur komid
viö móralinn
Akureyrarbær má eiga það,
að hann hefur staðið vel við bak-
ið á okkur, en ég skil ekki tregðu
rikisvaldsins. Eru ráðamenn
þar á bæ ef til vill hræddir um að
önnur leikfélög utan Reykjavik-
ur komi á eftir, ef við fáum
myndarlegan styrk? Ekki þætti
mér það ósennilegt. öfundin er
slæmur óvinur, einum má ekki
ganga vel, þá þarf einhver ann-
ar að rifa það niður”.
Eru allir svona vondir við
ykkur, er ekkert að hjá félaginu
sjálfu?
„Það má eflaust finna ýmis-
legt að hjá okkur, sem betur
mætti fara, mikil ósköp, það er
enginn óskeikull. Hins vegar má
rekja það til þeirra erfiðleika
sem við höfum glimt við. Þeir
nst”
Þannig kemur Natan Ketils-
son fyrir sjónir Gests E. Jónas-
sonar, leikara hjá Leikfélagi
Akureyrar, en Gestur fer með
hlutverk Natans i uppfærslu
LA á Skáld-Rósu, sem frum-
sýnd veröur á fimmtudags-
kvöldið. Leikstjóri er Jill
Brooke Arnason. Skáld-Rósa
eða Vatnsenda-Rósa var hún
nefnd, en réttu nafni hét hún
Rósa Guðmundsdóttir. En
hvernig er að feta i hennar
spor?
Hrókur alls
fagnaöar
„Hún hefur verið mikill kven-
skörungur, hörkukvenmaður,
og það er gaman að glima við
þetta hlutverk, það gefur mikla
möguleika, þvi lifið fór ómjúk-
um höndum um Rósu”, sagði
Sunna Borg, sem fer með hlut-
verk Rósu.
„Ég hef lesið mér mikið til um
lif Rósu og öllum bókum ber
Vatnsenda-Rósa og Natan
Ketilsson eru fyrir löngu orðnar
þjóðsagnapersónur. Sigurður A
Magnússon kemst vel að orði
um þau og Pál sýslumann, þeg-
ar hann skrifar i leikskrá, þegar
verkið var frumflutt hjá Leikfé-
lagi Reykjavikur 1977:
„Rósa verbur imynd hins
heilsteypta og sterka einstakl-
ings, sem er trúr eðli sinu og til-
finningum, varðveitir „sak-
leysi” sitt og mannlegt siðgæði,
hvað sem á bjátar og hvernig
sem lifið og mennirnir leika
hana. Natan verður hins vegar
leiksoppur umhverfisins og
gengur á mála hjá þvi, þrátt
fyrir ótviræðar gáfur og gjörvi-
leik. Hún kemur heilli og sterk-
ari úr átökum við umhverfið, en
hann lætur undan siga og af-
skræmist. Svipaða sögu er að
segja um Pál sýslumann: Hann
afneitar tilfinningum sinum i
þvi skyni að komast til metorða
i samfélaginu og verður brjóst-
umkennanlegur skuggi af sjálf-
um sér.”
„Ég kann i rauninni Vidalin. Hann var bara
ágætlega við Natan. venjulegur almúga-
Hann er passlega gróf- maður, sem ekki átti
ur, það er ég stundum Upp á pallborðið hjá
lika. Hann á það einnig yfirstéttinni i byr jun
til að vera ögn and- i8. aldar. Það dugði
styggilegur, og það get honum ekki einu sinni
ég lika verið. Að mörgu að taka sér nafnið
leyti hefur Natan verið Lyngdal. „Skál fyrir
merkilegur maður. fátæklingi sem vill
Hann þráði að mennt- Verða eitthvað en verð-
ast og komast til met- ur ekki neitt”, segir
orða, en hann var ekki Natan i leikritinu”.
Blöndal, Espolin eða
— Spjaííad vid Gest £. Jónasson og Sunnu Borg, sem fara med híutverk Skáld-Rósu
ög Natans Ketilssonar i uppfærsíu Leikfélags Akureyrar á ,,Skáld-Rósu”,
sem frumsýnd verdur á fimmtudaginn
_ saman um að hún hafi verið sér-
| stök manneskja”, sagði Sunna.
„Það er talaö um að hún hafi
■ verið geðgóð og alltaf virðist
hún hafa verið tilbúin að hjálpa
■ öðrum, hvernig sem á stóð i
Isálarlifi hennar sjálfrar, en hún
flikaði ekki sinum vandamálum
við aðra. Hún var hrókur alls
I fagnaðar og ekki varð hún siður
vinsæl af ljósmóðurstörfum sin-
■ um. Ófáum börnunum hjálpaði
Rósa i heiminn, og væri það
| stúlka, þá var hún nær undan-
tekningalaust látin heita i
| höfuðið á Rósu.
Hún virðist lika hafa verið vel
| gefin, skáldmælt og viðlesin.
Þrátt fyrir það fer hún heldur
I illa út úr lifinu. Hún verður ást-
■ fangin af Páli Melstað 15 ára
■ gömul. En hún var ekki af nógu
góðum ættum fyrir hann, og
■ Páll kaus heldur amtsmanns-
dótturina, þegar hún bauðst.
® Hann hefur liklega séð fram á
Igott embætti með þvi að tengj-
ast amtsmannsfjölskyldunni.
' Góöur smiöur
en litil sál
L
Þetta var fyrsta sorgin. Svo
giftist hún ölafi, sem hún var
aldrei neitt hrifin af. Hann var
góður smiður, en litil sál, sem
sést best á þvi að hann lét óátal-
ið ástarsamband Rósu við Nat-
an. Jafnvel er sagt að Natan
hafi haldið ólafi góöum með
peningagjöfum. Það varð mikið
ástarævintýri, en Natan fór illa
með hana, eins og allar aðrar
konur sem hann kom nálægt.
Ég hef haft virkilega gaman
af að glima við Rósu. Margt I
henni finnur maður i sjálfum
sér og geðbrigðin eru mikil i lifi
hennar þau ár sem leikritið
spannar yfir. Hvernig mér tekst
svo að koma henni til skila
verða leikhúsgestir að dæma
um”, sagði Sunna.
Andskotinn,
þar fórstu
illa með mig
Ekki meira um þau skötuhjú
að sinni, en Gestur er ekki
slqipinn. Hvernig vinnur hann
persónur eins og Natan?
„Andskotinn, þar fórstu illa
með mig, hvernig i fjandanum á
ég nú að svara þessu. Nú, ég
reyni að gera mér i hugarlund
hvernig maður þetta hafi verið,
hvernig hann hafi hugsað, en
siðan skapast persónan á æfing-
um með aðstoð leikstjóra og
meðleikara”, svaraði Gestur.
— Skáld-Rósa er fyrsta verk-
efni L A á þessu leikári, en félag-
ið hefur átt i fjárhagserfiöleik-
um. Fjöldi fastráðinna starfs-
manna er nú i lágmarki, en
stefnt er að þvi að stokka upp
spilin næsta haust. Þó Gestur sé
„Þú skálar við Natan fyrir Nat-
ani og Rósu”.
ekki nema 30 ára, þá er hann
búinn að starfa lengst með LA
af þeim sem þar eru fastráðnir
nú. Ætli hann hafi alltaf ætlað
sér að verða leikari?
„Nei, nei, siður en svo, þetta
var alger tilviljun og ekkert
annað”, svaraði Gestur. „A
skólaárunum var ég ekkert fyr-
ir að troða upp, strækaði alger-
lega á slikt. Og þó, það plataði
mig einhver á leiklistarnám-
skeið þegar ég var nýfermdur,
en það dugði ekki til að kveikja i
mér. Svo plötuðu Haraldur
Sigurðsson og Þórhalla Þor-
steinsdóttir mig til að leika i
„Draumi á Jónsmessu nótt”.
Það var statistahlutverk, en ég
var ekki fenginn til þess vegna
meðfæddra leikhæfileika, held-
ur vegna þess að það vantaði
stóran — já og að sjálfsögöu
myndarlegan mann!! Eftir það
lék ég lögregluþjón i reviunni
„Rjúkandi ráö” á móti Kjartani
„Þú ert dlukkulegur Natan”.
vini minum ölafssyni. Nú, þar
meb var búið að festa bakteri-
una i mér. Siðan hefur verið
hægt að nota mig á einn eða
annan hátt við um 60 uppfærslur
hjá félaginu. Fyrst i áhuga-
mennsku, en siðan var ég i hópi
þeirra leikara, sem voru fast-
ráðnir þegar leikhúsið var gert
að atvinnuleikhúsi”.
Hef líka leikiö
hundleiöinleg
hlutverk
— Eftirminnilegt hlutverk?
„Ha-ha, sá var góður,
hummm, þetta er fjári erfið
spurning. Það hlutverk sem ég
er að gli'rna við hverju sinni, það
er efst i huga mér, það stendur
mér næst. Hins vegar get ég
ekki neitað þvi, að mér þótti
vænt um Mikka ref i „Dýrin i
Hálsaskógi”, eins Umba i
hafa sett á okkur pressu, það er
ekki greitt út, engir peningar til.
Þetta hefur óneitanlega komið
við móralinn hjá okkur.”
— En verkefnaval, af hverju
ekki að sýna eitt verkefni á
hverju leikári, sem gefur pen-
inga i kassann?
„Ha, ha, djöfull væri það nú
gaman, en hvaða verkefni gefa
peninga i kassann? Eitthvað
gamalt, islenskt og gott, segir
einhver. Við tökum eitt slikt
verk, en það kolfellur. Af hverju
höfðuð þið ekki sömu leiktjöld
og 1936? spurði fólkið þegar við
sýndum Skugga-Svein. Já, fjar-
lægðin gerir fjöllin blá.
Það hefur alltaf verið min
skoðun, að það eigi að setja upp
einn „farsa” á ári. Það er engin
skömm að leika i sliku, það er
djöfuls kúnst”, sagði Gestur.
Einn farsi á ári
— En er einhver grundvöllur
fyrir atvinnuleikhús?
„Já, já, það er hægt að reka
atvinnuleikhús, en það er lág-
markið að fastráðnir starfs-
menn séu 12, annars stendur
það ekki undir nafni”.
— Þýðir það ekki að allir
leikararnir leika i öllum upp-
færslum og skapar leiða hjá sér
sjálfum og áhorfendum?
„Jú, það er alveg rétt, en til
að koma i veg fyrir þetta, þarf
að koma á einhverskonar leik-
araskiptum á milli atvinnuleik-
húsanna. Þetta hefur lengi stað-
ið tU, en ekki nema einu sinni
orðið að veruleika.
Ég státa mig ekki af þvi, að
eiga hér lengstan starfsaldur.
Ég hefði viljað breyta til fyrir
lifandi löngu. Það er nauðsyn-
legt að skipta um umhverfi,
kynnast nýju fólki og aðstæðum,
en það er hægara sagt en gert”,
sagði Gestur i lok samtalsins.
G.S./Akureyri