Vísir - 25.03.1981, Síða 13

Vísir - 25.03.1981, Síða 13
Miðvikudagur 25. mars 1981 VÍSIB 13 „Sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi, sem gerir ráð fyrir þvi að drag- nótaveiðar verði heimilaðar að nýju i Faxaflóa,” sagði Jón Ar- mann Héðinsson fyrrverandi alþingismaður i viðtali við fréttamann Visis. „Raunverulega hefur flóinn verið lokaður i 10 ár. Það tók áratugabaráttu að koma þeirri friðun á, og við sem stóðum að þvi á sinum tima á Alþingi, að koma þessari löggjöf i gegn, töldum okkur örugga um að friðunin mundi sýna gildi sitt, ó- tvirætt, hvað hún hefur gert. Þess vegna teljum við að við eigum að hafa flóann friðaðan áfram, þrátt fyrir góða mögu- leika á að veiða hér kola, og sýna betur fram á, að ekki að- eins kolastofn, heldur annar fiskistofn, muni njóta góðs af þviað hafa flóann friðaðan fyrir botnveiðafærum. Þess vegna er stór hópur manna, einkanlega smábátamenn, sem telja að það sé ótimabært og rangt að opna flóann. Við teljum að svo margar fleytur séu hér hringinn i kring- Mikil olga i trillukörlum vegna frumvarps um dragnótaveiöar i Faxallóa „GETUM SELT BATANA EF ÞAB VERDUR AB LÖGUM' um Faxaflóann, sem geti hag- nýtt flóann mjög vel, að það þurfi ekki á það að bæta. Annað atriði er i frumvarp- inu, sem er algjörlega ný stefna og við vörum mjög við, að Alþingi afheiidi ákveðinni stofn- un i þjóðfélaginu það vald,að út- hluta slikum gæðumy að fá að veiða visst magn úr hafinu, á fáa báta. Ef hér á að veiöa 1000-1500 tonn af kola, þá á Haf- rannsóknarstofnun að úthluta þessum afla á nokkra báta. Annað hvort verður að hafa þetta opið fyrir alla, samkvæmt stjórnarskránni, eða engan,, Aðeins þetta atriði er nægilegt til að stöðva frumvarpið. Trillukörlum viö Faxafióa þykir illa aö sér þrengt, ef frumvarpið um dragnótaveiöar i Fióanum verður aö lögum og hafa viö orö aö selja bátana ef svo fer. Viö erum þvi búnir að undir- búa fund, sem við vonum að verði fjölmennur, á Hótel Esju kl. 2 sunnudaginn 29. mars. Þar mun Aðalsteinn Sigurðsson fiskifræðingur, sem er manna fróöastur um kolastofninn á Islandi, segja frá sinu sjónar- miði og sinum rannsóknum og menn viða að við flóann munu halda framsöguerindi og segja frá sinni reynslu,” sagði Jón Ar- mann. Þvi má bæta við að hann mun verða fundarstjóri og fundurinn verður öllum opinn. Það er óhætt að segja að trillukörlum við Flóann er mik- ið niðri fyrir um þetta mál og Jón Barðdal, sem hefur orð fyrir þeim sagði það skoðun þeirra að þeir geti farið að leita sér að kaupendum að bátnun- um, ef þetta frumvarp fer i gegn. SV Vegna flutnings ) i seljum vid öll húsgögn verslunarinnar meö miklum afslætti Þetta einstæda tækifæri stendur adeins í nokkra daga o O Þad veitir ekki af ad spara í verdbólgunni vegi 164 — 22229 Flugleiðir bjóða þér í ódýra viku-eða helgarferð til NewYoik. Veið fiá 3.860- FLUGLEIDIR Traust fólkhjá góðu félagi Taktu þátt í ,,l love New York“ ævin- týrinu - með söngleikjum, lista- og leiksýningum, bíóferðum, jazzklúbb- um, listasöfnum, stórverslunum, úti- mörkuðum, kínahverfinu, Greenwich Village, o.fl., o.fl. Fararstjórinn, hún Vilborg Kristjáns- dóttir, tekur á móti þér á flugvellinum og verður þér innan handar um val á frá matsölustöðum til balletsýninga - Þú getur valið Summit hótelið á 51. götu eða Prince George á 28. götu. Með herberginu fylgir morgunmatur. Taktu þátt í ,,l love New York" ævintýrinu - starfsfólk Flugleiða mun gera sitt til þess að það verði þér sem ánægjulegast. Þið fáið allar upplýsingar hjá söluskrifstofum Flugleiða eða hjá ferðaskrifstofum. Hlakka til að hitta þig í New York.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.