Vísir - 21.03.1981, Page 17
16
Laugardagur 21. mars 1981.
Laugardagur 21. mars 1981.
17
VÍSIR
vísm
farinn a6 leggja drög aö bókinni
sem ég skrifaði seinna og kallaöi
„Griska reisudaga”. I oröi
kveönu átti ég aö vera aö stúdera
guöfræöi en var þá alveg búinn að
snúa við blaðinu varöandi trúna
og þetta var mestanpart ýmiss
konar sjálfsnám. Meö þvi aö inn-
rita mig i skóla tókst mér aö fá
námsstyrk fyrir næsta ár og hann
dugöi mér til aö feröast um sum-
arið eftir og safna meira efni i
bókina mina. Svo fór ég aö huga
aö heimferö.
Ég átti bara ekki grænan eyri
og var satt aö segja i stökustu
vandræðum. Þá vildi þaö mér til
happs aö ég kynntist ungum og
hressum Svia sem var sonur
næstæðsta manns stærsta skipa-
félags Sviþjóöar. Hann hét
Christian von Sydow, þessi maöur
— var frændi leikarans Max von
Sydows — og ég var leiösögumað-
ur hans um Aþenu og nálægar
byggðir. Þegar ég trúöi honum
fyrir vandamáli minu sagöi hann
mér aö hafa engar áhyggjur, en
skrifa sér þegar hann kæmi aftur
noröur og hann skyldi leysa mál-
iö. Endirinn varö sá aö ég fékk
pláss á skipi félagsins sem fór frá
Grikklandi til Noröurlanda — var
i svokallaðri stúdentakáetu og
gekk i störf háseta gegn fæöi. Svo
þegar ég var kominn til Skandi-
naviu byrjaöi ég á þvi aö fara á
Ólympiuleikana i Helsinki, ég var
þá mikill iþróttaáhugamaöur og
langaöi meöal annars aö sjá
skólabræöur mina, Clausenbræö-
ur, keppa , en þeir fóru vist enga
frægöarför i þaö skiptið... t Finn-
landi lenti ég i forholli meö ann-
arri finnskri stúlku: þaö var ekki
siður tragiskt en hiö fyrra en ég
náði á endanum til Stokkhólms.
Þar fékk ég vinnu sem nætur-
vöröur, var dubbaður upp i lög-
reglubúning, fékk kylfu og svo-
leiðis drasl, labbaöi svo um og
sneri lykli i klukkum til aö sanna
aö ég væri ekki aö svikjast um.
Hálfan tima af hverjum heilum
var ég i þessu stússi: afganginn
notaöi ég til aö skrifa bókina mina
um Grikkland.”
\
Röð af einkennilegum til-
viliunum
En einhvern tima fórstu til
Ameriku?
,,Já. Ég kom heim um áramót-
in ’52-’53 og fór fyrst á Völlinn —
þaö var ekkert annaö aö hafa,”
segir hann og brosir örlitiö afsak-
andi. ,,A Vellinum var ég i fimm
mánuöi en bauöst þá aö fara i
þrjá mánuöi til New York á veg-
um Sameinuöu þjóðanna, þær
höföu fyrir venju að bjóða náms-
mönnum til bæöi kynningar og
starfa. Mér likaöi vel i New York
og þegar ég átti aö fara heim
dauölangaöi mig aö vera áfram.
Mér fannst lika augljóst aö þaö
væri miklu skemmtilegra aö
halda áfram námi i Amriku en
Evrópu, en til þess aö geta breytt
vegabréfsárituninni varö ég aö
hafa hvorttveggja: skólavist og
atvinnu. Nú kemur röö af ein-
kennilegum tilviljunum!
Sko, Guömundur Steinsson
haföi íátiö mig fá eina adressu i
New York, þaö var málari af
itölskum ættum sem hann kann-
aðist viö, og þegar ég var aö
reyna aö átta mig ákvaö ég aö
fara til hans. Heimilisfangið var
niöri Greenwich Village en hann
reyndist vera löngu fluttur og
enginn vissi hvert. Sem ég stend á
tröppunum og er að tala viö hús-
ráöanda — þessu trúir enginn! —
gengur þá ekki framhjá gömul,
fargömul kona, og sýnilega itölsk.
Hún nemur staðar þegar hún
heyrir nafn málarans og vikur sér
svo aö okkur og segist vita hvar
hann býr. Siðan kemur þaö uppúr
dúrnum aö hann er kvæntur syst-
ur manns sem er giftur íslenskri
konu! Þetta Voru þau Leland Bell
og Lovisa Matthiasdóttir sem ég
þekkti þá hvorki haus né sporö á.
Bell vann náttúrlega i háskólan-
um sem ég haföi hug á, aö visu
sem dyravöröur, en hann þekkti
konu sem gat útvegað mér fria
skólavist, hún var rektor skólans.
Þá gat ég látið breyta visuminu
en vantaöi ennþá vinnu. Þaö kom
sér vel aö skólinn var aöallega á
kvöldin, eftir klukkan sex, svo ég
reyndi i byrjun aö vinna fullan
vinnudag: i kosmetikssjoppu á 5.
Avenue. Eftir mánuö var ég aö
gefast upp, þetta var alltof mikiö
álag, en það var engin leiö aö fá
hálfdagsstarf. Einhver Fossinn
var kominn til New York og ég
ætlaði meö en ákvaö aö gera sið-
ustu tilraunina til aö fá vinnu viö
hæfi. Og þá kom eitt kraftaverkið
enn!” Sigurður hristir höfuðið.
Dæmalaus þessi kraftaverk.
„í stórri, margra hæöa, skrif-
stofubyggingu á Manhattan voru
eiginlega ekkert nema atvinnu-
miðlanir og þangaö fór ég. Sæmi-
lega bjartsýnn byrjaði ég á efstu
hæðinni en þegar ég var kominn
niður á neöstu hæö var ég orðinn
algerlega vónlaus. Þóttist vita aö
þetta þýddi ekki neitt. Ég opna
samt dyrnar á, held ég, siöustu
skrifstofunni og þá sé ég aö
maðurinn sem situr þarinni
er aö leggja niður simtóliö.
Þegar ég ber upp erindið,, þá
segir hann: Þetta er furöu-
legt, ég var einmitt að tala við
mann sem vantar starfsmann
i svona vinnu. Ég varö þjónn, aö-
stoöarþjónn, á finum hádegis-
veröarklúbb fyrir bissnessmenn,
vann frá 11 til 3 og fékk 25 dollara
i kaup. Þaö nægöi mér alveg i bili
og ég var i f jögur ár i New York —
lauk B.A.-prófi i bókmenntum og
var farinn aö kenna dálitiö siö-
asta áriö. Þá var ég lika farinn aö
búa meö indverskri stelpu i stórri
þriggja herbergja ibúö og haföi
þaö gott, hún kokkaði og svo
framvegis...” Hann brosir.
Hvað tók svo viö?
„Ég kom heim 1956, byrjaöi á
þvi aö sækja um vinnu á Visi og
Timanum og Morgunblaöinu en
fékk ekki. Valtýr gamli vildi aö
visu endilega ráöa mig á Mogg-
ann en hann var orðinn lasinn og
réö litlu. Svo mun þaö hafa verið
Bjarni Ben sem tók af skariö og
réö mig, þaö var stuttu áöur en
hann byrjaði sem aöalritstjóri.”
úlfúö og árekstrar í Morg-
unblaðinu
Kominn á Moggann. Varstu þá
þegar oröinn vinstrisinnaöri en
almennt gerist um Morgunblaðs-
menn?
„Ja, ég var alltaf heldur
vinstrisinnaöur. Móöir min var til
dæmis róttæk og hún haföi áhrif á
mig. En um leið var ég mjög and-
vigur kommúnisma og er þaö
reyndar enn: ég hef alltaf litið á
mig sem vinstrikrata, eitthvaö I
likingu viö Palme og sænsku sós-
ialistana — það eru menn aö minu
skapi! Nú, en pólitik skipti mig á-
kaflega litlu máli, fyrstu árin á
Morgunblaöinu, upphaflega var
ég I fréttum en fór fljótlega aö
skrifa meira um bókmenntir og
listir, kritík og þess háttar. Þegar
ég byrjaði meö Lesbókina 1962 fór
hins vegar að vandast máliö. Ég
byrjáöi þá aö skrifa svokallaö
Rabb um allskonar mál og þá fór
aö þyngjast brúnin á Morgun-
blaðsmönnum. 1 fyrstu var reynt
aö leysa þetta meö þvi aö fá menn
uppað hliöinni á mér til aö skrifa
Rabb, svo fleiri og fleiri og á end:
anum var ég beðinn um aö fara í
fri. Ég leit á það sem mjög vin-
samlega uppsögn og tel aö þaö
hafi veriö min mesta gæfa.”
Nú?
„Jú sjáöu til, ég var oröinn ó-
skaplega þrúgaöur þarna á
Mogganum. Ég haföi veriö einn
af stofnendum Samtaka um vest-
ræna samvinnu og var mjög akt-
ifur i þeim félagsskap til aö byrja
með en þegar átökin hófust um
amríska sjónvarpiö þá snerist ég
alveg i þessu NATO-máli og hef
siöan veriö, ja herstöövarand-
stæöingur. Þetta var ’64. Þaö
versta var aö viö Matthias vorum
ákaflega góðir vinir og mér þótti
mjög leitt aö þessi úlfúö rikti, þaö
voru eilifir árekstrar undir lokin.
Sko, meöan Sjálfstæöisflokkurinn
var i stjórnarandstööu mátti ég
eiginlega fara minu fram, skrifa
hvað sem var, en undireins og
hann var kominn I stjórn var farið
aö sussa á mig: nú yröi ég aö vera
ábyrgur og ég var sífellt minntur
á aö Morgunblaöið heföi komið
undir mig fótunum — ég ætti ekki
aö launa þaö meö þvi aö vera aö
hnýta i samherjana. Svo var þaö
fyrir kosningarnar ’67 aö Matthi-
as kom til min — fyrir bænarstaö
Bjarna Ben — og baö mig aö fara
i fri fram yfir kosningar. Rök-
semdirnar voru þær aö þeim væri
svo yfirmáta vel viö mig aö þeir
vildu ekki aö mér yröi kennt um
ef Sjálfstæðisflokkurinn tapaði
kosningunum! Ég fór i fri og kom
ekki aftur.”
Nei. Þú fórst á Samvinnuna.
„Já. Þegar þaö fréttist aö ég
væri aö hætta á Mogganum komu
til min menn frá Samvinnunni og
báöu mig aö taka viö blaðinu —
þaö mun hafa veriö Ólafur Ragn-
ar sem réö þvi en hann var þá
ennþá Framsóknarmaður. Sam-
vinnan var á þeim árum hreint
kaupfélagsblaö — einsog hún er
orðin aftur núna — og bar sig
mjög illa, var nánast i andarslitr-
unum. Mér var sagt aö ég mætti
gera viö blaðið hvað sem mér
þóknaöist og ég ákvaö aö gera
hana aö opnu og breiðu kúltúr-
blaði, vettvangi fyrir allar skoöan-
ir og þaö held ég aö mér hafi tek-
ist. Þaö var kvartað yfir henni á
hverjum einasta aðalfundi Sam-
bandsins — hún væri svo vinstri-
sinnuð, en ég gat þá sýnt, hreint
og beint tölfræöilega, aö mér
heföi tekist aö halda þokkalegum
ballans milli vinstri og hægri.
Vissulega var vinstrisvipur á
henni en ég hef ekki aöra skýr-
ingu á þvi en aö vinstrimenn hafi
haft meira til málanna aö leggja,
skrif þeirra hafi veriö eftirtektar-
veröari.”
Hvaö varstu lengi meö Sam-
vinnuna?
„I sjö ár, frá ’67 til ’74. Þá var
ég beöinn aö hætta en þaö var
gert ákaflega kurteislega og
miklu snyrtilegar en á Moggan-
um. Þeir sögöu mér bara aö þaö
væri tap á henni, aö þeir heföu
ekki efni á aö gefa út svona fint og
dýrt blaö og vildu nú fara aftur _i
kaupfélagsútgáfuna. Vissulegá
voru vonbrigði aö hætta meö blað
sem ég haföi sjálfur skapaö en sjö
ár eru langur timi og ég var orö-
inn mjög þreyttur, haföi oröið aö
vinna nálega alltsjálfur og var aö
veröa búinn. Nú, en SlS-forkólf-
arnir buöu mér aö taka I staöinn
viö Bréfaskólanum, og þar var ég
i tvö ár.
Þrjú stór-partí í einni viku
Snúum okkur aö öðru. Nú hefur
þú verið mikiö i Grikklandi.
Hvers vegna?
„Já, ég var þar i eitt ár, 1960, og
þá kom meöal annars út ljóöabók
eftir mig á grisku. Hún hét
„Dauöi Baldurs og önnur ljóö” og
fékk mjög góöar viötökur, t.d.
fékk ég ákaflega vinsamlegt
bréf frá skáldinu sem siöar fékk
Nóbelsverölaunin — Odysseas
Elytis. Enda var þýöingin frábær.
Svo var ég i Grikklandi aftur i tvö
ár, ’78 til ’80. Hvers vegna Grikk-
land höföar til min? Ja, ég hreifst
strax af landinu, I skóla gleypti ég
i mig fornaldarsöguna, og þaö er
svo skrýtiö aö þegar ég kom fyrst
til Grikklands fannst mér ég sjá
veröldina einhvern veginn I nýju
ljósi. Þú athugar aö þá haföi ég i
mörg ár setiö fastur i trúar-
spekúlasjónum, var allan timann
aö búa mig undir annað lif, undir
himnariki. 1 Grikklandi sá ég aö
þetta lif hérna er miklu skemmti-
legra! Fólkið var yfirgengilega
hlýtt og mér féll loftslagiö mjög
vel auk þess sem landslaginu
svipar mjög til Islands, finnst
mér. Annaö mál er þaö aö ótrú-
lega margir sem koma til Grikk-
lands finnst þeir veröa fyrir ein-
hvers konar upplifun, jafnvel lifa
bernsku sina uppá nýtt eöa þá
þeim finnst þeir hafa veriö þarna
Siguröur A. Magnússon — snaggaralegur, blátf áfram — spyr: //Viltu inniskó?"
Því ekki það?
Svo við tiplum, báðir á inniskóm/ uppá loftið í húsinu hans Sigurðar i Mosfells-
sveit.
//Þetta ereini fátækrakofinn sem Jón Haraldsson hefur teiknað: eins og þú veist
teiknar hann bara hallir. Hann gerði það af einskærri greiðasami við mig og jú —
þetta er gott hús. Það hefur til að mynda ekki þurft að þrifa hér að ráði í þau níu ár
sem við höfum búið i húsinu."
Húsiðer klætt viði innan og það eru alls konar smáhlutir til skrauts uppum veggi
og hillur. Bækur og málverk. Jafnvel Ijósmyndir.
Það þýðir ekkert að láta Sigurð segja frá bernsku sinni — hann er búinn að því í
eitt skipti fyrir öll.
„Já, ég er búinn aö þvi,” segir
hann annars hugar og brosir. „En
veistu, fólk sem les þessa bók
mina — „Kalstjörnuna” — þvi
finnst ég hafa átt ömurlega
bernsku. Þaö finnst mér ekki, i
mínum huga er hún björt. Viö
bjuggum utan viö bæinn lengst af,
þar var mikiö athafnarými til
leikja og þaö sem mest var um
vert: pabbi átti alltaf hesta, sama
hvernig á stóö aö ööru leyti. Hest-
arnir geröu mér lifiö skemmti-
legt, þó ekki væri annaö. En auö-
vitað var þetta erfiöur timi,
bernskan var ekki eintóm sæla.
Altso: ég fann þaö náttúrlega,
þegar ég fór i skóla, aö ég var
ekki aksepteraöur, að ég var verr
klæddur en hin börnin og svo
framvegis. Þetta pfndi mig og
þaö er ekki nema eðlilegt. En ég
mætti lika skilningi og hlýju:,
einn kennarinn sýndi mér til
dæmis mikla vinsemd.”
Var það eölilegur hlutur aö þú
færir í framhaldsskóla?
„Ja, pabbi var þvi alltaf mjög
andvigur, fannst ég ekkert hafa
með það aö gera, en þá haföi ég
fengiö þessa bakteriu, aö vilja
læra, og það varö ekki viö hana
ráöiö. Ég fór þvi I menntaskóla.
Þá var reyndar ekkert pláss fyrir
mig heima svo pabbi haföi skipti
á mér og hesti Þórhalls Arnason-
ar. Pabbi gaf hestinum aö éta og
Þórhallur mér! Svo fór ég fljót-
lega aö vinna fyrir mér...”
Varstu góöur námsmaöur?
„Nei, framan af var ég þaö
ekki,” hlær Siguröur: „ég var
tossi, hreinn og klár fæöingartossi
og gat akkúrat ekki neitt! Svo
opnaðist eitthvaö fyrir mér, sein-
ustu árin i barnaskóla var ég orö-
inn þokkalegur og á fullnaöar-
prófi 14 ára varö ég efstur yfir
Laugarnesskólann. Siöar, þegar
ég var kominn á kaf i K.F.U.M.,
hafði ég litinn tima fyrir skóla-
bækurnar og var svona i meðal-
lagi.”
Já, þú varst mikiö I K.F.U.M.?
„Mjög mikiö.”
Hvers vegna? Var það af trú á
Guö eöa máski félagsþörf?
„Sjáöu til. Auövitað spilaöi trú-
arþörf þarna inni en þaö sem
mestu máli skipti fyrir mig — aö
minnsta kosti i upphafi — var aö
ungur maöur sem stofnaöi
K.F.U.M. — deild i Laugarnesinu
— hún var i litlu húsi, dúkkuhúsi
— hann geröi sér mjög dælt viö
mig einhverra hluta vegna og var
góöur viö mig. 1 byrjun tengdi ég
þvi K.F.U.M. og allt þaö einungis
viö hann, ég leit á hann sem — já,
heilagan mann, og hann náöi
djúpum tökum á mér. Hann dó
tveimur árum seinna en altso:
þaö segja mér leikbræöur minir
frá þessum árum aö ég hafi veriö
rakiö efni i Litla-Hraunsbófa og
þaö er rétt, ég var þaö. Hann
kippti mér útaf þeirri braut, sýndi
mér bllðu og skilning og geröi mig
aö foringja yfir ungmennadeild.
Hann skildi þaö sem félagar min-
ir hafa lika oft minnst á: aö ég
hafi haft mikla þörf fyrir aö vera
fremstur, vera leiötogi. Ég fékk
allskonar ábyrgöarstööur, bar út
Ljósberann og þess háttar og
sneri baki viö afbrotaferlinum.”
Fallegar konur voru mér
eilíf truflun...
Var trúin sjálf minna atriði?
„Þaö er erfitt fyrir mig aö
segja um baö.” segir Siguröur og
hnyklar brýnnar. „Sko, ég trúöi
þvi til dæmis alltaf aö móöir min
vekti yfir mér og gætti min, og ég
reyndi af öllum kröftum, sannar*
lega af öllum kröftum, aö upplifa
þá frelsun, endurfæöingu, sem ég
vissi aö fólkiö i kringum mig upp-
liföi. Þaö var meira af vilja en
mætti — I mörg ár þóttist ég vera
frelsaöur, ég prédikaði jafnvel, i
kirkjum og hjá Hjálpræöishern-
um — en ég fann aldrei i sjálfum
mér þessa gerbreytingu sem
þurfti til. Stundum var þetta
ógurlegt sálarstriö af þvi mér
fannst ég vera svo syndugur og
vondur, maöur mátti náttúrlega
ekki lita á kvenmann, hvaö þá
meira. En ég var allt gelgjuskeiö-
ið hjá K.F.U.M. og út allan
menntaskólann og ég get vel sagt
aö ég verð eiliflega þakklátur
þessum samtökum fyrir það sem
þau geröu fyrir mig, fyrir aöhald-
iö sem þau veittu mér. Ég er
handviss um aö ég hefði aldrei
haft karakter, hvaö þá úthald, i
langt skólanám nema af þvi
K.F.U.M. hjálpaði mér.”
Hvernig unglingur varstu á
þessum árum?
„Ég held ég hafi verið mjög
brenglaöur, tilfinningalega
brenglaður,” segir Siguröur
undireins. Svo hikar hann.
„Altso: ég var á kafi i trúmálun-
um þangað til ég var rúmlega
tvitugur en i raun og veru vantaöi
mig sannfæringuna allan timann.
Ég starfaði hjá K. F.U.M. af
firnamiklum krafti, stofnaöi
meöal annars fyrstu Kristilegu
skólasamtökin og Kristilegt
skólabiaö, var aöalsprautan i
unglingastarfinu og primus mót-
or yfirleitt. Nú, ég var mjög
áhugasamur um guöfræöi, var
farinn aö fylgjast vandlega meö
þvi sem var aö gerast uppi
Háskóla meöan ég var ennþá I
menntó og hlakkaöi mikið tii aö
geta byrjaö i guöfræöinni sjálfur.
Ég geröi þaö reyndar, entist i tvö
ár. Ég get nefnt þér — sem dæmi
um hvað ég tók þetta allt saman
hátiölega — aö þegar ég var i MR
fór ég aö lemja sjálfan mig
frammúr á morgnanna, klukku-
tima fyrr en ég þurfti og er ég þó
mjög morgunsvæfur að eðlisfari
— til að stúdera Bibliuna og lesa
bænir áður en ég fór I skólann.
Yfirleitt lifði ég þvi lifi sem ég
vissi aö var ætlast til af mér. Eftir
á held ég, og veit, að þessi starfs-
gleði og trúrækni var uppbót fyrir
skortinn á sannfæringunni. En
þaö var margt sem togaði: ég
fékk til dæmis kvikmyndadellu og
var mjög veikur fyrir bió sem var
ekki nema miðlungi vel séð, fall-
egar konur voru mér eilif truflun
og bókmenntirnar ekki slður. Frá
þvi ég var barn haföi ég dáö
Laxness og varö hálfgert aö fara I
felur meö þaö, hann var enginn
uppáhaldshöfundur hjá K.F.U.M.
Af öllu þessu leiddi aö ég var si-
fellt meö vangaveltur um trúna,
leiö kvalir vegna syndanna og
iðraðist af öllum mætti. Það dugöi
ekki til.
Svo varö þaö mér til gæfu, eöa
ógæfu. — aö á móti kristilegra
stúdentafélaga sem var haldið i
Danmörku féll ég kylliflatur fyrir
finnskri stúlku sem var meö mér
á mótinu. Ég var rúmlega tvitug-
ur og tók ástina mjög hátiðlega,
bauö stúlkunni hingað heim og
hvaðeina. Upp frá þvi fór að
fækka með mér og K.F.U.M. þvi
að sjálfsögðu var þetta ólukkuleg
ást og eftir á fannst mér allt
einskis nýtt, ekkert að gera hér
heima og ég yrði að komast burt.
Ég hafði keypt mér föt, finustu
spariföt, áður en finnska stúlkan
kom til að geta verið — ja al-
mennilegur, og þaö stóöst á end-
um aö meö þvi aö selja þessi föt
aftur átti ég fyrir fari til Kaup-
mannahafnar meö Gullfossi. Þar
ætlaði ég á sjóinn — auðvitað
haföi ég aldrei migið i saltan sjó
en fannst það hlyti að vera hægt.
Svo kom I ljós aö mig vantaöi alla
pappira, ég fékk hvergi pláss og
var orðinn alveg desperat þegar
ég fékk inni i einu herbergi hjá
K.F.U.M. viö aö hafa eftirlit meö
iþróttavelli samtakanna. Ég lenti
i minu fyrsta stóra ástarævintýri
— ástin á finnsku stúlkunni var,
þú skilur, mjög heilög, — og var
um þaö bil aö slita mig frá
K.F.U.M.
Þá hef ég orðið grennstur
á ævihni
Nema hvaö: eftir fyrsta vet-
urinn i Danmörku
Nema hvað: eftir fyrsta vet-
urinn I Danmörku gripur mig
alveg óstjórnleg löngun til að
komast suöur yfir Alpa. Ég sá
auglýsingu I blaöi þar sem sagt
var frá pilagrimsför sem allar
heimsins kirkjudeildir ætluöu aö
fara, I slóð Páls postula i Grikk-
landi. Þetta var I júni ’51 og ég
skrifaöi Sigurbirni Einarssyni,
sem þá var dósent og minn aðal-
vinur i K.F.U.M., og spurði hvort
nokkur færi frá Islandi i þessa
ferö. Hann sagði nei og þá spurði
ég aftur hvort ég mætti fara sem
fulltrúi Islands. Sigurbjörn talaði
þá viö Sigurgeir biskup og hann
tók þvi vel, svo ég fór. Skömmu
áöur hafði ég fengiö námsstyrk og
hann nægði mér svo aö segja ná-
kvæmlega fyrir ferðinni frá
Kaupmannahöfn til Aþenu en svo
fékk ég þriggja vikna uppihald I
Grikklandi fritt. A skipinu sem
flutti pilagrimana kemur siöan til
min griskur æskulýösfulltrúi og
ber þaö á mig aö ég sé skotinn i
einni grisku stelpunni sem var
með okkur. Þaö er reyndar ekki
rétt —þaö var hlýtt á milli okkar
en ekkert meira, en þaö veröur úr
að hann spyr hvort ég vilji vera
um veturinn i Grikklandi, búa i
klaustri. Hann segist skulu tala
við erkibiskupinn og koma þessu I
gegn ef ég geti séö mér farboröa
um sumariö. Auðvitað fellst ég á
þetta.
t pilagrimsferöinni hitti ég Svia
og tvo Amerikana sem eru á veg-
um Alkirkjuráösins viö landbún-
aðarrannsóknir I Noröur-Grikk-
landi. Ég spuröi hvort þeir vildu
taka mig, ég skyldi vinna kaup-
laust um sumariö ef ég fengi fæöi
og húsaskjól og bilferö til Aþenu
um haustiö. Þeir voru dauðfegnir
aö fá þarna ókeypis starfsmann
og þarna var ég til 1. október og
þaö var hreint út sagt, dásamleg-
ur timi. Ég blandaöi geöi viö
bændafólkiö, byrjaöi aö stúdera
máliö og reyndi aö upplifa landið
og söguna. Um haustið, þegar ég
kom aftur tii Aþenu, þá vildi svo
til að kosningar stóðu fyrir dyrum
og þessi kunningi minn, sem haföi
heitiö mér klaustursvistinni, var
á kafi i kosningabaráttu fyrir einn
ráðherrann og haföi alveg gleymt
aö tala viö erkibiskupinn. 1 tvær
vikur ráfaði ég um Aþenu einsog
aumingi, fékk inni hjá ferðafélög-
um minum frá þvi um vorið
nokkra daga i senn, eða þar til
vinurinn mátti loks vera að þvi að
tala viö kallinn. Hann sagöi jájá,
ekkert sjálfsagðara og i klaustr-
inu þreyði ég næsta vetur. Þetta
var venjulegt orþódoxaklaustur
en jafnframt hostel fyrir guð-
fræöistúdenta utan af landi:
þennan vetur hef ég oröið grann-
astur á ævinni. Ég á mynd af mér
frá þessum tima og þaö má telja
greinilega i mér rifbeinin, félagar
minir voru aftur á móti allir ak-
feitir en ekki veit ég hvernig þeir
fóru aö þvi! Þaö sem bjargaöi
mér frá hungurdauöa var aö ég
kynntist þarna sænskum manni
sem réö mig til aö kenna dóttur
sinni ensku þrjá daga I viku milli
ellefu og tólf. Þessa þrjá daga
fékk ég finan middag! Auk þess
komst ég i te og kökur i nálægum
fornleifaskóla en ansi var þetta
furöuleg tilvera...” Hann brosir
aö endurminningunni.
Hvað varstu aö gera?
„Aðallega hékk ég á bókasafni
fornleifaskólans og kynnti mér
sögu Grikklands, ég var þá þegar
Ljósmyndun: Emil P. Sigurðsson
Tcxti: Illugi Jökulsson
áöur. Ég hef fariö um allar triss-
ur og þaö er helst I Armeniu, i
Kákasusfjöllum, aö maöur finnur
eitthvaö álika tilfinningu. Nei, ég
veit ekki hvort ég trúi á endur-
holdgun, ég er skeptlker og vil
hvorki segja af né á.”
Þú hefur talað töluvert um
skrýtnar tilviljanir sem allar
komu þérvel. Ertu máski forlaga-
trúar?
Sigurður hlær: „Ja, þaö er nú
þaö! Þaö er svo merkilegt aö all-
ar götur siöan móöir min dó hefur
mér fundist ég vera undir ein-
hvers konar handleiöslu eöa
vernd hennar. Kannski eru þetta
ekkert nema tilviljanir. Ég get
ekki skýrt þetta.”
Þú ert nú aö skrifa framhald
„Kalstjörnunnar”?
„Já.”
Hvernig gengur?
„Þaö gengur eiginiega hálfilla.
Ég hugga mig viö þaö aö þaö tók
mig mörg ár aö finna rétta tóninn
fyrir „Kalstjörnuna”. Ég haföi
skrifaö upphafskaflana mörgum
sinnum, prófaö þriöju persónu og
jafnvel aöra persónu en dæmiö
gekk ekki upp. Svo þegar mér
bauðst aö vera i Berlin veturinn
’78 til ’79 var einsog allar flóögátt-
ir opnuöust: ég byrjaöi aö skrifa i
janúar og var búinn eftir fimm
mánuöi. Lokaöi mig þó ekkert
af!”
Bjóstu viö aö hún fengi svo góö-
ar viötökur sem varö?
„Neineinei, ertu frá þér? Ég
haföi gert samning viö forlagiö
um 1,2 milljónir en svo komst
frændi minn Njöröur i máliö og
skipaöi mér að heimta prósentur.
Ég geröi það meö hálfum huga
og fékk 10 milljónir i staðinn fyrir
' rúma eina. Svo þú sérð að ég bjóst
alls ekki við þessu. Og konan min,
Svanhildur, hún var helst á þvi að
ég ætti barasta að henda þessu i
ruslið!”
Hefurðu skýringu á viötökun-
um?
„Ja, mér hefur dottiö i hug aö
sú staöreynd aö enginn hafi skrif-
aö um akkúrat þetta timabil áöur,
og sérstaklega ekki um Pólana,
hafi haft sitt aö segja. Svo hef ég
grun um,” segir hann og glottir,
„aö ættfræöiáhugi Islendinga
spili þarna inni. Ég breytti öllum
nöfnum og það mætti segja mér
aö menn hafi haft gaman af að
velta fyrir sér hver væri hver.
Hins vegar segja mér sumir, aö-
allega yngra fólk, aö ég hafi
þarna hitt á einhvern réttan tón
eða blæ og þaö þykir mér vænt
um aö heyra.”
Svo slær hann frá sér. „Annars
geri ég mér engar grillur. Ég veit
vel aö fyrsta bókin I svona serium
er alltaf sú besta, svo fer aö halla
undan. En jújú, ég held áfram.”
Hefuröu hugmynd um hvað þú
takir þér svo fyrir hendur næst?
„Ja, hmmm, ég hef nú hug-
mynd um þaö en þaö er llklega
bestaö segja sem minnst um þaö.
Hins vegar hef ég hug á aö þýöa
og þá sérstaklega þrjá höfunda
sem ekki hafa verið þýddir áöur
aö ráöi en mér finnst eiga erindi á
islensku. Þaö er I fyrsta lagi Walt
Whitman,, I ööru Joyce — hjálpi
mér! ekki stórverkin, heldur
„Dubliners” og kannski „Port-
rait” — og I þriöja lagi Edith Söd-
ergran. Þaö er synd hvaö þýöing-
ar eru i litlum metum hér á Is-
landi vanmetnar og vanborgaöar.
Þannig hafa islenskar bókmennt-
ir oröiö af mörgu snilldarverk-
inu.”
Hvernig vinnur þú þinar bæk-
ur?
„Hvernig? Ég skrifa á nótt-
unni. Það er minn timi. ólafur
Hansson sagöi mér einhvern tima
aö hann gæti séö þaö af blæ bókar,
hvort hún væri skrifuð aö nóttu
eöa degi. Hann þóttist til aö
mynda sjá þaö af bókum Balzacs
aö þær heföi hann skrifað um næt-
ur. Hann sagöi mér aldrei hvern-
ig hann sæi þetta: mig grunar að
hann hafi vitaö fyrir hverjir höf-
undar skrifa á nóttunni og siðan
fundiö merki þess...
Hitt er annað mál aö þaö er
stundum litið næöi til aö skrifa.
Nú á einni viku er ég búinn aö
fara i þrjú stórparti. Þaö getur
veriö erfitt.” Hann strýkur yfir
höfuöiö á sér.
Svo fer ég úr inniskónum.
— IJ