Vísir - 21.03.1981, Side 31
Laugardagur 21. mars 1981.
I Raílaö á
! flugvelli
Rally-special fer fram á
I morgun, sunnudag, og hefst við
> Loftleiðahótelið klukkan 14.
I Keppt verður á þremur braut-
! um á flugvallarstæðinu og taka
I 12 bilar þátt i keppninni.
Það er Bifreiðaiþróttaklúbbur
Reykjavikur sem gengst fyrir
I rallinu og er þetta i annað skipti
| sem rall af þessu tagi er haldið
' hér. öllum sem vilja er boðið að
| fylgjast með og er aðgangur
I ókeypis. — SG.
1 vísisbíö
Pakla Makan, heitir
! ævintýramynd i litum með
I islenskum texta sem sýnd
Iverður i Visisbiói á morgun.
! Sýningin er i Regnboganum og
Ihefst klukkan 13.
! Kynningarfundur
i njá Krlstllegum
| skóiasamlökum
Kristileg skólasamtök halda
, kynningarfundá starfsemi sinni
I i kvöld klukkan 20.30 i húsi
I KFUM og K að Amtmannsstig.
A fundinum, sem ber yfir-
I skriftina Hvers vegna Jesú?
I ætla félagsmenn að segja frá
J reynslu sinni af félaginu og
I kristinni trú, sýnd verður kvik-
| mynd, sönghópur syngur, flutt-
I ur verður leikþáttur og
| Guðmundur Einarsson, fram-
| kvæmdastjóri Hjálparstofnunar
■ kiriijunnar talar. —KÞ.
! Fræöslufundur
i umvarnlrgegn
! hjariasjúkdómum
Fræðslufundur um varnir
I gegn hjartasjúkdómum og lifg-
| un úr dauðadái verður i dag i
| Bæjarbiói f Hafnarfirði.
Það er Junior Chamber i
| Hafnarfirði, sem stendur fyrir
I fundinum. Verður sýnd kvik-
' mynd og siðan ætlar Asbjörn
| Sigfússon, læknir, að halda
. erindi og svara fyrirspurnum.
Tilgangur fundarins er að
I vekja athygli almennings á
. þessum válega sjúkdómi um
I leið og reynt verður að veita
j nokkra fræðslu um fyrstu
meðferð á fólki, sem fær
I hjartaáfall. —
! Tónleikar I
! Borgarbfói
Oliver Kentish, sellóleikari,
J og Paula Parker, pianóleikari,
I leika verk eftir Brahms, Beet-
I hoven, Bruch og Boismortier á
tónleikum i Borgarbiói á Akur-
| eyri i dag klukkan 17.
I Báðir flytjendurnir eru
■ kennarar viðTónlistarskólann á
| Akureyri og eru þetta þeirra
I fyrstu sameiginlegu tónleikar.
— KÞ.
| Barnahökadagar
haida álram
Barnabókadagar Bókhlöð-
I unnar eru i fullum gangi i
J Markaðshúsinu við Laugaveg.
I I dag klukkan 15 ætlar Guðrún
I Helgadóttir, rithöfundur, að
lesa upp úr bókum sinum um þá
I félaga JónOddog Jón Bjarna og
| að þvi loknu les Sigurður Jóels-
' son úr bókinni Orðskyggnir,
| sem er myndaorðabók fyrir
| böm.
Bókamarkaðurinn verður
| opinn til klukkan 17.
— KÞ.
! Aðalfuitdur
! víkveria
I Aðalfundur Ungmennafélags-
I ins Vikverja i Reykjavik verður
laugardaginn 4. april n.k. kl
I 16.30 i Mjölnisholti 14 i Reykja
I vik. A dagskránni eru venjuleg
aðalfundarstörf.
vism
Það varð Merano á Íiaiíu:
Reykjavík ekki með „af
góðum og gildum ástæðum”
Heimsmeistaraeinvfgið iskák á
milli þeirra Anatoli Karpov og
Viktor Kortsnoj mun fara fram i
Merano á ttaliu og hefjast í byrj-
un september.
Eins og getum var leitt að i Vísi
i" gær dró Friðrik ólafsson, for-
seti FIDE, um það hvort teflt
skyldiíMerano eða á Las Palmas
og kom upp hlutur fyrrnefndu
borgarinnar.
„Af ástæðum sem eru góðar og
gildar gat ég ekki tekið Reykja-
vikinni myndina, en vegna þagn-
arskyldu get ég ekki greint frá
þvi hverjar þær eru”, sagði Frið-
rik Ólafsson þegar blaðamaður
Visis hafði sambandvið hann
siðdegis i' gær. -
„Hvorki Karpov né Kortsnoj
féllust á að varpað yrði hlutkesti
um einvigisstaöinn, en þetta var
min ákvörðun og niðurstöðunni
verður ekki breytt. Það tókst ekki
að ná samkomulagi milli
keppendanna um einvigisstaðinn
og mér fannst hlutkesti réttlát-
asta aðferöin til þess að komast
að niðurstöðu. Hvorugur
keppandinn getur talaö um að
hans hlut hafi verið hallað, sagði
Friðrik.
Hann sagöi jafnframt að búið
væri aö taka ákvöröun um að
Paul Klein frá Equador yrði yfir-
dómari einvigisins, en
meðdómendur yrðu Guðmundur
Arnlaugsson frá Islandi og Gert-
rude Wagner frá Austurriki.
,,Við gerðum allt sem i okkar
valdi stóð til þess að fá einvigið
hingað, og ég er auðvitað leiður
yfir þvi að það skyldi ekki hafa
tekist”, sagði dr. Ingimar
Jónsson, forseti Skáksambands-
ins, þegar blaðamaður spuröi
hann álits á þessari niðurstöðu.
„Við sendum gott tilboö og eftir
það tókum við vel á móti fulltrúa
Kortsnojs, auk þess sem við
buðum Karpov tvisvar sinnum að
koma hingað og kynna sér
aðstæður, en hann taldi sig ekki
geta orðið við þvi. Við höfum sem
sé lagt okkur alla fram, en það
geta verið ýmsar .ástæður, sem
við ekki ráðum við, sem hafa
valdið þessari niðurstöðu,” sagði
Ingimar, en hann vildi ekki tjá sig
um þá málsmeðferð sem var við-
höfð við endanlegt val á
einvigisstaðnum. -P.M.
Skipstjórisýndi Visismönnum inn i klefann til tveggja kokka, en þeir hlógu mikið og sögðu ,,No, no. no,
þegar við spurðum þá hvort þeir töluðu ensku.
RÚSSNESKUR ÍSBRJÓTUR
í REYKJAVlKURHfiFN
Þegar skriður fór að komast á
ha fra nnsóknir, varð Rússum
fljótlega ljóst að venjuleg haf-
rannsóknaskip náðu ekki að
kanna norðurhöf að nokkru gagni.
Þeir siniðuðu þá isbrjótinn og
hafrannsóknarskipið Otto
Schmiht, sem nú er staddur i
Reykjavík og blaðamönnum var
boðið um borð til að fræðast um
skipið og verkefni þess.
Otto Schmith hljóp af stokk-
unum 21. ágúst 1979 i sömu
skipasmiðastöð og sá frægi is-
brjótur Lenin. Skipið er sjötiu og
þriggja metra langt og átjan
metra breitt. Það er 3650 tonn,
búiðþrem dieseivélum, sem hver
er 1800 hö, samtals 5400 hö., og
tveim skrúfum. Um borð eru 84
menn, flestir frá Murmansk —
þar er heimahöfn skipsins —
þaraf eru um 50 sjómenn og hitt
eru vísindamenn.
Hingað kom Otto Schmith frá
Murmansk og fer héðan i Norður-
Grænlandshaf, Spitsbergen
Hammerfest og þaðan i
Barentshafið til New Saudland og
heim til Murmansk. Samkvæmt
áætluninni veröur þetta 80 daga
ferö, ef fsinn stoppar ekki ferðina,
en skipið getur brotið 60 cm þykk-
an is.
Skipstjóri bauð fréttamönnum
veitingar og settist til borðs með
þeim, með túlk úr sendiráöinu sér
til fulltingis. Eftir að hafa gefið
upplýsingar um skipið svaraði
hann spurningum og fréttamenn
höfðu þá mestan áhuga á hinni
mannlegu hlið, launum og aðbún-
aði skipshafnarinnar.
Áhöfnin býr öll i eins og tveggja
manna klefum, ekki stórum, en
vistlegum. Þar inni er handlaug,
borð, skápar óg hillur og simi i
hverjum klefa.
Launin eru aftur á móti ekki há,
,á okkar mælikvarða. Þau lægstu
eru um 3.600 krónur fyrir þessa 80
daga ferö. Þar af geta menn
fengið 20%, eða um 720 krónur i
gjaldeyri og ráða þeir hvort þeir
taka það allt i einni höfn, eða
skipta þvi.
Skipið er heitið eftir þekktum
rússneskum visindamanni, sem
rannsakaði Norðurhöf mikið.
Hann var fæddur i Rússlandi en
skipstjóri taldi ekki ósennilegt að
forfeður hans hafi komið frá
Þýskalandi, eins og nafnið bendir
til, þótt engin vissa sé fyrir þvi.
SV.
[ Kói’lnn úr Kópavogí:
! Átti pantað
! far kl. 15.30
„Aður en við fórum frá
I Reykjavik pöntuðum við far til
| baka frá Akureyri með vél
1 klukkan 15.30 á mánudag og var
| sú pöntun staöfest af Flugleið-
j um, sagði Gunnsteinn Ólafsson
■ kórstjóri Menntaskólans i
| Kópavogi I samtali við Visi.
. Eins og Visir skýrði frá i vik-
I unni var skólakórinn bókaður i
Imorgunvél frá Akureyri á
. mánudag og fór sú vél með 30
1 auð sæti eftir að kórinn kom
I ekki fram á þeim tima.
. Gunnsteinn sagði að ekki
I hefði verið haft samband við
I kórinn meðan hann dvaldi á
Akureyri til að láta vita af
1 breytingum á fýrri pöntun og
þvi hefðu kórfélagar ekki vitað
annað en þeir ættu að fara með
vél klukkan 15.30 eins og áður
hafði verið ákveðið.
—SG.
Kanafla
terðir
Þjóðræknisfélag Islendinga,
en starfssemi þess beinist öll að
þvi að treysta böndin á milli
tslendinga i vesturheimi og hér
heima hefur náð samningum við
Samvinnuferðir-Landsýn um
feröir til Kanada i sumar.
Flogið veröur til Toronto og
einnig veröur farið tilWinnipeg.
Kökubasar
og katfisaia
Fóstrufélag Islands efnir til
kökubasars og kaffisölu I
Fósturskóla Islands, (Lauga-
lækjarskóla við Sundlaugaveg)
sunnudaginn 22. mars kl. 14-17.
Kvikmy ndasýning veröur
fyrir börn, og þeim gefst kostur
á að mála.
AlMóðadagur hreyflhamlaðra
Alþjóðlegur dagur hreyfihaml-
aðra hefur i mörg ár verið 22.
mars, en hann er einmitt á morg-
un.
A síöustu árum hefur átt sér
stað mikil viðhorfsbreyting hjá
almenningi og stjórnvöldum til
málefna fatlaöra eftir áratuga
baráttu ýmissa öryrkjafélaga
fyrir viðurkenningarétti. Sett
hefur verið margvisleg löggjöf,
þar sem markmiðið hefur verið
að tryggja fullkomna þátttöku og
jafnrétti fatlaðra við aðra þjóðfé-
lagsþegna. Má i þvi sambandi
nefna lög um ráðstöfun erfða-
fjárskatts, lög um endurhæfingu
og loks lögin um aðstoð við
þroskahefta, sem reynst hefur
eitthvert stærsta framfaraspor til
þessa við að tryggja jöfnuð og
viðurkenningu á réttindum hóps
fatlaðra, sem litill gaumur hefur
verið gefinn,.
Stærsta vandamál fatlaðra eru
atvinnumál. Alveg án tillits til
hver fötlunin er, þá eru fatlaðir
sammála um, að þetta vandamál
sé brýnast úrlausnar. Ferilmáler
gjarnan nefnd i sömu andrá og at-
vinnumál og er unnið að úttekt á
opinberum byggingum með það
fyrir augum að auðvelda fötluð-
um aðgang.
Vandamál fatlaðra eru þó
miklu fleiri og má nefna skort á
aðstöðu til sérkennslu trygginga-
mál og tollamál. A siöustu miss-
erum hefur orðið ljóst að mikil
þörf er að koma á heildar-
samræmingu og skipulagi á þjón-
ustu til handa fötluðum. 1 þvi
skyni lætur nú félagsmálaríðu-
neytið vinna að stefnumótum til
langs tima i málefnum fatlaðra,
sem ætti að geta orðið leiðarljós
við ákvörðunartöku i þessum
viðamikla málaflokki i framtið-
inni.
Þrátt fyrir að mikið hafi
áunnist á siðustu árum, augu al-
mennings hafi opnast og skiln-
ingur aukist á vandamálum
fatlaðra, er ekki hjá þvi komist
að minnast þess á alþjóðadegi
fatlaðra, að stundum hefur skort
á að tekist hafi nægileg samvinna
samtaka fatlaðra sjálfra i
sambandi við framkvæmdir og
skipulag aðstoðar og þjónustu.
Félagsmálaráðuneytiö hvetur þvi
samtök fatlaðra til aö efla
samvinnu og samstarfsvilja sinn,
þrátt fyrir að hugsmunir geti i
einstökum tilvikum stangast á.
Arangur af sameiginlegu átaki
samtaka fatlaðra, stjórnvalda og
almennings er háður þvi að
samtök fatlaðra standi saman án
tillits til hvers eðlis fötlunin er.
Almennur
borgaraiundur
á vegum
Leigjenda-
samtakanna
Leigjendasamtökin gangastj
fyrir almennum borgarafundi |
að Hótel Borg i dag klukkan i
14.30.
A fundinum verður fjallað um |
mál, er snerta mjög leigjendur ■
á Reykjavikursvæöinu og I
framsögumenn veröa Gunnar I
Þorláksson, húsnæöisfulltrúi.
Reykjavikurborgar, og Sigurð-1
ur E. Guðmundsson, I
framkvæmdastjóri Húsnæðis-1
stofnunar. Að framsögunum I
loknum munu þeir sitja fyrir |
svörum, svo og stjórnarmenn
Leig je nd a sa m t aka nna.
L_________________-Kl\