Vísir - 25.03.1981, Qupperneq 15
VÍSIR
Miðvikudagur 25. mars 1981
Miðvikudagur 25. mars 1981
15
,,Það var ekki á neinn
hátt staðið undarlega að
forvalinu hjá okkur. Við
sendum Haga, J.P., Inn-
réttingahúsinu og Kalm-
ar bréf og óskuðum eft-
ir verðtilboð i eldhús, og
tilboðin voru öll send út
sáma daginn”, sagði
Örn Kjærnested, fram-
Yfirlýsing frá stjörn Byggung:
Ásökunum á
hendur fram-
kvæmdastjóra
vísað á bug
Við afgreiðslu stjórnar á kaup-
um 3. byggingarflokks á eldhús-
innréttingum í ibúðir sinar, var
frá þvi'gengið, að innlendir fram-
leiðendur innréttinga fengju tæki-
færi til jafns við innflytjendur á
að koma vöru sinni á framfæri.
Var i þvi' sambandi leitað til
tveggja framleiöenda og tveggja
innflutningsaðila. Að öðru leyti
visaði stjórnin ákvörðun um kaup
á einstökum innréttingum til
þeirra aðila sem ibúðir eiga i 3. á-
fanga.
Byggjendur í 3. áfanga kynntu
sér sjálfir þær innréttingar sem i
boði voru og tóku ákvörðun um
val innréttinga á eigin spýtur.
Stjórn Byggingarsamvinnufélags
ungs fólks i Mosfellssveit litur svo
á, að þeim aðilum, sem valið hafa
að fjárfesta i ibúðarframkvæmd-
um félagsins, sé það i sjálfsvald
sett hvernig þeir verji fé sinu til
kaupa á innréttingum i ibúðirsin-
ar. Hlutverk stjórnar og fram-
kvæmdastjóra er að framkvæma
vilja byggjenda i þeim efnum.
Stjórnin visar algerlega á bug
ásökunum á hendur fram-
kvæmdastjóra félagsins, Arnar
Kjærnested, um undarlega við-
skiptaháttu af hans halfu, og
leggur áherslu á að hlutur hans i
þessu málierfyllilega i samræmi
við vilja umbjóðenda hans.
Stjórn Byggingarsamvinnufé-
lags ungs fólks i Mosfellssveit vill
aðsiðustu itreka, að kaup félags-
ins á eldhúsinnréttingum i ibúðir
3. áfanga eru framkvæmdar að
vilja þeirra aðila sjálfra, er ibúðir
eiga i smiðum i' umræddum bygg-
ingaráfanga. Stjórn félagsins
mun ekki undir neinum kringum-
stæðum leyfa sér að taka ákvörð-
unarvald af byggjendum i þess-
um málum, sem og öðrum er lúta
að innréttingum ibúða þeirra.
Ennfremur vonar stjórnin að
kúgunarhótanir einstakra fram-
leiðenda i þessu sambandi séu
einungis orðin tóm, enda sé það
öllum aöilum fyrir bestu.
| Texti: Axel
Am mcndrup
Myndir: Emil
Þór Sigurðs-
son
kvæmdastjóri Byggung-
ar i Garðabæ og Mos-
fellssveit.
„J.P. vissi ekki hver bað um til-
boðið, en það gerðu Hagi og
Kalmar hins vegar, þvi fyrirtæk-
in sendu ekki inn tilboð fyrr en ég
sótti þau og útskýrði að tilboðið
væri í eldhús fyrir Byggung. Þeg-
ar ég kom til H aga, þá var 1 jóst að
fyrirtækið ætlaði ekki að senda
inn tilboð. Þegar þeir fréttu, að
Byggung stóð að forvalinu,
brugðust þeirhins vegarhart við.
Þá höföu þeir ekki nema tvo tima
tilstefnu, þvi fundurinn með hús-
eigendunum átti aö vera þá um
kvöldið.
FOB-verðið á Norema innrétt-
ingunum, samkvæmt samningum
Byggungar við fyrirtækið, er 239
þúsund krónur norskar og hingað
komið er verðið 392, 264 krónur
nýjar, eða að meðaltali 13.526 á
hverja innréttingu”.
Orn sagði, að tilboðið frá Inn-
réttingahúsinu (Norema) miðað
við eitt eldhús hefði numið 15.476
krónum að meðaltali, tilboðið frá
Haga hefði verið tiu prósentum
hærra, eða 17.010 krónur og 30
prósent hærra frá J.P., en þaðan
hefði innréttingin að meðaltali
kostað 20.420 krónum.
„Ég vil taka það skýrt fram, að
við forvalið var miðað við eitt
eldhús og sömu teikninguna i öll-
um tilfellunum.
Ég ætla ekki að dæma um hvort
norsku innréttingarnar eða þær
islensku séu betri eða fallegri,
það var fólksins að dæma og það
valdi Norema einum rómi”.
— Er rétt af formanni atvinnu-
málanefndar Mosfellshrepps aö
flytja atvinnuna til Noregs?
„Mér finnst atvinna verslunar-
manna ekkert siður mikilvæg en
atvinna iðnaðarmanna, auk þess
sem við sköpum skipafélögunum
vinnu. Þess má geta, aö atvinnu-
ástandið i sveitinni er mjög gott
— hér eru aðeins f jórir menn á at-
vinnuleysisskrá.
Byggung útvegar fjölda manns
vinnu og greiðir gjöld til hins op-
inbera og einnig i lifeyrissjóði,
þannig að ég held að við séum
ekkert þjóðhagslega hættulegir.
Ég vil að lokum taka fram, að
ég undrast mjög allan málsflutn-
ing innréttiogaframleiðenda, þvi
það virðist vera aðalatriðið að
sverta mannorð mitt og gera mig
tortryggilegan i augum almenn-
ings, frekar en að hið rétta komi
fram. Visa ég i þvi sambandi til
samþykktar stjórnar og trúnað-
armanna þriðja byggingarflokks
i Mosfellssveit”, sagði Orn.
— ATA
örn Kjærnested fyrir utan húsin, sem hýsa eiga hinar umdeildu eldhúsmnrettingar.
Talsmenn Haga og J.P. innréttinga óhressir með innflutning Byggung á innréttingum:
„UNDARLEGT HUGARFAR AÐ BAKI
AKVðRÐUNAR FRAMKVÆMDASTJÚRANS
formaður atvinnumálanefndar flytur atvinnuna til Noregs!
framkvæmdastjóra
„Við viljum visa á bug Byggungar og umboðs- innréttingarnar séu talsverður, okkur i hag, einnig betri”, sagði Sæ-
þeim fullyrðingum manns norsku innrétt- bæði ódýrari og betri. og ef nokkuð er þá eru mundur Sæmundsson,
inganna, að innfluttu Verðmunurinn er um- islensku innréttingarnar sölustjóri hjá Haga-inn-
réttingum, i samtali við
Visi.
„Við erum ekki sárir yfir þvi að
fá ekkiverkefni, heldur undrumst
við alla málsmeðferð og skiljum
ekki hvað liggur að baki,” sagði
Guðmundur Ingi Jónsson hjá J.P.
innréttingum.
Þeir félagar höfðu samband við
Visi vegna blaðaskrifa um kaup
Byggungar i Garðabæ og Mos-
fellssveit á norskum eldhúsinn-
réttingum. Islenskir framleið-
endur hafa haldið þvi fram, að is-
lenska framleiðslan sé 30-50%
ódýrari en norska framleiðslan,
en umborðsmaður norsku inn-
réttinganna og Orn Kjærnested,
framkvæmdastjóri Byggungar,
halda þvi fram að verðið sem
fékkst hjá Norðmönnunum hafi
verið hagstæðara en hægt var að
fá innanlands, alla vega miðað
„tslensku innréttingarnar hafa upp á alltað bjóða, sem innfluttu innréttingarnar hafa”, segja innlendir framleiöendur. Til dæmis skápahuröir, sem opnast 170 gráöur, hornskápa meö hornsleöum og útdregna þvottaskápa við gæði.
Þeir Sæmundur og Guðmundur
sögðuaðef menn bara kynntu sér
hlutina, bæru saman íslensku
framleiðsluna og þá norsku,
kæmust þeir að þvi að sú íslenska
væri sist lakari.
„Skápahurðirnar á okkar inn-
réttingum opnast um 170 gráður
eins og þær norsku, við erum með
útdregna þvottaskápa og horn-
skápa með hringsleðum”, sagði
Guðmundur, en þessa kosti meðal
annarra sagði Sigurður Karlsson,
umboðsmaður norsku innrétting-
anna i blaðasamtali að prýddu
sina vöru umfram innlenda fram-
leiðsluna.
„Þá er úrvaliö hjá okkur ekki
siðra en úrvalið hjá norsku fram-
leiðendunum”.
— En hvernig var þá staðið að
útboðinu?
„Það var ekkert útboð, heldur
forval hjá Byggung. Það kom
hingað maður klukkan fimm að
kvöldi og gaf mér frest til klukkan
sjö að gera tilboð í innréttingu í
tiltekið eldhús. Ég hafði náttúru-
lega ekki grun um að þar með
væri ég aö bjóöa i þrjátiu eldhús
og reiknaði ekki magnafslátt inn í
dæmiö. Þrátt fyrir það er tilboðiö
frá mér lægra en norska boðið,
sem þó er miðað við þrjátiu eld-
hús”, sagði Sæmundur.
Þeir sögðu, að gaman væri að
fá að sjá samningana, sem gerðir
hafi verið við norska fyrirtækið.
Þó vissu þeir, aö FOB-verðið i
Noregi næmi 284 þúsund norskum
krónum, eða 345,429 krónum is-
lenskum. A þetta bætist 15%
flutningskostnaður, og þá er talan
komin i 397 þúsund krónur. Með
söluskatti er upphæðin komin upp
i 430 þúsund krónur og nemur þá
verð á hverja innréttingu 15 þús-
und krónum að meðaltali.
J.P.-innréttingar geta boðið i
sama magn, innréttingar fyrir 11
þúsund krónur að meðaltali, en
Hagi fyrir 9.500 krónur að meðal-
tali. Þarna munar allt að 50 pró-
sentum.
„Boðiðfrá Haga miðað við eitt
eldhús hljóðaði upp á 13.300 krón-
ur og er það lægra en tilboð Nor-
ema i 30 eldhús”, sagði Sæmund-
ur. Boð J.P. hljóðaði upp á 16.400
krónur.
„Þettá virðist allt framkvæmt
með undarlegu hugarfari og þetta
er einnig hið dapurlegasta mál,
séð frá þjóðhagslegu sjónarmiði.
Við leggjum fram vinnu, útveg-
um atvinnu, við greiðum launa-
skatt til rikisins og greiðum i op-
inbera sjóði af vinnu fölksins, og
þessir sjóðir styrkja svo bygg-
ingasam vinnufélög á borð við
Byggung.
Þaö horfir svo dálitið undarlega
við, nú þegar islenskur iðnaður
stendur höllum fæti og atvinnu-
möguleikar iðnaðarmanna
þverra, að örn Kjærnested,
framkvæmdastjóri Byggungar,
skuli flytja atvinmna svona úr
landi, þvi hann er formaður at-
vinnumálanefndar Mosfells-
hrepps”, sagði Sæmundur.
„Maðurinn hefði átt aö leggja
fram nákvæma verklýsingu og
leyfa öllum að keppa á jafnréttis-
grundvelli. Hefði hann gert það,
hefðum við að sjálfsögðu sætt
okkur viö úrskurö hans. Viö vilj-
um ekki neyða neinn til að kaupa
islenska framleiðslu, ef sú er-
lenda er betri eða ódýrari, en þaö
átti bara ekki viö i þessu tilfelli”,
sagði Guðmundur.
— ATA
Ullum var gen jafn
5 99
hatt undir hotöi
- segir Orn Kjærnested, framkvæmdastjori Byggung
vísm