Vísir - 25.03.1981, Page 16

Vísir - 25.03.1981, Page 16
16 Miðvikudagur 25. mars 1981 VÍSIR Lattu mæla ratgeyminn „Bilaáhugamaður” hringdi: A föstudaginn óskaði maður eftir ráðleggingum um það hvernig hann ætti að koma biln- um sinum i gang i frosthörku. Eftir lýsingu hans að dæma, sýn- ist mér augljóst að rafgeymirinn, er ekki fullkomlega i lagi. Þvi væri athugandi fyrir hann að láta mæla rafgeyminn upp á verk- stæði, og bæta jafnvel sýru á hann. Einnig væri ekki úr vegi, að hann byrjaði á þvi að starta ör- stutt, þegar hann kemur að biln- um köldum. Gefa innsogið á fullt, og pumpa örlitið bensin inn á blöndunginn. Ég átti á sinum tima i svipuð- um vandræðum og ökumaðurinn en hef alveg komist fyrir þau, með þvi að láta mæla geyminn upp öðru hverju, þvi þá veit mað- ur fyrir hvernig staða hans er. Auk þess er það nákvæmnisvinna að koma hverjum bil i gang i kulda og þarf þá helst að fara eft- ir kenjum hvers bils. Þvi geta ráðin verið jafn mörg og bilarnir. STOBVn ÞESSA SðLUMENNSKU „Einn dauðþreyttur” hringdi: Ef ég vissi ekki að til væru verslanir i borginni, þá mynd ég liklega halda að verslunarmáti manna i dag væri fólginn i þess- um töskusölum sem ónáða mann svo til daglega með alls konar skran, matarkyns jafnt sem öðru. Ég er ibúi i blokk i Breiðholti og er farið að blöskra all verulega þessi sölumennska. Þetta er i fyrsta lagi algjörlega ólögleg starfsemi. Þetta fólk hefur ekkert verslunarleyfi. 1 öðru lagi þá stendur i andyri flestra fjölbýlis- húsa að öll sölumennska sé bönn- uð i húsunum, en þetta virðist vera orðið algjörlega hundsað. Er ekki lögregla i þessu landi til þess að sporna gegn þvi að frið- helgi heimila sé rofin. Ég tel að hún sé margrofin með þessu háttarlagi, þvi auðvitað tilhéyrir stigagangurinn heimili manns og þegar menn hafa itrekað við andyri að þeir vilji ekki vera ónáðaðiraf sölumönnum, þá þýð- ir það auðvitað það sem stendur. Ég vona sannarlega að það sé gripið i þessa gaura, þvi ég er einnig viss um að söluskatts- svindl viðgengst i þessum bransa, svo hér er margfalt brot á ferð- inni. »----------------> Sá sem hringdi sagðist vera orð- inn yfir sig þreyttur á þeirri sölu- mennsku sem viðgengist i fjöl- býlishúsunum. SKÖPUM DNAÐ SBH VD GETUHI VERD STOLT AF Iðnaðarmaður hringdi: Er ekki kominn timi til þess að við íslendingar tökum sjálfir af skarið i þvi máli að skapa okkur atvinnutækifæri. Hér á landi hef- ur verið talað um þessi mál i fjölda ára en litið verið gert. Nú við sköpum fjölda atvinnutæki- færa fyrir okkur og afkom- endurna. Þá hreinsum við landið af þeim ruslahaugum, sem oft AFNEMffl SÖLUSKATTINN Þorleifur Guðlaugsson, 9691—4520 skrifar: Hinn 16. mars var rætt um sölu- skatt i útvarpinu. Vegna þeirrar umræðu vil ég segja eitt: Afnem- ið söluskattinn með öllu og það sem fyrst. Ef ég á að fara út i það að borga kaupfyrir innheimtu á söluskatti, þá erhann að minu mati tilgangs- laus með öllu og ég held að nú þegar fari mikill hluti hans i opin- beru starfsmennina, sem að miklum hluta lifa á launum al- múgans. Fjöldi þeirra skilar ekki arðbærri vinnu og telst til bein- ingarmanna þjóðfélagsins. Mest- megnis eru þetta þjónustustörf. Ef kaup hækkar hjá vinnandi fólki, fá þeir hálaunuðu drjúgan skerf af tekjum okkar i lormi nýrra skatta sem reyndar allir borga. Tökum eitt dæmi: Auka- skatturinn sem lagður var á gos- drykki i vetur var settur á til þess að rikið gæti mætt kauphækkun- um opinberra starfsmanna. Verðbólgan tútnar út og sprengir allt að lokum ef svona er haldið áfram. Kommúnistar hlakka lika yfir góðum árangri i rikisstjórn. Karl Marx sagði: „Eina leiðin til þess að sigrast á kapitalisman- um er með sköttum og aítur sköttum”. Þarna er markmiðið augljósast,- Ingvar Gislason menntamála- ráðherra sagði i útvarpi um þá stofnun: „Það er ekki hægt að reka fyrirtæki nema það beri sig”. Er hann nú loksins búinn að læra það? Þó vinnur framsóknar- flokkurinn dyggilega með kommúnistum. Þið sjálfstæðismenn i rikis- stjórn. Getið þið unnið gegn sann- færingu ykkar? Sjáið þið ekki hvert er verið að teyma ykkur? Útvarpið — sjónvarp er i fjár- hagskröggum. Söluskatturinn sem er lagður á útsent efni og tolltekjur af sjónvarpstækjum mundi nægja til að halda i horf- inu, en þetta er ekki notað. Hins vegar -erum við notendur látnir taka út fyrir það. Það er verið að fela ósómann með söluskatti, hann er ekki eins augljós og beinir skattar. Hrein- legra væri að leggja á beina skatta sem söluskattinum nemur. Við verðum hvort eð er að bera þennan skatt nauðug eða viljug. Dagblöðin bera ekki söluskatt. Hvers vegna ekki? Þetta er eitt himinhrópandi- ranglæti. Við verðum að borga af tekjum okkar til þess að halda uppi blöðum sem við kærum okkur ekkert u(n að leggja liðog sum vinna markvisst móti okkar hag og frelsi. er svo komið að flestur iðnaður er að dragast saman, sérstaklega byggingariðnaður og vélsmiðir, trésmiðir og aðrir iðnaðarmenn, hugsa alvarlega um að leita sér atvinnu út fyrir landsteinana. Þegar ég sá siðan að nokkrir at- hafnamenn hafa ákveðið að stofna hér stálverksmiðju, er breyti brotajárni i steypu- styrktarjárn sem siðan má nota fyrir iðnaðinn, þá vissi ég að þarna var eitthvað sem við getum styrkt, eitthvað sem við getum sjálf stutt og gerst hluthafar i. Auðvitað þurfum við ekki að bú- ast við þvi að við verðum ein- hverjir miljónerar þótt við leggj- um eitt til tvö þúsund krónur i slikt fyrirtæki, en hitt er vist að hafa verið tilefni lesendabréfa bæði i Visi og önnur blöð. Ég held að það sé full ástæða fyrir okkur, almenning i þessu landi, að sýna að svona framtak likar okkur við, að við séum ekki aðeins þiggjend- ur, heldur viljum við einnig leggja okkar af mörkum til þess að skapa hér iðnáð sem við getum verið stolt af. Af þeim skrifum sem ég hef séð i fjölmiðlum um þetta efni, er Ijóst að verksmiðjan á að geta verið arðbær, og þvi er ekkert annað en aumingjaskapur ef við getum ekki sameinast um eitt- hvað sem ekki kostar meira en einn misheppnaður Þórshafnar- togari.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.