Vísir - 20.03.1981, Blaðsíða 9

Vísir - 20.03.1981, Blaðsíða 9
Föstudagur 20. mars 1981 VÍSIR [ Vlsftálan’ép’sjónap'spii Gjaldmiðilsbreytingin, sem gerð var um áramótin, — fækkar seðlum, gerir þá verð- meiri og eykur gildi smámynt- ar. Mér biður i grun, að einstaka fólki finnist, eöa haldi, að verð- gildið hafi aukist. Þegar haft er i huga, að verðskyn fólks er mjög sljótt, vegna þess hversu verðbreytingar hafa verið örar, um margra ára timabil, — og jafnvel frá degi til dags, — fólk er þvi illa á sig komið til aö greina á milli þess verðs, sem var og þess sem nú á að vera. Útsölur i verslunum strax eftir áramótin, beint ofan á mynt- breytingu, hafa ekki verið eins hagstæðar neytendum og þeim hefur sýnst, og bendir margt til, að efasemdir komi fram um á- gætið, — að hér hafi ekki verið gerð kostakaup. Við verðum aö vera raunsæ, og fara okkur hægt i viðskiptum, og megum vara okkur betur en áður en verðgildið breyttist. Kaupmátturinn fer hrað- minnkandi Eitt með öðru, þá er öruggt að verðbólgan hefur ekki minnkað, eða hjaðnað, heldur hið gagn- stæða. Kaupmáttur launa fer hrað-minnkandi og er miklum mun minni en fram kemur i auglýstri kaupgjaldsvisitölu Hagstofu Islands. Þetta vita stjórnvöld og forystumenn launastétta, en láta sem allt sé eins og þar kemur fram. — Visi- talan er notuð sem hag- stjórnartæki, — verðhækkanir á vörum og þjónustu, sem stjórn- völd samþykkja, koma i lotum og er rutt út i verölagið á fyrstu dögum eftir að ný kaupgjalds- visitala hefur verið reiknuð, en kaupgjaldsvisitala er reiknuð út á þriggja mánaöa fresti, eins og vitað er, en síðasta mánuðinn áður en nývisitala er reiknuö út, er safnað upp hækkunar- beiönum, þar til útreikningur hefur verið gerður. Þannig fá neytendur á sig óbættar verð- hækkanir á vöru og þjónustu, um ca. tveggja mánaða timabií af þeim þrem mán. sem tima- bilið nær hverju sinni, — auk hins, að verð margra neyslu- vara er utan visitölu og fást ekki bættar I kaupgjaldsvisitölu. Þess vegna er kauprýrnun launafólks miklu meiri en visi- talan mælir. — Þetta vita allir, sem við stjórnsýslu starfa og froustumönnum launafólks er þetta jafnljóst. En hitt vita allir, að neysluvenjur, sem visitalan telur eru margra ára gamlar, og margar þær vörutegundir, sem þar koma til útreiknings, eru ekki lengur á borðum fólks, en þær vörur sem i þeirra staö koma að stærstum hluta, eru ut- an visitölu og hafa þvi ekki áhrif til visitöluútreiknings. Dæmin um bakarana Eitt nýlegt dæmi, sem talar sinu máli um heilindi bæði stjórnvalda og forsvarsmanna launastétta, er deila sú sem uppkom hjá bökurum nýverið, útaf verðhækkun visitölu- brauða. Bakarar héldu þvi fram i blööum og fjölmiðlum, að þeir seldu brauðin undir kostnaðar- verði. — Þeir vildu ekki una veröákvöröun Verðlagsráðs og stjórnvalda. Það kom lika fram hjá bökurum og þvi hefur ekki verið mótmælt, að þeir mættu sjálfir ráöa verði á öllum öörum brauðum, þar giltu engar höml- ur, — pau verð kæmu ekki til veröútreiknings i kaupgjalds- visitölu. Þetta bendir á og afsannar umsagnir stjórn- valda, fjölmiðla og skrif blaða um kaupmátt launa. — Kaup- máttur launa er mun minni en þessir aðilar telja. Ég tel eins og áður segir, að visitalan sé hag- nýtt sem hagstjórnartæki, — hún er sjónarspil, - og um það þegir pólitiska samtryggingin. En til að fullnægja lýöræðislegu réttlæti, eru 1 Verðlagsráði full- trúar flokka og stétta, — þar sitja við sama borð fulltrúar at- vinnurekenda og launafólks. Þess heyrist sjaldan getið, að stór ágreiningur sé milli þess- ara fulltrúa, þegar teknar eru á- kvarðanir um verðhækkanir og aösú regla aðryðja út i verðlag- iö verðhækkunum vöru og þjón- ustu fyrstu dagana eftir að ný visitla er útreiknuö, — aö þeim þyki sú regla ógeðfeld, þótt hún sé launþegum óhagstæð. Forysta launastéttanna vinveitt stjórnvöldum Eins og vitað er, er kjara- samningum við launastéttirnar lokið, og búið að binda samn- inga i ákveðið timabil og þeim verður ekki sagt upp með góðu móti, — eða að tilraunir verði gerðar (þrátt fyrir kjaraskerð- ingu) — að til andófs komi eða þess, að gripið verði til skæru- hernaðar eða útflutningsbanns. Forystumenn launastéttanna finna ótal rök i þá átt að réttlæta gerðir stjórnvalda, og firra sig þvi að standa i illdeilum við vin- veitt stjórnvöld. Ég tel, — ef tekið er mið af þvi, sem þegar hefur gerst, sé vilji þessara aöila litill til andófs, — þótt álitamál sé hvort nýgerðir kjarasamningar hafi gildi, eftir þá skerðingu, sem þegar hefur verið gerð. Þá mætti ætla að stjórnvöld geti leikið sér með visitöluna að geðþótta, — án teljandi viðnáms, — þá vegna Garðar Viborg f jallar um> vísitöluna og alkunnar aðferðir stjórnmála- mánna til að fara í kring- um hana. Garðar telur vísitöluleikinn kominn á það stig að óhjákvæmi- legt sé að endurskoða vísitölugrunninn. //Kauprýrnun launa- fólks" segir Garðar „er miklu meiri en vísitalan mælir". þeirra vináttubanda, sem tengja saman stjórnvöld og forystu- menn launastéttanna. Ég hefði þó haldið að tekjusvipting og skerðing kjarasamninga væri jafn ógeðfeld og sár, hver sem hana gerði, — það veröur að hætta þessum skollaleik, — og endurskoða visitöluútreikning- inn og þann grundvöll, sem hún byggist á, — meöal annars af þeirri ástæðu, aö neysluhættir fólks hafa gjörbreyst á siðari árum, — þaö hlýtur aö vera réttlætismál. Nú, þessu til viö- bótar verður að taka með inni dæmiö, þegar verðtrygging er oröin fastur þáttur i flestum lánveitingum, — er nauðsyn enn meiri, að visitalan mæli rétt, — svo aö allar veröbreytingar raskist ekki á milli launatekna og greiðslubyrði lána. Garðar Viborg. Að hampa kommúnistum ASI. Sennilega hafa þeir sem styrkja vilja lýðræöislegt stjórnarfar á Islandi ekki til skamms tima orðið fyrir meiri vonbrigðum, en þegar kommúnistinn Ásmundur Stefánsson var gerður að forseta ASl með fulltingi Framsóknar og Sjálfstæðis- manna. Þá var gleymd sú stað- reynd að ólafslögum, Ólafs Jóhannessonar og Geirs Hall- grimssonar var komið á kné og áhrifum þeirra eytt með ofbeldi Verkamannasambands íslands undir stjórn Guðmundar J. og fleiri kommúnista. Meö pólitiskri beitingu verka- mannasambandsins sprungu Ólafslög og sú sprenging varð afdrifarik. Fjöldi framsóknar- manna, sjálfstæðismanna og ör- fáir kratar komust að þeirri endanlegu niðurstöðu sem vissulega hefur verið lengi að grassera i lýðræðisflokkunum, aö rikisstjórn án þátttöku kommúnista gæti ekki náö árangri i baráttunni við verð- bólguna vegna skemmdarverka kommúnista. Lýðræðissinnar hafa þannig dottiö i þá litil- mannlegu gryfju að „heiöra skálkinn svo hann skaði þá ekki”. Uppúr þvi öngþveiti sem skemmdarverk verkamanna- sambandsins sköpuðu ásamt skripaslagorðinu „samning- ana I gildi”, mynduðu kratar, framarar og kommar rikis- stjórnina með samningana i gildi og vaxtaokur krata sem enn stendur. „Samningana I gildi” og vaxtaokrið varð dauðadómur hennar en Framsóknarmenn höfðust litt að og fengu út á það gott fylgi i vetrarkosningunum. Framsóknarmenn bentu rétti- lega á að kosningar að vetri væru hættuspil og kratarnir slæmir menn að krefjast sliks. Kommúnistar sem alltaf vænta þess að þeirra ofstækis- mennmætihvenærsem þörf er, kvörtuðu hinsvegar ekki, én þegar á reyndi voru stofu- kommarnir latir viö að berjast út i vetrarveðrin. Gömlu jaxlarnirsem mundu Framsókn er hún var upp á sitt besta ruku hinsvegar til i gegnum kóf, skafrenning og kafaldsbyl og tryggðu gömlu Framsókn góöan sigur. Kommar/ kommar, kommar. Að lokinni þessari uppákomu eða gerningum varö svo sú grát- lega niðurstaða aöall næstu átaka i stjórnmálasviðinu, ,, að helvitis kommana yrði að hafa með i stjórn”. Allir helstu stjórnmálamenn þjóðarinnar virtust þessarar skoðunar og undir niðri i Sjálfstæðisflokk- num voru miklar hræringar i þá átt að mynda rikisstjórn með kommum. 1 Framsóknarflokk- num var Steingrimur ásamt kommadekrurum eins og Páli á Höllustöðum einnig reiðubúinn aö mynda stjórn með kommum, en svo sagði Steingrimur „allt er betra en Ihaldiö” og átti þá vitanlega við svartasta Ihaldið i landinu sem eru örfáir Fram- sóknarmenn. Geir Hallgrims- son tók þetta hinsvegar til sin og fór i fýlu við framsóknar- menn og vandaöist nú máliö. Kratarnir, Vilmundur, hans liö og vissulega flest allir kratar sáu að ef átti að stjórna landi voru skynsamlega, þá varð að útiloka kommana, ekki aðeins i rikisstjórn heldur á öllum sviðum þjóðlifsins sem mögu- legt væri svo þeir kæmu ekki skemmdarverkum við. Hrun lýöræðisaf lanna. Með stofnun skripastjórnar- innar sem kommar ráða meö aðild nokkurra sjálfstæðis- manna á villigötum og fram- sóknarmanna undir stjórn Steingrims er nú ekki aðeins búið að tylla undir komma I Alþýðusambandinu, langt um- fram fylgi þeirra með þjóðinni, heldur er það að verða viður- kennd stjórnmálaleg stað- reynd, þó raunarleg sé að ekki sé hægt að stjórna islensku þjóðfélagi án þess að hafa kommúnista með i ráðum. Kommúnistahræðslan tröll- riður Sjálfstæöisflokknm og viröast bæði Gunnar og Geir vera skithræddir við komma, en sýnu verri er staða Fram- sóknarflokksins, þvi Steingrim- ur er ekki hræddur viö komma en telur sjálfsagt að hafa við þá samstarf og nýtur i þvi efni samvinnu Páls á Höllustöðum sem ásamt fleiri ungum Fram- sóknarmönnum telur að flótta- mennirnir úr Framsóknar- flokknum sem gengið hafa til liðs við Alþýðubandalagiö geri þaö að útibúi frá Framsóknar- flokknum. Þetta er hættulegur misskilningur þvi Alþýöu- bandalagiö verður ekkert annað en kommúnistaflokkur þó svo að nokkrir framagosar úr Framsóknarflokknum hafi leitað þar pólitisks hælis. Steingrimi og komma- dekrurunum i Framsóknar- flokknum ætti aö vera ljóst aö innan Framsóknarflokksins er fjöldi lýðræöissinna sem ekkert samneyti vilja hafa við komm- unista og sá timi kann að vera skammt undan að Steingrimi og foystu flokksins finnist betra að berjast með þeim hópi fram- sóknarmanna en kommavin- unum. Sá timi kann að koma að sjálfstæðismenn og Björn Þórhallsson sjái aö tol lengdar er ekki gæfulegt né stjórnmála- lega skynsamlegt að vinna með kommúnistum innan ASt. Framtíöarmarkmiðiö. Sá sem vill islensku þjóðfél- agi og framtið þess vel, hann hafnar kommúnisma. Sá sem af einlægni stefnir að réttlátu þjóð- félagi frjálsra einstaklinga, sá maður, sá einstaklingur, sá alþingismaður, hver og einn og allir verða að hafna samstarfi viö kommúnista. Jafnvel innan Alþýðubandalagsins er fjöldi fólks sem ekki eru kommún- istar og myndi hvorki nú né sið- ar óska sér þess að búa I kommúnisku þjóöfélagi. Kommúnistum á Islandi hefur tekist svo vel að búa um sig i sauðargærunni að fólk sem á stóreignir sem það hefur eign- ast með mikilli vinnu, vegna þó þess frelsis einstaklingsins sem hér rikir, jafnvel fjöldi sliks fólks telur sér trú um að þaö sá Alþýöubandalagsfólk. Svona fólk er vitanlega fyrst og fremst kapitalistar og svo seinheppinn er Sjálfstæðisflokkurinn að þetta fólk villist inn I Alþýöu- bandalagið, sem að stofni og stefnu hefur fyrirlitningu á þeim einstaklingum sem reyna að bjarga sér sjálfir. Sá maður sem af hvað mest- um krafti hefur hamlað gegn yfirgangi kommúnista á undan- neöanmáls ■ __________ Kristinn Snæland skrif- ar um þá stöðu sem upp er komin í íslenskri póli- tík þegar stjórnmála- menn telja það ráö ár- angursríkast að leiða kommúnista með sér í rikisstjórn. „Lýðræðissinnar hafa þannig dottið í þá lítilmannlegu gryfju", segir Kristinn, „að heiðra skálkinn svo hann skaði þá ekki". förnum árum og lýðræöissinnar lita nú til i von um aö frekja komma verði stöövuð er án efa ólafur Jóhannesson utanrikis- ráðherra. 1 forme.nnsraunum Sjálf- stæðismanna væri kannski skynsamlegt fyrir þá aö leita hófanna hjá ólafi um að taka að sér formennsku þar i flokki, þvi litið erindi virðist ólafur hafa lengur meöal hálfkommanna i Framsóknarf lokkunum. Kristinn Snæland.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.