Vísir - 21.03.1981, Qupperneq 14
14
VÍSIR
Laugardagur 21. mars 1981.
Rætt vid JóhannSigurdsson9forstjóra Flugleidaskrifstofunnar i London:
Bretar hafa nú mikinn
áhuga á íslandsferöum
Bretar hafa löngum lagt
mikla rækt viö ferðalög og
útþráin viröist þeim i blóö borin,
eins og fleiri þjóöum er eylönd
byggja. Blöð og tfmarit i
Bretlandi eru uppfull af auglýs-
ingum um lengri og skemmri
ferðir innanlands sem utan, allt
til fjarlægustu heimshorna. Ótal
feröaskrifstofur og flugfélög
eyöa gifurlegum fjármunum i
auglýsingar og kynningarstarf-
semi. Hvernig gengur aö vekja
athygli á tslandi i þessari
skefjalausu samkeppni sem
þarna er háö?
Jóhann Sigurösson forstjóri
Flugleiöaskrifstofunnar i
London brosti i kampinn þegar
ég bar þessa spurningu upp.
„Auövitað er samkeppnin
alveg óskapleg. Mörg lönd eru
að byggja upp ferðaþjónustu á
sama tima og peningaekla
hrjáir hinn vestræna heim og
flugfélögin eru mjög þurfandi
fyrir farþega. En okkur hefur
gengið mjög vel. Ég get nefnt
sem dæmi, að frá 22. desember
fram til 11. febrúar höfðum við
móttekið um 10 þúsund Urklipp-
ur úr auglýsingum okkar með
Texti: Sæm-
undur Guö-
vinsson,
blaöamaöur
beiðni um bæklinga auk þess um
þrjú þúsund bréf og simhring-
ingar. Ég er því bjartsýnn á að
margir hyggi á tslandsferö i
ár. ”
Vilja tilbreytni
Jóhann Sigurðsson ætti að
vita hvað hann syngur, búinn að
starfa áratugum saman i
London fyrir Flugfélag Islands
og síðan Flugleiðir. Hann er
siöur en svo farinn að þreytast á
starfinu, þvi hann tekst beinlinis
á loft af áhuga, týnir fram blöð
og bæklinga og greinir frá þvi
hvernig litið og fjárvana félag
sem Flugleiðir fer að vekja
athygli á íslandi. En veitfólk að
hverju það gengur þegar það
pantar tslandsferö og eftir
hverju er það að sækjast?
„Þetta fólk er ekki að leita að
sól og sandi þegar það fer til
Islands. Hér er um að ræða fólk
sem hefur áhuga á einhverju
nýju sem er öðruvisi, fyrir utan
þá sem hafa sérstakan áhuga á
fuglallfi eða önnur séráhuga-
mál.
Sumir hafa komið til hinna
Norðurlandanna og vilja ekki
sleppa íslandi úr, ef Island
kemst i fréttirnar vekur það
áhuga á landinu og það má
bæta við ótal ástæðum fyrir þvi
aö Bretar fara til íslands.
Vikingasýningin i fyrra var
geysivinsæl og við fylgdum eftir
Jóhann Sigurösson á skrifstofu sinni I London. (Visism. SG).
þeirri athygli sem hún vakti
hér.”
En erum við samkeppnisfærir
með verölag?
„Ég held að Islandsferð þurfi
ekki að vera dýrari en Italiu-
ferð. Ferð til Islands getur til
dæmis haft f jallaferð innifalda i
verði, með mat og gistingu, og
farþeginn þarf sáralitlu að eyða
umfram það sem hann greiðir
við brottför héðan. Sömu sögu
er að segja ef farþegar velja
hringferð um landið. Við
skulum gæta þess, að þegar ferð
til ítaliu er keypt, eða Spánar,
Pastoria i London:
Gott hótel á
oódu veröi
Þaö er dýrt að gista hótelin i
London, enda er gistiverð þar
með þvi hæsta sem þekkist á
vesturlöndum. Ekki er óalgengt
aö heyra islendinga tala um aö
þeir borgi 50-60 pund fyrir
tveggja manna herbergi.
Það má hins vegar finna til-
tölulega ódýr hótel i góðum
gæðaflokki i London ef vel er að
gáð. Eitt af þeim er Pastoria
Hotel, á kyrrlátu horni fast við
Leicester Square. Þar hefur
verið hægt að fá einsmannsher-
bergi með baði á 16-18 pund i
vetur og er morgunmatur inni-
falinn.
Hótelstjóri á Pastoria er ung-
ur maður að nafni Stephen
Catley. Hann sagði i spjalli við
Ferðasiðuna að hótelið hefði
lengi verið i eigu Pastoriufjöl-
skyldunnar frá Italiu. Það var
þá rekiðsem dýrt hótel og mikið
sótt af kvikmyndastjðrnum og
öðru frægu fólki. Grand
Metropolitan, sem er stór hótel-
hringur og á um 20 hótel, keypti
siöan Pastoria Hotel og rak það
þar til á siðasta ári að einkaaðil-
ar festu kaup á þvi.
„Hér er meðal gesta, fólk,
sem heíur árum saman skipt við
Pastoria þegar það er á ferð i
London, bæði Bretar og útlend-
ingar. Auk þessara fastagesta
eru hér auðvitað ferðamenn úr
ýmsum heimshornum og þá
ekki sist frá Bandarikjunum og
Kanada,” sagði Catley.
Hann sagði ennfremur að lögð
væri áhersla á að veita góða
þjónustu á lágu verði. Herberg-
in eru 54 talsins og flest með
baði. Sjónvarp, simi og útvarp
er i öllum herbergjum. Veit-
ingasalur er i hótelinu, bar og
setustofa.
Stephen Catley sagði að sum-
arverð tæki gildi 1. april. Frá
þeim tima kostar einsmanns
herbergi með baði 26 pund og
tveggjamanna herbergi með
baði 34 pund. Inr.ifalið i verði
eru skattar, þjónustugjöld og
morgunmatur.
Pastoria Hotel er mjög vel
staðsett, tveggja minútna gang-
ur að næstu neðanjarðariest,
þar sem m.a. er hægt að taka
lestina á flugvöllinn, og örstutt
er i öll helstu leik- og kvik-
myndahús. Auk þess er
National Gallery i næsta húsi og
þannig mætti lengi telja.
Fyrirþá sem vildu reyna gist-
ingu á þessu hljóðláta hóteli
fylgir heimilisfangið hér með:
Stephen Catley á hlaöi Pastoria (Visism. SG).
Pastoria Hotel
St. Martin’s Street,
Leicester Square,
WC2H 7HL
Simi 01 930 8641.
London
þá kostar hún eitthvað ákveðið
verð, en ferðamaðurinn eyðir
meira á þessum stöðum, svo
sem i Vin og skemmtanir.
Þegar allt er tekið saman er
Islandsferð þvi ekki dýrari.
Við vorum að tala um sam-
keppnina áðan og auðvitað er
alltaf eitthvað um ódýrar ferðir
sem auglýstar eru i hreinni ör-
væntingu. Nú er til dæmis Tjær-
eborg að auglýsa 15 daga ferð til
Benidorm á 189 pund með öllu
fyrir „last minute” farþega.
Þeir eru að reyna að fá eitthvað
upp i kostnaðinn, en hvað skyldu
þá hinir farþegarnir segja, sem
pöntuöu ferðina fyrir löngu og
greiddu fullt verð þá? Varla
verða þeir ánægðir.”
Samstarf ■
Noröurlandanna
Ekki þarf lengi að skoða i
glugga ferðaskrifstofa i London,
svo ekki sé minnst á söluskrif-
stofur SAS, til að sjá litfagrar
auglýsingar um ferðir til hinna
Norðurlandanna, en Island er
sjaldan áberandi i þessum aug-
lýsingum. Er tsland haft
útundan þegar SAS-löndin sam-
einast um að auglýsa Norður-
lönd?
„Nei, alls ekki”, sagði Jóhann
Sigurðsson. „Þvert á móti er
mikil samvinna hvað þetta
varöar. Við ferðumst saman um
Bretland, sýnum myndir og
efnum til kynningarfunda
þrisvar til fjórum sinnum á ári
og þetta samstarf hefur varaö i
ein 15 ár. Þarna erum viö að
kynna norðrið og leggjum
áherslu á, að það er hægt að
verja sumarfriinu víðar en i
suðrinu. Reynslan hefur lika
sýnt, að þeir sem byrja á að fara
norður halda þvi gjarnan
áfram.”
Þú sagðir áöan aö margir
hefðu spurt um tslandsferöir og
óskaö eftir bæklingum. En hafa
margir ákveðiö ferö og pantaö
far á komandi sumri?
„Já, mun fleiri en á sama
tima i fyrra. Ferðaskrifstofa
Richard var komin með um eitt
þúsund farþega i byrjun fe-
brúar, eða um helmingi fleiri en
I fyrra pg aukningin hjá Holi-
days er 14%. Aðrar ferðaskrif-
stofur hafa svipaða sögu að
segja, miklu fleiri fyrirspurnir
en á siöasta ári. Ekki má
gleyma nýja bæklingnum sem
kom út fyrr i vetur og hefur
vakið gifurlega athygli.”
Við spjöllum áfram um
íslandsferðir Breta i fortið og
nútið og samskipti þjóðanna.
Jóhann er margfróður og þeir
eru ófáir Islendingarnir sem
hafa leitað til hans er vanda hef-
ur borið á að höndum i
Bretlandsferð. Man ég eftir, að
einn maður sagöi við mig fyrir
örfáum árum,'að við hefðum
ekkert að gera með annan
sendiherra i London meðan við
heföum Jóhann. En hvernig er
að vera Islendingur i Bretlandi?
Hlaðvarpi Islendinga
„Það er gott að vera íslend-
ingur i Bretlandi”, svarar Jó-
hann. „Ef þú átt eitthvað sam-
eiginlegt með fólki sem þú hittir
hér þá er Bretinn opinn fyrir
sanngjarni sambúð. Auk þess
erum við 50% Keltar og það er
eitthvað i fari Breta sem kemst
undir skinnið hjá fólki.
Það má ekki gleyma þvi að
London er hliðið til suður og
miö-Evrópu. Hún er hlaðvarpi
íslendinga i Evrópu og hér kann
landinn vel við sig. Hér eru
bestu leikhús i heiminum, söfn-
in, tónleikahaldið, golf og aðrar
iþróttir, allt þetta og ótal margt
fleira hefur borgin og landið
uppá að bjóða. Það getur engum
leiðst i London”, segir Jóhann
Sigufðsson. — SG.
Gestahús Dixons i Maidenhead:
ÞAR FÆST
HERBERGI
FYRIR 8 PUND
Um 40 km frá London, i bæn-
um Maidenhead reka hjón aö
nafni Dixon gestahús. Bærinn er
i fögru umhverfi Thamesdals og
tekur hálfa klukkustund að fara
þessa leið i lest.
Dixonhjónin hafa rekið gesta-
húsið i þrjú ár og bjóða tslend-
inga sérstaklega velkomna.
Þau hafa haft talsverð kynni af
Islandi og Islendingum og tala
hrafl i islensku. Hjá þeim er
gistiverð átta pund á sólar-
hringinn fyrir manninn og hálft
verð fyrir börn að 12 ára aldri.
Enskur morgunverður er inni-
falinn i verði. Hvert herbergi er
með litasjónvarpi og vaski en
ekki er sérbað með herbergj-
unum.
Þau hjón bjóða akstur til og
frá flugvelli fyrir hálft verð,
miðað við leigubila svo og
aksturi'verslanir iMaidenhead,
en þar eru flestar sömu stór-
verslanir og i Oxfordstreet.
Lestarferð til London, fram og
til baka, kostar 2,60 pund.
Hægt er að panta gistingu
gegnum ferðaskrifstofu og
Flugleiðir og eru gestir sóttir á
flugvöllinn sé þess óskað.-