Vísir - 12.03.1981, Page 28
vism
Fimmtudagur 12. mars 1981.
síminnerdóóll
Veðriö hér
og har
Veður kl. 6 i morgun.
Akurcyri skýjað 0, Helsinki
skýjað -r 18, Kaupm.höfnskýj-
að -í-1, Osló skýjað t3,
Reykjavik skýjað 2, Stokk-
hólmur snjókoma t-8, Þórs-
höfn skýjað 6.
Veður kl. 18 T gær.
Aþena hálfskýjað 5, Berlin
rigning 14, Feneyjar þoku-
móða 10, Frankfurt skúr 16,
Nuuk úrkoma -^9, London
skúr 13, Luxemborg skúr 13,
Las Palmas skýjað 26, Mon-
treal úrkoma 2, New York
skúr 6 Paris hálfskýjað 15,
Rómþokumóða 13, Vinskýjað
19, Winnipeg skýjað 10.
1
B
B
B
Loki
segir
veðurspá
dagsins ■
A vestanverðu Grænlands- *
hafi er kyrrstæð 980 mb lægð [
sem grynnist. önnur kyrrstæð 1
lægð 985 mb djúp skammt [
norðaustur af Færeyjum, þok- ‘
ast norðaustur. Hiti breytist |
litið, frostlaust verður að deg- .
inum en viða næturfrost. I
Veðurhorfur næsta sólarhring. I
Suðurland til Breiðafjarðar: ■
Hæg breytileg átt og skýjað, .
sumstaðar smáskúrir eða.él. j
Vestfirðir til Norðurlands |
eystra: Hægviðri i innsveit- '
um, austan gola eða kaldi á I
miðum, skýjað og viða nætur- 1
þoka til landsins.
Austurland og Austfirðir: ■
Norðaustan gola þokuloft og I
sumstaðar súld eða slydda ■
með köflum.
Suðausturland: Hægviðri, |
skýjað og sumstaðar smá- i
skúrir i dag, sumstaðar |
næturþoka. ■
Svo er að sjá i morgunblöð- |1
unum i dag, aö allir hafi sigrað =
í stúdentaráöskosningunum i |
Háskólanum i gær. Merkileg ®
niðurstaða þaö!
Valdimar Guðmundsson formaður Féiags ungra framsóknarmanna I Austur-Húnavatnssýslu:
Páll breyti afstððu
sinni eða segi af sér”
,,Ég vil taka undir allt sem
Grimur Gislason sagði um þetta
mál og afskipti Páls Péturssonar
af því, e'g held að Grímur hafi
þarna talað fyrir munn svo gott
sem allra framsóknarmanna hér
um slóðir” sagöi Valdimar Guð-
mundsson, formaður Félags
ungra framsóknarmanna i Aust-
ur-Hiínavatnssýslu, i samtali við
blaöamann Visis.
„Ef Páll breytir ekki afstöðu
sinni varðandi Blönduvirkjun til
samræmis við vilja yfirgnæfandi
meirihluta Framsóknarmanna i
kjördæminu, þá á hann skilyrðis-
laust að segja af sér. Það mátti
skilja á orðum Páls aö Grimur
hafi tekið of stórt upp i sig í þessu
máli, en við erum ósammála Páli
i því eins og mörgu öðru”, sagði
Valdimar.
Valdimar sagði einnig, að lita
mætti á Pál Pétursson sem full-
trúa Austur-Húnvetninga á lista
Framsóknarflokksins i kjördæm-
inu, en um 83% kjósenda á þvi
svæði hefur ritað nafn sitt á
undirskriftalistana til stuðnings
Blönduvirkjun.
„Við teljum okkur þvi hafa
töluvert á bak við okkur til stuðn-
ings þvi' sem Grimur sagði i
viðtalinu við Visi”, sagði
Valdimar. -P.M.
innflutningur til isiands undir tollnúmeri 2505:
Kattarsandur lyrir
um 130 milli. gkr.
Á siðasta ári var varið um 130
milljónum gkr. til innflutnings á
kattarsandi til landsins, en inn-
flutningur hans hefur farið mjög
vaxandi hin siðustu ár.
Kattarsandur er fluttur til
landsins undir tolinúmeri 2505,
en i tollskrá segir að það sem
heyrir undir það tollnúmer sé:
„Náttúrulegur sandur hvers
konar, einnig litaður en þó ekki
málmsandur.
Starfsmaður tollstjóraem-
bættisins, sem Visir ræddi við i
gær sagði að kattarsandur væri
nánast það eina sem flutt væri
til landsins undir þessu tollnúm-
eri, hugsanlega einhver sandur
einnig sem notaður er i fugla-
búr.
Hjá Hagstofunni fengust þær
upplýsingar/ að innflutningur
undir tollnúmeri 2505 hefði á
siðasta ári numið 276.3 tonnum,
og leiðir sú tala ósjálfrátt hug-
ann að þvi.hvað innflutningur á
kattarsandi hafi kostað á þvi
Þaðer greinilegt að kettirnir eru hrifnir af innflutta kattasandinum.þótt sennilega séu ekki allir hrifnir
af þvi aðeyða um 130 milljónum gkr. iinnflutning á honum á ári. (Visismynd Þráinn)
ÞllSUND LÍNU STRENGUR BILAÐI
Nú stendur yfir viðgerð á svo-
kölluðum 1000 linu simastreng,
sem liggur frá miðbæjarstöðinni i
austurbæinn. Bilaði strengurinn i
fyrradag og er gert ráð fyrir að
viðgerð ljúki i dag.
Strengurinn liggur frá mið-
bæjarstöðinni, eins og áður sagði,
Hverfisgötu og upp á Grettisgötu.
Þar skiptist hann i tengihúsi og
heldur siðan áfram að Laugavegi
145 og dreifist þaðan. Mun slit
hafa valdið biluninni.
Viðgerð var hafin i gærkvöld og
er búist við að henni ljúki i dag.
Má gera ráð fyrir að simnotendur
á ofangreindum svæðum verði
varir við truflanir, einkum fyrri
hluta dags.
—JSS
ári. Samkvæmt þeim upplýsing-
um. sem við höfum aflað mun
meðalverð á innfluttum kattar-
sandi vera um 500 gkr. hvert kg,
og lætur þvi nærri að kattar-
sandur hafi verið fluttur inn
fyrir um 130 milljónir gkr. á sið-
asta ári.
gk-.
Blöndu-
viöræöum
haldlð
áfram
I dag
,,Það voru lögð fram
gögn frá ýmsum sér-
fræðistofnunum, sem
beðið hafði verið um, og
mestur fundartiminn
fór i að ræða þessar
skýrslur”, sagði
Kristján Jónsson, raf-
magnsveitustjóri, i
samtali við blaðamann
Visis i morgun.
Kristján stýrir fundum við-
ræðunefndar þeirrar, sem skipuð
hefur verið til þess að fjalla um
þá valkosti, sem eru fyrir hendi
varðandi Blönduvirkjun. i nefnd-
inni eiga sæti sex fulltrúar þeirra
hreppa, sem liggja að Blöndu,
auk fjögurra fulltrúa frá Raf-
magnsveitum rikisins. Fyrsti
fundur nefndarinnar var haldinn i
gærmorgun.
Þaugögn, sem lögðvorufram á
fundinum i gær, voru meðai ann-
ars frá Rannsóknastofnun land-
búnaðarins, Landgræðslunni og
Búnaðarfélagi islands en að sögn
Kristjáns Jónssonar, var ekkert
nýtt, sem þar kom fram, heldur
hafa menn einungis verið að
skoða málin nánar.
„Annars er þetta allt saman á
viðræðustigi og ekki timabært að
tjá sig um það opinberlega”,
sagði Kristján, en i morgun hófst
annar fundur nefndarinnar.
—P.M.