Vísir - 12.03.1981, Blaðsíða 1

Vísir - 12.03.1981, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 12. mars 1981. 59. tbl. 71. árg. Þaö var þröngt setinn bekkurinn í bílageymslu Eimskips viö Faxagarö, þegar Ijósmyndari Vísis tók þessa mynd i gær. Aðallega voru þarna japanskir og sænskir bilar, sem nýkomnir voru til landsins og biöu þess að veröa sóttir. Munu hafa verið um 500 nýir fararskjótar þarna á þakinu þegar myndina var tekin. —Vísismynd GVA. Nýja framboOið fékk 29% Meirihluti Vinstri manna féll i stúdentaráftskosningunum i Há- skóla tslands i gær. Vinstri menn fengu fimm menn kjörna og misstu tvo, eins og listi Vöku, sem fékk fjóra menn kjörna. Listinn, sem raskaöi valdahlutföllunum i stúdentaráöi, var listi Umbóta- sinnaöra stúdenta, en sá listi fékk fjóra menn kjörna. Kjörsóknin var heldur meiri en oftast áöur eöa tæp 54 prósent. Listi Vöku fékk 557 atkvæöi — 31% atkvæöa — og fjóra menn kjörna. Vinstri menn fengu 690 atkvæöi — 39% atkvæöa — og fimm menn. Umbótasinnar fengu 512 atkvæöi — 29% atkvæöa — og fjóra menn. Aöeins var kosinn um helmingur fulltrúa til Stúdenta- ráös, þannig aö i ráöinu eru nú 12 fulltrúar frá Vöku, 14 frá Vinstri mönnum og 4 frá Umbótasinnum. 1 gær fór einnig fram kosning til Háskólaráös og féllu atkvæöi þannig, aö Vaka fékk 574 atkvæöi — 32% — og einn mann, Vinstri menn fengu 635 atkvæöi — 36% — og einn mann og Umbótasinnar 489 atkvæöi — 27% — og engan mann kjörinn. —ATA Auðgunarbrot árásarmanns? Rannsókn máls er varöar árás tveggja manna á 55 ára gamlan mann, meö þeim afleiöingum aö hann liggur á sjúkrahúsi meö lömunareinkenni, er vel á veg komin, aö sögn Hallvarös Ein- varössonar. rannsóknarlögreglu- stjóra. Mönnunum tveim 46 ára og 30ára, var gert aö sæta gæslu- varöhaldi fram á morgundaginn og veröur þá aö öllum likindum sleppt úr haldi. Fleiri mál munu hins vegar tengjast öörum þessara manna.er varöa ýmis auögunarbrot og stendur rannsókn á þeim yfir. —AS Skoðanakönnun meðai bingmanna Sjálfstæðlsflokksins: Villa iresla lanfls lundi lll haustsins Á fundi i þingflokki Sjálfstæðisflokksins siðdegis i gær fór fram óformleg skoðana- könnun á því, hvort fresta bæri landsfundi og samkvæmt heimild- um Visis var mikill meirihluti þingflokks- ins þeirrar skoðunar að slikt væri æskilegt. Einungis tveir þing- menn munu vera mót- fallnir frestun. Miðstjórn Sjálfstæðisflokks- ins kemur saman til fundar klukkan 16 i dag og er búist við þvi-að þar verði tekin ákvörðun um það hvenær landsfundurinn verður. Venjulega er landsfundurinn haldinn um mánaðamótin mai-júni, en þeir. sem eru á þvi að fresta honum að þessu sinni vilja að fundurinn verði haldinn i haust. Til fundarins þarf að boða með minnst tveggja mánaöa fyrirvara. þannig að ekki er mikill timi til stefnu ef hann á að verða um mánaða- mótin mai-júni. Astæða þess að sterkar raddir eru uppi um frestun fundarins er sú, að menn vona að þá gefist timi til að koma einhverju lagi á innri málefni flokksins ábur en til landsfundar kemur. —P.M. Umsokn Sterling enn i athugun Samgönguráöuneytið er nú að vinna úr uppiýsingum, sem þaö hefur aflaö sér varðandi umsókn danska flugfélagsins Sterling um leiguflug milli tslands og Kaup- mannahafnar á vegum Sam- vinnuferða. Birgir Guðjónsson, deildarstjóri, sagði i morgun, að umsókn Sterling yrði afgreidd fyrir helgi. Um er aö ræöa eina ferð i viku I þrjá mánuöi eöa samtals 12 feröir. Eins og áöur hefur komiö fram, fullyröa Flugleiöir aö hér sé um undirboö aö ræöa, en for- stjóri Samvinnuferða neitar þvi og segir Flugleiðir ekki sam- keppnisfærar um verö. Þessar leiguferöir á aö fljúga aö nætur- lagi þegar áætlunarvélar Flug- leiöa eru ekki I notkun. Samkvæmt upplýsingum VIsis tryggja gagnkvæmir loftferöa- samningar Islands og Danmerk- ur ekki, aö veita beri heimild til leiguflugs skilyröislaust og er slik leyfisveiting alltaf matsatriöi hverju sinni. Hins vegar er ekkert leiguflug leyft milli höfuöborga Noröurlandanna fjögurra. —SG Osamkomuiag mllll deiidarsilóra flugvalladeíldar og varallugmáiastjórans: DEIL0MSTJ0RM0M SAGT UTr „Hafi Hrafni Jóhannssyni ekki verið sagt upp störfum fyrir há- degi föstudaginn 27. febrúar næstkomandi með skipun um að hverfa af vinnustað fyrir 1. mars 1981, þá mun ég leggja fram upp- sagnarbréf mitt siðdegis þann sama dag”. Þetta er kafli úr bréfi, sem Pét- ur Einarsson, varaflugmálastjóri og framkvæmdastjóri flugvalla, skrifaði flugmálastjóra og sam- gönguráðherra 25. febrúar s.l. Áður en Pétur setti fram þessa úrslitakosti hafði hitnað allveru- lega i kolunum milli þessara tveggja starfsmanna flugmála- stjóra, en Hrafn Jóhannsson var siðan 1973 deildarstjóri flugvalla- deildar. Pétur var skipaður i sin em- bætti 1. september s.l. og tók þá fljótt að bera á ósamlyndi þess- ara tveggja manna. Laugardaginn 28. febrúar komu svo tveir stefnuvottar heim til Hrafns og afhentu honum upp- sagnarbréf frá flugmálastjóra, þar sem tekið er fram, að sam- gönguráðuneytið sé samþykkt uppsögninni. Að sjálfsögðu sýnist sitt hverj- um um uppsögnina og frétta- maður ræddi við flugmálastjóra og hina tvo málsaðilana. Viðtölin og nokkur úttekt á málinu eru i opnunni i dag. SV SJÁ OPNU ■i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.